Morgunblaðið - 28.05.1998, Blaðsíða 44
MORGUNBLAÐIÐ
44 FIMMTUDAGUR 28. MAÍ 1998
ii ■■ ■■■ — imi ...
AÐSENDAR GREINAR
ÚTVEGSMENN
vilja leggja Sjóslysa-
nefnd niður. Það er ekki
vegna þess að niður-
stöður nefndarinnar
komi illa við þá, eða þá
að þær séu ræddar
,mjög opinberlega. Nei,
þeir vilja ráða því sjálfir
hvemig sjóslys eru
rædd og aðstæður um
borð eru. Þeir hafa ekki
gagnrýnt að Sjóslysa-
nefnd skilar seint og illa
frá sér niðurstöðum sín-
um og þeir hafa ekki
gagnrýnt alþingismenn-
ina fyrir að hafa ekki
veitt fjármagn til að
gefa út niðurstöður Sjóslysanefnd-
ar. Útvegsmenn vilja skýra þessi
mál sjálfir og ákveða sjálfir hvemig
skip og bátar eru búnir, almennt og
einnig með tilliti til björgunartækja.
Öðruvísi verður áróður útvegs-
J>nanna gegn Sjóslysanefnd ekki
skilinn.
Slys í nefnd
Sjóslysanefndin hefur verið hálf-
gerð homreka í kerfinu mörg und-
anfarin ár. I fyrsta lagi hefur hún
ekki fengið það fé sem þarf til að
reka hana. Alþingismenn hafa látið
gott heita. Fyrrverandi formaður
Sjómannafélags Reykjavíkur hefur
til að mynda ekki beitt
flokkspólitískum áhrifum sínum á
Friðrik flokksfélaga sinn Sophus-
son, eða Halldór flokksfélaga sinn
Blöndal, til að skaffa fé til útgáfu
skýrslu Sjóslysanefndar. Og ekki er
mér kunnugt um, að nokkrir for-
ystumenn sjálfstæðismanna í sam-
tökum sjómanna, hafi beitt flokks-
legum áhrifum sínum, til dæmis á
Davið Oddsson til að koma bókinni
út á ári hverju. í öðm lagi virðist
þess hafa verið vandlega gætt þeg-
ar formaður Sjóslysanefndar hefur
verið skipaður að hafa hann annað
hvort nátengdan stórútgerðinni í
landinu, eða þá undirmann sam-
gönguráðherra sem
skipar formanninn,
nema hvort tveggja sé,
eða þá að skipa í
embættið nákomna
ættingja þess sem skip-
ar. Þetta hljóta að vera
slys í nefnd. Samgöng-
uráðherra kastar
örugglega ekki svo
höndum til skipunar í
svo mikilvæga nefnd.
Er honum hér með
bent á, að hann skipaði
skrifstofustjóra sinn
formann fyrir nokkrum
árum. Skrifstofustjór-
inn er nátengdur
stjómarmanni í stórút-
gerðaríyrirtæki. Núverandi for-
maður Sjóslysanefndar er bróðir
samgönguráðherra. Þetta upplýsist
hér með.
Slysavörn
Þótt hörðustu stuðningsmenn
núverandi valdhafa séu þeirrar
skoðunar að öll stjómsýsla hafi
Þegar hitastig undir
ábyrgðarmönnum
öryggismála sjómanna
hækkar, segir Jóhann
Páll Símonarson, halda
þeir ráðstefnur.
breyst og batnað er það enn þannig,
að ráðuneytin svara ekki bréfum.
Ekki samgönguráðuneytið um
Sjóslysanefnd að minnsta kosti.
Undirritaður sendi ráðuneytinu
smákveðju fyrir nokkrum mánuðum
og situr enn svaralaus uppi. Það
virðist þvi vera í því fólgin slysa-
vöm, og hugsanleg réttarbót, að
flytja Sjóslysanefndina frá sam-
gönguráðherra til dómsmála.
Nefndin er að mörgu leyti betur
komin undir hatti dómsmálaráðu-
neytis en samgönguráðherra. Minni
hætta er á að dómsmálaráðherra sé
beintengdur við útgerðina í landinu
í starfi sínu til lengri tíma litið.
Auðvitað er engin slysavörn í þvi
fólgin að flytja Sjóslysanefndina til
sjávarútvegs- og dómsmálaráðherr-
ans Þorsteins Pálssonar, en þegar
dómsmálaráðherra bjargar sér úr
björgum útvegsmanna væri það til
bóta.
Sniglast áfram
Tvennt er sameiginlegt með
ferðahraða snigilsins og framþróun í
öryggismálum sjómanna. Með ber-
um augum virðist hvort tveggja
standa í stað. Fyrir ellefu árum var
Sjóslysanefndinni bent á, að ekki
væri allt með felldu varðandi end-
ingartíma lofts í reykköfunartækj-
um og full ástæða til að kanna það
mál frekar. Ekki er vitað til þess að
það hafi verið gert, eða bréfi
viðkomandi svarað. Fyrir nákvæm-
lega fjórum árum dröslaði ég með
mér fjögurra manna gúmmibáti af
Lifeguard-gerð, uppblásnum, upp á
fjórðu hæð í Hafnarhúsinu.
Afangastaðurinn var samgöng-
uráðuneytið. Með þessu vildi ég
sýna ráðuneytisköllum og kellingum
staðreyndir málsins. Þau tóku mér
ljúfmannlega, það vantaði ekki, en
Lifeguard-bátarnir eru enn í notk-
un. Staðreyndir málsins voru þær,
að undirritaður hefur rökstuddar
grunsemdir um, að líming bátanna
sé gölluð. Iðntæknistofnun kannaði
málið og niðurstöðumar eru sláandi.
Er í þessu sambandi vísað beint á
skýrslu stofnunarinnar.
Fyrir stuttu var undirritaður
skammaður í Hafnarfirði fyrir að
hafa ekki látið vita af þessum niður-
stöðum Iðntæknistofnunar. Það get-
ur aldrei orðið í mínum verkahring.
En spyrja má: Hvers vegna hefur
samgönguráðuneytið, eða Sjóslysa-
nefndin, ekki upplýst smábátaeig-
endur um ástand bátanna svo dæmi
sé tekið? Eða hafa þeir kannske
þegar gert það?
Eg dró bátinn inn á gólf hjá Blön-
dal veturinn 1994, Iðntæknistofnun
skiiaði niðurstöðum sínum í mars
1995. Hvaða dagsetningar skyldu
vera á viðvörun Sjóslysanefndar?
Umbúðir og innihald
Þegar hitastig undir ábyrgðar-
mönnum öryggismála sjómanna
hækkar þá halda þeir ráðstefnur.
Þær eiga að staðfesta áhugann á
málefnunum og leiða athygli
fjölmiðlamanna frá aðalatriðum að
aukaatriðum. Ég hef áður sagt, að
mér finnist starf flugslysanefndar til
mikillar fyrirmyndar. Ég man ekki
til að þeir haldi ráðstefnur eins og
samgönguráðuneytið hélt í Veitinga-
sölum ríkisins að Borgartúni 6, 29.
september 1995.
Út úr þeirri ráðstefnu kom minna
en ekki neitt. Það átti að vísu að
gefa út bók með fyrirlestrunum, en
hún hefur ekki komið út að því er
virðist og sýnist mér útgáfuhraðinn
vera sá sami og á skýrslum
Sjóslysanefndar. Kannske ætti sam-
gönguráðuneytið ekkert að vera í
bókaútgáfu.
Þama var meira hugsað um um-
búðir en innihald. Sá ósiður er að
vísu að verða landlægur, og ótrúlegt
að menn skuli hafa viljað greiða fyr-
ir herlegheitin. Það kostaði þrjú
þúsund krónur inn í Veitingasal rík-
isins í Borgartúni 6 þennan mánu-
dag í september 1995. í þrjú þúsund
kallinum var að vísu innifalið „kaffi
og kruðerí" svo vitnað sé í ritfæran
mann, en hafi menn ætlað að komast
að niðurstöðum, eða kryfja til
mergjar málin þá mistókst það.
Kannske er það vegna þess sem
engin er út komin bókin með fyrir-
lestrunum.
Svo illa er nú komið í öryggismál-
um sjómanna á íslandi, að sá sem
þetta ritar, og hefur hingað til ekki
gefið mikið fyrir reglugerðarríki
evrópsku krataflokkanna sem þeir
kalla Evrópusambandið, óskar þess
nú að Island gangi í sambandið. Inn-
gangan myndi nefnilega þýða, að
fjórar lykiltilskipanir ESB um
öryggismál sjómanna tækju þegar í
stað gildi. Þá myndi mjög vænkast
hagur íslenskra sjómanna.
Samvinnusjóður íslands hf.
I Fjárfestingarbanki
Tilkynning um skráningu skuldabréfa
á Verðbréfaþingi íslands
VÞÍ hefur samþykkt að taka neðangreind skuldabréf
Samvinnusjóðs íslands hf. á skrá 1. júní 1998.
Útgefandl:
Samvinnusjóður (slands hf. kt: 691282-0829, Sigtúni 42,105 Reykjavík.
Flokkur:
1. flokkur v-1997
Nafnverð:
Heiidamafnverð 1. flokks v-1997 var 300 milljónir króna.
SSIutímabil:
Sölu skuldabréfanna er lokið. Sölutímabilið var frá 1. janúar 1998
til 1. apríl 1998 og seldist heildarútgáfan í lokuðu útboði til fjárfesta.
Skráning og milliganga við Verðbréfaþing íslands:
Verðbréfaþing íslands hefur samþykkt að taka bréfin á skrá og verða þau
skráð 1. júnl 1998. Verðbréfastofan hf. hefur milligöngu um skráningu
bréfanna á Verðbréfaþingi íslands (VÞl). Hlutabréf Samvinnusjóðs
(slands hf. eru skráð á VÞÍ.
Fyrirkomulag sölu:
Skuldabréfin voru seld og afhent gegn staðgreiðslu.
Skráningarlýsing og önnurgögn um útgefanda og skuldabréfin iiggja
frammihjá Verðbréfastofunni hf.
VERÐBREFASTOFAN
Suðurlandsbraut 20, Reykjavík Sími 533-2060
Slysalega nefndin
- - nokkur orð um
Sjóslysanefnd
Jóhann Páll
Símonarson
Fjárhagsleg stjórn
mín á sýslumanns-
embættum á Húsa-
vík og Akranesi
ÞORSTEINN Pálsson
dómsmálaráðherra hef-
ur í bréfi, dags. 11. maí
s.l., tilgreint þá ástæðu
fyrir nauðungarflutn-
ingi mínum til Hólma-
víkur, að sýslumanns-
embættið á Akranesi
búi við uppsafnaðan
rekstrarhalla upp á 26
millj. kr. og ég ráði ekki
við fjármálalega stjórn
þess. Aður hafði hann
sagt í sjónvarpsviðtali,
að einu ástæður flutn-
ingsins væru mætingar
mínar á skrifstofu og
ÞÞ-málið. Hann er því
orðinn tvísaga um, hvað
fyi’ir honum vakir.
Dómsmálaráðherra tekur allar
stærri ákvarðanir um tekjur og
útgjöld sýslumannsembætta
Dómsmálaráðherrar hafa tekið
allar ákvarðanir, sem máli skipta,
um tekjur og gjöld sýslumanns-
Sýslumannsembættið á
Akranesi hefur, að mati
Sigurðar Gizurarson-
ar, fengið hlutfallslega
mun lægri fjárveitingar
en önnur embætti.
embætta. Með því að gera mig
ábyrgan fyrir fjárhagsstöðu Akra-
nesembættisins hefur Þorsteinn
Pálsson með öflun falsgagna og
rangfærslum uppi rangar sakar-
giftir, sem varðar við 148. gr. al-
mennra hegningarlaga nr. 19/1940.
Aldrei hefur verið sýnt fram á, að
málefnaleg könnun liggi til grund-
vallar fjárlagatillögum dómsmál-
aráðherra. Þær hafa á undanföm-
um árum einkennzt af handahófi,
sem brýtur í bág við rannsóknar-
reglu 10. gr., jafnræðisreglu 11. gr.
og andmælareglu 12. gr. stjórn-
sýslulaga nr. 37/1993. Undantekn-
ingarlaust fer fjárlaganefnd
Alþingis þó eftir þeim tillögum,
þegar hún semur frumvörp sín til
fjárlaga.
Hvernig gekk rekstur sýslu-
mannsembættisins á Húsavík?
Á árunum 1974-85 var ég sýslu-
maður Þingeyjarsýslna og
bæjarfógeti á Húsavík. Árið 1979
gerði Ríkisendurskoðun skýrslu
um fjárlagagerð, rekstrarkostnað
og starfsmannamál embætta
sýslumanna og bæjarfógeta. Þar
sagði um Húsavíkurembættið:
„Hækkun útgjalda embættisins
skv. ársreikningum 1976-79 nam
10%, 16.6% hjá embættunum í
heild og 12.6% hjá ríkinu miðað við
fast verðlag ársins 1976...hlut-
ur þess í heildarútgjöldum
embættanna skv. ársreikningum
minnkaði úr 5.4% árið 1976 í 5.1%
árið 1979. Enda þótt rekstrar-
kostnaður hjá embættinu hækki
hlutfallslega miklu minna en hjá
embættunum yfirleitt, fór það þó
talsvert fram úr fjárlögum 1979
eða 73.4% á móti 55.5% hjá
embættunum í heild.“
Skýring á því, að rekstrarkostn-
aður Húsavíkurembættisins jókst
minna en annarra embætta, var sú,
að hvorki beiddist ég né fékk leyfi
til fjölgunar á starfsmönnum.
Skýring á vaxandi fjárlagahalla
embættisins þrátt fyrir minni vöxt
þess en almennt gerðist, var hins
vegar sú, að í mikilli
verðbólgu voru fjár-
veitingar til þess aukn-
ar mun minna en til
annarra embætta.
Dómsmálaráðherra
kemur í veg fyrir
sparnaðarráðstafanir
Dómsmálaráðherra,
Þorsteinn Pálsson, hef-
ur með þvergirðings-
hætti komið í veg fyrir
fjárhagslega endur-
skipulagningu og
sparnað hjá sýslu-
Sigurður mannsembættinu á
Gizurarson Akranesi. I lok nóv.
1994 fór ég þess á leit
við ráðherrann, að mér yrði heim-
ilað að leggja niður stöðu stað-
gengils sýslumanns. Beiðninni var
ekki svarað. I marz 1995 mæltist
ég til þess, að mér yrði heimilað að
leggja niður stöðu annars löglærða
fulltrúans við embættið. Því var
hafnað. I maí 1995 beiddist ég
heimildar til að segja upp öllu
starfsfólki skrifstofunnar til að
knýja fram niðurskurð 10
klst./mán. á óunninni yfirvinnu. Því
var hafnað.
Með lögum nr. 70/1996 um rétt-
indi og skyldur starfsmanna ríkis-
ins áleit ég, að vald til að skera
niður kostnað hefði verið fært í
hendur mínar frá ráðuneytinu.
Hinn 28. nóv. 1996 lagði ég niður
stöðu staðgengils sýslumanns. En
9. des. 1996 ógilti dómsmál-
aráðherra þá ákvörðun mína með
svohljóðandi rökstuðningi: „Ráðu-
neytið lítur svo á, að skipulags-
breytingar á embættinu sem hafa
hlotið sérstakt samþykki ráðu-
neytisisins s.s. um hvort starf stað-
gengils skuli vera við embættið
þurfi einnig að leita samþykkis
ráðuneytisins ef falla á frá slíkri
tilhögun. Ráðuneytið getur því
ekki fallist á að ákvörðun yðar um
að leggja niður starf staðgengils
verði metin gild.“
Hvernig er Akranesembættið
rekið?
Sýslumannsembættið á Akranesi
fær hlutfallslega miklum mun
lægri fjárveitingu en önnur
embætti. Það er ólögmæt mismun-
un, sbr. jafnræðisreglu 11. gr.
stjómsýslulaga nr. 37/1993. Um
88% útgjalda embættanna eru
laun, svo að fjöldi stöðugilda ræður
mestu um kostnað þeirra. Lítum á
fjárlög ársins 1998:
Sýslumanns-
cmbætti
Akranes
Isafjörður
Sauðárkrókur
Vestmannaeyjar
Ibúa
tala
5127
4672
4544
4640
Stöðu
gildi
22.5
25
17
22.91
Fjárv.
i millj.
84.1
106.1
68.4
96.8
Akranesumdæmið er fjölmenn-
ast nefndra fjögurra umdæma.
Samt fær Akranesembættið 22
millj. kr. lægri fjárveitingu en Isa-
fjarðarembættið, sem hefur lægri
íbúatölu, er nemur 455, og 12.7
millj. kr. lægri fjárveitingu en
Vestmannaeyjaembættið, sem hef-
ur lægri íbúatölu, er nemur 487.
Ef fjölda stöðugilda er deilt í
heildarútgjöld embættis, reynist
Akranesembættið vera ríkinu
ódýrast. Að meðaltali koma á
stöðugildi 3.737 millj. kr. hjá Akra-
nesembættinu, 4.244 millj. kr. hjá
Isafjarðarembættinu , 4.023 millj.
kr. hjá Sauðárkróksembættinu og
4.225 millj. kr. hjá Vestmannaeyja-
embættinu.
Höfundur er sýslumaður.
Höfundur er sjómaður.