Morgunblaðið - 13.09.1998, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 13.09.1998, Blaðsíða 8
8 SUNNUDAGUR 13. SEPTEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR STJÓRN læknafélagsins samþykkti einróma á fundi sínum að íslensk erfðagreining fengi þetta furðuverk til rannsóknar án dulkóðunar eða annarra skilyrða, hr. Kári. Norrænir blaðaljós- myndarar funda Morgunblaðið/Halldór AÐALFUNDUR Norrænna blaða- ljósmyndara var haldinn í gær, laugardag, á Sóloni íslandusi. Þetta er í fyrsta shm sem aðalfundur samtakanna er haldinn á íslandi, og sitja stjómir blaðaljósmyndara- félaga á Norðurlöndum fundinn. A fundinum var almennt rætt um það sem er að gerast í blaða- ljósmyndun á Norðurlöndunum, einnig var rætt um höfundarrétt, Netið, nýjustu tækni í ljósmyndun og samsýningar, auk þess sem menn báru sig saman og ljölluðu um stöðu blaðaljósmyndara í sínu landi. í lok fundarins tók Teije Bringedal við formennsku sam- takanna af Kjartani Þorbjörns- syni sem gegnt hefur formennsk- unni sl. ár. Reykjavíkurborg bauð þátttak- endum í móttöku í Höfða á föstu- dag í tilefni fundarins og er myndin tekin við það tilefni. Á henni má sjá frá vinstri Hans Otto frá Danmörku, Urban Brade frá Svíþjóð, Teije Bringedal frá Nor- egi og Kjartan Þorbjörnsson (Golla) frá íslandi og eru þeir allir formenn blaðaljósmyndarafélaga i sínu landi. Unnið úr gögnum frá 40 jarðskjálftamælum á Vatnajökli Kortleggja legu kviku- hólfa undir jökli HAFIN er úrvinnsla á gögnum frá 40 jarðskjálftamælum sem komið var fyrir umhverfis Grímsvötn á Vatnajökli í vor og stýrir Bryndís Brandsdóttir jarðfræðingur verk- efninu. Bryndís er komin aftur til starfa hjá Raunvísindastofnun Há- skólans eftir að hún slasaðist 13. maí sl. þegar jeppi sem hún var í rann fram af Grímsfjalli. Bryndís segist hafa náð sér að miklu leyti en hún er þó enn í sjúkraþjálfun. Hún segir Banda- ríkjamanninn William Menke, sem lenti einnig í slysinu, hafa náð sér og vera kominn til starfa. Með jarðskjálftamælingunum verður í fyrsta sinn unnt að grafast fyrir um innrí gerð eldstöðva undir norðvestanverðum Vatnajökli. Bryndís segir unnt að mæla kviku- hreyfingar og hafi t.d. jarðskjálftar á Hengilssvæðinu í sumar gefið gagnlegar viðbótarupplýsingar um það hvar kvika liggi á þessu svæði og þannig sé hægt að kortleggja til- vist og legu kvikuhólfa á svæðinu. Mikið starf er framundan við að fara yfir gögn og vinna úr þeim þar sem hver skjálftamælir tekur upp umfangsmikil gögn. Gerir hún ráð fyi-ir að það taki fremur mánuði en vikur en vonast til að hægt verði að kynna einhverjar niðurstöður þegar líður á næsta vetur. Rannsaka afleiðingar goss og hlaups Bryndís segir æskilegt að geta sett mæla næsta sumar á Bárðar- bungu en þar náðust ekki góðar mælingar í sumar og verður reynt að fá fjárveitingu fyrir því. Hún seg- ir mælana hafa verið fengna að láni frá Bretlandi og Bandaríkjunum og ekki hafi þurft að greiða annað en flutningskostnað. Mælarnir voru teknir niður í ágúst og þeim skilað. Greint er frá vorleiðangri Jökla- rannsóknafélags Islands í nýlegu fréttabréfi félagsins þar sem Magn- ús Tumi Guðmundsson jarðfræðing- ur segir meðal annars að Vatnajök- ull sé ekki samur og hann var íýrír gosið í Gjálp fyrir tæpum tveimur árum og hafi Jöklarannsóknafélagið staðið fyrir leiðöngrum til að gefa vísindamönnum tækifæri til að rannsaka afleiðingar goss og hlaups. Meðal rannsókna var að koma fyrir þrýstiskynjurum á botni jök- ulsins við Grímsvötn til að mæla vatnshæð þeirra og er vonast til að mælingarnar geti varpað nýju ljósi á eðli hlaupa úr Grímsvötnum. Við Gjálp var unnið við íssjármælingar og þyngdarmælingar og breytingar frá fyrra ári mældar, mæld var vatnshæð Grímsvatn og jarðleiðni í sniðum milli Köldukvíslarjökuls og Skálafellsjökuls til að ljúka megi gerð korts af jarðleiðni á Islandi. Trúnaðarmannakerfi Blindraféiagsins Stuðningsþj ón- usta fyrir blinda og sjónskerta Björk Vilhelmsdóttir Trúnaðarmannakei’fi Blindrafélags íslands er ný stuðningsþjón- usta blindra og sjónskertra við aðra blinda og sjónskerta, sem og aðstandendur þeirra. Björk Vilhelmsdóttir félags- ráðgjafi segir að Blindrafé- lagið hafi stefnt að því til margra ára að setja á lagg- irnar stuðningskerfi fyrir þennan hóp. Undirbúningur stóð yfir síðastliðinn vetur og hinn 1. júní í sumar var síðan gerður samstarfssamningur við þrjá blinda og sjónskerta einstaklinga um að gegna starfi trúnaðarmanna, þ.e. þau Arnheiði Björnsdóttur, Ragnar R. Magnússon og Sigrúnu Jóhannsdóttur. Alls sóttu 15 aðalfélagar hæfnis- námskeið til þess að geta sinnt ýmsum málum sem upp kunna að koma að hennar sögn. - Hverjir geta orðið trúnaðar- menn Blindrafélagsins? „Trúnaðarmenn Blindrafélags- ins eru blindir og sjónskertir að- alfélagar sem sérstaklega eru ráðnir til þess að veita öðrum blindum og sjónskertum og að- standendum þeirra ráðgjöf og stuðning að undangenginni sér- stakri þjálfun. Foreldrar blindra og sjónskertra barna geta einnig verið trúnaðarmenn fyrir for- eldra í svipaðri stöðu. Sjónstöð íslands og augnlæknar eru helstu tilvísendur, en félagsmenn og að- standendur geta einnig óskað eft- ir þjónustu trúnaðarmanna. Til- vísanh- eru sendar félagsráðgjafa Blindrafélagsins sem sér um að koma á tengslum við trúnaðar- mann eins fljótt og auðið er.“ - Hvert er verkefni trúnnðar- mannsins? „Starf trúnaðarmanns er að veita andlegan stuðning þeim sem hafa misst eða eru að missa sjón og aðstandendum þeirra. Ef trún- aðarmaður telur þörf á faglegri aðstoð vísar hann málinu til Sjón- stöðvai-innar eða félagsráðgjafa Blindrafélagsins. Trúnaðarmað- urinn á að geta veitt upplýsingar um réttindi og þjónustu við blinda og sjónskerta en veiting frekari upplýsinga um félagsleg réttindi verður í höndum félagsráðgjafa Blindrafélagsins. Trúnaðarmanni er til dæmis ætlað að hvetja skjól- stæðing sinn til þess að hafa sam- band við Sjónstöðina ef hann tel- ur að ný hjálpartæki eða endur- hæfing komi skjólstæð- ingi hans til góða. Einnig er ætlast til að hann hvetji skjólstæð- ing sinn til virkrar þátttöku í samfélaginu standi hugur hans til slíks. Hann getur verið fyrirmynd um það hvernig hægt er að lifa eðlilegu og innihaldsríku lífi sem blindur eða sjónskertur einstak- lingur. Trúnaðarmaðurinn bæði gefur af sjálfum sér og miðlar af þekkingu og reynslu en enginn er hæfari til þess að leiðbeina þeim sem eru að missa sjón eða hafa misst sjón en sá sem þegar er blindur eða sjónskertur. Blindur eða sjónskertur trúnaðarmaður getur auðveldlega sett sig í spor þess sem aðstoðina sækir. Loks má geta þess að hann er bundinn þagnarskyldu um það sem hann verður áskynja í starfi sínu sem varðar skjólstæðinga hans. Jafn- framt er vinna trúnaðarmannsins undir faglegri stjói-n félagsráð- gjafa og állir tnínaðarmenn hafa eða munu sækja námskeið.“ - Hvernig hefur reynslan ► Björk Vilhelmsdóttir fæddist í Reykjavík árið 1963 en var alin upp á Blönduósi. Hún lauk stúd- entsprófi frá Fjölbrautaskólan- um í Breiðholti árið 1983 og BA- prófi í uppeldisfræði og starfs- réttindanámi í félagsráðgjöf frá Háskóla íslands árið 1990. Að því loknu starfaði hún hjá Fé- lagsmálastofnun Reykjavíkur- borgar og Stígamótum um tíma. Hún vann á kvennadeild Land- spftalans og sem framkvæmda- stjóri Kvennaráðgjafarinnar um fímm ára skeið en tók við starfl félagsráðgjafa hjá Blindrafélagi fslands siðastliðið haust. Björk er jafnframt formaður Stéttar- félags íslenskra félagsráðgjafa. Eiginmaður hennar er Sveinn Rúnar Hauksson heimilislæknir og einn heimildarmanna Morg- unblaðsins um beijasprettu. Þau eiga fimm börn. verið af starfí trúnaðarmanna? ,Á undii-búningstímanum að stuðningsþjónustunni varð þegar til biðlisti með nöfnum blindra og sjónskertra sem höfðu óskað eftir því að fá heimsókn einhvers sem sjálfur- ætti sömu reynslu að baki. Frá 1. júní síðastliðnum höfum við sinnt 128 einstaklingum. Hluti þeirra kom til vegna beiðni eins og fyrr er getið en þar sem Sjónstöð- in er lokuð á sumrin ákváðum við að byrja á því að hringja í alla fé- lagsmenn Blindrafélagsins sem fæddh- eru fyrir 1920, eða 97 ein- staklinga. Þannig var þeim sinnt sem á einhvem hátt höfðu setið á hakanum í starfseminni og trúnað- armönnunum jafnframt veitt þjálfun. Hver og einn, sem haft var sam- band við án þess að hafa óskað eftir því sjálfur, var afskaplega ánægður með að fá slíka upp- hringingu. Fólk var spurt hvort því þætti vanta upp á þjónustu við sig, hvort það tæki virkan þátt í samfélaginu á einn eða annan hátt eða þyrfti á endurhæfingu að halda. Ekki var um formlega könnun að ræða heldur almennt spjall um lífið og tók hvert símtal að meðaltali um hálftíma. Mjög margir óskuðu eftir heimsókn í framhaldi af símtalinu eða fleiri símtölum. Þessi hópur blindra og sjónskertra sem kominn er yfir áttrætt býr yfirleitt við mikla ein- angrun og er oft og tíðum einmana fólk. Það tók því fegins hendi að einhver skyldi hringja og láta sér annt um þeirra hag. Þannig að þau sem tóku að sér að vera trúnaðar- menn óraði ekki fyrir því út í hvað þau voru að fara. Vinnan með þessu eldra fólki hefur hins vegar gefið þeim mjög mikið.“ Trúnaðarmað- ur er gefandi og miðlar af reynslu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.