Morgunblaðið - 13.09.1998, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 13. SEPTEMBER 1998 31
Fjárveitingin er
um 55 milljónir
króna á ári og sú
upphæð dugar
næstum. Þegar
menn fara að hafa
tekjur af
skógræktinni
borga þeir 30% af
nettóhagnaðinum
til ríkissjóðs, en
halda eftir 70% af
tekjunum sjálfir
komum að áðan, þá er skógrækt
ekki fyrir bráðláta. Við verðum að
halda áfram. Þetta hefur þegar
skapað einhverjar tekjur og þó það
sé ekki mikið enn sem komið er, þá
lofar það góðu í þeirri miklu lægð
sem verið hefur í landbúnaði hér á
landi seinni árin. Þetta hefur orðið
til þess að menn hafa getað tollað á
jörðum sínum. Jarðir sem ekki var
nokkur leið að selja, seljast nú um
leið og það kvisast út að þær séu
falai’. Og þær seljast ekki bara,
heldur byggjast líka.“
Miklar breytingar í vændum
Helgi er stoltur af árangrinum
sem náðst hefur, en segir jafn
framt að margir átti sig ekki enn á
því hvað þessi mikla skógrækt mun
hafa í fór með sér. Margt muni
breytast á Héraði og nágrenni.
„Búast má við að eftir svona 20 til
25 ár verði þær jarðir sem voru
með í verkefninu frá byrjun komn-
ar með viðlíka hávaxna skógarreiti
og fyrir eru á Fljótsdal. Bai’a miklu
stærri reiti. Á tuttugu árum voru
gróðursettar um 700.000 plöntur á
vegum Fljótsdalsáætlunar, en á
vegum Héraðsskóga hafa milli 9 og
10 milljónir plantna verið gróður-
settar síðan árið 1990. Búið er að
gróðursetja í á fjórða þúsund hekt-
ara, en ef ég man rétt þá er gamli
skógurinn á Hallormsstað 750
hektarar. Á næstu árum má því bú-
ast við gríðarlegum breytingum á
Héraði. Nú þegar er farið að bera á
því að fólk hrekkur við þegar skóg-
urinn fer að byrgja útsýni, t.d. yfir
Lagarfljót. Skógurinn breytir
auðvitað ásýnd lands þar sem áður
var mó- eða graslendi og þeir sem
hafa alist upp við ákveðið útsýni
þurfa að venjast nýju landi ef
þannig mætti að orði komast.“
DANSSVEIFLU
Adögum! um helSina
námskeið
Áhugahópur
um almenna
557 7700
dansþátttöku
á fslandi
hringdu
n ú n a
Netfang: KomidOgDansid@tolvuskoli.is
Heimasíða: wwwtolvuskoli.is/KomidOgDansid/
Hjukrunar-
fræðingar til
starfa í Súdan
MARIANNA Csillag hjúkrunar-
fræðingur er á leið til hjálparstarfa
á vegum Rauða kross Islands
vegna hungursneyðarinnar i Suð-
ur-Súdan. Hún mun starfa við hlið
starfsmanna Alþjóða Rauða kross-
ins og Rauða hálímánans í Súdan í
fæðumiðstöð sem komið hefur ver-
ið upp í bænum Tied. Það er þriðja
fæðumiðstöð Rauða krossins í
Bahr E1 Ghazal-héraðinu þar sem
alvarlegur matvælaskortur hefur
ríkt undanfarnar vikur. Maríanna
Ásmundur
verður í Tied í sex mánuði.
Rauði kross Islands og deildir
hans hafa auk þess ákveðið að verja
2,5 milljónum króna til hjálpar-
starfsins í Súdan og ríkisstjórn ís-
lands hefur varið einni milljón
króna til hjálparstarfsins.
Maríanna hefur áður starfað fyrir
Rauða kross íslands í Tansaníu,
Króatíu og Afganistan. Auk hennai’
starfa nú átta sendifulltrúar Rauða
kross íslands í Afríku, Evrópu og
Asíu.
YQ6M:
Yoga - breyttur lífsstíll
7 kvölda grunnnámskeið með
Ásmundi Gunnlaugssyni.
Mánudag og miðvikudag kl. 20-21:30. Hefst 16. sept.
Námskeiðið hentar fólki á öllum aldri, reynsla af
jóga er ekki nauðsynleg. Frír aðgangur að
tækjasal og opnum jógatímum fylgir meðan á
námskeiðinu stendur.
Efni: ★jógaleikfimi (asana)
★ mataræði og lífsstfll
★ öndunaræfingar
★slökun
★andleg lögmál sem stuðla að
velgengni, jafnvægi og heilsu.
■
■Im,
STU D I O
Auðbrekku 14, Kópavogi,
sími 544 5560.
3D Srudio MRX
- NámsheiO
3D Studio MAX — grunnur
Farið í gegnum grunnatriði 3D Studio MAX forritsins og hvernig það er byggt upp.
Meðal þess sem farið verður í er: hvernig á að búa til einfalda hluti, hvernig á að brey-
ta hlutum, hnitakerfi, „transforms", „modifier stack", „space warps", Ijós, myndavélar,
hreyfingar.
Eftir þetta námskeið eiga nemendur að hafa góða yfirsýn yfir hvernig forritið vinnur
og geta gert einfalda hluti.
3D Studio MAX — Framhald 1:
Modeling
í þessu námskeiði verður farið í hvernig á að búa til hluti, bæði tvívíða og þrívíða.
Meðal þess sem tekið verður fyrir er "lofting", "booleans" og "Nurbs modeling
Kunnátta í því að búa til hluti er grundvöllur fyrir frekara námi í 3D Studio MAX.
3D Studio MAX — Framhald 2:
Efnisáferðir og lýsing
Efnisáferðir (materials): Hér verður farið í það hvernig á að búa til nýjar efnisáferðir í 3D
Studio MAX. Farið verður í „Material Editor", „mapping types", hvernig á að búa til
speglanir, „raytrace" efni, ofl.
Lýsing (lighting): Lýsing er mjög mikilvæg í 3D Studio MAX sem og öðrum þrívíd-
dargrafíkforritum. Farið verður í hinar ýmsu tegundir Ijósa, eiginleika þeirra og
hvernig skal nota þau til að ná sem bestum árangri við lýsingu.
3D Studio MAX — Framhald 3:
Animation
Nú byrjar fjörið! Eftir að nemendur hafa lært að búa til hluti og setja á þá góðar
efnisáferðir og lýsingu, er komið að því að láta þá hreyfast og gera eitthvað. Farið
verður í hvernig farið er að þessu í 3D Studio MAX. Meðal þess sem verður tekið fyrir
er „track view", hvernig á að láta hluti ferðast eftir ferlum, hvernig á að láta
staðsetningu, stærð, snúning ofl. breytast, „morphing", „forward" og „inverse
kinematics".
Skráning og upplýsingar
í síma 568 5010
Hvert námskeið er 20 kennslustundir
RAFIÐNAÐARSKÓLINN