Morgunblaðið - 26.05.1998, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 26.05.1998, Blaðsíða 18
18 ÞRIÐJUDAGUR 26. MAÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ BÆJAR- OG SVEITARSTJÓRNARKOSNINGAR 1998 sÍálfst»Ai. Borgarstjórnarkosningar í Reykjavík, 1930-1998 Hlutfallslegt fylgi helstu framboða Að loknum kosningum eru 35% bæjarfulltrúa í stærri bæjum konur Overuleg fj ölgun fra síðustu kosningum HLUTFALL kvenna í bæjar- stjórnum 33 stærstu bæja lands- ins hefur aukist úr 32% eftir bæj- ar- og sveitarstjómarkosningarn- ar 1994 í 35% nú. Linda Blöndal stjórnmálafræðingur hefur tekið saman þessar upplýsingar en þær eru liður í rannsóknarverkefni sem hún vinnur að á vegum Félagsvísindadeildar Háskóla fs- lands með styrk frá Rannsókn- arráði íslands. Hún flutti erindi á fundi á vegum Félags stjómmála- fræðinga í gær um hlut kvenna í bæjarstjórnum 33 stærstu bæja landsins, þ.e. þar sem íbúar era 1.000 eða fleiri. Að sögn Lindu hefur konum fjölgað hlutfallslega í 15 bæjar- stjómum og fækkað í 8. Mest fjölg- ar þeim í Hafnarfirði, á Blönduósi, í Vestmannaeyjum, Ölfushreppi og Borgarbyggð. í 8 stóram sveit- arfélögum stendur hlutur kvenna í stað. Eftir kosningamar 1994 vora engar konur í stjómum Ölfus- hrepps og Eskifjarðar en sh'kir „svartir blettir“ hafa nú verið af- máðir af landakorti bæjarstjóm- málanna. Konum fækkar mest í stjómum Reykjanesbæjar, Grinda- víkur, Vesturbyggðar og Hvera- gerðis. Konur í meirihluta á þremur stöðum „Við eram enn að sjá dæmi um framboðslista, sem fá marga full- trúa kjöma, sem era meira og minna aðeins skipaðir körlum. Þetta á t.d. við um H-listann á Húsavík, sem fékk fímm fulltrúa, þar af enga konu, og F-listann í Garði, sem fékk fjóra fulltrúa og enga konu. Síðan eru nokkrir listar meðal stóru bæjanna sem fá fjóra fulltrúa og þar af er bara ein kona,“ segir Linda. Hún segir bæjum hafa fjölgað þar sem konur era í kringum 40% bæjarfulltrúa og að konum sé að fjölga í þeim bæjum þar sem þær vora afar fáar áður. I þremur bæj- um ná konur að vera í meirihluta, Kópavogi, Mosfellsbæ og á Egils- stöðum, en þær ná aldrei yfir 60% hlutfallið. A síðasta kjörtímabili var meirihluti bæjarfulltrúa konur á þremur stöðum, á Seltjarnamesi, í Reykjavík og Mosfellsbæ. Aðeins í Mosfellsbæ halda þær sínum hlut. Á Seltjamarnesi fækkar þeim úr 57% í 43% og í Reykjavík úr 53,3% í 40%. „Jafnréttislega séð er Mos- fellsbær því sigurvegari kosning- anna,“ segir Linda. Lægst hlutfall kvenna í Vesturbyggð Linda nefnir einn stað þar sem konur hafi verið mjög fáar á síðasta kjörtímabih og séu það aft: ur núna, en það er Bolungarvík. I 13 bæjum af 33 era karlar yfir 70% bæjarfulltrúa og þar af er hlutfallið yfir 80% í 8 bæjum. Hlutfall kvenna er lægst 11% í Vestur- byggð og hæst 57% í Mosfellsbæ. Linda segist eiga eftir að skoða fjölda kvenna sem varafulltrúa. Hún segir að í kosningunum 1994 hafl konum ekkert fjölgað í bæjar- stjórnum og þeim hafi fækkað sem varamönnum. Til að fá víðara sjónarhorn á almenna stjórn- málaþátttöku þurfí einnig að skoða útkomu allra sveitarstjórna landsins. Prófkjörin henta ekki konum Linda segist ánægð með að kon- um fjölgi hlutfallslega þótt ekki sé fjölgunin mikil. „Þessi úrsht era engin tíðindi, þau koma síður en svo á óvart. Bæði eru flokkar og framboð að beita prófkjörum sem henta konum mjög illa og svo er þetta illa launuð og vanþakklát vinna,“ segir hún. Hún segir skýr- inguna á þeirri aukningu sem þó varð vera þá að aukið vægi skólamála á sveitarstjómarstiginu laði líklega konur frekar til starfs- ins og hún nefnir einnig vakningu meðal stjórnmálaafla um að konur megi ekki vanta á lista, flokkar séu að setja sér jafnréttisáætlanir o.s.frv. „Þetta getur aukið á sam- keppni og flokkar leggja meira upp úr því að fá konur á lista. Svo era konur einfaldlega að leggja meira á sig. Eftir því sem ég best veit hafa hvorki laun né vinnulag í bæjar- stjórnum breyst mikið í þá átt að konur sjái sér frekar fært að starfa innan þeirra," segir hún. Næstu skref Lindu í rannsókn- inni verða þau að taka viðtöl við uppstillingamefndir og einnig ætl- ar hún að taka viðtöl við konur sem hafa setið í bæjar- eða sveitar- stjómum en buðu sig ekki fram aftur og fá að vita hvers vegna. Sjálf- stæðis- flokkur- inn níu sinnum undir 50% ALLT frá upphafi sveitar- stjórnarkosninga árið 1930 hefur Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík níu sinnum fengið minna en 50% greiddra at- kvæða. Á þessu sama tímabili hefur flokkurinn þrisvar sinnum verið í minnihluta í borgarstjórn, fyrst árið 1978 og nú í síðustu tvennum kosningum með sigri Reykja- víkurlistans. Kosið hefur verið á fjög- urra ára fresti eða 18 sinnum frá árinu 1930. Árið 1934 hlaut flokkurinn 49,05% at- kvæða í Reykjavík, í kosning- unum árið 1942 hlaut hann 47,8% og í kosningunum árið 1946 hlaut hann 48,1%. Árið 1954 hlaut flokkurinn 48,9%, í kosningunum árið 1966 hlaut hann 47,5%, í kosning- unum árið 1970 hlaut flokk- urinn 47,2%, í kosningunum árið 1978 hlaut fokkurinn 47,4%, í kosningunum árið 1994 hlaut flokkurinn 47%, og í ný afstöðnum kosningum hlaut flokkurinn 45,2%.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.