Morgunblaðið - 26.05.1998, Qupperneq 50

Morgunblaðið - 26.05.1998, Qupperneq 50
50 ÞRIÐJUDAGUR 26. MAÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR MATTHILDUR GUÐMUNDSDÓTTIR + Matthildur Guð- mundsdóttir fæddist í Hafnarfirði 18. janúar 1910. Hún lést á Landakots- spftalanum í Reykja- vík 15. maí síðast- liðinn. Hún var dóttir Margrétar Jónsdótt- ur (Gunnarssonar) í Hafnarfirði og Sig- urðar Sæmundssonar prentara frá Eskifirði. Kjörfor- eldrar hennar voru Guðrnundur Helga- son, bæjargjaldkeri í Ilafnarfirði, og kona hans, Vigdís Þorgilsdóttir. Hálfsystk- ini Matthildar í föðurætt voru Inger og Karl og í móðurætt Jón, Eva, Hanna, Vigfús, Anna, Stein- unn, Stefán, og Þuríður Jóhanns Tómassonar, skipstjóra í Hafn- arfirði. Matthildur giftist 21. júlí 1928 Garðari S. Gíslasyni, stórkaup- manni, f. 20. september 1906 í Reykjavík, d. 9. des. 1962. Foreldrar hans voru Gísli Helgason, verslunarmaður í Reykjavík, og kona hans, Valgerður Freysteinsdóttir frá Hjalla í Ölfusi. Börn Matthildar og Garð- ars eru: Guðmundur, f. 17. okt. 1928, kvæntur Ragnheiði Ásgeirsdóttur, Valdís, f. 18. nóv. 1929, eiginmaður 1. Skapti Þóroddsson, d. 1962, 2. Ríkarður Steinbergsson, d. 1996; Vildís, f. 6. sept. 1933, gift Skúla Axels- syni; Ragnheiður, f. 24. jan. 1936, gift Rögnvaldi Ólafssyni, og Gísli Magnús, f. 11. júlí 1945, í sambúð með Bryndísi Björk Saikham. Af- komendur Matthildar og Garð- ars eru nú 54 talsins. Útför Matthildar fer fram frá Ðómkirkjunni í Reykjavfk í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Þegar móðir mín er kvödd koma þessar ljóðlínur Tómasar Guð- mundssonar upp í hugann: Tilvera okkar er undarlegt ferðalag. Við erum gestir og hótel okkar er jörðin. Einir fara og aðrir koma í dag, því alltaf bætast nýir hópar í skörðin. Og til eru ýmsir,sem ferðalag þetta þrá, en þó eru margir sem ferðalaginu kvíða. Og sumum liggur reiðinnar ósköp á, en aðrir setjast við hótelgluggann og bíða. En þó eru sumir sem láta sér lynda það að lifa út’ í homi, óáreitör og spakir, þvi það er svo misjafnt, sem mennimir leita að, og misjafn tilgangurinn, semfyrirþeimvakir. Kvæðið „Hótel Jörð“ var henni einkar kært, sem mun bæði hafa stafað af efni þess og boðskap sem og tengist því, að faðir minn og Tómas þekktust á yngri árum. Var hann kærkominn gestur á heimili foreldra minna. ægsg iiiiÁRoe TÆKIFÆRISKORT SegÖu hug þinn um leið og þú lætur gott af þér «5514400 ld6a- <nT- \QTJ MUUVNHM Þegar andlát ber að höndum / Utfararstofa kirkjugarðanna ehf. Sími 551 1266 Allan sólarhringinn Fyrstu búskaparár sín, um og eftir 1930, bjuggu ungu hjónin við Austurstræti 14 í Reykjavík. I sama húsi á neðstu hæð átti og rak Garð- ar leigubifreiðastöðina Bifröst og var bifreiðum raðað upp Austurvall- armegin, sem þóttu nokkur tíðindi á þeim tíma. Þá var bifreiðin ekki al- menningseign. A þessum árum tók hann einnig virkan þátt i frjálsum íþróttum. I þeim efnum hafði hann getið sér gott orð í Winnipeg í Kanada þar sem hann hafði dvalist við nám í nokkur ár. Hélt hann áfram í íþrótt- um eftir heimkomuna árið 1926. A fyrstu búskaparárum foreldra minna var því oft glatt á hjalla og gestkvæmt á heimili þeirra. Því kynntist ég betur eftir að þau flutt- ust til Hafharfjarðar að Merkur- götu 3, þar sem ég hafði verið í fóstri hjá Vigdísi, ömmu minni, þar til hún féll frá árið 1938. Matthildur, móðir mín, hafði un- un af tónlist og lék vel á píanó, en á unga aldri hafði hún lært að spila. Leikni sína í þeim efnum hafði hún fyrir sig, en á fyrri árum átti hún það til að leika undir þegar lagið var t Viðarkrossar á leiði Vönduð smfði, fuavarið og hvítmálað sem endist mjög vel. Varanlegir krossar. Upplýsingar í símum 553 5929 og 553 5735 Stefánsblóm Laugavegí 178 S; 561 0771 tekið. Að hafa píanó á heimilinu var grundvallaratriði. Píanóleikur veitti henni ómælda ánægju. Heimsmynd þess fólks sem lifði mestan hluta tuttugustu aldarinnar var gjörólík því umhverfi sem nútímafólk býr í. Það er sama hvert litið er. Mæli- kvarðar og gildi voru allt önnur. I byrjun aldarinnar þekktust varla bifreiðar á Islandi. Framsýnir menn þurftu að berjast fyrir lagningu síma um landið. Konur höfðu ekki kosningarétt og alþýðumenntun á lágu stigi, svo nokkuð sé nefnt. Um- hverfið var þröngt og lífskjör afar mismunandi. Flestir sem bjuggu við sjávarsíðuna, bjuggu við kröpp kjör. Mótaði þetta að sjálfsögðu lífsviðhorf fólks og setti sinn svip á það. En með dugnaði og áræði ruddi upphafskynslóðin brautina og það fólk sem var á besta aldri um miðbik aldarinnar, lagði endanlega þann grunn sem við íslendingar byggjum á. Það er með ólíkindum hversu vel aldrað fólk á íslandi í dag hefur mætt hinni miklu heimsbyltingu sem orðið hefur á síðustu árum, í samskiptum manna og þjóða. Með ríkum skilningi og umburðarlyndi gagnvart tímaleysi og hraða hinna yngri, til þess að það gangi upp í samskiptum kynslóðanna. Fyrir móður mína og fólk fætt á fyrstu tveim áratugum aldarinnar, var það viðburður að fara frá Hafn- arfirði til Reykjavíkur til að heimsækja vini og ættingja. Hátíð- legur dagur. Tekið var á móti gest- um og gangandi með viðhöfn. Að fara til útlanda, en þá var Kaup- mannahöfn nafli alheimsins í augum margra, var stórviðburður. Nú er unnt að fara til helstu borga Evrópu að morgni, sitja sinn fund eftir hádegi og vera komnir heim að kveldi. Hið efnislega bil milli kynslóðanna er svo ótrúlegt að orð fá vart lýst. En styrkur þess aldraða fólks sem nú er að kveðja, var meðal annars fólginn í sterkri trú á hið besta í íslensku samfélagi. Móðir mín tilheyrði þessari kynslóð. Hún varðveitti ætfð sína bamatrú og vegsamaði foreldra sína, Guð- mund og Vigdísi, sem báru hana á höndum sér. Hún var góð móðir, blíð og hlý. Fyrir það og alla þá gæsku sem hún lét okkur systkin- um í té, er þakkað. Henni var annt um hinn stóra bamabamahóp sinn, en þegar þrekið og heilsan þvarr, brast getan til að sinna þeim. Þá átti hún einkar gott og kært sam- band við tengdaböm sín. Eigi er unnt að minnast Matthild- ar móður minnar án þess að geta þess hversu vinfóst og trygg hún var æskuvinkonum sínum. Flestar era horfnar yfir móðuna miklu. Ein kær vinkona og heimilisvinur, Vigdís Stefánsdóttir frá Fitjum í Legsteinar Lundi , v/Nýbýlaveg SÓLSTEINAR 554 4566 H H H H H H H H H H Erfidrykkjur H H H H H H H H H H u Simi 562 0200 riiiiiixxixr! TlM.MimM sjflym ÍMIMWHUUJI flÓIÍL flOflC ÍHTflUMNI • (flft Upplýsingar í s; 551 1247 Skorradal, lifir enn, en við mjög erf- iða heilsu. Ef Vigdís gæti tjáð sig, veit ég að hún myndi biðja mig um að færa ástarþakkir og kveðjur fyr- ir svo til ævilanga samfylgd. Síðustu ár ævinnar bjó Matthildur í Furagerði 1. Þar leið henni vel. Síð- ustu misseri átti hún við mikið heilsu- leysi að stríða. En vegna sérstakrar umönnunar starfsfólks Furagerðis 1, gat hún dvalið svo til til hins síðasta á heimili sínu. Það var henni ómetan- legt. Astúð og velvilji starfsfólksins til hennar var með þeim hætti að seint verður fullþakkað. Þá viljum við færa starfsfólki Landakotsspítala þakkir fyrir góða umönnun síðustu vikumar. Við kveðjum móður okkar með söknuði og þökkum fyrir elsku hennar og ást. Matthildur, móðir okkar, var ein af þeim konum sem lifðu í kyrrþey. Með þeim hætti kvaddi hún sátt við þennan heim í fullvissu þess, að Ijósið myndi vísa henni veginn til hins æðra. Guðmundur H. Garðarsson. Elsku fallega amma. Við viljum minnast þín með nokkram orðum. Við áttum margar góðar stundir með þér sem munu ávallt lifa í minningu okkar. Þó era það skemmtilegu smáatriðin sem sitja hvað mest eftir í huganum, eins og t.d. það hve hugleikin kerti vora þér, þá sérstaklega fjólublá, því það var uppáhaldsliturinn þinn. Hjá þér kviknaði kertaáhugi minn. Svo var alltaf svo gaman hjá okk- ur, þegar ég, nafna þín, spilaði upp- áhaldslögin þín og þið tókuð undir, og svo hreyfðir þú fallegu píanóf- ingurna í takt við lögin, eins og við Lille sommerfugl, Við tvö og blómið og Til era fræ. Okkur fannst þó skemmtilegast, þegar þú sagðir okkur frá gömlu dögunum í Köben og þegar þú varst ung og fjörag og fórst á böll á Borg- inni í glæsilegum kjólum með háa silkihanska og fallega skartgripi, og svo dansaðirðu alla uppúr skónum eins og þér einni var lagið. Þú varst tíguleg kona. Amma, þú varst svo góð við okk- ur. Okkur þykir svo vænt um þig. Þú gafst okkur gott veganesti fyrir lífið með þroskuðum viðhorfum þín- um. Við söknum þín mikið. Þú munt alltaf eiga sæti í hjarta okkar og huga. Sjáumst. Þínar Brynja Valdís og Matthildur Anna. EINAR J. GÍSLASON +Einar Jóhannes Gíslason fæddist í Vestmannaeyjum 31. janúar 1923. Hann lést á Droplaugar- stöðum í Reykjavík hinn 14. maí síðast- liðinn og fór útför hans fram frá Hvíta- sunnukirkjunni Ffla- delfi'u 22. mai. Þegar ég minnist Ein- ars J. Gíslasonar, er mér efst í huga eftirfarandi erindi úr Passíusálmum séra Hallgríms Péturs- sonar. Jesús viil að þín kenning klár kröftug sé, hrein og opinskár, lik hvellum lúðurs h(jómi; launsmjaðran öll og hræsnin hál hindrar guðs dýrð, en villir sál, straffast með ströngum dómk Einar var án efa einn kröftugasti og snjallasti predikari af Guðs náð sem ísland hefur alið. Hann var afar handgenginn Biblíunni og Passíusálmunum og gat gripið niður í þá við hvaða tækifæri sem var, og virtist ekkert hafa fyrir því. Sama máli gilti um Biblíuna. Hann fluttá allar ræður sínar blaðalaust og skreytti þær engu rósamáli. Hver sem á hlýddi og skildi íslensku þurfti ekki að fara í neinar grafgötur um hvað hann var að fara. Sumum hefur trúlega fundist nóg um berorðan og beinskeyttan ræðustíl hans, en þeir vora líka margir sem hlutu ævarandi blessun og gæfu undir hinum magnaða og innblásna ræðustóli hans. Það var jafnan háttur Einars að beina máli sínu umbúðalaust til ein- staklingsins og ávarpa hann í eintölu. Og hann lét og leyfði Bibh'unni að tala Það var hinn sterki kjami í máli hans. Allar ræður hans vora meira og minna meitlaðar og studdar Biblíulegum sannindum og rökum. Kennimenn hvar í flokki sem er mættu taka hann sér til fyrirmyndar í þeim efhum og leggja ríkari áherslu á boðskap og kennivald Bibh'unnar. Því bókin sú á ennþá brýnt erindi við okkur öll í dag sem einstak- linga og þjóð. Þau sí- gildu grunngildi og sú forskrift sem Bibh'an gefur fyrir heillaríku og farsælu mannlífi um tíma og eilífð, hafa reynst traustustu homsteinar í hverju siðmenntuðu þjóðfélagi. Það var sannarlega gæfa og Guðs blessun fyrir íslensku þjóðina að eiga Guðbrand biskup Þorláksson, sem gaf okkur fyrstu Biblíuna á íslenskri tungu árið 1584. Það var gæfa fyrir Island að eiga mann á borð við meist- ara Jón Vídalín sem gaf okkur Vídalínspostillu. Það var einnig mikil gæfa fyrir ísland að eiga séra Hall- grím Pétursson sem gaf okkur Passíusálmana. Og það var gæfa ís- lensku þjóðarinnar að eiga kenni- mann eins og Einar J. Gíslason sem veigraði sér ekki við að boða hreint og klárt Guðs Orð, syndurum til sálu- hjálpar og eilífrar blessunar. Mesta gæfa og auðlegð hverrar þjóðar er að eiga shka menn og þjóna sannleikans. Því þegar öUu er á botn- inn hvolft er það aðeins Orð Drottins, sem helst mun blessun valda. Guð blessi minningu Einars J. Gíslasonar. Guð blessi eftirlifandi eiginkonu hans, Sigurlínu, böm hans og bamaböm. Hallgrímur S. Guðmannsson. Frágangur afmælis- og minningargreina MIKIL áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að diskKngur fylgi útprentun- inni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fyrir tvíverknað. Þá er enn fremur unnt að senda greinamar í símbréfi (569 1115) og í tölvu- pósti (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII skráa sem í daglegu tali era nefndar DOS-textaskrár. Þá era ritvinnslukerfin Word og WordPerfect einnig nokkuð auðveld úrvinnslu. Um hvem látinn einstakling birtist ein uppistöðugrein af hæfilegri lengd, en aðrar greinar um sama einstakling takmarkast við eina örk, A- 4, miðað við meðalKnubil og hæfilega línulengd, - eða 2.200 slög (um 25 dálksentimetra í blaðinu). Tilvitnanir í sálma eða Ijóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Greinarhöfundar era beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.