Morgunblaðið - 26.05.1998, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 26.05.1998, Blaðsíða 40
-40 ÞRIÐJUDAGUR 26. MAÍ 1998 HESTAR MORGUNBLAÐIÐ Ofbeldi sem útflutn- ingsvara Víða um lönd hafa menn áhyggjur af einhæfninni í hinni alþjóðlegu mynd- miðlun sem á þeim dynur og reyna að sþorna við með eigin framleiðslu sem leggur áherslu á þjóðmenningarleg gildi, tungu og sögu. VIÐ Gautaborgar- háskóla hefur um all- nokkurt skeið verið starfrækt við góðan orðstír norræn miðstöð um fjölmiðlarannsóknir (Nordicom). Aðild eiga öll Norð- urlöndin og er miðstöðin rekin með stuðningi Norrænu ráðherranefndarinnar. A síðasta ári var bætt við spori með stofn- un alþjóðlegrar miðstöðvar upp- lýsinga um áhrif ofbeldis í mynd- miðlum á börn. Miðstöðin er rek- in með beinum stuðningi UNESCO, Barnahjálpar Sam- einuðu VIÐHORF Móðanna ——• nýtur einnig Eftir Hávar styrks frá Sigurjónsson sænska ríkinu. Heiti hennar uppá ensku er The UNESCO International Clearinghouse on Children and Violence on the Screen. Hlutverk miðstöðvarinnar er að miðla upplýsingum um börn, ungmenni og ofbeldi í myndmiðl- um í samræmi við samþykktir Sameinuðu þjóðanna um réttindi barna og þetta er gert með því að koma á framfæri niðurstöðum rannsókna um þetta efni, upp- lýsa um yfírstandandi rannsókn- ir, meta aðgang barna að mynd- miðlunum og notkun þeirra á þeim, veita upplýsingar um menntun og þjálfunarmöguleika í greininni, benda á valkosti í afþreyingu fyrir börn, og styðja alla viðleitni til að draga úr of- beldi í sjónvarpi, kvikmyndum og öðrum myndmiðlum (mynd- böndum, tölvuleikjum og á Net- inu). Miðstöðin gefur út frétta- bréf og árbók og er hin fyrsta nýkomin út, vönduð bók og mikil að vöxtum, hlaðin upplýsingum og nýjustu rannsóknaniðurstöð- um frá öllum heimshornum. í ítarlegri yfírlitsgrein eftir sænska fjölmiðlafræðinginn Ceciliu von Feilitzen kemur margt athyglisvert fram um of- beldi í myndmiðlum og er ómaksins vert að rekja efni hennar að nokkru. Framboð á ofbeldisefni eykst í réttu hlutfalli við aukið framboð á myndmiðlum. Þetta stafar ekki eingöngu af fjölgun rása og stöðva, sem hefur verið gríðarleg undanfarin 5-10 ár, heldur er orsökina einnig að fínna í auk- inni alþjóðlegri samkeppni einkarekinna sjónvarpsstöðva. Ef borið er saman við aðra fjölmiðla á síðustu tveimur ára- tugum hefur aukningin á fram- boði hvergi orðið meiri en í myndmiðlunum en um leið hefur eignarhaldið á þeim þjappast saman og eru nú á færri höndum en nokkru sinni fyrr. Markaðn- um á þessu sviði er í raun stjómað af fáum alþjóðlegum samsteypum eða því sem sumir vilja kalla „heimsmarkaðsveld- um“, t.a.m. Disney og Sony. Flest þessara velda eru skráð til heimilis í Bandaríkjunum en einnig eru nokkur með póstfang í Asíu og örfá í Evrópu. Ein afleiðing þess að frá Bandaríkjunum flæðir meira of- beldisefni út í ljósvakann en frá nokkru öðru landi á jarðar- kringlunni er sú forvitnilega staðreynd að í Þýskalandi er fjórfalt meira ofbeldi í band- arísku sjónvarpsefni en í þýsku efni (Groebel & Gleich 1993). Sams konar könnun í Svíþjóð (Cromström & Höijer 1996) sýndi að 62% af öllu ofbeldisefni í sænsku sjónvarpi er bandarískt að uppruna. Þessi tala hækkar um 15% ef endurtekningar og kynningar eru teknar með í reikninginn. Samþjöppun eign- arhalds á myndmiðlum á ekki eingöngu við sjónvarp, mynd- bönd og kvikmyndir heldur einnig á tölvuleikjaframleiðslu og öðru því tengdu. Ohætt er að segja að í veröldinni í dag sé eignarhald á myndmiðlum ávísun á völd. A alþjóðlega vísu birtast hin miklu völd heims- markaðsveldanna í einhæfni í efnisvali og eins konar „einka- ritskoðun“. Þetta er andstætt þeirri almennu hugsun að auk- inni fjölmiðlun fylgi sjálfkrafa aukin efnisleg og menningarleg fjölbreytni og tjáningarfrelsi. Víða um lönd hafa menn áhyggjur af einhæfninni í hinni alþjóðlegu myndmiðlun sem á þeim dynur og reyna að sporna við með eigin framleiðslu sem leggur áherslu á þjóðmenningar- leg gildi, tungu og sögu. Sláandi dæmi um slíka þróun á síðustu árum er frá Austur-Evrópu þar sem fall járntjaldsins hafði í fór með sér algjört frelsi á fjölmiðla- markaðnum. Eftir nokkur ár af slíku „frelsí" hafa flest gömlu járntjaldslandanna séð sig knúin til að setja lög sem takmarka út- sendingar á klám- og ofbeldis- efni. Undantekningarlaust hafa kannanir sýnt fram á að alls staðar tekur almenningur eigið sjónvarpsefni framyfir erlent. Þetta er t.a.m. vel kunn stað- reynd úr íslensku sjónvarpi. Þá hefur nýleg bandarísk könnun (Gerbner 1997) leitt í ljós að meirihluti sjónvarps horf- enda kýs frekar að horfa á efni án ofbeldis og þá stendur spurn- ingin eftir hvers vegna er megn- ið af því sjónvarpsefni sem býðst svo ofbeldiskennt sem raun ber vitni. Bandaríski fjölmiðla- fræðingurinn George Gerbner heldur því fram að alþjóðleg markaðshugsun ráði ferðinni í þessu efni; sjónvarpsofbeldi er myndmál án landamæra og án takmarkana tungumáls eða menningar. Það er lægsti og auðveldasti samnefnarinn i alþjóðlegri dreifingu á mynd- máli. Þessu til staðfestingar bendir Gerbner á að hlutfall of- beldisefnis í bandarísku sjón- varpsefni sem selt er til annarra landa er talsvert hærra en í sjónvarpsefni sem sýnt er í Bandaríkjunum sjálfum. Galsi og Baldvin Ari keppa fyrir hönd Léttis Óánægja með há skrán- ingargjöld hjá Fáki Eigandi hestsins, Andreas Trappe, genginn í Létti á Akureyri LJÓST er nú að stefnt verður með stóðhestinn Galsa frá Sauðárkróki í A-flokk gæðinga á landsmótinu á Melgerðismelum. Mun hann keppa fyrii- hönd hestamannafélagsins Léttis á Akureyri en ekki fyrir Hörð í Kjósarsýslu eins og reiknað hafði verið með. Eigandi hestsins, Þjóðverjinn Andreas Trappe, mun hafa skráð sig í Létti í vor þegar allt útlit var fyrir að ekki yrði hægt að mæta með klárinn í úrtöku hjá Herði vegna svæðaskiptingar af völdum hitasóttarinnar. Gera má ráð fyrir að Harðarmönnum létti við þessi tíðindi því telja má að nú losni eitt sæti í gæðingasveit þeirra. Knapi á Galsa nú sem fyrr verður að sjálfsögðu Baldvin Ari Guðlaugs- son en þeir tóku nýverið þátt í firma- keppni hjá Létti og sigruðu þar næsta örugglega. Telja Léttismenn sig nokkuð vissa með sigursætið í A- flokki á landsmótinu verði Baldvin og Galsi meðal keppenda. Attu þeir sem rætt var við vart orð til að lýsa klárnum svo góður sem hann væri um þessar mundir. Á fimmtudag hefst gæðingakeppni Fáks á Víðivöllum og ríkii- mikil spenna fyrir þá keppni. Oft hafa komið fram nýjar áður óþekktar stjörnur hjá Fáki. Forkeppnin hefst á fimmtudag, á fóstudag fara fram fullnaðardómar þar sem 20 hestar taka þátt í hvorum flokki, úrslit verða síðan á laugardag en dagskrá hefst alla dagana klukkan 10. En víst er að nú fer í hönd spennandi tími þegar félögin velja fulltrúa sína í gæðingakeppni landsmótsins. MIKILLAR óánægju hefur gætt meðal keppnismanna hjá Fáki vegna hárra skráningargjalda í gæðinga- keppninni og öðrum keppnisgreinum á hvítasunnumóti félagsins. Fyrir hvem skráðan hest þarf að greiða 3.500 krónur sem er nokkru hærra en hefur tíðkast hjá öðrum félögum. Ekki skiptir máli hvort menn skrái fleiri en einn hest til leiks en víða hefur sú hefð verið við lýði að greitt sé eitt gjald fyr- ir fyrsta hest og síðan lægra fyrir næstu. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem óánægju gætir af þessum sökum og oft hefur komið til tals meðal keppnismanna að hunsa keppnina en aldi'ei náðst samstaða um slíkt. Hafa margir hugleitt úrsögn úr félaginu og þar á meðal era Sigur- björn Bárðarson og Gunnar Arnars- son sem hafa að öllu jöfnu mætt með mörg hross til leiks. Sigurbjörn skráði aðeins fjögur hross að þessu sinni af þessum sökum. Keppnismenn hafa til margra ára kvartað undan skráningargjöldum og telja óréttlátt að þeir þui'fi að standa að stórum hluta undir mótum fjár- hagslega. Á móti er sagt að þetta sé eina leiðin til að fjármagna mótin sem að sjálfsögðu verði að standa undir sér. Samkvæmt upplýsingum frá skrif- stofu Fáks verður kannað með endur- greiðslu hluta ski'áningargjalda, ef hagnaður verður af mótinu. Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson GALSI frá Sauðárkróki sem verið hefur einn af eftirsóttustu stóðhest- um landsins mun keppa fyrir hönd Léttis á landsmótinu f sumar. Myndin er tekin þegar hann sló eftirminnilega í gegn á landsmótinu ‘94, þá fjögurra vetra gamall. Knapi er Baldvin Ari Guðlaugsson. Ungu mennirnir að taka völdin HESTAR Sörlastaðir, Hafnarfirði GÆÐINGAMÓT OG LANDSMÓTSÚRTAKA SÖRLA Gæðingamót Sörla í Hafnarfirði var haldið föstudag og laugardag sl. Þar var keppt í öllum flokkum gæðinga- keppninnar auk pollaflokks og kapp- reiða. Þá var haldin uppskeruhátíð félagsins á laugardagskvöldið. SÖRLAMENN í Hafnarfirði voru fyrstir til að velja hesta til þátttöku fyrir sína hönd á landsmótinu sem haldið verður í sumar. Þar voru ungu mennirnir at- kvæðamiklir og eldri jaxlar eins og til dæmis Sveinn Jónsson, sem hef- ur í langan tíma verið atkvæðamikill á mótum Sörla, komst ekki á blað að þessu sinni. Sonur hans, Jón Páll, hélt hins vegar merkinu á lofti með því að blanda sér í baráttuna um verðlaunasaetin. Knapi mótsins, Ragnar E. Ágústsson, var með efsta hest í B-flokki, Hrólf frá Hrólfsstöð- um, og sömuleiðis leiddi hann Eyju frá Hafnarfirði til sigurs í keppni unghrossa. Adolf Snæbjörnsson á Vímu frá Neðri-Vindheimum skaust upp fyrir Elsu Magnúsdóttur á Demanti frá Bólstað í úrslitum A- flokks. Fjöldi aukaverðlauna er veittur á móti Sörla og voru Hinrik Þór Sig- urðsson og Valur frá Litla-Bergi valdir par mótsins og hlutu að laun- um Hamarsbikarinn. Hæst dæmda hryssa mótsins hlaut Toppsbikarinn en það var Fluga frá Breiðabólstað sem Hinrik sýndi. Þá var Stígsbik- arinn veittur því barni sem þykir hafa skarað fram úr hvað varðar góða og prúðmannlega reið- mennsku innan sem utan vallar og hlaut hann Sandra Líf Þórðardóttir. Veður var heldur óhagstætt með- an á mótinu stóð á föstudag og laug- ardag, suddarigning allan tímann að heita. Kom þetta óneitanlega niður á tímum á kappreiðum en þó voru tímar í 150 metra skeiði ótrúlega góðir þar sem heimsmeistarinn Logi Laxdal sigraði á Hraða frá Sauðárkróki á 15,04 sek. Úrslit urðu annars sem hér segir: A-flokkur 1. Víma frá Neðri Vindheimum, eig.: Jón V. Hinriksson, kn.: Adolf Snæbjömsson, 8,32. 2. Demantur frá Bólstað, eig.: og kn.: Elsa Magnúsdóttir, 8,34. 3. Soldán frá Ketilsstöðum, eig. og kn.: Atli Guðmundsson, 8,30. 4. Eik frá Hvolsvelli, eig.: Sindri og Sigurður Adolfsson, kn.: Sindri Sigurðsson, 8,16. 5. Komma frá Ketilstöðum, eig.: Snorri R. Snorrason og Stefanía B. Sigurðardóttir, kn.: Páll Ólafs- son, 8,22. B-flokkur 1. Hrólfur frá Hrólfsstöðum, eig. og kn.: Ragnar E. Ágústsson, 8,62. 2. Prins frá Ketilsstöðum, eig.: Har- aldur Njálsson, kn.: Anna B. Ólafsdóttir, 8,40. 3. Glói frá Hóli, eig.: Haraldur Þor- geirsson, kn.: Jón P. Sveinsson, 8,37. 4. Fluga frá, eig.: kn.: Hinrik Þ. Sig- urðsson, 8,40. 5. Glæsir frá Selfossi, eig.: Anna B. Ólafsdóttir og Snorri Dal, kn.: Snorri Dal, 8,38. Ungnienni 1. Síak frá Þúfu, eig. og kn.: Kristín Ó. Þórðardóttir. 2. Glói frá Árnanesi, eig.: Jón V. Hinriksson, kn.: Brynja B. Jóns- dóttir. 3. Rómur frá Bakka, eig. og kn.: Sigríður Pjetursdóttir. 4. Patti frá Búlandi, eig.: Pálmi Ad- olfsson, kn.: Ingólfur Pálmason. 5. Spari-Rauður frá Svignaskarði, eig.: Sigurður Adolfsson, kn.: Marissa Hood. Unglingar 1. Valur frá Litla-Bergi, eig. og kn.: Hinrik Þ. Sigurðsson, 8,50. 2. ísak frá Heggsstöðum, eig. og kn.: Eyjólfur Þorsteinsson, 8,32. 3. Skrugga frá Hala, eig. og kn.: Bryndís K. Sigurðardóttir, 8,20. 4. Blossi frá Árgerði, eig.: Hrafn- hildui' Guðrúnardóttir, kn.: Margrét Guðrúnardóttir, 8,08. 5. Hai'pa frá Hala, eig. og kn.: Elísabet E. Garðarsdóttir, 8,05. Börn 1. Rúbin frá Ögmundarstöðum, eig.: Theódórs-fjölskyldan, kn.: Ómar Á. Theódórsson. 2. Árvakui' frá Sandhól, eig.: Margrét Vilhjálmsdóttir og Þor- valdur H. Kolbeinsson, kn.: Rósa B. Þorvaldsdóttir. 3. Tinni, eig. og kn.: Kristín M. Jónsdóttii'. 4. Spaði frá Þúfu, eig. og kn.: Sandra L. Þórðardóttir. 5. Kæti frá Skollagróf, eig. og kn.: Bryndís Snorradóttir. Pollar 1. Dímon frá Brúsholti, eig.: Margrét H. Vilhjálmsdóttir, kn.: Birkir R. Þorvaldsson. 2. Skjöldur frá Hrólfsstöðum, eig. og kn.: Margrét F. Sigurðardótt- ir. 3. Mózart frá Suðurholti, eig. og kn.: Jón B. Smárason. 4. Máli frá Bjarnarhöfn, eig. og kn.: Edda D. Ingibergsdóttir. Unghross 1. Eyja frá Útey, eig. og kn.: Ragn-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.