Morgunblaðið - 26.05.1998, Side 6

Morgunblaðið - 26.05.1998, Side 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 26. MAÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Umboðsmaður Alþingis um ákvörðun lögreglustjóraiis 1 Reykjavík um sektarafborgunarsamning Meðvitundar- lítill á slysadeild ÞRIR ungir menn réðust á mann á Laufásvegi aðfaranótt sl. sunnudags. Maðurinn var bólginn í andliti og fór sjálfur á slysadeild. Stuttu síðar var maður fluttur meðvitundarlítill á slysadeild eftir að hópur fólks hafði ráðist á hann í Tryggvagötu. Maðurinn var skallað- ur og sparkað í höfuð hans og andlit. Arásarmennirnir náðust ekki. Þá var tilkynnt að kona hefði verið rænd veski sínu á bilastæði við Alþingishúsið. Hún meiddist á hendi og gagnauga er veskið var hrifsað af henni og var flutt á slysadeild. Veskið fannst stuttu síðar með öllu sem þar átti að vera nema 1.000 kr. Árás- armaðurinn fannst ekki. ------♦♦♦------- Ofsaakstur í Hvalfirði MAÐUR var handtekinn eftir ofsa- akstur í Hvalfirði á fóstudagskvöld. Tilkynnt var um atburðinn kl. 22.13 og hafði sá sem tilkynnti orðið að aka útaf veginum til að komast hjá árekstri við bifreið sem kom á móti. Ökumaðurinn, sem hélt síðan akstrinum áfram, var handtekinn og bifreiðin sem var bílaleigubifreið og talsvert skemmd, var tekin af hon- um. Um helgina voru teknir 17 öku- menn, grunaðir um ölvun við akstur. Þá voru 74 teknir fyrir of hraðan akstur. Lögreglan hefur aukið eftir- lit sitt á Suður- og Vesturlandsvegi og var verulegur hluti þessara öku- manna, sem óku of hratt, stöðvaður á þessum vegum á ýmsum tímum sól- arhringsins. ---------------- Ætluðu sem laumufarþegar LÖGREGLA hafði afskipti af þrem- ur mönnum sem fundust í þýsku skipi sem Eimskipafélagið leigir. Mennirnir þrír fundust í skipinu í Sundahöfn eftir miðnætti aðfaranótt laugardags. Þeir kváðust hafa komið í skipið degi fyrr og ætlað að komast með því sem laumufarþegar til Kanada eða Bandaríkjanna. Menn- irnir eru taldir vera Júgóslavar en munu hafa verið hér á landi í nokkra mánuði. Útlendingaeftirlitið afgreið- ir mál þeirra. Morgunblaðið/Golli HERDÍS Egilsdóttir í faðmi Fosseyinga. Fyrir framan hana standa frá vinstri, Berglind Pétursdóttir, Ásdís Ólafsdóttir, Salbjörg Tinna ísaksen og Heiga Björg Antonsdóttir, sem allar klæðast þjóðbúningum Fosseyinga og halda á fánanum stoltar á svip. Skrásetning stendur yfír í Háskóla íslands Sérskipulagt hjúkrun- arnám lagt niður Herdís kveður HERDÍS Egilsdóttir kennari hefur látið af störfum við Skóla fsaks Jónssonar eftir 45 ára starf. Af því tilefni var haldin hátfð henni til heiðurs á laugardaginn. Tilefni hátíðarinnar var einnig það að þjóðhátíðardagur Fossey- inga var haldinn hátíðlegur, en þeir bekkir sem fylgja Herdísi í gegnum skólann kallast þjóð, sem hefur sín eigin þjóðareinkenni, þjóðbúning og fána. Mikið var um dýrðir á þjóð- og kveðjuhátiðinni í Isaksskóia um helgina. Sýndur var dans, sungnir voru söngvar og flutt var leikritið Rympa á rusiahaugnum sem er eftir Herdísi sjálfa. Nemendur hennar, sem allir eru í átta ára bekk og kveðja skólann ásamt Herdísi, fluttu leikritið með glæsi- brag og tilheyrandi söng og kátínu. SKRÁSETNING nýrra stúdenta stendur nú yfir í Háskóla íslands. „Skrásetning stendur til 5. júní og fólki ber að koma og leggja inn gögn sín fyrir þann tíma,“ sagði Brynhildur Brynjólfsdóttir, deildar- stjóri Nemendaskrár, í samtali við Morgunblaðið í gær. „Enda er skráningin tímabundin aðgerð þrátt fyrir að MA-stúdent- um sé veitt sérstök undanþága og heimild sé til þess í lögum að veittar séu undanþágur í undantekningar- tilfelium," en Menntaskólinn á Ak- ureyri útskrifar stúdenta síðastur allra eða 17. júní ár hvert. I auglýsingu háskólans er vakin athygli á því að þetta sé í síðasta skipti sem boðið sé upp á sérskipu- lagt nám í hjúkrunarfræði en það hefur miðað að því að gefa hjúkrun- arfræðingum sem útskrifuðust úr Hjúkrunarskólanum kost á háskólanámi til BS prófs þar sem fyrra nám þeirra var metið að hiuta. Að sögn Brynhildar hefur verið boðið upp á slíkt nám frá því Hjúkr- unarskólinn var lagður niður og allt hjúkrunamámið fært inn í háskól- ann. „í rúm tuttugu ár hefur verið boðið upp á þetta nám sem aðlögun að breyttum aðstæðum og það á sér langan aðdraganda að því verði hætt,“ sagði hún. Dýrt að tvíkeyra hjúkrun- arnámið „Það er auðvitað dýrt að tvíkeyra hjúkrunarnámið og sennilega telja menn að eftirspurninni eftir þessu námi sé að mestum hluta fullnægt. Aðsóknin hefur snarminnkað en auðvitað má þó alltaf gera ráð fyrir því að einhver telji með þessu brotið á rétti sínum.“ Brynhildur bendir hins vegar á að þrátt fyrir að umrætt nám verði lagt niður muni Endurmenntunar- stofnun áfram bjóða upp á nám- skeið sem gætu höfðað til þessa hóps hjúkrunarfræðinga. Rétt að hafna samningi til lengri tíma en árs UMBOÐSMAÐUR Alþingis svaraði fyrir nokkrum dögum ein- staklingi sem kvartaði yfir úrskurði dómsmálaráðuneytisins um að lög- reglustjóranum í Reykjavík hafi verið rétt að hafna ósk mannsins um að gera upp sektarskuld sína við ríkissjóð með öðrum hætti en sam- kvæmt almennum hegningarlögum eins og þau breyttust með lög- reglulögum sem tóku gildi 1. júlí á síðasta ári. Maðurinn taldi sig hafa gert samkomulag við lögreglustjóra fyrir þann tíma og því ætti breyt- ingin ekki við. Mál þetta er sambærilegt við það þegar Sigurður Gizurarson, sýslu- maður á Akranesi, gerði samkomu- lag um greiðslu 50 milljóna króna sektar, sem Hæstiréttur dæmdi Þórð Þ. Þórðarson á Akranesi til að greiða vegna skattsvika, og hlaut áminningu dómsmálaráðuneytisins fyrir en áminningin byggðist einmitt á því að samkomulagið hefði ekki verið í samræmi við gildandi lög sem kveða á um innheimtu sekta innan árs frá endanlegum dómi. Lögum breytt til að samræma framkvæmd Fyrir gildistöku breytingarinnar giltu engar skýrar reglur um þann greiðslufrest er veita mátti en mót- ast höfðu ýmsar venjur um þetta á lögreglustjóraembættum landsins þegar um hærri sektir var að ræða. Þannig var t.d. við það miðað í Reykjavík að semja mætti um greiðslu sektar með jöfnum mánað- arlegum greiðslum þannig að sekt væri að fullu greidd innan fyming- arfrests kröfunnar samkvæmt hegningarlögum. Breytingin sem varð á almennum hegningarlögum með lögreglulögum miðaði að því að marka skýra reglu um þetta efni, koma í veg fyrir að lögreglustjórar landsins semdu um mjög langan greiðslufrest og samræma fram- kvæmd sem viðhöfð er á innheimtu sekta hjá lögreglustjóraembættun- um víðsvegar um landið. Haldið fram að breytt lög ættu ekki við Maðurinn hafði átt í viðræðum um greiðslu sektar, er hann hafði verið dæmdur til að greiða, við lög- reglustjóraembættið í Reykjavík og taldi hann sig hafa gert samning um að ljúka greiðslu sektarinnar fyrir 26. september 2001 en hann fékk greiðsluáskorun í nóvember 1996. Lögmaður óskaði þess fyrir hönd mannsins að hann fengi að gera upp sektarskuld sína með jöfnum mánaðarlegum afborgunum í fjögur ár og að fyrir eftirstöðvum hennar 26. september 2001 yrði gefið út skuldabréf til 22 mánaða, tryggt með veði í fasteign. í bréfinu sagði að þessi ósk væri sett fram þrátt fyrir ákvæði lögreglulaganna „þar sem það lagaákvæði getur aðeins átt við sektir sem koma til inn- heimtu eftir gildistöku laganna (1. júlí 1997)“. Lögreglustjórinn í Reykjavík sagði í bréfi 19. ágúst 1997 að ekki hafi verið gefið loforð um 5 ára greiðslusamning og tilkynnti að ákvörðun um afplánun 21. ágúst 1997 stæði, kæmi ekki fram fyrir þann tíma greiðsla eða jafngreiðslu- samningur, sem fæli í sér loka- greiðslu á næstu 12 mánuðum. Ráðuneytið sagði ákvörðun lög- reglustjóra standa Akvörðun lögreglustjórans var kærð til dóms- og kirkjumálaráðu- neytisins 20. ágúst og úrskurðaði það 21. janúar 1998 á þann veg að ákvörðun lögreglustjórans um að hafna ósk mannsins um að gera upp sektarskuld sína með öðrum hætti en lögreglustjóri krafðist skyldi standa óbreytt. 6. febrúar kvartaði maðurinn við umboðsmann Alþingis og byggði á því að lögreglustjóraembættið í Reykjavík hefði ekki farið að þá- gildandi lögum við innheimtu sekt- arinnar. I bréfi umboðsmanns til mannsins, sem dagsett er 17. maí sl., segir m.a. að enginn samningur hafí legið fyrir um greiðslu sektar- innar með afborgunum og að mað- urinn hafi ekki innt neinar slíkar af- borganir af hendi. „Er það því skoðun mín, að ekki verði ráðið af þeim gögnum, sem fyrir mig hafa verið lögð, að við gildistöku nýrra laga hafi verið kominn á samningur milli yðar og lögreglustjórans í Reykjavík um afborganir á sekt yð- ar.“ Enginn samningur og engar afborganir „Samkvæmt skýrum fyrirmælum 2. mgr. 52. gr. laga nr. 19/1940 [alm. hegningarlaga], sbr. 1. gr. laga nr. 57/1997 [lögreglulaga], er lögreglu- stjóra eftir 1. júlí 1997 ekki heimilt að semja um lengri afborgunartíma sekta en eitt ár. Umræddur árs- frestur tekur til hámarksfrests til greiðslu sekta. Verður því ekki séð að samningur, sem gerður er eftir gildistöku umræddra laga, geti tekið til lengri tíma en árs, þó að sekt hafi komið til innheimtu fyrir þann tíma. Með vísan til framan- greinds tel ég, að eftir 1. júlí 1997 hafi lögreglustjóranum í Reykjavík ekki verið heimilt að ganga að til- boði yðar um greiðslu sektar með afborgunum á fimm árum. Er það því skoðun mín, að ekki sé tilefni til athugasemda af minni hálfu vegna niðurstöðu dóms- og kirkjumál- aráðuneytisins í úrskurði þess frá 21. janúar 1998, [...]. Virðingarfyllst, Gaukur Jörundsson."

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.