Morgunblaðið - 26.05.1998, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 26.05.1998, Qupperneq 22
22 ÞRIÐJUDAGUR 26. MAÍ 1998 VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ / / Skífunni, IU og dótturfyrirtækjum steypt saman í nýtt íslenskt margmiðlunarfyrirtæki Fer á hlutabréfamark- að innan tveggja ára NÝTT íslenskt margmiðlunarfyrirtæki, sem ber vinnuheitið Norðurljós hf., mun verða stofnað hér á landi fljótlega. Fyrirætlanir um stofnun félagsins eru unnar í samráði við Chase Manhatt- an Bank, samstarfsaðila Islenska útvarpsfélags- ins, og er tilgangunnn m.a. að sameina rekstur Skífunnar rekstri íslenska útvarpsfélagsins og dótturfélaga þess. í fréttatilkynningu kemur fram að gert sé ráð fyrir nokkurri erlendri eign- araðild að hinu nýja félagi auk þess sem stefnt sé að því að setja það á hlutafjármarkað hér heima og erlendis innan tveggja ára. Fjármögnun félagsins er í höndum Chase Manhattan bankans sem hyggst gera félaginu kleift að ráðast í verkefni og fjárfestingar af ýmsu tagi með endurfjármögnun eldri lána. Með stofnun Norðurljósa hf. verður Stöð 2, Skífunni, Sýn, Regnboganum, Bylgjunni, ís- landíu, Fjölvarpi, Stúdíó Sýrlandi og Stjörnunni steypt saman í eitt félag. Samanlögð velta ofan- greindra fyrirtækja á þessu ári liggur nálægt fjórum milljörðum króna og starfsmenn þeirra eru samtals um 350 talsins, að því er fram kemur í fréttatilkynningunni. Svara aukinni erlendri samkeppni Með því að tefla fram sameinuðu margmiðlun- arfyrirtæki telja forsvarsmenn verkefnisins sig standa betur að vígi gagnvart erlendri sam- keppni á íslenskum fjölmiðlunar- og margmiðlun- armarkaði í framtíðinni. Nú þegar eru uppi áform um aukna þjónustu í sjónvarpi, s.s. talsetta barnarás, textaða kvikmyndarás og þáttasölu- sjónvarp („pay per view“). Aætlað er að koma upp nýrri útvarpsstöð fyrir unglinga og einnig er nýtt fjölsala kvikmyndahús í deiglunni. Jón Ólafsson stjómarformaður íslenska út- varpsfélagsins, sagðist í samtali við Morgun- blaðið ekki hafa neinu við fréttatilkynninguna að bæta, né heldur þær þreifingar sem væru í gangi innan ÍÚ, og Morgunblaðið greindi fyrir helgina, þess efnis að hann og Sigurjón Sighvatsson, sem eiga um 60% í félaginu, hafi hug á að kaupa út minni hluthafa i íslenska útvarpsfélaginu í tengslum við þessar breytingar. Harrods tapar máli vegna nafns síns ferlum í þeim löndum Suður- Ameríku, þar sem Harrods (Buenos Aires) Ltd. notaði Harrods nafnið. Kjörorð á latínu Harrods hafði haldið því fram að fyrirætlanir fyrirtækisins í Buenos Aires mundu að engu gera kjörorð Harrods á latínu: omnia omnibus ubique (allt handa öllum alls stað- ar). Fyrirtækið mundi glata því áliti, sem það nyti um víða veröld. Nourse háyfirdómari vildi ekki fallast á það og sagði að um það hefði verið þegjandi samkomulag að Harrods (Buenos Aires) notaði Har- rods nafnið. Réttur til að nota Har- rods nafnið í Argentínu var veittur fyrir rúmum 70 árum, þegar ákveðið var að koma á fót verzlun með því nafni í Buenos Aires. STARFSMENN Toyota og Bflaleigu Flugleiða við nýjan Toyota bfl, f.v. Skúli K. Skúlason, sölustjóri Toyota, Grétar Kristjánsson for- stöðumaður og Gylfi Ólafsson, verkstæðisformaður Bflaleigu Flug- leiða, og Emil Grímsson, fjármálastjóri Toyota. HARRODS verzlunin fræga í Lundúnum hefur tapað máli, sem hún höfðaði til að koma í veg fyrir að fyrirtæki, sem hún stofnaði í Bu- enos Aires 1913, noti hið kunna nafn verzlunarinnar. Þrír brezkir áfrýjunardómarar vísuðu frá áfrýjun Harrods, sem skaut máli sínu til þeirra þegar yfir- dómstóll neitaði að banna fyrirtæk- inu Harrods (Buenos Aires) Ltd. og systurfyrirtækinu Harrods (South America) Ltd. að nota nafnið í Suð- ur-Ameríku. Talsmaður Harrods, sem er eign egypzka kaupsýslumannsins Mo- hameds al-Fayeds, sagði að fyrir- tækið mundi ekki skjóta málinu til lávarðadeildarinnar, æðsta dóm- stigs Bretlands. En hann sagði að Harrods mundi halda áfram mála- Nýr skutbfll á að hjálpa Saab Auto Stokkhólmi. Reuters. Keppinautar með í fyrstu Go ferð BA Stansted, Englandi. Reuters. UMDEILT afsláttarflugfélag British Airways Plc, Go, er tekið til starfa og fulltrúar keppinaut- arins Easyjet voru með í jóm- frúferðinni til Rómar. Einn 147 farþega, sem greiddu 100 pund hver fyrir ferðina frá Stansted-flugvelli Lundúna, var Stelios Haji- Ioannou, eigandi Easyjet. Með honum voru sex samstarfsmenn klæddir appelsínugulum sam- festingum fyrirtækisins. Easyjet hefur sakað BA um að hafa komið Go á fót til að útrýma samkeppni Easyjet og annarra keppinauta, sem bjóða lág fargjöld. „Fargjaldið er fáránlega lágt og undir kostnaði," sagði Haji- Ioannou. „Það verður neytendu- um til góðs um tíma, en ef okkur verður útiýmt verður Go að hætta rekstri og þá tekur BA aftur upp há fargjöld." Fargjöld Go eru meira en helmingi ódýrari en BA og ann- arra venjulegra flugfélaga. Farþegar í fyrstu ferðinni höfðu meiri áhuga á verðinu en ásök- unum keppinauta BA um yfir- gang. BA ver 25 milljónum punda til Go, sem fær þrjú ár til að sýna hvað félagið getur. SÆNSKA bifreiðafyrirtækið Saab Automobile AB, sem er rekið með tapi, hefur skýrt frá fjárfesting- aráætlun upp á 1,2 milljarða sænskra króna, sem miðar að því að markaðssetja nýjan Combi skutbíl og auka framleiðslu í tveim- ur verksmiðjum fyrirtækisms í Svíþjóð. Fyrirtækinu, sem er í eigu sænska fjárfestingarfélagsins In- vestor AB og General Motors í Bandaríkjunum, tókst þó ekki að vekja áhuga markaðarins með til- kynningunni, sem var talin markaðsbrella og ekki breyta gildi fyrirtækisins. „Þetta eru góðar fréttir fyrir Svíþjóð og tíminn var vel valinn til að verða á undan markaðssetningu nýs bíls keppinautarins Volvo, en þetta hefur engin raunveruleg áhrif á fyrirtækið,“ sagði sér- fræðingur í Stokkhólmi. Afköst aukin um 30% Saab Auto sagði að einum millj- arði sænskra króna af fjárfesting- unni yrði varið til að auka fram- leiðslu í bflaverksmiðjunni í Troll- hattan í Vestur-Svíþjóð um 30%. Fyrirtækið mun verja um 200 milljónum sænskra króna til að bæta búnað gírkassaverksmiðju í Gautaborg og auka afkastagetu. Starfsmönnum verður fjölgað um 100 úr 460 nú. Afkastagetan verður aukin um 25% í 185.000 gírkassa á ári fyrir árið 2000 og þau 30% framleiðsl- unnar, sem nú fara til General Motors, verða aukin í 50%. Saab Auto ítrekaði spá um hagnað á fjórða ársfjórðungi 1998 og á öllu árinu 1999, en sagði að enn væri búizt við tapi 1998 þrátt fyrir jákvæðar rekstrartekjur. Fred Stickle yfirfjármálastjóri sagði að fjárfestingunni yrði dreift á þrjú ár, en yrði mest á næsta ári. „Við munum sýna hagnað allt árið 1999,“ sagði Stickle. Saab Auto hefur verið rekið með tapi mestallan þennan áratug og lítil afköst hafa verið mesti vandi fyrirtækisins. Á hverju ári framleiðir Saab Auto 100.000 bíla, fimmtungi færri en BMW AG og Audi, en auglýs- inga- og markaðskostnaður er svipaður. Saab Auto keppir að því að auka framleiðsluna í 150.000 og vonar að það megi takast með tilkomu Saab 9-5 Combi skutbílsins, sem var kynntur síðla árs í fyrra. Flugleiðir kaupa 129 Toyota-bíla BÍLALEIGA Flugleiða hefur undirritað samning við Toyota- umboðið P. Samúlesson ehf. um kaup á 129 Toyota-bifreiðum. Verðmæti samningsins er tæp- lega 200 milljónir kr. Bflarnir sem Bflaleigan kaup- ir eru 83 af gerðinni Toyota Corolla liftback, 40 Corolla sed- an, 2 Toyota Hilux double cap og 4 Toyota Hiace. Bflarnir verða afhentir á um tveggja mánaða timabili frá byijun maí til byijun júlí næstkomandi. Ný og endurbætt Toyota Corolla var kynnt sl. sumar og var staðalbúnaður bflanna auk- inn verulega. Bílafloti Bflaleigu Flugleiða verður því mun betur búinn en áður og bflaleigan býð- ur nú einnig stærri bfla í þess- um flokki. Toyota Hilux er einnig í nýrri og endurbættri útgáfu og betur búinn en þeir bflar sem Bflaleiga Flugleiða hefur boðið upp á, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá Flugleiðum og Toyota. Á undanförnum árum hafa Flugleiðir keypt tæplega 900 Toyota bfla hjá P. Samúlssyni ehf. Ný stjórn hjá Ráðstefnu- skrifstofu * Islands NÝ STJÓRN var kjörin á aðalfundi Ráðstefnuskrifstofu íslands sem var haldinn fyrn- stuttu. Tveir stjórnar- menn, sem setið hafa frá upphafi í stjóm gáfu ekki kost á sér að þessu sinni; Pétur J. Eiríksson og Magnús Oddsson, en í stjórn voru kosin: Steinn Logi Bjömsson fulltrúi Flug- leiða, Haukur Birgisson Ferðamál- aráði, Helgi Pétursson Reykjavíkur- borg, Tryggvi Árnason Jöklaferðum, Helga Lára Guðmundsdóttir hjá Úr- vali-Útsýn, Guðmundur Birgir Heið- arsson fulltrúi Akureyrarbæjar og Hrönn Greipsdóttir frá Hótel Sögu. Ráðstefnuskrifstofa íslands var stofnuð árið 1992 og er samstarfs- verkefni aðila í ferðaþjónustu og vinnur að markaðssetningu Islands hvað varðar ráðstefnur, fundi og hvataferðir. Aðildarfélögum hefur fjölgað á hveiju ári og á árinu 1997 fjölgaði þeim úr 26 í 37. Stærstu aðilar að rekstrinum eru Ferðamálaráð Is- lands, Flugleiðir og Reykjavíkur- borg. Til verkefna Ráðstefnuskrif- stofunnar var á liðnu ári varið alls rúmlega 20 milljónum króna. Á árinu tók skrifstofan þátt í sér- hæfðum ferðasýningum erlendis, stóð fyrir sérstökum ráðstefnudegi í Reykjavík og stóð að móttöku fjölda fjölmiðlafólks og skipuleggjenda ráð- stefna og funda. Á árinu var einnig ákveðið að gera verktakasamning við Ferðamálaráð um framkvæmd þeirrar verk- efnaáætlunar sem aðildarfélagar hafa gert fyi-ir árið 1998. ------♦♦♦----- Sveiflur í gengi hluta- bréfa Kögunar HLUTABRÉF í Kögun hf. að nafn- virði 11.500 vora seld á Opna til- boðsmarkaðnum í gær, á genginu 52. Numu viðskiptin því u.þ.b. 600 þúsund krónum. Hlutabréf í fyrir- tækinu að nafnvirði 20.000 krónur vora seld á miðvikudag. Vora það tvenn viðskipti upp á 10.000 krónur, þau fyrri á genginu 47 en þau seinni á genginu 51. Markaðsverð bréfa í fyrirtækinu hefur sveiflast töluvert á síðustu dögum, en eins og kom fram í blaðinu á miðvikudag vora hluta- bréf uað nafnvirði 6.000 krónur seld á genginu 48 á mánudag. Það var tæplega 13 prósenta lækkun frá síð- ustu viðskiptum, sem áttu sér stað í lok apríl, þegar raungengið var 55. Sérfræðingar sem Morgunblaðið talaði við töldu lítið að marka þessa gengisþróun, enda væru smáar upp- hæðir að baki henni. -------------- Nýr skemmtistaður í gamla Þórscafé ÞÓRSCAFÉ ehf. hefur fest kaup á gamla Þórscafé, Brautarholti 20, með það fyrir augum að opna þar nýjan skemmtistað. Að sögn Ólafs Más Jóhannessonar, forráðamanns fyrirtækisins, er stefnt að því að nýi staðurinn verði opnaður 15. júní, en nú standa yfir miklar breytingar á húsnæðinu, auk þess sem verið er að afla tilsldlinna leyfa. Ekki er enn ákveðið með hvaða sniði skemmtistaðurinn verður og ekki heldur hvort notast verður við nafnið Þórscafé, segir Ólafur. Þó era uppi hugmyndir um að stofna einka- eða næturklúbb.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.