Morgunblaðið - 28.05.1998, Qupperneq 59

Morgunblaðið - 28.05.1998, Qupperneq 59
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. MAÍ 1998 FRÉTTIR s Atta skógargöngur næstu vikur SKÓGARGÖNGURá höfuðborgarsvæðinu heíjast fimmtudaginn 28. maí á vegum skógræktarfélaganna. Undanfarin tvö sumur hefur verið efnt til þessara vinsælu skóg- arferða við góðar undirtektir. Skóg- argöngurnar verða farnar á fimmtu- dagskvöldum næstu vikurnar og er öilum heimil þátttaka. Gengið verður í hinum svokallaða „Græna trefli", um- gjörð höfuðborgar- svæðisins. Einkum verður staðnæmst í einstaklingsreitum og skoðaður árangur ræktunarstarfsins ásamt áhugaverðum hlutum í náttúrufari og sögu hvers staðar. í fyrstu göngu sum- arsins er við hæfí að líta til árangurs frum- kvöðulsins Hákonar Bjarnasonar, fyrrum skógræktarstjóra. Hann hóf ræktun í Vatnshlíð við Hvaleyr- arvatn fyrir um 40 árum ásamt Qölskyldu sinni. Breytingin á grágrýtismelunum í þann unaðs- reit sem nú getur að líta í Vatns- hlíð er ævintýri líkust og for- vitnilegt og lærdómsríkt fyrir alla að kynnast þeirri ræktunar- sögu, segir í fréttatilkynningn. Alls verða farnar 10 göngu- ferðir í sumar og eru þær skipu- lagðar í samvinnu við Ferðafélag UR Hákonarlandi í Vatnshlíð við Hvaleyrarvatn. íslands og eru hluti af fræðslu- verkefni Skógræktarfélags Is- lands og Búnaðarbankans þeir sem taka þátt í öllum skóg- argöngum sumarsins fá að laun- um jólatré. Mæting er við bústað Hákonar í Vatnshlíð við Hvaleyrarvatn kl. 20.30. Einnig er boðið upp á rútuferð til Vatnshlíðar frá Mörkinni 6, húsi Ferðafélagsins. Brottför er kl. 20 og fargjaldi 500 kr. Minning'arskj öldur gefínn Sj ómannaskólanum Morgunblaðið/Jón Svavarsson GUÐMUNDUR Kjærnested og Guðjón Ármann við afhjúpun veggskjaldarins. VIÐ stutta athöfn í anddyri Sjó- mannaskóla Islands var þriðjudag- inn 26. maí afhjúpaður veggskjöldur með áletrun af skjali því sem Sveinn Björnsson, ríkisstjóri Islands og síð- ar fyrsti forseti Islands, lagði í blýhólk sem var lagður og innmúrað- ur í hornstein Sjómannaskóla Is- lands þegar Sjómannaskólinn var vígðm- við hátíðlega athöfn á sjó- mannadaginn 4. júní 1944. Pessi vígsla var mikill hátíðisdag- ur, ríkisstjórn og fulltrúar Alþingis voru viðstaddir og fluttu Sjómanna- skólanum og sjómannastéttina árnaðaróskir, segir í fréttatilkynn- ingu. A veggskjöldinn sem Guðmundur Kjærnested, fyi-rverandi skipstjóri og stjórnarmaður Hollvinasamtaka Sjómannaskóla íslandSj afhjúpaði er letrað: Sjómannaskóli Islands. Skól- inn var vígður af ríkisstjóra Islands, Sveini Björnssyni, við hátíðlega at- höfn 4. júní 1944.1 hornstein skólans lagði ríkisstjórinn skjal sem á var letrað „Hús þetta er reist yfu- sér- skóla sjómannastéttar Islands, Stýrimannaskólann í Reykjavík, Vélskólann í Reykjavík og aðra vél- fræðiskóla, loftskeytaskóla og skóla fyrir matsveina og nefnist Sjó- mannaskóli íslands." Uppdrætti hússins gerðu hú- sameistararnir Sigurður Guðmunds- son og Eiríkur Einarsson eftir að hugmyndasamkeppni hafði farið fram. Gefendur eru útskriftai’nemendur farmannadeildar Stýrimannaskólans 1978, 4. stigs vélstjórar útskrifaðir frá Vélskóla íslands árið 1978 og nemendur fískimannadeildar Stýri- mannaskólans 1977. Við afhjúpun veggskjaldaidns bauð Guðjón Armann Eyjólfsson, skólameistari Stýrimannaskólans í Reykjavík, gesti velkomna og vitnaði þá m.a. í ræðu Sveins Björnssonar, þar sem hann sagði: „Það eru fremur öðrum íslenskir sjómenn sem hafa aflað þess fjár, sem gerir ríkinu kleift að reisa þessa myndarlegu byggingu. Og enginn ágreiningur mun vera um það að íslenska sjó- mannastéttin hefur til hennar unnið einnig á annan hátt. Með tápi sínu og dugnaði í sífelldri glímu sinni við Ægi hefur hún sýnt og sannað að hún er verðug slíkrar menntastofn- unar.“ Guðjón Armann sagði að íslenskh- sjómenn væru enn verðugir slíkrar menntastofnunai-, það sýndu þeir og sönnuðu með framlagi sínu til þjóð- arbúsins. Sjómannaskóli íslands hefði á sínum tíma verið þeim helgaður. Hilmar Snorrason, skólastjóri Slysavarnaskóla sjómanna, flutti ávarp fyrir hönd gefenda og afhenti skólameisturum veggskjöldinn sem hann vonaði að mætti verða þarna um alla framtíð og ætíð minna á þá mörgu sjómenn er hefðu lært í Sjó- mannaskóla Islands frá stríðslokum en húsið var tekið í notkun til kennslu 13. október 1945. Skólahúsið væri öllum eldi’i nemendum kært. Hilmar lýsti sérstakri ánægju yfir að 20 nemendur Stýrimannaskólans og Vélskólans hefðu sameinast unr þessa gjöf. Að lokum tók til máls Björgvin Þór Jóhannsson, skólameistari Vélskóla Islands, og þakkaði gjöfina fyrh- hönd Vélskólans. Hann sagði það mikils virði að þessir tveir skólar undirstöðuatvinnuvegar þjóðarinnar fengju að þróast í friði í Sjómanna- skólanum þar sem Stýrimannaskól- inn og Vélskólinn hefðu verið til húsa í yfir hálfa öld en frá Vélskólanum hefðu á þessu tímabili útskrifast um 1.800 vélstjórar með 4. stigs próf auk þeirra sem hafa lokið lægii stigum vélstjóraréttinda. Athugasemd frá utanríkisráðuneytinu MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi athugasemd frá utanríkisráðuneytinu: „Utanríkisráðuneytið vísar al- farið á bug frétt sem birtist í DV þriðjudaginn 26. maí 1998 þar sem skýrt er frá fréttaflutningi um að íslensk stjórnvöld styðji svokallaðar nýbúanjósnir á vett- vangi Vestur-Evrópusambandsins (VES). Fréttin er algerlega úr lausu lofti gripin og þetta málefni hefur ekki komið til umfjöllunar eða umræðu á vettvangi VES- ráðsins. Ráðuneytið harmar þennan mál- flutning sem er til þess fallin að vekja grunsemdir meðal nýbúa gagnvart íslenskum stjórnvöld- Harrodsdagar í Kringlunni SVOKALLAÐIR Harrodsdagar hefjast í Kringlunni í dag. Fyrirtæki í Kringlunni bjóða viðskiptavinum upp á ýmiskonar kynningar og ráðgjöf fimmtudag, föstudag og laugardag, m.a. mun Heiðar snyrtir veita við- skiptavinum góð ráð í lita- og fata- vali. Ymsar kynningar verða í gangi, s.s. vínkynning, kaffikynning, konfektkynning, kynning á nýjum kryddblöndum, skrautskrifari veitir ráðleggingar, ráðgjöf verður í hár- vörum og förðun, skó- og fótasér- fræðingur gefur ráð, kokkar frá Hótel Borg elda sælkeravörur í Heilsuhúsinu og gefa smakk, Kringlusól kynnir nýja Ergoline ljósabekki og Eurowave og ýmislegt fleira verður í boði. Einnig verða m.a. til skemmtunar tvær listsýningar. Nítján listamenn í Leirlistafélaginu sýna verk sín og Orn Þorsteinsson sýnir skúlptúrverk. Fundvís fékk ferð að launum BT og Samvinnuferðir Landsýn stóðu fyrir feluleik í versluninni í Skeifunni laugardaginn 9. maí. Leit stóð yfir að hvítri mús og mættu margir og freistuðu þess að finna hina földu mús. Sá sem hreppti hnossið, Andri Björgvin Halldórs- son, fékk í fundarlaun ferð fyrir tvo til Riminí á Ítalíu frá Samvinnuferð- um Landsýn. LEIÐRÉTT Rangur myndatexti í FRÉTT í blaðinu í gær er frá sögn af skólaslitum Fjölbrautaskólans við Ármúla. Rangt er farið með nafnið í myndatexta. Nemandinn á myndinni er Aðalheiður Sigfúsdóttir að taka við verðlaunum sínum fyrir mjög góða kunnáttu í móðurmáli og öllum félagsgreinum. Iris Traustadóttir var dux scholae, eins og fram kemur í myndartextanum, en hún er ekki á myndinni. Arleg sölusýning hrossa HROSSARÆKTARDEILD Sörla og Sóta heldur sína árlegu opnu sölusýningu í dag, fimmtudaginn 28. maí, kl. 20. Söluhrossum verður skipt í þrjá fiokka: Þæga fjölskyldu- hesta, betri hesta, minna tamið. Hrossaræktardeild Sörla og Sóta er þriðja stærsta deildin innan Hrossaræktarsamtaka Suðurlands sem eru stærstu hrossaræktarsam- tök landsins með um 900 félaga. Þessi sölusýning deildarinnar er lið- ur í að efla innanlandsmarkað fyrir söluhross þar sem áherslan hefur hingað til verið meiri á hross seld úr landi, en vegna útflutningsbannsins hefur útflutningur legið niðri frá því snemma í vetur, segir í fréttatil- kynningu. Þulur á sýningunni verður Hali- mar Sigurðsson leikstjóri og er hún ölium opin. Niðjamót Boga Sigurðssonar í Búðardal NIÐJAR Boga Sigurðssonar, bónda og kaupmanns í Búðardal, ætla helgina 11. og 12. júlí að koma þar saman. Stefnt er að því að . snæða hádegisverð í Dalabúð á laugardeginum. Hlýtt verður á messu hjá sóknarprestinum í Hjarðarholtskirkju kl. 14 á sunnu- deginum og síðdegiskaffi drukkið á Edduhótelinu á Laugum í Sælings- dal á eftir. Nánari upplýsingar um niðjamót- ið veita sr. Gunnar Björnsson} Karl Ágúst Úlfsson, leikskáld, Olafur Gunnarsson, rithöfundur, Ragnar Þorsteinsson, fyrrverandi kennari á Reykjaskóla í Hrútafirði, og Ragn- heiður Sigurðardóttir, húsfreyja, og annast þau einnig skráningu þátt- takenda. Freddie Filmore prédikar í Kefas FREDDIE Filmore gestaprédikari í Kefas, kristnu samfélagi, Dalvegi 24, Kópavogi, laugardaginn 30. maí. Freddie Filmore er forstöðumaður og stofnandi Freedom Ministries sem er og óháður söfnuður á Flórída. Hann kemur nú hingað í annað sinn ásamt eiginkonu sinni Carroll Filmore. Hann er mörgum kunnur af sjónvarpsþáttunum Frelsiskallinu (A Call to Freedom) sem sýmdir eru á sjónvarpsstöðinni Omega, segir í fréttatilkynningu. Samkoman hefst kl. 14 og eru allir hjartanlega velkomnir. LIOYII SKÓR FYRIR KARLMENN STEINAR WAAGE Mikið úrval af breiðum Lloyd skóm SKOVERSLUN D0MUS MEDICA - KRINGLUNNI TEL PADUA Verð 12.990 Litur: Vínrautt
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.