Morgunblaðið - 26.05.1998, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 26.05.1998, Blaðsíða 25
MORGUNB LAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. MAÍ 1997 25 ÚR VERINU Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráðherra um tillögur Hafrannsóknastofnunarinnar Erfiðar aðgerðir sem gripið var til eru að skila árangri „ÞESSI ráðgjöf er um margt ánægjuleg. Hún staðfestir viðreisn þorskstofnsins og að þær erfiðu aðgerðir sem við gripum til á sín- um tíma eru að skila árangri. Aðrir stofnar eru flestir í ágætu jafnvægi, þannig að í heild verður þó nokk- ur aukning þó að við þurfum að draga lítil- lega saman í rækju og ýsu, en það hefur alltaf legið ljóst fyrir að með vaxandi þorskstofni yrði að draga úr rækjuveiðunum því þar er beint samhengi á milli,“ segir Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráðherra um skýrslu Hafrannsóknastofnunar- innar um tillögur varðandi há- marksafla á næsta fískveiðiári. „Samkvæmt mati Þjóðhags- stofnunar getur þetta aukið verðmæti útfluttra sjávarafurða um 2,5 tii 3 milljarða og lands- framleiðslan aukist um 0,5%. Ríkissjóður fær væntanlega um 700-800 milljónir króna í auknar tekjur af þeim ástæðum á næsta ári,“ sagði Þorsteinn. Hann sagði að hann gerði ráð fyrir því að ákvörðun um aflaheim- ildir á næsta fiskveiðiári verði tek- in innan skamms, en venjan væri að samráðsfundur væri haldinn með helstu hagsmunaaðilum í sjávarútvegi áður en lokaákvörðun væri tekin. Hefði verið óhætt að fara í 270 þúsund tonn „Mér finnst að menn hefðu getað leyft sér að auka þorsk- veiðina meira, en það er búin að vera stöðug uppbygging í þorskstofninum síðustu þrjú ár- in og uppbygg- ingin umfram það sem menn gerðu ráð íyrir að hún myndi verða. Eg held því að það hefði verið óhætt að auka veiðina um að minnsta kosti 20% og fara í svona 270 þúsund tonn,“ segir Guðjón A. Rristjáns- son, forseti Farmanna- og fiski- mannasambands Islands. Guðjón segir að líta verði til þess að hrygningarstofn þorsks- ins sé kominn upp í 540 þúsund tonn og hann hafi stækkað veru- lega frá síðasta ári og áhættan í því að auka veiðina sé því hverf- andi. „Mér finnst þeir því óþarflega varkárir. Það eru sjálfsagt allir sammála um það að halda áfram að byggja þorskstofninn upp þannig að það megi stefna að 300 þúsund tonna veiði eða meira, en ég tel að menn séu óþarflega varkárir miðað við það hvernig þróunin hefur verið og miðað við það góðæri sem virðist vera í sjónum, stóran loðnustofn og til- tölulega hlýjan sjó. Stækkun þorskstofnsins hefur líka ákveðn- ar neikvæðar hliðar og við sjáum hvaða áhrif hann hefur á rækju- stofninn þar sem gert er ráð fyrir að minnka veiðina úr 75 þúsund tonnum sem hún mátti vera á þessu fiskveiðiári og fara með hana niður í 45 þúsund tonn. Þeir eru að tala um að heildarveiðin geti orðið 60 þúsund tonn en það má geyma 15 þúsund tonn á milli ára. Þar eru menn því raunveru- lega að skera niður veiðina á út- hafsrækjunni, sem skiptir auðvitað verulegu máli atvinnu- lega séð á stórum svæðum lands- ins, um 30 þúsund tonn, eða um það bil 40%. Það er rosalega harð- ur niðurskurður hjá þeim útgerð- um og stöðum sem hafa verið að byggja sig upp í rækjuveiði á und- anförnum árum, en það er auðvitað afleiðing af stækkandi þorskstofni og hlýju árferði fyrir norðan land. Eg hefði því talið að það væri allt í lagi að láta þetta spila aðeins saman og fara svolítið hraðar í þorskinn, en ég held að við hefðum ekki unnið okkur neinn stórskaða með því,“ sagði Guðjón. Hann sagðist jafnframt hafa viljað sjá einhverja aukningu í grálúðunni, en þar væru afla- brögð miklu betri á þessu ári en menn hefðu gert ráð fyrir. Líkt og í þorskinum væri aukning í loðnu og allt gott um það að segja, en hins vegar væri boðaður mikill niðurskurður í síld. „Það er talað um að heildar- veiðin geti orðið 90 þúsund tonn miðað við að það séu færð 25 þúsund tonn á milli ára. Með þeirri tillögu er raunverulega ver- ið að leggja til að veiði næsta fisk- veiðiárs sé heimiluð upp á 65 þúsund tonn í staðinn fyrir 100 þúsund. Það er þá 35% niður- skurður frá þvi í fyrra. Reyndar erum við alveg sammála því að fara varlega þar því veiðarnar gengu það illa á síðasta hausti að skipstjórarnir innan Farmanna- og fiskimannasambandsins álykt- uðu einmitt um það að það yrði ekki farið í haustveiðarnar fyrr en búið væri að fara í mælinga- leiðangur. Eg geri því ráð fyrir að það verði farið og reynt að átta sig á því hver staðan er í síldar- stofninum áður en veiðarnar verða hafnar að einhverju marki og annað finnst mér óeðlilegt." Jákvæður árangur uppbygg- ingarstarfs „Þessi skýrsla sem hér er lögð fyrir okkur er mjög jákvæð og undirstrikar að við höfiim verið á réttri leið í af- stöðu okkar til umgengni um fiskistofnana,“ segir Kristján Ragnarsson, formaður Landssambands íslenskra út- vegsmanna. „Þorskstofn- inn vex verulega og veiði úr honum eykst um 32 þúsund tonn sem er auðvitað um- talsvert þegar þetta er þriðja árið í röð sem verið er að auka þetta aft- ur eftir mikinn niðurskurð og miklar þrengingar sem við þurfum að ganga í gegnum í því samhengi. Það eru þó neikvæðir þættir í þessu því það er heimilaður mjög lítill grálúðuafli og það er minnkun í ýsu og umtalsverð minnkun í rækju sem þó er til bráðabirgða og getur verið leiðrétt í haust. Hins vegar er mikil aukning í loðnu- veiðinni þannig að í heildina tekið er skýrslan undirstrikun um jákvæðan árangur af því uppbygg- ingarstarfi sem hér hefur verið unnið þar sem samtök útvegs- manna hafa farið fyrir í því að mæla með vísindalegum ráðum og að við skulum fara eftir þeim. Eg held að við getum verið stoltir af þeirri afstöðu, ekki síst þegar við lesum það nú í erlendum blöðum að íslenskir útgerðarmenn ættu að vera til fyrirmyndar öllum öðrum útgerðarmönnum í heiminum vegna þess hve ábyrg þeirra af- staða er til fiskistofnanna og stefna þeirra um það að þeir séu nýttir með sjálfbærum hætti. Eg tel að það sé undirstrikað í skýrslu Hafrannsóknastofnunarinnar að við höfum verið á réttri leið,“ sagði Kristján. Mikilvægt að leyft sé að jafna sveiflur milli ára Pétur Bjarnason, framkvæmda- stjóri Félags rækju- og hörpudisk- framleiðenda, segir að tillögur Hafrannsókna- stofnunarinnar komi í sjálfu sér ekki á óvart, en hann sé hins vegar hissa á því og mótfallinn að tillaga stofnun- arinnar varðandi úthafs- rækjuna miðist við heildarafla að meðtöldum veiðiheimildum sem flytjast frá undangengnu fisk- veiðiári. „Ég hef heyrt það að menn hafa í sjálfu sér haft svolítinn ugg í brjósti varðandi rækjuna því hún hefur veiðst minna vestur fi'á og verið blandaðri og minni heldur en undanfarin ár. Ég hef nú hins veg- ar haldið að menn væru með ein- hverjar aðrar skýringar á þvi held- ur en einungis þær að það hafi ver- ið veitt of mikið, þannig að því leytinu er ég kannski svolítið hissa á hvað þetta dettur niður. Að öðru leyti þá held ég nú að menn séu eftir sem áður í talsvert mikilli rækjuveiði, og sögulega séð eru þetta þrátt fyrir allt talsvert mikl- ar heimildir," sagði Pétur. „Ég er hins vegar hissa á því að menn skuli vera að blanda svona saman heimildum frá fyrra fisk- veiðiári og því er ég ósammála. Það verða væntanlega eftir ein- hverjar heimildir frá fyrra ári og mér finnst mjög óeðlilegt að heim- ildimar séu ekki bara ákvarðaðar á svipaðan hátt eins og áður. Núna fyrir maí og restina af fiskveiðiár- inu eru í rauninni til heimildir fyrir allt að 10 þúsund tonnum á mánuði og ég held að það sé mjög mikil- vægt að leyft sé að jafna sveiflur á milli ára. Það er því stílbrot ef ver- ið er að hverfa frá því og því er ég algjörlega á móti.“ Kemur mis- jafnlega niður á einstaka landshluta „Margt af þessu kemur ekki á óvart, en auðvitað er aukningin í þorskinum það ánægjulegasta við þetta. Ég held að það hafi kannski ekki mátt búast við hærri tölu en þama er, eða um 15% aukningu," segir Amar Sig- urmundsson, formaður Sam- taka fískvinnslu- stöðva. ,3-uðvitað veldur það ákveðnum áhyggjum að það er samdráttur í rækjuveiðunum, bæði úthafsrækju og innfjarðarækju. Svo koma aftur ljósu punktamir sem em þá aukn- ing í úthlutun á loðnunni, en svo aftur samdráttur í ýsu og humri. Þetta kemur að sjálfsögðu mis- jafnlega niður á einstaka lands- hluta, en fyrstu viðbrögðin í heild- ina tekið era auðvitað þau að mað- ur er mjög ánægður með það hvað þorskstofninn er að rétta úr kútn- um. Það eitt og sér mun auðvitað hafa áhrif fyrir vinnsluna og að sjálfsögðu allan sjávarútveginn, og það era jákvæðu tíðindin í þessu. Þetta mun þvi heldur bæta stöðu sjávarútvegsins, en óneitanlega kemur þetta þó misjafnlega niður þar sem vægi þorsksins er dálítið misjafnt eftir landshlutum." Friðrik Már Baldursson, forstjóri Þjóðhagsstofnunar Tillögiu nar fela í sér 3% aukningu í aflaverðmæti ÞJÓÐHAGSSTOFNUN hefur að beiðni sjávarútvegsráðuneytisins lagt mat á efna- hagsleg áhrif af tillögum Hafrannsóknastofn- unar um hámarksafla kvótabundinna tegunda lyrir fiskveiðiárið 1998/1999. Að mati Þjóðhagsstofnunar fela tii- lögur Hafrannsóknastofn- unar í sér 3% aukningu í aflaverðmæti, talið í þorskígildum sem sam- svarar 2,5 til 3 milljörðum króna í auknu útflutnings- verðmæti. Það er um það bil 1,3-1,5% af heildarútflutningi og 0,4-0,5% af landsframleiðslu. Þjóðhagsstofnun spáir því að útflutnings- verðmæti sjávarafurða nemi á almanaksárinu 1998 samtals 95,5 milljörðum króna. Að sögn Friðriks Más Baldurssonar, setts forstjóra Þjóðhagsstofnunar, er þorskaukningin lang- mikilvægust, en Hafrannsóknastofnun leggur til 32 þúsund tonna aukningu í þorski sem svarar til 14,7% aukningar frá tillögum síðasta árs. Nærri lætur að vægi þorsksins sé meira en þriðjungur í þorskígildum talið. Loðnan er sömuleiðis afar mikilvæg hvað vægi varðar, en ef hún er undanskilin, telur Þjóðhagsstofnun að aflaverðmætið aukist ekki nema um 2,1%. í mati Þjóðhagsstofnunar era tillögur Haf- rannsóknastofnunar frá því í fyrra fyrir fisk- veiðiárið 1997/1998 bornar saman við tillögur stofnunarinnar nú eða fyrir fiskveiðiárið 1998/1999. Uppsveifla í verði Að sögn Friðriks Más er hér um töluverða aukningu í útflutningsverðmæti að ræða, en ekkert í líkingu við það sem var árið 1996 þegar útflutningsverðmætið jókst um 8,8% milli ára. „Útflutningsverðmæti sjávarafurða á fostu verði dróst saman um 3,2% frá 1994 til 1995. Síðan jókst verðmætið um 8,8% árið 1996, það dróst saman um 1% árið 1997 og við spáum þvi að verðmætið verði óbreytt 1998. Inni í þessum tölum era ekki þær viðskipta- kjarabreytingar, sem hafa verið að eiga sér stað, en við höfum verið að sjá talsvert mikla uppsveiflu í verði núna og ef hún verður viðvarandi má búast við að þetta verði mjög gott ár.“ Forstjóri Þjóðhagsstofnunar segir að auðvitað feli tillögur Hafrannsóknastofnunar í sér vissa staðfestingu á þeim væntingum, sem uppi hafa verið varðandi aukningu, en jafnframt fylgi vandi vegsemd hverri. „Mikill uppgangur er nú í efnahagslífinu og því er mikilvægt að þetta verði notað á skynsamleg- an hátt í stað þess að auka útgjöld og sigla aukningunni þar með jafnóðum út úr þjóðar- búinu,“ sagði Friðrik Már. Friðrik Már Baldursson Þorsteinn Pálsson Guðjón A. Kristjánsson Kristján Ragnarsson Pétur Bjarnason Arnar Sigurmundsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.