Morgunblaðið - 26.05.1998, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 26.05.1998, Blaðsíða 26
26 ÞRIÐJUDAGUR 26. MAÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Tveir bæir í rústum í Bólivíu Ný skýrsla um svissnesk gullviðskipti á stríðsárunum Telja ekki ástæðu Ihuguðu að bræða upp gull til að Ieyna uppruna þess Svissneski seðlabankinn beið líka fram á mitt ár 1943 með að biðja þýzka seðlabankann um tryggingar fyrir því að gull sem Þjóðverjar seldu væri ekki ættað úr seðlabönkum hemumdu land- Aiquile. Reuters. VITAÐ var í gær um 85 manns, sem fórust í jarðskjálftanum í Bólivíu sl. föstudag, og líklegt þótti, að talan myndi hækka. Hrundu tveir bæir í miðju landinu að mestu til grunna en styrkur skjálftans á Richter-kvarða var 6,8. Honum fylgdu mörg hundruð eftirskjálftar, sem sumir mældust meira en 4. Fernando Kieffer, varnarmál- aráðherra Bólivíu, sagði í gær, að 49 lík hefðu fundist í bænum Aiquile, 22 í nágrannabænum Totora og 14 í byggðinni í grennd. Var enn verið að leita og búist við, að fleiri fyndust. Að minnsta kosti 150 manns slösuðust. Upptök jarðskjálftans voru við Aiquile, sem er um 250 km suðaustur af höfuðborginni, La Paz, og hann er einn sá öflugasti í Bólivíu á þessari öld. Um 80% bygginga í Aiquile eyðilögðust og 70% í Totora en aðallega var um að ræða hús úr brenndum leir. Fórust margir strax í stóra slqálft- anum og eftirskjálftarnir urðu einnig mörgum að bana. Höfðu þá sumir vogað sér inn í hálfhrunin hús í leit að eigum sínum. Perúmenn hafa aðstoðað granna sína við hjálparstarfið og Alberto Fujimori, forseti Perús, fór með Hugo Banzer, forseta Bólivíu, um hamfarasvæðið á sunnudag. Þá hefur einnig borist hjálp frá Mexikó og Chile. Aiquile á sér langa og merka sögu og þar er mikið um glæsileg- ar byggingar frá nýlendutíman- um. Að undanförnu hefur fólki fækkað þar mikið vegna langvar- andi þurrka og nú vilja flestir íbúanna koma sér á burt enda að litlu að hverfa fyrir þá eftir jarðslqálftann. tíl skaðabótakrafna TVEIR fbúar í Aiquile virða fyrir sér eyðilegginguna. Um 80% húsa i bænum hrundu í jarðskjálftanum. Reuters anna. Svisslendingarnir veltu því enn- fremur fyrir sér hvort þeir ættu að bræða upp gull sem þeir keyptu af Þjóðverjum til að breiða yfir upp- runa þess. Skýrslan staðfesti einnig fyrri fullyrðingar um að viðskiptabank- arnir í Sviss hefðu keypt u.þ.b. 50 tonn af gulli frá Reichsbank á ár- unum 1940 og 1941, að þávirði um 56 milljónir dollara. Þýzki seðlabanldnn beindi um 79% allra utanríkisviðskipta sinna með gull á stríðsárunum í gegn um Sviss, en af þessum viðskiptum fóru 87% í gegn um svissneska seðlabankann og 13% í gegn um viðskiptabankana. Ztirich. Reuters. SVISSNESK stjórnvöld sögðu í gær að ný skýrsla um viðskipti svissneskra banka með nazistaguO á stríðsárunum gæfi ekkert tilefni til nýrra krafna um að Sviss greiddi skaðabætur til annarra landa eða einstakUnga, sem nazistastjómin í Þýzkalandi hafði að féþúfu. „Skýrslan opinberar engar nýj- ar grundvallarstaðreyndir og býð- ur ekki upp á tilefni til að byggja nýjar kröfur á, einkum og sér í lagi ekki hvað varðar endur- skoðun Washington-samkomu- lagsins," sagði í yfirlýsingu stjórnarinnar. Washington-samkomulagið frá árinu 1946 fólst í því að Svisslend- ingar greiddu Vesturveldunum, sem sigruðu Hitlers-Þýzkaland, 250 milljónir svissneskra franka í gulli gegn því að bandamenn féllu frá kröfum um að Svisslendingar skiluðu illa fengnu gulli sem sviss- neski seðlabankinn hefði keypt af Þjóðverjum á stríðsárunum. Elan Steinberg, framkvæmda- stjóri Heimssambands gyðinga (WJC), lýsti því hins vegar yfir í gær að skýrslan myndi sannarlega nýtast sem grundvöllur fyrir kröf- ur um að svissnesk stjómvöld féOust á að skOa illa fengnu gulli, jafnvel þótt talsmenn hennar sæju ekki ástæðu til þess. Seðlabankastjórnin meðvituð um uppruna gullsins Samkvæmt skýrslunni, sem hópur sagnfræðinga frá Band- aríkjunum, Israel, Bretlandi og Póllandi samdi, vissu stjórnendur svissneska seðlabankans mætavel, að nazistar hefðu tekið traustataki gull úr hirzlum seðlabanka her- numinna landa og jafnframt stolið gulli frá einstaklingum, þar á meðal gyðingum sem þeir létu hverfa í fanga- og útrýmingarbúð- um. „Frá árinu 1941 varð banka- stjóm [seðlabankans] þess æ meir áskynja að gyðingar og aðrir ofsóttir hópar fólks væm féflettir, og í síðasta lagi árið 1943 hafði hún vitneskju um að nazistastjómin ræki skipulagða útrýmingarher- ferð á hendur fómarlömbum sín- um,“ segir í samantekt á niður- stöðum skýrslunnar. „Engu að síður gerðu stjómend- ur seðlabankans ekkert til að flokka stohð gull frá öðrum gull- birgðum þýzka seðlabankans,“ segir þar. Þjóðaratkvæðagreiðslan í Danmörku um Amsterdam-sáttmálann Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. UMRÆÐURNAR um Amsterdam-sáttmál- ann fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna á fimmtu- daginn bera þess merki að trúin á skoðana- kannanir er ekki jafnmikil og oft áður. Þó all- ar skoðanakannanir nú bendi til þess að sátt- málinn verði samþykktur, snúast umræðum- ar ákaft um hverjar verði afleiðingar þess ef Danir hafni sáttmálanum. En umræðurnar snúast einnig um áhrif sáttmálans á dönsk hagsmunamál eins og félagslegar bætur. í gær héldu talsmenn Alþýðuhreyfingarinnar gegn ESB því fram að ESB hygðist beita sér fyrir niðurskurði félagsgreiðslna eins og elli- lífeyris. Karen Jespersen félagsmálaráðherra segir skelfingu lostin yfir slíkum málflutningi, sem ekki eigi við nein rök að styðjast. Berlingske Tidende hélt því fram í forystu- grein um helgina að yrði sáttmálinn felldur gætu Danir ekki verið með í ESB á sömu for- sendum og aðrir, heldur yrðu að sætta sig við sömu stöðu og Norðmenn, og íslendingar reyndar einnig hafa, með því að vera aðilar að opna markaðnum. í Politiken hefur verið lögð áhersla á að kjósendum sé gerð grein fyrir að vilji þeir koma Danmörku úr ESB geti þeir kosið nei, en annars sé já eini kost- urinn. En allar ágiskanir um afleiðingar höfnunar eru ágiskanir og hluti af málflutn- Hræðslu- áróður og kosninga- skjálfti ingi þeirra sem eru með og á móti. Óvissan í kjölfar höfnunar yrði algjör. Ellilífeyrir ekkert með ESB að gera Poul Nyrup Rasmussen forsætisráðherra hefur eins og aðrir stjómmálamenn ferðast um landið þvert og endi- langt undanfarið til að telja kjósendur á sitt band. Þeg- ar hann birtist í dökkum jakkafötum og hrímhvítri skyrtu á elliheimilum hefur hann yfirleitt mál sitt á að hann vilji láta fólk vita að ellilífeyririnn verði ekki hreyfður og það tryggi hann sjálfur persónu- lega. Ellilífeyrir og danskar félagsbætur hafa bæði nú og áður verið hluti af ESB-um- ræðunni. í gær komu fram andstæðar skoð- anir. Alþýðuhreyfingin heldur því fram að uppi séu áætlanir að samræma félagslegar greiðslur í ESB þegar til lengdar láti. í stað danska fyrirkomulagsins með félagslegar greiðslur frá ríkinu muni einkatryggingar koma í staðinn, „þannig að hinn félagslegi mismunur verði staðfestur frá vöggu til graf- ar“ að sögn talsmanna hreyfingarinnar. Skrið í þessa átt sé reyndar þegar hafið með vax- andi áherslu á lífeyrisgreiðslur atvinnurek- enda í lífeyrissjóði, þannig að framlögin ráðist af hversu lengi launþegar hafi verið á vinnumarkaðnum og hversu háar tekjur þeir hafi. Karen Jespersen félagsmálaráðherra segir þennan málflutning fjarri lagi. Sáttmálinn hafi ekkert með félagslegar bætur að gera og í Edinborgarsamkomulaginu um undanþágur Dana frá Maastricht sé tekið fram að félags- legar bætur og skipting skatta sé í umsjá hvers lands. Bæði þeir sem styðja sáttmálann og þeir sem vilja hafna honum kvíða næstu dögum. Einkum eru stuðningsmennirnir áhyggjufull- ir yfir að andstæðingarnir komi fram með krassandi fullyi'ðingar á síðustu stundu, sem síðan gefist ekki tími til að hrekja. Drude Da- hlerup, talsmaður Júníhreyfingarinnar, sem berst gegn sáttmálanum og aðild Dana að ESB, segir slíkar aðdróttanir úr lausu lofti gripnar. Öllum rökum hafi þegar verið velt upp og ný rök vandfundin. Meiri stuðn- ingur við EMU í Bretlandi Lundúnum. Reuters. STUÐNINGUR Breta við þátttöku Bret- lands í Efnahags- og myntbandalagi Evr- ópu (EMU) hefur aukizt til muna á undan- förnum vikum, ef marka má skoðanakönn- un sem birt var í dagblaðinu The Guardi- an í gær. Samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar kváðust 34% aðspurðra myndu samþyklqa þátttöku Bretlands í EMU ef sú spurning yrði borin undir þjóðaratkvæði. Þetta er hæsta hlutfall sem svarar þessari spurn- ingu játandi í þrjú ár. Að sögn Guardian þýðir þessi niðurstaða 8% fylgisaukningu við EMU frá því sambærileg könnun var gerð í síðasta mánuði. Hlutfall þeirra sem kváðust mótfallnir þátttöku landsins í EMU féll í fyrsta sinn niður fyrir helming. 48% sögðust þessarar skoðunar, en það er 13% minna en í síð- ustu könnun. Guardian leiddi að því líkum, að þessi snögga lækkun á hlutfalli þeirra sem eru mótfallnir EMU væri að rekja til þess, að leiðtogar ESB gengu formlega frá því í upphafi þessa mánaðar að myntbandalag- ið verður að veruleika með ellefu stofnaðildarríkjum um næstu áramót. ! ► ► I f > \ i > i i i i i \ i i i i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.