Morgunblaðið - 28.05.1998, Qupperneq 8
8 FIMMTUDAGUR 28. MAÍ 1998
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Skýrsla um ástand í ávana- og fiTmiefnamálum
Fleiri selja fíkniefni en
fyrir nokkrum árum
í SKÝRSLU sem unnin var af
starfsmönnum ávana- og fíkniefna-
deildar lögreglunnar í Reykjavík
ásamt sænska lögreglumanninum
Carl-FOip Henriksson kemur m.a.
fram að algengara er að gestir á
veitingastöðum í Reykjavík séu
undir áhrifum fíkniefna en í Stokk-
hólmi og dæmi eru um að dyra-
verðir á veitingastöðum séu undir
áhrifum. Fleiri selji fíkniefni hér-
lendis nú en fyrir nokkrum árum
og fíkniefnin séu sterkari. Niður-
staða skýrslunnar er sú að ástand
fíkniefnamála hér á landi er alls
ekki viðunandi og kallar á skjót
viðbrögð þeirra sem málið varðar.
Skýrsluhöfundar heimsóttu veit-
ingastaði í miðborg Reykjavíkur
og telja að ákveðið hlutfall gesta
þar hafi verið undir áhrifum fíkni-
efna.
Skýrsluhöfundar telja að
lögreglan eigi að hafa aukin af-
skipti af einstaklingum á íyrstu
Ástand fíkniefna-
mála hérlendis
kallar á skjót
viðbrögð
stigum neyslunnar og efla enn
frekar samstarf við barnavemdar-
yfírvöld.
Þeir segja að fíkniefnaneyslan sé
orðin nokkuð áberandi í næturlífi
Reykvíkinga. Ástæða sé til að efla
enn frekar samstarf við veitinga-
húsaeigendur og dyraverði.
Einnig leggja þeir til að gerð verði
sú breyting á löggæslunni að reynt
verði að þætta betur saman
rannsóknir fíkniefnamála, auðgun-
arbrota og líkamsmeiðinga því oft
og tíðum eigi sömu aðilamir hlut
að máli.
Skýrsluhöfundar telja að fíkni-
efni á markaði hér séu mun sterk-
ari en áður og því sé ungt fólk í
meiri hættu en áður. Meira magn
af sterkum efnum árið 1996 hafi
leitt til aukningar í innlögnum á
meðferðarstofnanir árið 1997.
Þeir telja mikilvægt að einstak-
lingar verði kærðir fyrir að neyta
fíkniefna og áfram verði barist
gegn innflutningi, dreifingu og
sölu á fíkniefnum. Sömuleiðis
verði lögreglu sköpuð skilyrði til
að hafa afskipti af þeim sem
grunaðir em um fíkniefnaneyslu
og færa þá til blóð- og
þvagsýnistöku.
Skýrsluhöfundar studdust m.a.
við málaskrá lögreglunnar frá
1995-1997. Á þessum þremur ár-
um hafði lögreglan bein afskipti
af 2.002 einstaklingum sem höfðu
fíkniefni í fórum sínum, notuðu
fíkniefni, höfðu dreift þeim, selt,
framleitt eða flutt inn fíkniefni,
þar af voru 1.657 karlmenn og 345
konur.
Barnamenning í Norræna húsinu
Barnabók-
menntir í
Barnahellinum
Ásta Valdimarsdóttir
Barnahellirinn í
Norræna húsinu
var formlega opn-
aður í janúar árið 1997.
Hann er opinn öllum böm-
um en þangað er leikskóla-
börnum líka boðið sérstak-
lega að koma í heimsókn
og fræðast um starfsemi
hússins og ekki síst til að
kynnast norrænum barna-
bókmenntum.
Ásta Valdimarsdóttir er
umsjónarmaður verkefnis-
ins.
„Lisbet Ruth sem var
yfirbókavörður við bóka-
safn Norræna hússins tvö
undanfarin ár átti hug-
myndina að opnun Bama-
hellisins og því bamastarfi
sem unnið er í tengslum
við hann.“
-Hvað er Barnahellir-
inn?
„Það er herbergi í bókasafni
Norræna hússins sem er sérstak-
lega innréttað fyrir böm. Þar er
úrval myndskreyttra barnabóka á
öllum Norðurlandamálunum og
áhersla er lögð á góða aðstöðu til
að lesa og skoða bækur í notalegu
umhverfi sem hæfir börnum. Að-
ur en herbergið var tekið í notkun
var efnt til samkeppni um nafnið
og það var fímm ára íslenskur
drengur sem átti hugmyndina að
þessu nafni, Barnahellirinn.“
- Hafa mörg Ieikskólabörn
heimsótt ykkur?
„Við bjóðum leikskólabömum á
aldrinum 3-5 ára í heimsókn í
fylgd með kennurum sínum. Á
síðasta ári komu um 500 börn frá
15 leikskólum. Þau böm sem
heimsóttu okkur í fyrra sáu
brúðuleikhús frá Norðurlöndun-
um.
Núna hefur Norræna ráðherra-
nefndin veitt bókasafni Norræna
hússins sérstakan styrk til að
kaupa vandað norrænt bamaefni
á myndböndum. Starfsemin í ár
hefur því að miklu leyti verið
helguð myndbandamiðlinum."
Ásta segir að bömin byrji á að
skoða Norræna húsið og mynd-
listarsýningar í sýningarsölum
þess. Þeim er í stuttu máli sagt
frá starfsemi hússins og gildi þess
sem menningarmiðstöðvar. At-
hygli barnanna er vakin á
norrænum tungumálum og
barnabókum.
„I Barnahellinum byrjum við á
að sýna þeim landakort og bend-
um þeim á Norðurlöndin og
spjöllum við þau um verk þekktra
bamabókarithöfunda og söguper-
sónur sem þau þekkja eins og
Einar Áskel, Múminálfana, fólk
og ræningjana í Kardimommubæ
og Emil í Kattholti. Þá sýnum við
þeim myndskreyttar bækur og
útskýrum að þær séu til á fleiri
tungumálum en íslensku. Mynd-
irnar tala máli sem
nær til allra. Síðan er
boðið upp á mynd-
bandasýningar í
Barnahellinum."
Ásta segir að sög-
uþráð myndanna sem
börnin horfa á af myndbandi þurfi
að útskýra en oftast skýrir efnið
sig sjálft.
„Börnin hafa gaman af því að
reyna að skilja einstaka orð þegar
þau leggja við hlustir. Síðan
syngja þau saman áður en þau
fara og gæða sér á ávaxtasafa og
Múminálfakexi."
Hún bendir á að margir for-
eldrar sem hafa verið búsettir
með börnin sín á hinum Norður-
löndunum komi með þau á safnið
og fái að láni bækur eða mynd-
bandsspólur til að bömin rifji upp
► Ásta Valdimarsdóttir er fædd
að Núpi í Dýrafirði árið 1942 og
þar ólst hún upp. Hún lauk
kennaraprófi frá Kennaraskóla
íslands árið 1963 og hefur kennt
við grunnskóla Reykjavíkur í
áratugi, lengst af í Hvassaleitis-
skóla.
Ásta lærði söng í Söngskólan-
um í Reykjavík og tók söng-
kennarapróf árið 1985.
Ásta hefur undanfarið numið
bókasafnsfræði við Háskóla Is-
Iands. Hún hefur starfað við
bókasafn Norræna hússins frá
árinu 1987 og sinnt þar ýmsum
verkefnum.
Ásta var gift Hannesi N.
Magnússyni sem lést árið 1992
og eignuðust þau tvö böm. Sam-
býlismaður Ástu er Herman
Berthelsen ritstjóri í Noregi.
og gleymi ekki málinu. „Þá er
einnig nokkuð um að foreldrar
vilji aðstoða barn sitt í að ná
árangri t.d. í dönsku og komi með
því að velja bækur eða spólur. En
á bókasafninu ero ekki aðeins
myndbönd og bækur heldur
einnig tónlist og sögur á geisla-
diskum."
-Er eitthvað um að bömin
komi í heimsókn eftir að hafa
komið með leikskólanum og þá
með foreldrum sínum?
„Já, við höfum einmitt tekið
eftir því að böro eru að draga for-
eldra sína inn í bókasafnið og
teyma þau um að skoða það sem
þeim var sýnt, ekki síst Barna-
hellinn.
Með þessu sjáum við að vinnan
hefur skilað sér til baka því ef
börnin hafa gaman af því að koma
á safnið er áhugi væntanlega vak-
inn á því sem er norrænt. Það er
von okkar að áhuginn haldist
áfram og bömin heimsæki safnið
fram á fullorðinsár."
-Hafa börnin sem-
sagt gaman af því að
koma íheimsókn?
„Já, mjög svo og
það er einstaklega
gaman að sýna þeim
bókasafnið, myndlistarsýningam-
ar og húsið því þau eru svo
áhugasöm."
Ásta segir að Barnahellirinn sé
ætlaður öllum bömum. Hann er
opinn á sama tíma og bókasafnið
og þau minnstu koma í fylgd full-
orðinna. Ef um hópa er að ræða
þurfa forráðamenn að hringja á
undan sér.
Hún bendir á að í dag, fimmtu-
dag, er síðasti dagurinn sem
leikskólabörn koma í heimsókn
fyrir sumarfrí, en í haust heldur
starfsemin áfram af fullum krafti.
Hlutu styrk til
að kaupa
vandað
barnaefni