Morgunblaðið - 28.05.1998, Side 43

Morgunblaðið - 28.05.1998, Side 43
MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR FIMMTUDAGUR 28. MAI 1998 4a. Alþingi og skyldur þess við almenning! AÐGANGI almenn- ings af upplýsingum í íslenskri stjómsýslu hefur verið ábótavant. Skýrar reglur skorti og réttarframkvæmd því háð mati stjóm- valda. Með skilvirkari og betri stjómsýslu hefur þó þetta breyst, en aðalréttarbótin átti sér stað með upplýs- ingalögum nr. 50/1996, sem tóku gildi þann 1. jan. 1997. íslensk stjómsýsla var fram að þeim tíma á eftir ýmsum þjóðum. Gildistaka laganna hefur leitt til þess að stjórnvöld eru undir mun virkara aðhaldi en áður. Fjölmiðlar birta daglega fréttir sem rekja má með beinum eða óbeinum hætti til laganna. Margar þessara frétta hafa reynst óþægi- legar og erfíðar fyrir stjómvöld, sem ætti þá að leiða til þess að stjómvöld reyndu að standa sig enn betur í starfi. Lögin stuðla einnig að því að lögmætra sjónar- miða í stjómsýslunni er gætt og að jafnræði sé með aðilum. Einnig er lögunum ætlað að hafa í for með sér lýðræðislegri stjómarhætti. AI- menningi er loksins gert, kleift að fylgjast með og kynnast athöfnum og starfsemi stjómsýslunnar með Fátt veitir stjórnvöldum meira aðhald, segir Margrét María Signrðardóttir, heldur en vitneskjan um aðgang fólks að upplýsingum. virkari hætti. Enda er stjómsýslan rekin í þeirra þágu og kostnað. Til þess að markmiði laganna verði náð ber almenningi að hafa fmmkvæði að því að afla upplýsing- anna og stjómvöld verða að virða þennan rétt. Til að tryggja það hef- ur verið sett á laggimar úrskurðar- neftid um upplýsingarmál. Til henn- ar er hægt að kæra ákvarðanir um synjun á aðgangi að upplýsingum. Verkefni nefndarinnar hefur verið meira en við var að búast, sem hlýt- ur að gefa vísbendingu um hve rík þörf var fýrir lögunum. Lögin fjalla um aðgang almenn- ings að upplýsingum hjá stjómsýslu sveitarfélaga og ríkis, svo og einkaaðila sem fara með op- inbert vald. Þau ná ekki til hand- hafa löggjafarvalds, né dómsvalds. Þau ná heldur ekki til einkaaðila, svo sem hlutafélaga þrátt fyrir að þau séu í eigu ríkis eða sveit- arfélaga. AUir geta krafist upplýsinganna og þurfa ekki að sýna fram á nein tengsl við málið. Ekki er heldur þörf á því að sýna fram á í hvaða skyni ætlunin er að nota upplýsingarnar. Til að fá gögn afhent verður að vera um til- tekið mál að ræða sem hefur verið til með- ferðar hjá stjómvöld- um. Meginreglan er sú að hún nái til allra gagna tiltekins máls. Undantekningar era þó á þessu sem ekki er ástæða til að fjalla nánar um hér. Það stingur í stúf að á meðan verið er gera stjórnsýsluna skilvirkari og fag- mannlegri er hvert fyrirtækið og stofnunin á fætur öðra í eigu ríkis- ins gert að hlutafélagi sem leiðir þá til þess að þau era undanþegin upplýsingaskyldu þrátt fyrir að umræddar stofnanir séu að öllu leyti í eigu ríkisins. Má sem dæmi nefna fyi-irtæki eins og Islandspóst hf., Landssímann hf. og ríkisbank- ana. Það hlýtur að vekja ugg að um leið og verið er að veita stjómvöld- um aukið aðhald era veigamiklir aðilar í islenskri stjórnsýslu famir að vera undanþegnir upplýs- ingalögum og fleiri lögum, án þess að almenningi sé gefinn möguleiki til aðhalds. Hvað býr þarna að baki? Hver er tilgangurinn með þessu? Undirrituð er starfandi lög- maður og hefur ítrekað rekið sig á brotalöm í kerfinu vegna þessa. Því vil ég skora á Alþingi Islendinga að gera þama viðeigandi réttarbót. Það er á valdi Alþingis og skylda þess að veita stjómvöldum aðhald og tryggja almenningi lýðræðis- lega stjórnarháttu. Undirrituð vill jafnframt benda þegnum þessa lands á það að þeir eiga fullan rétt á ýmsum upplýsingum frá stjóm- völdum, þrátt fyrir að þeir tengist ekki málunum á neinn hátt. Nú era fyrirhugaðar sveitarstjórnakosn- ingar í vor og því sveitarstjórna- málin ofarlega á baugi og ýmsar spurningar geta vaknað. Þá getur verið ástæða til að nota þennan rétt. Víða á landsbyggðinni hefur þessi heimild lítið verið notuð og þá kannski aðallega vegna þess að al- menningur hefur ekki næga vit- neskju um lögin. Ég hef unnið til margra ára í stjómsýslunni og þekki því vel hvemig hún virkar og sjónarmið sem þar era. Fátt veitir stjómvöld- um meira aðhald heldur en vit- neskjan um aðgang fólks að upp- lýsingum. Með þessu er mun betur tryggt að þau sjónarmið sem að baki ákvörðunum standa séu rétt og lögleg og stjómvöld vandi vinnu sína. Þá er stjórnvöldum enn betur ljóst í þágu hvers þau era að vinna og frá hverjum þau hafa vald sitt. Höfundur er héraðsdómslögmaður á Húsavfk. Margrét María Sigurðardóttir Míkiá úrvfll flf fðllegum rúfflfatnðái Skábvflr6ucHg2I Slml 551 4050 Rryktwik. SLIME-LINE dömubuxur frá gardeur Qhmtv tískuverslun v/Nesveg, Seltj., s. 5611680 Er Háskóli Islands að hindra eðlilegt fræðastarf? FORSENDA vísinda- starfa er að aðgangur að upplýsingum sé lítt eða ekki takmarkaður. Ef þessari meginreglu er ekki framfylgt eryoðinn vís. Háskóli Islands (HÍ) er einmitt að stuðla að slíkum takmörkun- um, e.t.v. án þess að gera sér grein íýrir því. Það sem undirritaður á við hér er sú heimild nemenda HI að koma í veg fýrir að almenning- ur hafi aðgang að og geti lesið prófritgerðir þeirra. Innan HÍ er sú regla viðhöfð að þegar nem- endur hafa lokið lokaritgerð sinni ber þeim að skila eintaki á Lands- bókasafnið, þar sem hún er skráð í tölvukerfi safnsins og höfð þar til geymslu. En þrátt fyrir þetta er nemendum heimilt að koma í veg fyrir að nokkui- lesi ritgerðirnar. Ef svo er bundið um hnútana, hvers vegna erum við þá yfirleitt að geyma þessar ritgerðir á Landsbókasafn- inu? Ég get skilið þessa takmörkun á lestrarheimild í tilfelli BA/BS-rit- gerða, en svo skemmtilega vill til að einn af mest áberandi kennurum HÍ kom þessu til leiðar er hann var sjálfur að ljúka BA-ritgerð sinni fyr- ir allmörgum árum. Þegar MA/MS-ritgerðir eiga í hlut snýr málið, að mínu mati, allt öðru vísi við. Að baki slíkum ritgerðum liggur oft tveggja til þriggja ára vinna og að skrifum loknum fara ritgerðirn- ar í gegnum mat nokk- urra sérfræðinga er meta hvort þær hún uppfylli þau fræðilegu skilyrði sem gerð era til slíkra ritgerða. Hví ætti HÍ að láta duttlunga einstakra nemenda ráða því hvort ritgerðir, sem HÍ hefur dæmt hæfar, séu gerðar að- gengilegar til lestrar eður ei? Astæða þess að ég er að fjargviðr- ast yfir þessu er sú að í vor hyggst ég brautskrást frá HÍ og hef þurft að bíða árangurslaust í eitt ár eftir að lestrarbanni yrði aflétt af MA-ritgerð sem ég þyrfti nauðsynlega að lesa. Ég hef í tvö ár unnið að rannsóknum mínum og frétti í tengslum við ís- lenska söguþingið (1997) af tilvist MA-ritgerðar sem lokið hafði verið við árinu áður með lokaeinkunn 9,5 og tengdist rannsókninni minni. Höfundur ritgerðarinnar var með er- indi á þinginu og hafði ég mikinn áhuga á að lesa ritgerðina að erindinu HÍ getur ekki leyft, segir Steindór J. Erlingsson, að ritgerðir rykfalli í Landsbókasafni. loknu. Höfundui’ tjáði mér að hann hyggðist aflétta banninu á haustis komanda, en ekki vildi hann láta mig fá eintak af ritgerðinni. Leið og beið og komið vai’ fram í september og ekkert gerðist á Landsbókasafninu. Vegna aðstæðna hjá mér hafði ég ekki tök á að fylgjast frekai- með þessu máli fýrr en nú í vor. En viti menn, þegar ég brá mér ekki alls íýr- ir löngu yfir á Landsbókasafn til þess að lesa ritgerðina var enn lesbann á henni. Er ekki kominn tími til að háskólayfirvöld leggi þessa heimild MA/MS nemenda af, eða að minnsta kosti takmarki hana að einhverju leyti þannig að þeir sem óttast að höfundaverki þeirra verði stolið hafi kannski hálft ár til þess að skrifa birt- ingarhæfa grein? HÍ getur ekki leyftC spéhræðslu einstakra nemenda (að) verða þess valdandi að ritgerðir þeirra rykfalli á Landsbókasafninu. Höfundur er nemandi við Háskóla íslands. Steindór J. Erlingsson STJÚPUR, FJÓLUR, SKRAUTNÁL, LJÓNSMUNNI, FAGURFÍFILL, MORGUNFRÚ, DAGGARBRÁ, O.M.FL. ALLT í GARÐINN plöntusalan í fossvogi Fossvogsbletti 1 (fyrir neöan Borgarspltala) Opiö kl. 10 -19. helgar kl. 10 -18. Sími 564 1777 Veffang: http://www.centrum.is/fossvogsstodin LEIÐBEININGAR - RÁÐGJÖF - ÞJÓNUSTA FYRIR ÞIG mmmmm ALASKAÖSP í HNAUS 2.FLOKKUR 80-120 CM. ÁÐUR KR.I280- NÚAÐEINS KR.680- smmmuSmwmmA

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.