Morgunblaðið - 26.05.1998, Side 12

Morgunblaðið - 26.05.1998, Side 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 26. MAÍ1998 MORGUNBLAÐIÐ BÆJAR- OG SVEITARSTJÓRNARKOSNINGARNAR 1998 Forsætisráðherra segir framboð A-flokkanna hafa beðið skipbrot og Framsdknarflokkinn hafa átt undir högg að sækja Sjálfstæðisflokkurinn er á mikilli og myndarlegri göngu Morgunblaðið sneri sér til nokkurra stjórnmálaforyngja og leitaði álits þeirra á niðurstöðum sveitarstj órnarkosninganna og á áhrifum þeirra á stjórnmálabaráttuna fyrir þingkosningarnar á næsta ári. DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra segir Sjálfstæðisflokkinn hafa mjög sterka stöðu í Reykjavík þótt hann hafi ekki náð þar meirihluta. Hann segir flokkinn hafa unnið mjög stór- an kosningasigur á landsvísu. Sam- eiginleg framboð A-flokkanna biðu skipbrot í kosn- ingunum og Framsóknar- flokkurinn átti undir högg að sækja, ekki síst vegna samstarfs- ins við R-listann, að mati Davíðs. „Sjálfstæðis- flokkurinn er með mjög sterka stöðu í Reykjavík og er einn flokka með rúmlega 45% fylgi á meðan hinir flokkarnir, sem eru á bak við R-listann, sem enginn veit reyndar lengur því þeir voru teknir út úr nafninu, en ef við trú- um því að einhverjir séu þar á bak við eru þeir kannski hver með 12-13% fylgi í Reykjavík. Eini raunverulegi stjórnmálaflokkurinn sem hefur einhverja stöðu i Reykjavík er Sjálfstæðisflokkurinn, þrátt fyrir þetta. Hans staða er því mjög sterk. Á hinn bóginn má segja að R-listinn vinni þessar kosningar fyrst og fremst vegna persónlegrar stöðu borgarstjórans enda var eng- inn annar frambjóðandi sýndur. Eg man aldrei eftir því að þannig hafí menn áður hagað málum og raunar er það nokkuð merkilegt. Ég hef aldrei fyrr séð kosningabaráttu sem eingöngu fór fram á vegum auglýsingastofu en ekki á vegum neinna flokka, sjónarmiða eða hug- sjóna,“ segir Davíð. Framganga borgarstjóra ekki traustvekjandi „Það er hins vegar full ástæða til að óska borgarstjóra til hamingju með kjörið og sigurinn. Á hinn bóg- inn kemur það á óvart að meirihlut- inn heldur vegna þess að fram- ganga hennar síðustu vikumar í kosningabaráttunni var ekki traustvekjandi. Þar á ég sérstak- lega við með hvaða hætti hún tók á málefnum meintra fjárglæframanna í framboði fyrir R-listann, vegna þess að enginn fjölmiðill fylgdi því eftir eins og gert hefði verið í öllum venjulegum löndum, þar sem eru al- vöru fjölmiðlar. Fyrst fullyrti hún í fjölmiðlum að eingöngu væri um að ræða gömul mál „sem allir þekktu", eins og hún orðaði það. í næstu umferð hafði hún gert sérstaka athugun á mál- inu, þótt þau væru svona gömul og allir þekktu þau, með aðstoð sér- staks lögfræðilegs ráðgjafa, Gests Jónssonar, og komist að þeirri nið- urstöðu að allt væri löglegt. í þriðja sinn sem hún gaf tilkynningu í mál- inu var hún búin að gera sérstakan leynisamning nokkrum dögum áður við þennan frambjóðanda, sem helst var til umræðu, þrátt fyrir að aðeins væri um að ræða gömul og fyrnd mál. I fjórða lagi virtist hún hafa fengið að lesa skýrslu frá skattrannsóknarstjóra en neitaði öðrum borgarbúum um að sjá þessa skýrslu. Allt var þetta afskaplega ótrúverðug framganga og enginn fjölmiðill fór ofan í hana, eins og gert hefði verið í öllum venjulegum löndum. Það hefur auðvitað komið fyrir að flokkar hér og erlendis hafi lent í því að kjósa fjárglæframenn í trúnaðarstöður, en þeir hafa yfir- leitt ekki vitað það fyrirfram þegar kosið var,“ segir Davíð. R-listinn hefur notið þjónkunar allra fjölmiðla Davíð var spurður hvort hann teldi þörf á endurskoðun eða upp- stokkun á flokksstarfí Sjálfstæðis- flokksins í Reykjavík í ljósi þess að flokknum hefur ekki tekist að ná meirihluta í borginni tvö kjörtíma- bil í röð. „Flokksstarfið var mjög öflugt hér og það var áberandi þeg- ar ég fór á milli hverfisskrifstofa að þar voru þúsundir manna við vinnu. En þegar maður kom, eins og ég gerði, inn á eina skrifstofu R-list- ans, voru þar örfáir menn. Þar var því engin grasrót á ferðinni í raun- inni. Á hinn bóginn hefur R-listinn, eins og viðurkennt er, notið áður óþekktrar velvildar fjölmiðla í fjög- ur ár. Það er rannsóknarefni hvern- ig á því stendur," sagði Davíð. Hann var spurður hvort hann ætti þar við Ríkisútvarpið en Davíð gagnrýndi þátt þess í kosninga- baráttunni sérstaídega í sjónvarps- fréttum á sunnudagskvöldið. „Þar var ég aðallega að tala um fram- gönguna núna fyrir kosningarnar en R-listinn hefur notið alveg sér- stakrar velvildar og þjónkunar allra fjölmiðla í landinu. Ég kann ekkert dæmi þess annað í sögunni að svo hafi verið að ein pólitísk hreyfing hafi verið hafin yfir nokkra gagnrýni,“ segir Davíð. Stjórnarandstaðan í Reykjavík mátti vera harðari Aðspurður hvort hann teldi það rétta ákvörðun hjá Árna Sigfússyni að leiða ekki lista Sjálfstæðisflokks- ins í Reykjavík svaraði Davíð: „Eg virði ákvörðun hans að leiða ekki flokkinn í næstu kosningum en ég vona að hann verði áfram í forystu fyrir okkur núna í upphafi skeiðs á meðan menn eru að meta stöðuna. Ég geri ráð fyrir því að hann muni leiða okkar hóp í byrjun. Hann gerði það afar vel í kosningabarátt- unni. Ég tel hins vegar að stjórnar- andstaðan hefði mátt vera harðari á kjörtímabilinu en það var náttúr- lega erfitt við að eiga miðað við þá fjölmiðlaþjónkun sem til staðar var og sætir miklum tíðindum,“ svaraði Davíð. Glæsilegir sigrar Sjálfstæðisflokksins Davíð segir að Sjálfstæðisfiokk- urinn hafa unnið stóran sigur á landsvísu í kosningunum um helg- ina. „Það var reyndar áberandi í Ríkissjónvarpinu á kosningakvöldi að fréttastjóri Sjónvarpsins hafði engan áhuga á því máli, þótt hann væri kominn með formenn allra stjórnmálaflokka til sín, heldur ein- göngu á svokallaðri ófrægingarher- ferð í Reykjavík. Það var þó löngu búið að tala við forystumenn flokk- anna í Reykjavík, en hann vildi ekk- ert ræða málin á landsvísu sem var allt með ólíkindum. Flokkurinn vinnur mjög glæsi- lega sigra nánast alls staðar með fáeinum undantekningum og er í miklum byr,“ segir Davíð og bendir á dæmi úr fjölmörgum sveitar- stjórnum um allt land þar sem flokkurinn hélt meirihluta sínum, fékk góðan stuðning eða vann glæsilega sigra, að sögn hans. Vísar Davíð þar m.a. á Seltjarnarnes, Kópavog og Hafnarfjörð í því sam- bandi. „Það er alltaf talað um að í Hafnarfirði höfum við farið úr fjór- um mönnum í fimm en eins og þetta hefur verið, höfum við verið þar með tvo menn í raun og klofnings- lið, sem hafði tvo menn, bauð fram en fékk engan mann kjörinn. Við fórum því úr tveimur í fimm. I Garðabæ unnum við góðan sigur, og eins í Reykjanesbæ, í Þorlákshöfn og Ölfushreppi náðist mjög góður árangur og hið sama má segja í Vík. Nánast hvar sem borið er niður er Sjálfstæðisflokkurinn með mjög vænlega stöðu,“ segir Davíð. Bendir hann máli sínu til stuðnings m.a. á góða útkomu flokksins í Snæfells- bæ, Stykldshólmi, Bolungarvík, á ísafirði, Blönduósi, Siglufirði, Ólafs- firði, Akureyri, Seyðisfirði, Dalvík, Egilsstöðum og í Hornafjarðabæ og Vestmanneyjum. „Flokkurinn er nánast alls staðar á mikilli og mynd- arlegri göngu,“ segir Davíð. Sameiginleg A-fiokkaframboð biðu skipbrot Sameiginleg framboð A-flokk- anna biðu skipbrot í kosningunum að mati Davíðs. „Það er nánast sama hvar borið er niður, þeir fá færri atkvæði saman en sitt í hvoru lagi og tapa mönnum. Við sáum þetta í Bolungarvík, þar sem þeir ná ekki neinum sérstökum árangri, sömu sögu er að segja í Snæfellsbæ og 1 Skagafirði. Á Siglufirði fóru þeir hrikalega út úr kosningunum og eyðilögðu í rauninni stöðu Alþýðuflokksins og Alþýðubanda- lagsins á svæðinu," segir Davíð og bendir á að í reynd hafi þeir hvergi náð fótfestu nema á Húsavík. „Alþýðuflokkurinn hefur verið að vinna ýmis afrek undir núverandi forystu. Þeim tókst, og lýstu því sem miklu frægðarverltí, að leggja niður Alþýðublaðið. Þeir keyptu sér að vísu ritstjóra fyrir 15 milljónir af svokölluðu gjafakvótafé, til eins árs, hjá Frjálsri fjölmiðlun en síðan hrynja þeir í tveimur virkjum, í Hafnarfirði og á Siglufirði, svo dæmi séu tekin. Mér sýnist að ekki þurfi að tala um sameiningarfram- boð þessara aðila, heldur geti Alþýðubandalagið bara tekið fram kúst og fægiskóflu og sópað því upp sem eftir er af Alþýðuflokknum," segir Davíð. Hann kveðst telja litlar líkur á að Alþýðuflokkurinn geti boðið fram eftir þetta. „Þeir sem vilja hirða upp restina af honum eiga allskost- ar við hann. Þeir biðu skipbrot í Kópavogi, í Hafnarfirði, á Siglu- firði, í sameiginlegu framboðunum á Seltjamarnesi, Vestmannaeyjum og Reykjanesbæ og hvar þar sem borið er niður. Þetta er nú sú samn- ingsstaða sem þeir hafa og ég býst við að það verði ódýrt að hirða þá upp,“ segir Davíð. Sameiginleg framboð fara illa með Framsóknarflokkinn Davíð var spurður hvort hann sæi fyrir sér að í framhaldi af sveit- arstjómarkosningunum stæðu hér uppi þrír flokkar við næstu þing- kosningar og breytt staða yrði komin upp þegar samið verður um stjórnarsamstarf eftir næstu þing- kosningar. „Það eru engar yfirlýs- ingar af hálfu stjórnarflokkanna um samstarf eftir kosningar. Það hafa engar slíkar umræður átt sér stað, en samstarfið er afskaplega gott og byggt á miklum heilindum. Hins vegar er ljóst í mínum huga að Framsóknarflokkurinn átti und- ir högg að sækja í þessum kosning- um, ekki síst vegna samstarfsins við R-listann. Framsóknarmenn voru hvergi sýndir í þeim kosning- um og í lokaþætti sjónvarps sem hefur áhrif á öllu landinu, kemur fram talsmaður Sjálfstæðisflokks og talsmaður A-flokkanna tveggja, Ingibjörg Sólrún, en ekkert sést sem minnir á Framsóknarflokkinn. Þetta fer illa með þá í Vestmanna- eyjum, á Seltjarnarnesi og í Bol- ungarvík og þetta fer raunar mjög illa með þá í Reykjavík. Þessi sam- eiginlegu framboð klemma þá af út á landi. Það var því bersýnilega misráðið í upphafi að fara í þetta sameiginlega framboð í Reykjavík, þó það hafi sjálfsagt verið nokkurs virði að ná meirihlutavöldum um stund, og ég get út af fyrir sig virt það. Það er allt í lagi fyrir flokka sem ætla að leggja sig niður en það er vont fyrir alvöruflokka á borð við Framsóknarflokkinn," sagði Davíð að lokum. Halldór Ásgrímsson, formaður Framsóknarflokks Sameigin- leg fram- boð A- flokka efldu Sjálf- stæðisflokk FRAMSÓKNARMENN eru al- mennt ánægðir með stöðu Framsóknarflokksins að afloknum sveitarstjómar- kosningum, að sögn Halldórs Ásgrímssonar, formanns flokks- ins. Hann telur að sameiginleg framboð A-flokk- anna hafi orðið til þess að efla Sjálfstæðisflokkinn í ýmsum byggð- arlögum. „Samkvæmt þessum úrslitum mælist flokkurinn með yfir 23% fylgi. Þótt það sé kannski ekki alveg samanburðarhæft gefur það okkur þá vísbendingu að við stöndum bet- ur núna en skoðanakannanir undan- farið hafa gefið til kynna. Það kem- ur heim og saman við reynslu okkar frá fyrri kosningum að fylgi Framsóknarflokksins sé mjög oft vanmetið í slíkum könnunum," segir Halldór. Ódrengilegnr málflutningnr „Við verðum fyrir nokkru áfalli úti um landið á einstaka stöðum. Ég fór töluvert um landið í kosninga- baráttunni og varð var við að á ýms- um stöðum er mjög ódrengilegur málflutningur í heilbrigðismálum, sem við þurfum að taka sérstaklega til athugunar, án þess að ég vilji fara nánar út í það,“ segir Halldór. „Við munum að sjálfsögðu fara yfir þessi mál. Það er ljóst að sam- starfsflokkurinn í ríkisstjórn hefur fengið betri kosningu en við og ég er þeirrar skoðunar að þeir eigi það að nokkru leyti að þakka þessari „björgunaræfingu númer eitt“, eins og ég kalla hana, hjá Alþýðuflokkn- um og Alþýðubandalaginu. Ái'ang- urinn af því hjá þeim er ekki síst sá að efla stöðu Sjálfstæðisflokksins í ýmsum byggðarlögum," segir hann. Breytir mjög landslaginu í stjórnmálum Halldór telur að árangurinn af sameiginlegum framboðum A-flokk- anna í einstökum sveitarfélögum hafi verið slakur. Aðspurður um pólitíska þýðingu þessara úrslita í umræðunum um sameiginlegt fram- boð vinstri flokkanna sagði Halldór það mjög undarlegt að léleg útkoma þessara framboðslista úti um landið virtist ætla að treysta samstarfið á milli A-flokkanna. „Þetta breytir að sjálfsögðu mjög landslaginu í stjórnmálum. Það kemur mjög víða fram sterk staða Framsóknarflokksins í þessu sam- bandi,“ sagði hann. Halldór benti á að Framsóknarflokkurinn hefði lengi verið með um og yfir 20% kjörfylgi en sagði aðspurður að ef Álþýðubandalag og Alþýðuflokkur- inn sameinuðust í einn flokk, væri ekkert útilokað að þeir yrðu stærri en Framsóknarflokkurinn. „En ég fullyrði að miðað við útlitið eftir þessar kosningar þá liggur ljóst fyr- ir að þessi sameinaði flokkur mun verða allmiklu minni en þeir eru hvor í sínu lagi.“ Sameining A-flokka kann að hafa áhrif í Reykjavík Halldór segir að samstarfið innan Reykjavíkurlistans hafi verið mjög gott. Aðspurður hvort hann telji að framhald verði á því samstarfi í næstu borgarstjórnarkosningum svaraði Halldór: „Ég vil ekkert um

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.