Morgunblaðið - 26.05.1998, Qupperneq 60
60 ÞRIÐJUDAGUR 26. MAÍ 1998
MORGUNBLAÐIÐ
BRIDS
Umsjón Arnór U.
Ilagnarsson
Bikarkeppni BSÍ 1998
SKRÁNING er hafín í Bikarkeppni
BSÍ 1998. Skráningarfrestur er til
29. maí og dregið verður í 1. umferð
á Kjördæmamótinu 1998. Gerð
verður smábreyting á Bikarkeppn-
inni í samanburði við undanfarin ár.
Allar sveitimar verða í pottinum
þegar dregið verður í fyrstu um-
ferð. Þannig að það verða ekki ein-
göngu stigahæstu sveitirnar sem
sitja yfir í fyrstu umferð heldur
ræðst það af handahófi. Lokadag-
amir í hverri umferð era:
1. umferð verður að vera búin
fyrir 21. júm'.
2. umferð verður að vera búin
fyrir 19. júlí.
3. umferð verður að vera búin
fyrir 16. ágúst.
4. umferð verður að vera búin
fyrir 13. september.
Undanúrslitin em spiluð 19. sept-
ember og úrslitaleikurinn fer fram
20. september. Keppnisgjald er
4.000 kr. á sveit í hverri umferð sem
hún spilar.
Tekið er við skráningu hjá BSÍ, s:
587 9360, fax: 587 9361 og póstfang:
isbridge@islandia.is
Vinningaskrá
2. útdráttur 22. mai 1998.
Bifreiðavinningur
Kr. 2.000.000 Kr. 4.000.000 (tvöfaldur)
43603
Ferðavinningur
Kr. 100.000 Kr. 200.000 (tvðfaldur)
29109
43945
44554
49801
Kr. 50.000
Ferðavinningur
Kr. 100.000 (tvöfaldur)
7251 15195 17958 18940 55041 65387
10060 17488 18641 23380 62561 70435
Húsbúnaðarvinningur
Kr. 10.000
148 8733 19558 29000 42033 50237 63343 72288
2300 10799 20416 30957 42063 51613 63979 73972
2934 11385 21035 32173 42543 51883 64110 74119
3570 12181 21383 32574 43981 52015 64461 74167
3642 13365 21542 33007 45414 52424 64484 74197
4247 14260 22419 33111 45688 52807 64642 76106
5807 14589 23419 33140 47882 53287 64661 76990
6179 15901 25105 34036 49060 53717 65354 77588
6377 16399 25351 34893 49489 54970 65426 78300
7455 16454 26272 35346 49582 55321 68070
8023 18143 26766 36080 49700 56321 71334
8326 18524 26999 36302 49757 56945 71650
8681 19079 28596 38966 49982 59913 72041
Kr. 5.000
Húsbúnaðarvinningur
571 13280 23176 32306 42661 53515 62491 72482
629 13768 23597 32318 42734 54063 62499 73156
1651 13776 24185 32532 43606 54704 62894 73171
2078 13967 24511 32748 43744 54967 63025 73458
2285 14029 24519 32775 44353 55170 63086 74208
2574 14351 24866 33935 44487 55330 63155 74595
2581 14461 24914 34563 44652 55339 63205 74674
2737 15080 25035 34681 44835 55729 63248 75024
3136 16015 25262 34767 44944 56090 63253 75094
3531 16044 25439 35800 45068 56102 63629 75473
4137 16301 25706 36753 45308 56773 64174 75649
4144 16505 25722 37115 45533 56868 64204 75899
4243 16913 25861 37414 46514 57004 64320 75942
4448 16977 26210 37420 46584 57227 64877 76883
5955 17233 26518 37681 46620 57657 65132 77231
6935 17819 26749 37693 47273 58222 65145 77336
7044 17820 26910 38005 47543 58627 65318 77461
7186 17845 27071 38084 47592 58749 66058 77506
7239 18296 27073 38300 48062 58905 66688 77559
7831 18336 27611 38400 48862 59674 66901 77835
8042 19024 27669 38439 48980 60223 67074 77900
8347 19088 28041 38728 49120 60467 67110 78591
9012 19479 28168 39631 49130 60573 68006 78790
9017 19993 28575 40458 50279 60786 68748 78968
10987 20275 28615 40472 50588 60983 69211 79361
11185 20484 29307 40634 50854 61134 69584 79468
11703 20680 29499 41354 51233 61312 69858
11962 20699 29564 41557 51305 61352 70439
12040 20950 29735 41961 51650 61641 70658
12118 22022 30816 42171 51658 62054 70776
12420 22675 31652 42379 52316 62086 71264
12774 22979 32127 42610 52906 62246 72047
Næsti útdráttur fer fram 28. mai 1998
Heimasíða á Interneti: Http://www.itn.is/das
Vegna mistaka við vinnslu blaðsins sl. laugardag birtist að hluta
til gömul vinningaskrá happdrættis DAS. Annar útdráttur fór
fram 22. maí sl. og vom þá ofantaldir vinningar dregnir út. Les-
endur blaðsins eru beðnir velvirðingar á þessum mistökum.
Leitin að réttu eigninni
hefst hjá okkur
Vettvangur fólks I fasteignaleit
•••
.mbl.is/fasteignir
í DAG
VELVAKAMH
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15
frá mánudegi til föstudags
Frá
ellilífeyrisþega
VELVAKANDA barst eft-
irfarandi:
„í fréttum nýlega var
sagt frá því að fleiri hund-
mð gamalmenni hér í
Reykjavík biðu eftir að
komast á elli- eða hjúkmn-
arheimili. Ástæður þessa
fólks vom svo slæmar að
málið þyldi enga bið. Eng-
in viðbrögð hef ég heyrt
við fréttinni, en það er
mikið talað um að gamla
fólkinu megi líða sem best
síðustu ár ævi sinnar og
þar við situr. Nú skora ég
á stjórn Félags eldri borg-
ara í Reykjavík að hún
beiti sér af alefli fyrir úr-
bótum, að byggt verði hús
yfir nokkur hundrað
manns og það strax. Látið
verkin tala, aftur á móti
mætti málæði minnka.“
Ellilífeyrisþegi.
Skattar og Leiðarljós
LÁRA, sem er eldri borg-
ari, hafði samband við Vel-
vakanda og vildi hún koma
á framfæri þeirri skoðun
sinni að hún undraðist
hvernig hægt væri að lofa
öllu því sem búið er að lofa
fyrir kosningar. Hún segir
að búið sé að lofa t.d. að
aldraðir þurfi ekki að
greiða fasteignagjöld eða
borga í strætisvagna. Hún
segir að sér ofbjóði þessi
loforð, það viti allir að það
þurfi að borga fyrir þetta
og hvernig eigi þá að
borga þetta? Einnig segir
hún að háir skattar séu
lagðir á fólk til að borga
fyrir dagvistarheimili, hún
segii- að foreldrar eigi að
vera heima hjá börnum
sínum, læra að sauma á
þau flíkur og spara.
Lára vildi einnig koma
því á framfæri að henni
finnist kominn tími til að
þátturinn Leiðarljós endi
göngu sína. Segir hún að
nú sé komið nóg, í þessum
þætti sé ekkert nema
glæpamennska og fram-
hjáhöld og sé hún orðin
hundleið á þessu. Það séu
margir góðir þættir til sem
hægt sé að sýna.
Skert þjónusta
MARGRÉT hafði sam-
band við Velvakanda og
sagðist hún ekki hress með
hvernig R-listinn hefur
skert þjónustu við aldraða.
Hún segir að mikið hafi
verið dregið úr þeirri þjón-
ustu, hún þurfi að borga
meira en áður og heimilis-
þjónustan megi ekki leng-
ur elda fyrir hana.
Tapað/fundið
Honda Shadow
RAUÐ plasthlif af Hondu
Shadow týndist í síðustu
viku. Skilvís finnandi hafi
samband í síma 565 0425
eða skilaboð í síma
565 4566. Björgvin.
Gullfesti týndist
GULLFESTI týndist 18.
maí, annaðhvort í Kringl-
unni eða við Lágmúlann í
Reykjavík. Skilvís finnandi
hafi samband í síma
552 7092 eftir kl. 17. Fund-
ai’laun.
Svört leðurtaska
týndist
SVÖRT leðurtaska týndist
á dansgólfinu á Astró sl.
laugardagskvöld. Skilvis
finnandi skili henni til lög-
reglunnar.
Dýrahald
Kettlingar óska
eftir heimili
TVEIR kettlingar óska
eftir heimili, kassavanir.
Upplýsingar í síma
555 4998.
Kettling vantar
heimili
12 VIKNA fress óskar eft-
ir góðu heimili, kassavan-
ur. Hann er hvítur og ljós-
brúnn, flekkóttur. Upplýs-
ingar í síma 557 7211.
Guðlaug.
Högnar óska eftir
heimili
TVEIR högnar óska eftir
heimili. Upplýsingar í síma
557 5918.
Morgunblaðið/Sverrir
í sólarskapi.
Víkverji skrifar...
KOSNINGANÆTUR em ekki
jafn spennandi og áður.
Skoðanakannanir em mjög nálægt
því að segja til um úrslit kosninga
og jafnframt er komið svo gott
skipulag á talningu atkvæða, að
fyrstu tölur, sem birtar eru
skömmu eftir lokun kjörstaða segja
nánast alla söguna. Það eina, sem á
vantar hér til þess að gera út um þá
eftirvæntingu, sem enn er fyrir
hendi er að þeir aðilar, sem standa
fyrir skoðanakönnunum taki upp
þann sið, sem nú orðið tíðkast er-
lendis að spyrja kjósendur, þegar
þeim koma frá kjörstað hvað þeir
hafa kosið og spá um úrslit á þeim
gmndvelli.
Það þýðir út af fyrir sig ekkert
að harma liðna tíð en óneitanlega
voru kosninganætur skemmti-
legri, þegar meiri óvissa var um
úrslit en nú er orðið í langflestum
tilvikum.
xxx
ANNARS kann Víkverji illa við
þann sið Ijósvakamiðlanna að
útnefna hina og þessa einstaklinga
sigurvegara kosninga hér og þar.
Sigurður Geirdal, bæjarstjóri í
Kópavogi, er að sögn ljósvakamiðl-
ana „sigurvegari" kosninganna í
Kópavogi og Kristján Þór Júlíus-
son, forystumaður Sjálfstæðis-
manna í bæjarstjórnarkosningun-
um á Akureyri, „sigurvegari"
kosninganna þar.
Það getur átt við í einstaka tilfell-
um, að einstaklingar séu sigurveg-
arar í kosningum sem þessum en yf-
irleitt er raunvemleikinn allt annar
og ástæðulaust að persónugera
kosningaúrslit með þessum hætti.
YÍKVERJA þykir nöfn á nýjum
sameinuðum sveitarfélögum í
mörgum tilvikum misheppnuð
enda vafamál, að þau festist í sessi.
Þó virðist vel hafa tekizt til um
Reykjanesbæ, en það nafn er
augljóslega að ná fótfestu. Betra
væri að Borgarbyggð héti bara
einfaldlega Borgarnes og betur
færi á því, að sveitarfélagið, sem
nú gengur undir nafninu Vestur-
byggð, héti einfaldlega Patreks-
fjörður.
En verst af öllu er þó það fárán-
lega nafn, sem nú virðist vera að
komast á á Austurlandi, ef kalla á
Neskaupstað, Eskifjörð og Reyð-
arfjörð „Austurríki". Hvernig
dettur fólki svona vitleysa í hug?
Þetta er fáránlegt heiti og mun
aldrei verða notað á annan veg en í
gríni.