Morgunblaðið - 26.05.1998, Blaðsíða 63

Morgunblaðið - 26.05.1998, Blaðsíða 63
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. MAÍ 1997 63 FÓLK í FRÉTTUM Evrópsk kvik- myndagerð uppskar ríku- lega í Cannes Kvikmyndahátíðinni í Cannes lauk á sunnudaginn með afhendingu Gullpálmans og annarra viðurkenninga. Pétur Blöndal fylgdist með hátíðarhöldunum. ÞAÐ ÞURFTI ekki að koma neinum á óvart að kvikmynd ítalska leikstjórans Theo Ang- elopoulos Eilífð og einn dagur eða „Mia eoniotita ke mia mera“ hreppti gullpálmann í Cannes. Enda spáði Friðrik Þór Friðriksson því í samtali við Morgunblaðið í síðustu viku. Og ekki kom það Angelopoulos á óvart sem sýndi engin svipbrigði þegar hann gekk upp á svið til að veita verðlaununum viðtöku úr hendi kín- versku leikkonunnar Gong Li og franska leikarans Jean Reno. „Það er rétt að ég hef unnið til annarra verðlauna," sagði Ang- elopoulos við blaðamenn eftir at- höfnina, spurður um hvaða þýðingu gullpálminn hefði samanborið við önnur verðlaun sem hann hefði unn- ið til á ferlinum. „Gullpálminn er ágætur út af fyrir sig, - en það sem er mér dýrmætast var að vera viðstaddur sýningu myndarinnar hér í Cannes. Þær viðtökur sem myndin fékk hjá áhorfendum í lokin voru bestu verðlaun sem hugsast getur.“ Eins og í kvikmynd Með bandaríska leikstjórann Martin Scorsese í forsæti dóm- nefndarinnar vekur óneitanlega at- hygli hve ríkulega evrópskar mynd- ir uppskáru á hátíðinni eða öll helstu verðlaunin. Annar ítalskur leik- stjóri, Roberto Benigni, fékk Grand Prix-verðlaun íyrir myndina Lífið er fallegt eða „La vita e bella“. Benigni var vægast sagt upprifinn af gleði, hljóp upp á svið og féll að fótum Scorseses. Að því loknu rauk hann á hvem meðlim dóm- nefndarinnar og þakkaði íyrir sig með faðmlagi. „Þetta er frábært!" sagði hann brosandi út að eyrum við blaðamenn. „Mér líður eins og í kvik- mynd, - eins og í draumi. Mig langar helst til að dansa tangó uppi á borði. Svo er stórkostlegt að fá að sitja í næsta stóli við Angelopoulos,“ bætti hann við og klappaði á öxlina á samlanda sínum. „Ég hef séð allar myndirnar hans, en hann hefur auðvitað ekki séð mínar. Annars væru myndirnar hans allt öðruvísi," hélt hann áfram og skellihló. „Við höfum hist einu sinni áður,“ sagði Angelopoulos og brosti í eitt af fáum skiptum þetta kvöld. „Það var fyrir nokkram árum við eitt- hvert hátíðlegt tilefni. Þá gekk Benigni til mín, kynnti sig og spurði hvort hann mætti snerta mig.“ Leikkonumar Elodie Bouchez og Natacha Regnier úr frönsku mynd- inni Draumalíf englanna eða „La vie revee des anges" deildu verðlaunum fyrir besta leik í kvenhlutverki. „Ég hef aldrei verið jafn nátengd per- sónu sem ég hef leikið,“ sagði Elodie. „Á sama tíma hef ég aldrei þurft að bæta jafnmiklu við persón- una frá sjálfri mér. Það var erfitt að skilja við hana; hún brast í grát.“ „Öll hlutverk eru erfið,“ sagði Natacha. „Ég heillaðist af hlutverk- inu og þeirri innri baráttu sem per- sónan stendur í.“ Skotinn geðþekld Peter Mullan var valinn besti karl- leikari fyrir frammistöðu sína í mynd Ken Loach „My Name Is Joe“. „Scorsese nefndi mig á nafn,“ sagði hann sigri hrósandi þegar hann tók við verðlaununum. „Ef orðið taka fylgir á eftir næst þegar hann nefnir mig á nafn verð ég ennþá ánægðari." Dómnefndin hreifst af Hófínu Danski leikstjórinn Thomas Vinterberg deildi sérstökum verð- launum dómnefndarinnar íyrir myndina Hófíð eða „Festen" með franska leikstjóranum Claude Mill- er fyrir myndina Bekkj- arferðina eða „La classe de neige“. Vinterberg sagði að þetta væri við- urkenning fyrir alla dönsku leikstjórana fjóra sem skrifað hefðu undir samning um að framleiða eina mynd hver eftir svokölluðum „dogma“-reglum. Snú- ast þær um að „endurnýja" kvik- myndagerð með því m.a. að nota aðeins handbæra upptökuvél, enga búninga, enga leikmynd, enga lýs- ingu, enga fórðun og enga tónlist umfram það sem er til staðar. „Ég er bæði upp með mér og undrandi,“ sagði Vinterberg á blaðamannafundi eftir athöfnina. „Reglurnar veittu mér bæði inn- blástur og mesta frelsi sem ég hef kynnst sem leikstjóri og þennan árangur má þakka bræðralaginu. Þetta er mikil upphefð fyrir danska kvikmynda- gerð.“ Hann tók var- lega í það þegar hann var spurðm’ hvort hann hygðist gera aðra „dogma“-mynd. „Ég hef verið að brjóta heilann um þetta,“ sagði hann. „Ég efast um að svo verði vegna þess að grunnurinn sem regl- urnar byggjast á kveður á um end- urnýjun en ekki endurtekningu." Valdís Óskarsdóttir sá um að klippa myndina Hófið og greindi hún frá því í viðtali við Morgun- blaðið í síðustu viku að hún ynni bráðlega að annarri „dogma“-mynd í samstarfí við leikstjórann Soren Ki'agh Jacobsen. Allir leikstjórar óttast gagnrýni Hal Hartley var valinn besti handritshöfundur fyrir myndina „Henry Fool“ og John Boorman besti leikstjóri fyrir myndina „The General". Sá síðamefndi sagði að allir leikstjórar óttuðust gagnrýni, - hvað sem þeir létu uppi um það. Ýmislegt hefði verið skrifað um þær myndir sem hann hefði gert en aðeins einu sinni hefði hann verið beðinn afsökunar á dómi. Það hefði verið einn af gagnrýnendum Le Monde. Hann hefði komið til sín og beðið hann innilega afsökunar á dómi sem hann hefði birt um Eilífð, einn dagur og Gullpálmi Morgunblaðið/Halldór Kolbeins LEIKKONURNAR Natacha Regnier og Elodie Bouchez deildu verð- launum fyrir besta leik í kvenhlutverki. ÍTALSKI leikstjórinn BENIGNI fékk Grand DANSKI leikstjórinn Angelopoulos hreppti Prix-verðlaun fyrir Vinterberg hafði gullpálmann í Cannes. myndina Lffið er fallegt. ástæðu til fagna. ákveðna mynd, sér hefði liðið illa á umræddum tíma og þetta hefði ver- ið rangur dómur. „Þetta var mjög vond kvikmynd - en hún var ekki svona slæm,“ hefði hann klykkt út með að segja. Bandaríska myndin „Velvet Gold- mine“ vann til verðlauna fyrir listræna uppbyggingu og Marc Levin fékk „Camera D’Or“-verð- launin fyrir myndina „Slam“ en um þau keppa leikstjórar sem eru með sína fyrstu mynd á hátíðinni. Gullpálmann í flokki stuttmynda fékk mynd Xavier Giannoli „L’Interview“ og dómnefndarverð- launum deildu David Lodge fyrir myndina „Horseshoe" og Lynne Ramsay fyrir „Gasman“. Loks fékk kvikmyndatökumaðurinn snjalli Vittorio Storraro sérstök tækniverð- laun fýn'r „Univision“-kerfi sem hann notaði við tökur myndarinnar „Tango“ og gerir það að verkum að hægt er að laga myndir að mismun- andi stórum skjám án þess að klípa af myndarammanum, t.d. þegar bíó- myndir eru sýndar í sjónvarpi. Cinefoundation var sérstaklega stofnuð til þess að styðja við bakið á ungum leikstjórum sem eru að út- skrifast úr kvikmyndaskólum um allan heim. Er ætlunin að þetta verði stökkpallur fyrir leikstjórana auk þess sem þeim verði gert kleift að framleiða sína fyrstu kvikmynd í fullri lengd. Fyrstu verðlaun fékk Adam Guzinski fyrir „Jakub“, önn- ur verðlaun hreppti Asif Kapadia fyrir Sauðaþjófinn eða „The Sheep Thief‘ og þriðju verðlaun fékk Manu Kurewa fyrir „Mangwana." Þá er bara að sjá hvort þessir ungu leikstjórar eiga eftir að skjóta upp kollinum á komandi hátíðum. EKKI Ml <2 \ 1 »•<>!> t I » V < > I > ^j^awawj Sonic-7211 er vandah sjónvarpstæki á frábæm verbi! Myndlampinn er flatur 28' Black f ST (90°) - svartur skjár, sjálfvirk stöðvaleit, tímarofi, 2 Scart-tengi, textavarp, 40 W Nicam Ster eo- magnari, hljómgóbir hátalarar, tengi (yrir heymartól o.fl. LC CB-21A86X er vandab sjónvarpstæki á frábæru verbi! Myndlampinn er flatur 21 * Black FST (90°) - svartur skjár, sjálfvirk stöbvaleit, tímarofi, Scart- tengi, textavarp, tengi fyrir heymartól o.fl. (2?.90Ö£ LG CB-20E40X er vandab sjónvarpstæki á frábæru verbi! Myndlampinn er 20’ Black Matrix, sjálfvirk stöbvaleit, tímarofi, Scart-tengi, textavarp, tengi fyrir heymartól o.fl. LG W215P er 2 hausa myndbandstæki meb 80 stöðva minni, abgerba-stýringu á skjá sjónvarps, breiðtjalds- móttöku, Scart-tengi, upptökuminni, myndleit meb |og- hjóli, stafrænni sporun o.m.fl. Odýrt og gott! LC MS-1905C er 19 lítra örbylgjuofn, 750W, 5 mismunandi stillingum, 60 mín. klukku, snúningsdiski o.m.fl. NOKIA 71L3 TN: 28" Black INVAR -100 riba, 40W Nicam Digital Stereo, textavarp, 99 stöbva minni, sérlega fullkomib valmyndakerfi, 2 Scart-tengi ab aftan, RCA og S-VHS-tengi ab framan, fullkomin fjarstýring o.m.fl. axon GSM LC CB-28A50T er 28" sjónvarp með Black Line Super- myndlampa, 100 stöðva minni, öllum abgerbum á skjá, textavarpi, 40W Nicam Stereo-magnara, bamalæsingu, svefnrofa, tengi fyrir sjónvarpsmyndavél ab framan, 2 Scart-tengjum, S-VHS-tengi og mörgu fleira. Maxon 3300 GSM- síminn er abeins 195 grömm og hann er meb númeraminni og fleira og fleira. Bjóbum einnig mikib úrval annarra GSM- síma og fylgihluta á góbu verbi! LG MB-3907 er 19 lítra örbylgjuofn með grilli, 800/1100W, 5 mismunandi stillingum, 60 mín. tölvuklukku, snúningsdiski, barnaöryggi o.m.fl. Ideline Tornado Compact er nett ryksuga meb3 síu kerfi, vibvörunarljós lýsir þegar skipta þarf um poka, inndraganleg rafmagnssnúra, ál-leggur, 3 hausar, 1200 W. Samsung VP-A20er 8mm sjónvarpsmyndavél meb 16x abdrætti, 0.3 lux, fjarstýringu o.fl. SuperTech SCR-701 CD er ferbatæki meb geislaspilara, FM/MW/LW-útvarpi, tvöfaldri kassettu, tengi fyrir heyrnartól, innbyggbu loftneti o.m.fl. Grensósvegi 11 Sími: 5 886 886
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.