Morgunblaðið - 28.05.1998, Side 47
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 28. MAÍ 1998
SKOÐUN
fólk hefur látið frá sér fara í
fjölmiðlum á undanförnum árum.
Þar hefur umfjöllun um þeirra
eigin erfíðleika verið mjög áber-
andi. Því miður geta flestir sagt
frá hvers konar áföllum sem þeir
hafa orðið fyrir í lífinu. En það
eru ekki margir sem hafa smekk
fyrir að tíunda slíka hluti frammi
fyrir þjóðinni árum saman því
þetta eru oft tilfinningar sem fólk
vill eiga útaf fyrir sig.
Greinaskrif, viðtöl í útvarpi,
sjónvarpi, tímaritum, fréttaskeyti,
tilkynningar með tilheyrandi
myndbirtingum er orðið slíkt fár
að mörgum ofbýður. Ég leyfí mér
hér með að birta lítið sýnishorn úr
Morgunblaðinu 16. febrúar 1996.
Þar segjast þau Þuríður og Gunn-
ar ætla að reisa 700 fermetra
kúluhús á jörð sinni, þar sem
áformað sé að reka dvalarheimili
fyrir langveik börn. „Húsið verð-
ur á þremur hæðum með innig-
arði, lyftum, nuddaðstöðu, ljósa-
bekkjum, sjúkraherbergi, mötu-
neyti o.fl. Þar yrði aðstaða fyrir
4-5 börn og tvær til fjórar fjöl-
skyldur, auk þess sem í húsinu
væri íbúð fyrir staðarhaldara."
Við skulum reikna með að hægt
sé að þvæla út peningum til að
byggja slíka höll (svo ég kveði
ekki fastar að orði). En hvað með
reksturinn á fyrirtækinu, er það
ef til vill aukaatriði?
Ruglið í kringum þetta er orðið
slíkt að með ólíkindum er. En
fjölmiðlar upplýsa fleira merki-
legt, sem er að gerast í Hvammi
II. Þar mun vera í gangi hvers
konar „námskeiðahald" að óg-
leymdri kremverksmiðju sem
Ríkissjónvarpið gerði frægt sl.
vetur. Nú eru grösin í Hvammi II
og þar með talið illgresið (sbr.
stórmerkileg frétt frá búnað-
arráðunaut í A-Hún. Morgun-
blaðið 5. desember 1996) orðin slík
heilsulind að úr þeim eru fram-
leiddar heilsuvörur. Það er af sem
áður var: Þegar haft var eftir
þeim Þuríði og Gunnari, að allur
gróður á bújörð þeirra væri
eitraður og gripir hefðu drepist af
völdum hans. Þáttur í Ríkissjón-
varpinu sem kallast „Dagsljós“
gerði út leiðangur að Hvammi II
sl. vetur þar sem á áberandi hátt
var kynnt, „Ný búgrein í Vatns-
dal“. Þar skýrði húsfreyjan Þuríð-
ur svo frá að vegna rafsegulsviðs i
fjósinu hefðu gripir þeirra drepist
og vegna þess hefðu þau orðið að
snúa sér að kremverksmiðjunni.
Þar kom líka fram að starfsemi
sem reka á í kúluhúsinu mikla,
sem er ýmist kallað Fjóluhvamm-
ur eða Fjólulundur, á að fá hvorki
meira né minna en 5% af andvirði
framleiðslunnar. Það er mikil
rausn við gott málefni! (Venjuleg-
ur staðgreiðsluafsláttur).
Það er mér umhugsunarefni
hvað Ríkissjónvarpið gerði sér
mikið far um að lýsa afbrigðileg-
um sveitabúskap og afkáralegum
vinnubrögðum sem vill þá oft
tengjast slíkum búskap. Það er
ekki mjög langt síðan ég heyrði í
„Þjóðarsálinni" að framkvæmda-
stjóri innlendrar dagskrárgerðar
kvartaði sáran undan peninga-
leysi. Núna, þegar mikið er talað
um ferðalög sem farin eru á
kostnað skattborgaranna, er ekki
úr vegi að spyrja Ríkissjónvarpið.
Hvað kosta ferðir með þáttagerð-
armenn eða fréttamenn með til-
heyrandi tæknibúnaði t.d. til
Vestfjarða eða norður í Húna-
vatnssýslu svo að aðeins tveir
landshlutar séu nefndir?
Því miður er allstór hópur af
fólki í landinu sem er andsnúinn
bændum og skilur ekki eðli land-
búnaðar og hvað hann er þýðing-
armikill fyrir þjóðina.
Öll afskræming á þeim störfum
sem unnin eru í sveitum landsins
og fólkinu sem þar býr er vatn á
myllu þessa hóps og skaðar ímynd
bændastéttarinnar. Sem betur fer
blasir glæsilegur búskapur víða
við þegar farið er um landið. En
Ríkissjónvarpið virðist bara fara
þar framhjá.
Ein af ástæðunum fyrir því að
ég skrifa þessa grein er sú að
stöðugt er verið að spyrja mig um
þetta stóra kúluhús í Hvammi II
og hvað þar séu margir vistmenn
o.fl. í þeim dúr. Er það nokkur
furða þótt spurt sé? Er það nokk-
ur furða þótt spurt sé eftir allt
auglýsingabröltið? Það sem ég
veit er að eftir að ég fór frá
Hvammi II hefur engin nýbygg-
ing verið reist, ég veit líka að all-
ur framleiðsluréttur jarðarinnar
hefur verið seldur, eins og áður
hefur komið fram og þar er eng-
inn bústofn nema ef telja skyldi
fáein útigangshross.
Það hefur alla tíð verið metnað-
armál íslenskra bænda að reyna
að búa svo um hnútana að ættar-
leifð þeirra gangi ekki úr ættinni.
Þegar farið er yfír sögu íslenska
bændasamfélagsins kemur vel í
ljós hvað fjölskyldur hafa sýnt
mikla fórnarlund og tilhliðrunar-
semi og stuðlað þannig að því að
þessi metnaðarfulla hefð geti
haldist sem lengst.
Þegar ég stóð frammi fyrir
þeirri staðreynd að þurfa að velja
vandalaust fólk til að halda áfram
búskap á ættarjörð minni verð ég
að viðurkenna að mér mistókst
hrapallega. Ég ætla ekki að tíunda
hér hugsanir mínar og tilfinning-
ar. En enginn hefur orðað þær
betur en skáldbóndinn úr Borg-
arfírði Guðmundur Böðvarsson.
Hér bjó afi og amma
eins og pabbi og mamma
eina ævi og skamma
eignast hver um sig,
stundum þröngan stig.
En þú átt að muna
alla tilveruna
að þetta land á þig.
Höfundur er fyrrv. bóndi og hrepp-
stjóri { Hvammi.
Ármúla 13- Sími 575 1220 • Skiptiborí 575 1200 • Fax 568 3818
Verð aðeins frá kr. j
œESŒBl
#(&>
HYunor
- til framtíóar
NÝR SENDIBÍLL
Fjárfestingar á
heimsmælikvarða
• Friends Provident eru í fremstu röð
breskra líftryggingarfélaga.
• Bretland er ein helsta miðstöð
veraldar í tryggingum og
fjármálaþjónustu.
• Starfsemi um víða veröld og
samstarfsfélög í 6
evrópulöndum.
• Frá stofnun 1832 hefur
félagið eflst með ári hverju.
• í sjóðum þess eru nú yfir
£22.000.000.000, eða 2640
milljarðar króna. Tryggingartakar og
fjárfestar eru yfir 2.500.000.
^ Fríends bjóða íslendingum nú að reyna:
• Úrval persónutrygginga sem sameina vernd og sparnað.
• Sveigjanlega samninga og úrvals þjónustu sem er verðlaunuð
fyrir gæði í Bretlandi og víðar um veröld.
• Ávöxtun með því besta sem þekkist í 14 sjóðum á heimsmarkaði.
Þitt er valið.
Við bjóðum þér að eflast með árunum í félagsskap með okkur.
Upplýsingar hjá tryggingamiðlurum.
FRIENDS &PROVIDENT
----------------^
INTERNATIONAL
United Kingdom House, Castle Street, Salisbury, Wiltshire SPI 3SH England UK. Tel: 0044 1722 411411 Fax: 0044 1722 332005
Principal and Head Officc: Pixham End, DOrking, Surrey RH4 ÍQA England
Incorporated by Act of Parliament in the Unitcd Kingdom with limited liability and registered in England No. Zcl 15
Member of the Association of International Life Offices.
FRIENDS PROVIDENTINTERNATIONALIS THE TRADING NAME FOR BUSINESS CONDUCTED OUTSIDE OF THE UNITED KINGDOM OF FRIENDS PROVIDENT LIFE OFFICES
Verð á internetþjónustunni
Mótald 11.190 kr.
ISDN 64 11.690 kr.
ISDN 12812.190 kr.
Tveir mánuðir fríir
við skráningu