Morgunblaðið - 26.05.1998, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 26.05.1998, Blaðsíða 36
36 ÞRIÐJUDAGUR 26. MAÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. MAÍ 1997 37 - STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI FRAMKVÆMDASTJÓRI RITSTJÓRAR Árvakur hf., Reykjavík. Hallgrímur B. Geirsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. URSLIT KOSNINGANNA SIGUR Reykjavíkurlistans í borgarstjórnarkosningun- um í Reykjavík kom ekki á óvart vegna þess, að skoðanakannanir bentu allar til þess síðustu daga og vikur fyrir kjördag að svo mundi fara. Hins vegar náði Reykja- víkurlistinn ekki þeim stórsigri í kosningunum, sem kann- anir gáfu vísbendingu um framan af maímánuði. Og jafn- framt er ljóst, að stór hluti kjósenda listans lýsti óánægju sinni með einstaka frambjóðendur með víðtækum útstrik- unum. Sjálfstæðisflokknum tókst að koma í veg fyrir þann mikla ósigur, sem flokknum hafði verið spáð og það er árangur, sem ekki ber að gera lítið úr. Hins vegar er það auðvitað verulegt áfall fyrir Sjálfstæðisflokkinn að tapa borgarstjórnarkosningum tvisvar sinnum í röð. Þau úrslit hljóta að kalla á endurskipulagningu á starfi borgarstjórn- arflokksins sjálfs og flokksfélaganna og fulltrúaráðsins í Reykjavík, sem eru bakhjarl flokksins í kosningum. Þegar hins vegar litið er til úrslita kosninganna á landsvísu er ljóst að staða Sjálfstæðisflokksins er sterk. Ef horft er fram hjá niðurstöðunni í Reykjavík verður að ætla, að Sjálfstæðisflokkurinn hafi með úrslitum sveitarstjórnar- kosninganna í heild fengið byr í seglin til undirbúnings þingkosningunum að ári. Skoðanakannanir um fylgi flokk- anna til þings benda heldur ekki til annars en sterkrar stöðu Sjálfstæðisflokksins í höfuðborginni, þannig að líta verður á úrslit borgarstjórnarkosninganna, sem einangrað fyrirbæri að því leyti. Vinstri menn litu svo á, að úrslit sveitarstjórnarkosning- anna mundu gefa vísbendingu um hug kjósenda til samein- ingar vinstri aflanna í þingkosningum. Niðurstaðan er mis- vísandi. Það er auðvitað ljóst, að vinstri flokkarnir hefðu ekki haldið meirihlutanum í Reykjavík án Framsóknar- flokksins. Forystumenn Framsóknarflokksins hafa hvað eftir annað gefið í skyn, að þeir líti á samstarfið innan Reykjavíkurlistans sem tímabundið samstarf. Hitt er svo annað mál, að það kann að reynast þeim erfitt að komast út úr því samstarfi og bera þar með ábyrgð á því, að vinstri meirihlutinn í borgarstjórn Reykjavíkur falli. En oddastaða Framsóknarflokksins í borgarstjórn Reykjavík- ur gæti orðið afdrifarík. Sameinaðir listar Alþýðuflokks, Alþýðubandalags og Kvennalista, sem voru bornir fram á nokkrum stöðum unnu ekki glæsta sigra. Að því leyti til má segja, að árang- ur þeirra ýti ekki undir sameiginlegt framboð í þingkosn- ingum. A hinn bóginn fer ekki á milli mála, að þeir eru víða orðnir annað stærsta stjórnmálaaflið í sveitarstjórnum og Framsóknarflokkurinn þar með minnsti flokkurinn. Þegar vinstri menn horfa á þá pólitísku mynd, sem birtist í ein- stökum sveitarstjórnum með þessum hætti má ganga út frá því sem vísu, að það verði mörgum þeirra hvatning til þess að vinna að sameiginlegu framboði í næstu þingkosn- ingum. En jafnframt er ljóst, að einhver hópur kjósenda, ekki sízt frá Alþýðuflokknum, snýst til fylgis við Sjálf- stæðisflokkinn vegna þess að þeir geti ekki hugsað sér að greiða gömlum alþýðubandalagsmönnum atkvæði sitt. Andstaðan við sameinað framboð kemur þó ekki frá for- ystumönnum Alþýðuflokks eða Kvennalista heldur er hana að finna innan þingflokks Alþýðubandalags þar sem er sterk andstaða við aðild að kosningabandalagi vinstri manna. Margir telja víst, að jafnvel þótt þátttaka í kosn- ingabandalagi vinstri manna verði samþykkt á sérstökum landsfundi Alþýðubandalagsins í sumar muni einstakir þingmenn flokksins standa fyrir sérframboðum, hvað sem öðru líður. Þessi framvinda stjórnmálanna er áreiðanlega töluvert umhugsunarefni fyrir Framsóknarflokkinn. Sá flokkurinn hefur lengi verið annar stærsti stjórnmálaflokkur þjóðar- innar, stundum tekið þátt í stjórnarsamstarfi með Sjálf- stæðisflokknum en jafnframt verið helzti keppinautur hans um forystuna í íslenzkum stjórnmálum. Er Framsóknarflokkurinn að verða minnsti flokkur þjóð- arinnar? Það má vel vera en jafnframt er vel hugsanlegt, að hann sé að komast í enn þá meiri lykilaðstöðu en hann hef- ur þó haft til þessa. Alla vega fer ekki á milli mála, að í nokkrum sveitarstjórnum geta framsóknarmenn ráðið því hvers konar meirihluti verður myndaður, nema Sjálfstæðis- flokkur og hinir sameinuðu listar taki höndum saman. Fyrir borgar- og sveitarstjórnarkosningarnar lýsti Morgunblaðið þeirri skoðun, að þessar kosningar hefðu meiri þýðingu fyrir þróun stjórnmálanna en virtist við fyrstu sýn. Urslit kosninganna benda að sumu leyti til þess að svo sé en annað ekki. Litlar breytingar á valdahlutföllum stjórnmálafylkinga Morgunblaðið/Kristján Sigri fagnað á Akureyri SJÁLFSTÆÐISMENN unnu góðan kosningasigur víða um land. Þegar upp var staðið höfðu þeir unnið tvo menn frá síðustu kosn- Hér má sjá frambjóðendur flokksins á Akureyri fagna fyrstu tölum. ingum. Lítið skref í átt til vinstri samfylkingar Litlar breytingar urðu á fylgi pólitískra fylkinga á landsvísu í sveitarstjórnarkosningunum. Ólafur Þ. Stephensen segir að niðurstaða kosninganna sé skref í átt til samfylkingar félagshyggjufólks í landsmálum, en ekki eins stórt og margir vinstrimenn vonuðust til. EKKI urðu miklar breytingar á fylgi pólitískra fylkinga á landsvísu í nýafstöðum sveit> arstjómarkosningum. Engin afgerandi breyting hefur orðið á hinu pólitíska landslagi. Kosningarnar virð- ast heldur hafa skilað vinstrimönnum í átt að því markmiði að koma á fót sam- fylkingu á landsvísu, en að öðru leyti bera úrslitin vott um þann pólitíska og efnahagslega stöðugleika, sem ríkt hef- ur á íslandi undanfarin ár. Það ber þó að gera þann fyrirvara strax í upphafi að ekki er hægt að yfirfæra úrslit sveitarstjómarkosninga yfir á gengi flokkanna á landsvísu eins og ekkert sé. Sterkir leiðtogar og staðbundnar aðstæður leika stærra hlutverk í sveit> arstjómai-kosningum en Alþingiskosn- ingum. I viðtölum við fjölmiðla hafa leiðtog- ar allra flokka túlkað kosningaúrslitin sér í vil. Þegar útkoman er borin sam- an við síðustu kosningaúrslit virðist raunar fátt hafa breytzt þótt sviptingar hafi orðið í einstökum sveitarfélögum. Lítil breyting á heildarfylgi Sjálfstæðisflokks Sjálfstæðisflokkurinn fær rúmlega 40% af öllum greiddum atkvæðum á landsvísu, u.þ.b. einu prósentustigi meira en í síðustu sveitarstjómarkosn- ingum, þegar flokkurinn fékk 39,2%. Þótt flokkurinn hafi víða unnið á, mun- ar talsvert um þau tvö prósentustig, sem hann tapar í Reykjavík. I kosning- unum þar áður, árið 1990, fékk Sjálf- stæðisflokkurinn sína beztu kosningu síðan 1974, um 46,5% atkvæða á landsvísu, en þann árangur má einkum þakka stórsigri flokksins í Reykjavík, þar sem hann fékk rúm 60% atkvæða. Sjálfstæðisflokkurinn hafði meiri- hluta í tíu sveitarstjórnum á síðasta kjörtímabili og hélt honum alls staðar, líka þar sem aðrir flokkar samein- uðust gegn honum eins og á Seltjarn- arnesi, Olafsfirði, í Bolungarvík og Vestmannaeyjum. Sterk staða flokks- ins á landsvísu og ánægja með efna- hagsástandið hefur væntanlega sitt að segja um þessa niðurstöðu. Það er hins vegar áfall fyrir Sjálf- stæðisflokkinn að hafa ekki tekizt að vinna Reykjavík aftur úr höndum Reykjavíkurlistans. Flokkurinn hefur í meira en sextíu ár litið á borgina sem höfuðvígi sitt og sigrar vinstrimanna hafa verið undantekning frá reglunni. Síðastliðið kjörtímabil hafa sjálf- stæðismenn þannig haldið í þá von, að hægt væri með samstilltu átaki að snúa ástandinu aftur til „eðlilegs horfs". Sigur Reykjavíkurlistans nú gerir þær vonir að engu. Raunar má spyrja hvort Reykjavík geti framar orðið valdamiðstöð Sjálfstæðisflokks- ins með sama hætti og áður, haldi félagshyggjuflokkarnir áfram að bjóða fram sameinaðir, í stað þess að vera sundraðir í þrjá til fjóra smáflokka eins og meiripartinn af þessari öld. Hætt er við að nýhafið kjörtímabil verði Sjálfstæðisflokknum í borgar- stjórn Reykjavíkur erfitt. Flokkurinn verður að öllum líkindum að endur- skoða baráttuaðferðir sínar og stefn- umál og síðast en ekki sízt að finna sér nýjan leiðtoga til að stýra baráttunni að fjórum árum liðnum, þar sem Arni Sigfússon hefur lýst því yfir að hann hyggist ekki gegna oddvitahlutverkinu áfram. Það blasir hins vegar ekki við, hver eigi að verða arftaki Ama. Lítið um stórsigra samfylkingarframboða í huga margra vinstrimanna áttu úrslit sveitarstjórnarkosninganna að verða áformum um samfylkingu félagshyggjufólks mikil lyftistöng. Sameiningarlistar af einu eða öðru tagi voru bornir fram í flestum stærstu sveitarfélögunum. Aðeins einn Alþýðuflokkslisti var í kjöri, þrír Alþýðubandalagslistar og enginn Kvennalisti. Þessi nýju samfylkingar- framboð unnu hins vegar ekki þá stór- sigra, sem margir fylgismenn þeirra væntu, nema í hinu nýja sveitarfélagi á Austfjörðum og á Húsavík, auk þess sem Reykjavíkurlistinn og Sand- gerðislistinn héldu meirihluta sínum. I nokkrum sveitarfélögum, t.d. Kópa- vogi, Hafnarfirði, á Seltjarnarnesi og Akureyri, varð árangur félagshyggju- framboðanna lakari en samanlagt fylgi flokkanna, sem að þeim standa, í síðustu kosningum. Erfitt er að meta hvemig útkoma félagshyggjufólks á landsvísu er nú, miðað við síðustu kosningar, vegna þess hvað samstarfsmynztrið er marg- víslegt. Árið 1994 voru samanlögð at- kvæði framboðslista Alþýðubanda- lagsins, Alþýðuflokksins, Kvennalist- ans og Reykjavíkurlistans um 39,6% af öllum greiddum atkvæðum á landinu. Séu atkvæði samfylkingarfram- boðanna nú, að þeim sem innihalda framsóknarmenn meðtöldum, lögð saman, er hlutur þeirra í greiddum at- kvæðum á landinu rúmlega 38%, þannig að breytingin er lítil. Ekki má hins vegar líta framhjá því að það er viss áfangi að hafa yfirleitt náð saman félagshyggjuframboðum svo víða um land, án teljandi deilna. Auðvitað verður að hafa í huga að sum þeirra stóru mála, sem þvælast fyrir sameiningarsinnum í landsmálapólitík, s.s. kvótamálið og afstaðan til utan- ríkismála, koma lítið við sögu í sveitar- stjómarmálum. Ekki má heldur gleyma áhrifamiklum andstæðingum samfylkingar á landsvísu, einkum í þingflokki Alþýðubandalagsins. En samvinna fólks úr A-flokkunum og Kvennalista í sveitarstjómarkosning- unum er skref í sameiningarátt fyrir næstu þingkosningar, þótt það sé stutt. Það hefur líka sín áhrif á andann meðal samfylkingarsinna að fólk, sem til þessa hefur tilheyrt „litlu flokkunum" í íslenzkum stjórnmálum, situr nú víða í sveitarstjóm fyrir lista, sem er næst> stærsta - og í einstaka tilfelli stærsta - stjómmálaaflið í sveitarfélaginu. Reykjavík orðin höfuðvígi samfylkingarsinna Og þótt ekki sé hægt að setja sama- semmerki á milli samfylkingar í sveit- arstjómum og á landsvísu er sigur Reykjavíkurlistans samfylkingar- mönnum hvatning að halda áfram á sömu braut. Reykjavíkurlistinn var fyrirmynd margra félagshyggjufram- boða um allt land og samstarfið innan hans hefur haft sín áhrif á samfylking- arumræðuna. Ósigur hans hefði hægt á þróuninni; sigurinn er byr í seglin. Af þessum sökum er í raun hægt að segja að Reykjavík sé á vissan hátt orðin höfuðvígi samfylkingar vinstri manna á sama hátt og hún var höfuðvígi Sjálfstæðisflokksins. Gengið í höfuðborginni hefur áhrif á baráttu- móð samfylkingarsinna um allt land. Mál Hrannars B. Amarssonar varp- ar reyndar vissum skugga á sigur Reykjavíkurlistans. Þótt enginn dómur hafi verið kveðinn upp um það, hvort fjármálaumsvif eins af forystumönnum R-listans hafi farið í bága við lög eða reglur, hefur umræðan um fjármál hans augljóslega haft áhrif á kjósendur í Reykjavík eins og sjá má af fjölda út> strikana á R-listanum, sem er eins- dæmi í sögu borgarstjómarkosninga. Verði raunin sú að Hrannar teljist hafa brotið af sér, er það líka slæmt fyrir suma leiðtoga vinstrimanna, sem hefur til þessa orðið tíðrætt um sið- ferði og siðvæðingu í íslenzkum stjómmálum. Fari svo, er hætt við að t.d. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borg- arstjóri og Jóhanna Sigurðardóttir alþingismaður verði minntar á þann eindregna stuðning, sem þær veittu frambjóðandanum. Framsókn í oddaaðstöðu Framsóknarflokkurinn er í athygl- isverðri stöðu eftir kosningarnar, þótt ekki hafi fylgi hans breytzt mikið á landsvísu. B-listarnir, sem boðnir vom fram að þessu sinni, fengu 10,5% atkvæða á landsvísu, en í síðustu kosningum fékk flokkurinn 10,4%. Þá er miðað við hreina B-lista en ekki þau framboð, þar sem framsóknar- menn era í samkrulli með A-flokkun- um og Kvennalista. Nú bregður hins vegar svo við, að í mörgum sveitarfélögum, t.d. á Akra- nesi, í Kópavogi og Isafjarðarbæ, er Framsóknarflokkurinn orðinn minnsti flokkurinn, í þriðja sæti á eftir Sjálf- stæðisflokknum og sameiginlegu félagshyggjuframboði. Þetta er staða, sem margir framsóknarmenn eru ekki hrifnir af, en getur þó falið í sér mörg tækifæri. Framsóknarflokkurinn er þannig víða í oddaaðstöðu og getur valið sér samstarfsflokk. Þetta þýðir auðvitað að flokkurinn getur í mörgum tilvikum gert meiri kröfur til valda og embætta en ella. Ef þetta er vísbend- ing um það, sem koma skal í landsmál- um, getur Framsóknarflokkurinn kom- izt í svipaða stöðu og litlir miðjuflokkar á borð við Frjálsa demókrata í Þýzka- landi, sem hafa haft líf samsteypu- stjórna í hendi sér áratugum saman. Af þessum sökum hljóta framsókn- armenn í Reykjavík að velta fyrir sér hvaða leið þeir fari í framboðsmálum eftir fjögur ár. Stutt er síðan Halldór Ásgrímsson, formaður flokksins, sagði það stefnu framsóknarmanna til lengri tíma að bjóða fram sérstaklega, enda veikti samstarf við aðra flokks- starfið og gerði flokkinn minna sýni- legan. Það hefur átt við í nýafstaðinni kosningabaráttu í Reykjavík, þar sem frambjóðendur úr röðum Framsókn- arflokksins vora ekki mjög áberandi. Forysta Framsóknarflokksins leggur jafnframt áherzlu á að styrkja flokk- inn í þéttbýlinu á suðvesturhorninu. Þá er vandséð að framsóknarmenn kunni vel við sig til frambúðar innan um fylgismenn samfylkingar, sem öðram þræði er beint gegn þeim sjálf- um. Framsóknarflokkurinn gæti því séð sér hag í að bjóða fram sérstak- lega í næstu borgarstjórnarkosning- um til þess að ná þeirri oddaaðstöðu, sem hann nýtur víða annars staðar. Þá gæti orðið til mynztur samsteypu- stjórna í Reykjavík, sem borgarbúar hafa litla reynslu af til þessa. + •• / Onnur kosningabarátta þegar hafín á Norður-Irlandi „ „ Reuters. ÁHUGI fjölmiðla á atburðum síðustu daga á N-Irlandi var engu líkur. Blaðamenn úr öllum heimshornum þyrptust að Gerry Adams og Martin McGu- inness, Ieiðtogum Sinn Féin, þegar þeir komu til Kings Hall í Belfast á laugardag. Lítill tími til að fagna niðurstöðu helgarinnar Stjórnmálaflokkar á Norður-írlandi eru þeg- ar byrjaðir að undirbúa sig fyrir kosningar til nýs þings sem fram eiga að fara 25. júní. Þjóðaratkvæðagreiðslan á föstudag var í raun aðeins upphitun og búast má við því að hatrammri baráttunni verði fram haldið á allra næstu vikum. NIÐURSTOÐU þjóðarat- kvæðagreiðslunnar á N-ír- landi var fagnað gífurlega á laugardag í Kings Hall í Belfast og engum duldist að merkileg- um áfanga hafði verið náð. Stemmn- ingin var rafmögnuð og fylgjendur samningsins réðu sér ekki fyrir kæti. Helstu stjómmálaleiðtogar lýstu einnig ánægju sinni með þessa sögu- legu samþykkt. Tony Blair, forsætis- ráðherra Bretlands, sagði þetta gleði- dag fyrir alla og Bill Clinton Band- aríkjaforseti fagnaði úrslitunum í út- varpsávarpi í Bandaríkjunum. Álmenningur tók niðurstöðunni hins vegar með jafnaðargeði. Var ekki að sjá í miðbæ Belfast á laugar- dagskvöld að nokkur væri að fagna úrslitunum sérstaklega enda era íbú- ar N-írlands hræddir við að binda of miklar vonir við áfangann. Þeir voru auk þess strax á laugardag minntir rækilega á að friður fylgir ekki sjálf- krafa í kjölfarið. írska lögreglan stöðvaði þá tvo bfla í Dundalk sem vora á leið til Norður-írlands með sprengjur og er talið að þama hafi ósáttir lýðveldissinnar verið á ferðinni, klofningssamtök úr írska lýðveldishernum (IRA) sem telja samninginn svik við hugsjónina um sameinað írland. í Belfast sprakk einnig lítil sprengja en enginn særðist. Baráttan heldur áfram Samkvæmt ákvæðum samningsins er nú sett á stofn n-írskt þing þar sem munu sitja 108 fulltrúar. Kosn- ingar til þess verða 25. júní næst- komandi og verða kosnir hlutfalls- kosningu sex fulltrúar úr hverju kjördæmi á N-írlandi en þau eru átján. Tólf manna framkvæmdaráð verður síðan valið úr hópi 108 þing- manna í samræmi við hlutfallslegan styrk flokkanna á þinginu. Fyrir stuðningsmenn páskasamkomulags- ins skiptir mestu að sjá til þess að ekki nái kjöri nægilega margir and- stæðingar samkomulagsins því þeir gætu tafið starfsemi þingsins og gert mönnum erfitt fyrir að festa það í sessi. Ef stofnun þingsins gengur hins vegar snurðulaust hefur það síð- an eðlilega starfsemi einhvern tí- mann snemma á næsta ári. Flokkamir fá ekki langan hvfldar- tíma eftir átök undanfarinna daga og era þegar farnir að huga að vali fram- bjóðenda. Þar stendur David Trimble, leiðtogi Sambandsflokks Ulster (UUP), frammi fyrir nokkrum vanda því flokkur hans klofnaði í afstöðu til samningsins en Trimble hefur lagt áherslu á að flokkurinn velji einungis frambjóðendur sem studdu samning- inn. Ekki er einhugur um þetta innan flokksins og vandi Trimbles felst í því að kjördæmaráðin sjálf kjósa sína frambjóðendur. Mikilvægt er því fyrir hann að ná sáttum við menn eins og Jeffrey Donaldson, sem sjálfur hafnaði samningnum en hefur sagst ætla að sætta sig við þann dóm kjó- senda sem þeir felldu á föstudag. Jafnframt voru það góð tíðindi fyrir Trimble í gærdag að nokkrir fulltrúar UUP á breska þinginu, sem beittu sér mjög gegn samþykkt samningsins og þ.a.l. gegn stefnu flokks síns, til- kynntu að þeir myndu ekki gefa kost á sér til setu á n-írska þinginu. Fylgi Sinn Féin mun aukast John Hume og flokkur hans SDLP berst við Sinn Féin, stjómmálaarm IRA, um stuðning kaþólikka og hefur Hume hingað til ávallt haft vinning- inn, fékk t.d. 24 prósent í kosningum til breska þingsins vorið 1997 á móti 16 prósentum Sinn Féin. Ekki er ólík- legt að Sinn Féin takist hins vegar nú að saxa nokkuð á þetta forskot, enda hefur flokkurinn sýnt vilja á undan- förnum mánuðum til að láta raun- veralega reyna á lýðræðisleiðina og kaþólikkar, sem hingað til hafa ekki getað hugsað sér að styðja flokkinn vegna tengsla hans við IRA, gætu nú jafnvel veitt Sinn Féin stuðning. Sinn Féin stendur betur að því leytinu til að flokkurinn hlýtur jafnan meiri um- fjöllun í fjölmiðlum og forysta hans, með Gerry Adams, Martin McGu- inness og fleiri, er afar öflug á meðan forysta SDLP er talin nokkuð þreytt. Það er kannski kaldhæðnislegt en John Hume gæti því þurft að horfa upp á það að flokkur hans yrði eitt helsta fómarlamb samkomulags sem hann hefur barist svo lengi fyrir. Á móti kemur að Hume getur sest í helg- an stein innan tíðar í þeirri fullvissu að hann á ekki minnstan þátt í að gera frið að raunveralegum möguleika nú auk þess sem hann getur huggað sig við Nóbelsverðlaunin, sem hann hefur verið tilnefndur til ásamt Trimble. Kosningaþátttaka verður minni í júní Hvað andstæðinga samkomulagsins varðar er ljóst að Ian Paisley og flokkur hans (DUP) mun berjast áfram og reyna til hins ýtrasta að tryggja sér nægan fjölda sæta á þing- inu til að hægt sé að hefta störf þess. Það sem Trimble og aðrir fylgjendur samkomulagsins óttast mest er að illa gangi að fá almenning á N-írlandi til að neyta atkvæðisréttar síns í kosn- ingunum. íbúar N-írlands hafa til langs tíma verið talsvert þreyttir á endalausum kosningum sem aldrei skila neinu og eru yfirleitt aðeins til þess að skei-pa andstæður milli mót- mælenda og kaþólikka og virkja hatur hópanna á milli. Metþátttaka var í þjóðaratkvæða- greiðslunni, 81% íbúa neytti atkvæðis- réttar síns en það er alveg öruggt að þátttakan verður ekki svo góð í kosn- ingum í júní. Það kemur m.a. einfald- lega til af því að flokkunum mun ganga verr að vekja áhuga fólks sem lét sig hafa það að mæta til að kjósa um samninginn. Margir verða sjálf- sagt komnir á sólarstrandir í sumarfrí auk þess sem benda má á að áhugi á knattspyrnu er gífurlegur á N-Ir- landi, ekki er víst að kjósendur láti draga sig frá sjónvarpsskjánum og ‘V HM í knattspymu. Léleg kosn- ingaþátttaka gæti verið Paisley í hag því stuðningsmannahópur hans er einna trúastur foringja sínum. Krafan um afvopnun öfgahópa gæti skapað vandamál Enn era á kreiki öfgahópai- sem öragglega munu láta vita af sér á næstunni. Þetta era hins vegar fá- menn samtök og harla einangrað. Mestu skiptir að stærstu samtökin, IRA í einu horninu og UVF og UDA í hinu, era á réttri leið. Þau eiga að vísu enn eftir að afhenda vopn sín og gera það ekki möglunarlaust. Ljóst er að margir eiga erfitt með að sætta sig við að Sinn Féin taki sæti sín á þinginu án þess að IRA láti af hendi nokkur vopn. Þegar Gerry Adams hvatti Dav- id Trimble á laugardag til þess að setjast nú niður með sér og ræða mál- in það Trimble Adams á móti að lýsa því yfir að „stríðinu væri lokið“. Tony Blair lofaði efasemdarmönn- um meðal sambandssinna að hann myndi sjá til þess að Adams og félag- ar kæmust ekki til nokkurra áhrifa á þinginu nýja án þess að IRA af- vopnaðist. Ljóst er að þetta á eftir að verða vandamál enda era lýðveldis- sinnar tregir til að láta vopn sín af hendi. Adams hefur t.d. tengt afvopn- un IRA allsherjar afvopnun á N-ír- landi, að lögregla og her verði að af- vopnast samtímis IRA. Atburðir helg- arinnar hafa hins vegar sýnt að N-ír- land er loksins á réttri leið og það gef- ur mörgum von um að ryðja megi slíkum hindrunum úr vegi. Tilfinning- in manna á meðal er sú að skriða sé j komin af stað sem ekki verði stöðvuð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.