Morgunblaðið - 26.05.1998, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 26.05.1998, Blaðsíða 32
32 ÞRIÐJUDAGUR 26. MAÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Hljómþröngt í Iðnó Morgunblaðið/Jón Svavarsson SIGRÚN Eðvaldsdóttir flutti flðlukonsert Hauks Tómassonar af glæsibrag. TONLIST Iðnú KAMMERTÓNLEIKAR Flutt voru verk eftir Marc-Ant- hony Turnage, Hróðmar Sigur- björnsson, Hauk Tómasson og Thomas Adés. Föstudagurinn 22. maí 1998. YFIRSKRIFT tónleikanna er „Caput í Iðnó“ og má í það ráða að sá hópur sé sjálfstæð stofnun, saman- ber sinfóníuhljómsveit. Það sem þó er einkennilegt og á reyndar við um aðra flutningshópa, er að flestir sem komu hér fram á vegum Caput, eru í reynd starfsfólk Sinfóníuhljómsveit- ar Islands og þeir sem eru utan hennar oftast í minni hluta. Það sem skapar Caput þó sérstöðu meðal þessara tvísettu samleikshópa, er það markmið, að flytja eingöngu nútímatónlist. Tónleikarnir í Iðnó sl. fostudag hófust á verki eftir enska tónskáldið Marc-Anthony Turnage (1960), er hann nefnir Release (lausn, einnig ritað Realease í efnisskrá). Verkið er frekar hefðbundið, byggt á stefjum, sem unnið er úr og jafnvel vitnað, þó frekar með óljósum hætti, í hrynræna skemmtitónhst. Flutning- ur verksins var helst til of hrár og á köflum nokkuð grófur en kraftmikill og verkið því hressilegt áheymar. Annað verkefni tónleikanna var frumflutningur á lagaflokki eftir Hróðmar I. Sigurbjömsson, við 12 kvæði úr kvæðabókinni Stokkseyri, eftir ísak Harðarson. Tónmál lag- anna er einfalt og skýrt og liggur lagferli söngraddarinnar oftast á frekar litlu tónsviði. Þama gat að heyra kóralvinnubrögð, þrástefjun margvíslega, passaklíuform, eins og t.d. í Brimblús (nr. 4) og jafnvel á köflum í Pósthólf hjartans (nr. 5). Þrástefjun var grunnefnið í Einginn veit hvar ég bý (nr. 6) og í því sjöunda, Hafboð, er mjög skemmti- lega unnið, með einfalda þrástefjun og hrynundirleik, sem gerði þetta lag undarlega seiðandi. Eftir stutt tónles við kvæði nr. 8, Við öxl bensíndælunnar, sem byggt er á org- elpunkti kom lagið Þorpsvísa (nr. 9), þar sem undirleikurinn er pizzicato, við sérlega einfalt síendurtekið söng- stef. Undir lokin er svo vitnað í upp- hafshugmyndina. Lagaflokkurinn er á margan hátt skemmtilega unninn, þó tónferli söngraddarinnar sé á köflum á þröngu tónsviði og þó einnig sé um of unnið með þrástefj- un, er margt skemmtilega að heyra, sérstaklega í lagi nr 7. Sverrir Guðjónsson söng lögin ágætlega en það vantaði mjög í söng hans það sem er kallað „legato" og þvi urðu tónmyndirnar oftlega óþarflega stuttar og sundurslitnar. Um fiðlukonsertinn efth- Hauk Tómasson hefur þegar verið ritað en þar sem endurflutningur verks er í raun endursköpun þess, má það ekki vera til skaða eða skemmda, þó við fyrri gagnrýni sé bætt við ánægju með verkið, sérstaklega annan þáttr inn, sem hvað vinnubrögð snertir minnti stundum á „perpetuo“ vinnu- brögðin hjá Phihp Glass. Konsert var fyrrum eins konar keppni á milli ein- leikara og hljómsveitar og var fyrsti kaflinn eins konar „ónal“ keppni á milli einleiksfiðlunnar, sem gefið var oftlega tóntegundabundið tónferli á móti tónefnislegum andstæðum hljómsveitarinnar, oftlega nær effekt- um og stundum mjög ómstríðum. „Perpetuo" kaflinn var sérlega spennandi og því var niðurlagið, eða lokakaflinn, eins konar lausn. Sigrún flutti konsertinn af glæsibrag, sér- staklega miðþáttinn, þar sem ekki má neitt út af bregða. Lokaverk tónleikanna var hljómsveitarverkið „Lifandi leik- fijng“, eftir enska tónskáldið Thomas Adés (1971). Verkið er í fimm þátt- um, er hugsanlega mætti, þrátt fyrir sérkennilegan rithátt, nefna Englar, Arur, Hermenn, Dauði H.A.L. og sá síðasti Að leika jarðarfór. Þetta er fjörugt verk er mætti leika með meiri andstæðum í styrk og hraða en gert var hér, þó verkið í heild væri ágæt- lega flutt. Guðmundur Oli Gunnars- son stjómaði flutningi verkanna af röggsemi og kunnáttu og lætur hon- um vel að stjóma nútímatónlist, með öllum sínum taktbreytingum og óhrynbundnu effektum. I heild var flutningurinn kraftmikill, hressilegur og jafnvel glaðlega framfærður. Heyrðin í Iðnó er að mörgu leyti góð en sviðið er of þröngt, ekki aðeins fyrir hljómsveitarfólk heldur og hljóminn sjálfan, er þarf rými í hlutfalli við stærð og hljómmagn verkanna. Það var því bæði þröngt um flytjendur og hljómanina, svo að hugsanlega verður í framtíðinni aðeins hægt að nota Iðnó fyrir fá- menna kammerhópa, en húsið er trúlega það sem segja má talvænt og verður því, sem fyrr, best nýtt til flutnings á tallist. Jón Asgeirsson. Raddir að ofan David Hykes HANN situr í skemmulaga salnum undir hvelfdum loftgluggum, þaðan sem morgunbirtan streymir niður á hann, sönghópinn sem hann vinnur með þessa dagana, klassíska listina á Glyptotekinu og safngesti, sem horfa og hlusta fullir undrunar- blandinnar aðdáunar. Tónarnir streyma frá hópnum undir leiðsögn og forsöng hans eins og frá lifandi orgeli: Djúpir tónar mynda botn undir björtum tónum og síðan bæt- ast við tónar, sem virðast streyma með bh'tunni niður frá gluggunum. Fólk horfir forviða í kringum sig, en söngvaramir syngja fullir einbeitni. Yfirtónar eru sérgrein David Hykes og þá endurskapar hann í flutningi miðaldatónlistar en einnig í eigin tónsmíðum, sem hann á stund- um fléttar saman við miðaldatónlist. Venjulega vinnur hann og heldur tónleika eingöngu með eigin kór, en í Kaupmannahöfn brá hann út af venj- unni og hélt tónleika með Musica Ficta, sönghópi Bo Holtens stjóm- anda og tónskáldi, þar sem flutt var verk, er Hykes samdi fyrir kórinn, „Millennium Listening Mass“ og svo tónlist eftir Ockeghem, þar sem Hykes fléttaði inn eigin tónlist milli þáttanna. Hann hefur í tímans rás unnið með ýmsum þekktum lista- mönnum, svo sem tónskáldinu Philip Glass, kvikmyndagerðarmanninum ástralska Peter Weir, en Hykes gerði tónlistina í mynd hans „Dead Poets’ Society" og með leikstjóran- um Peter Brook hefur hann einnig unnið, gerði meðal annars tónlistina í frönsku uppfærsluna af maraþon- verki Brooks, byggðu á indverska sagnabálknum Mahabharata. „Það er leitað til mín, þegar óskað er eftir handanheimstónum," segir hann kíminn, þegar þessi vinna hans berst í tal. Geisladiskar með flutningi kórs hans hafa einnig verið gefnir út og sá vinsælasti hefur selst í yfir 200 þúsund eintökum. Hljóð er lifandi efni Innblásturinn er evrópsk miðaldatónlist eins og flutt var í hin- um miklu kirkjubyggingum þess tíma, en einnig austurlensk tónlistar- hefð. Hann er ekki í neinum vafa um að harmónía af því tagi, sem hann iðkar, er manninum eðlislæg, óháð menningarheimi. Hykes er ekki tón- listarmenntaður á hefðbundinn hátt, heldur hóf feril sinn sem listamaður og kvikmyndagerðarmaður, þar sem Tónlistarmaðurinn David Hykes hefur lagt fyrir sig kvintsöng á miðaldavísu og skapar þannig bæði anda liðins tíma og samtímans í tónlistarflutningi sín- um, eins og Sigrún Davíðsdóttir heyrði á æfíngum hjá honum. hann gerði einnig tónlistina við myndirnar og sú iðja leiddi hann al- farið inn í tónlistina. Fram á ung- lingsárin söng hann í kór, svo söngur var honum ekki með öllu framandi og sú tónhst, sem hann laðaðist einkum að, var orgeltónlist, gregóríanskur söngur og seinni verk Beethovens. Arið 1975 stofnaði Hykes kór í New York, „Harmonic Choir“, sem var fyrsti kórinn til að einbeita sér að yfirtónum. Á árunum 1980-1987 voru Hykes og kór hans fastir lista- menn við „Cathedral of Saint John the Divine“ í New York, en 1987 var honum boðið til Frakklands og gert kleift að stofna kór þar. Hann hefur bækistöð í tólftu aldar klaustri skammt frá Orleans, en kennir einnig í París. Þeir sem vilja forvitn- ast um starfsemina geta fundið upp- lýsingar á netinu undir www.harm- onicworld.com. Síðan hafa verið stofnaðir nokkrir aðrir kórar víðs vegar um heim fyrir innblástur frá Hykes og nú gælir hann við þá hug- mynd að kórarnir flytji allir tónverk eftir hann í tilefni aldamótanna. Það var enginn til að kenna honum nákvæmlega það sem hann leitaði eft- ir, svo hann kynnti sér sjálfur tónhst- arhefðir af öhu tagi. „Þessi tónlist tengist ekki ákveðnum tíma, svæði, eða stfl heldur er alþjóðlegt tungumál, í raun nokkurs konar frummál. Hljóð er lifandi efni og harmóníu má kaUa DNA Wjóðsins, það sem öU tónlist er búin tíl úr. Tónlistarmaður getur ekki notað efnið, heldur unnið í það líkt og steinsmiðir miðalda, er hjuggu út steinana er notaðir voru í dómkirkj- umar.“ Hykes er hins vegar ekki í vafa um að miðaldatónlist notaðist við og einkenndist af yfirtónum. Áhugi hans beinist því mjög að henni og kór hans flytur mikið af miðaldatónhst. Miðaldahandverk og -tónar Hugmyndin með því að bjóða Hykes aðstöðu í klaustrinu var að gera honum kleift að endurskapa þá hljóma, sem einkenndu miðaldatón- list, þar á meðal yfirtóna. Hann rifj- ar upp að til eru margar gamlar frásagnir af því hvemig áheyrendum í hinum mikflúðlegu dómkirkjum miðaldanna fannst eins og tónlistin væri englasöngur, sem kæmi að of- an. Englasöngurinn á sér jarðbundn- ari skýringu. Eins og heyra mátti á æfingunum í Glyptotekinu hljóma yf- irtónar eins og þeir komi að ofan. Söngvarinn myndar djúpa tóna, en höfuðið myndar enduróm, yfirtón- ana, sem gefa söngnum sérstakan blæ, meðal annars í kvintsöng. Aðdráttarafl stóru miðaldadóm- kirknanna liggur í að Hykes er sann- færður um að byggingarmeistarar þess tíma lögðu mikla vinnu, þekk- ingu og reynslu í hljóm kirknanna, meiri en við gætum ímyndað okkur. „Harmónískur söngur var þeim vafa- laust ofarlega í huga við byggingu kirknanna. Með því að flytja þessa tónlist þar erum við að færa sönginn aftur í það rými, sem hann spratt úr. Þetta er eins og að finna hljóðfæri, sem enginn hefur notað öldum sam- an,“ segir hann. Þegar hann vinnur með tónlist þar er hann því ekki aðeins að flytja tónhstina, heldur freistar hann þess að vekja þann hljóm, sem kirkjumar bjóða upp á, sé rétt að farið. Hann dustar ekki aðeins rykið af tónlistarhefðinni, heldur freistar þess að sýna fram á órjúfanleg tengsl tónhstarinnar og þess rýmis, sem tónlistin var ætluð. Tónlist án orða - en samt heimspekileg I Kaupmannahöfn voru tónleikar Hykes og Musica Ficta haldnir á Glyptotekinu og þar æfði hópurinn í tvær vikur íyrir tónleika, safngestum til undrunar og ánægju. Hykes lét hópinn sitja í hring, sat sjálfur með og ýmist talaði eða söng til þeirra. Bo Holten segir það mikla upplifun fyrir söngvarana að vinna með Hykes, en það tekur líka á taugarnar. Það ná ekki allir yfirtónunum og það getur haft í fór með sér örvæntingu, en því meiri er gleðin, þegar tónarnir nást. Á Holten má skflja að þessar geð- sveiflur taki á og fyrir kom að söngvarnir brustu í grát af gleði þeg- ar þeim gekk vel. Hykes segir líka að söngurinn snerti tilfinningamar á öflugan hátt og um leið einnig ör- væntingin, þegar söngvaramir heyra tóna, sem þeir ná síðan ekki sjálfir. Hann segir alla geta lært að syngja yfirtóna, jafnt atvinnusöngvara sem börn, og talar þar af reynslu, því síð- an 1980 hefur hann kennt yfirtóna- söng á námskeiðum víða um heim. Það liggur í hlutarins eðli að Hykes vinnur mikið með kirkjutón- list, „en kirkjutónlist þarf ekki að vera þung, þó tónlist krefjist rólegr- ar hlustunar. Ég vinn oft bara með tónlist, ekki texta. í því getur falist djúp heimspeki, þó hún sé án orða“. Hykes er heldur ekki í vafa um að tónlist af þessu tagi geri gott í dag- legum önnum. Nýaldarsinnar sækja mikið í tónlist hans sökum þess hve hún er oft hugleiðslukennd, en sjálf- ur segist hann ekki hallur undir nýaldarkenningar. „Ég hef bara áhuga á tónlist, laðast að hljóðinu með opnum og áhugasömum huga.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.