Morgunblaðið - 13.09.1998, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 13.09.1998, Blaðsíða 12
12 SUNNUDAGUR 13. SEPTEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ RANNSÓKN Á ÁFENGIS- OG VÍMUEFNANEYSLU REYKVÍSKRA UNGMENNA afskipfaJ í mestri hættu Unglingar sem búa við leiðandi uppeldishætti eru ólíklegri til áfengis- og vímuefnaneyslu en unglingar afskiptalausra foreldra. Fleiri piltar en stúlkur drekka mikið í senn. Þeir eru einnig líklegri til að hafa próf- að hass. Þetta eru m.a. niðurstöður rannsóknar á áfengis- og vímuefna- neyslu unglinga sem dr. Sigrún Aðalbjarnardótt- ur prófessor stendur að. Salvör Nordal ræddi við hana og gluggaði í skýrsluna. UPPELDISHÆTTIR for- eldra geta haft áhrif á það hvort unglingar neyta áfengis og vímuefna. Þannig ero unglingar sem búa við leiðandi uppeldishætti ólíklegri til að hafa neytt áfengis við 14 ára aldur og til að drekka mikið í senn við 17 ára aldur en þeir sem búa við afskipta- lausa uppeldishætti. Þetta eru meðal annars niðurstöður úr viðamikilli rannsókn Sigrúnar Aðalbjarnardótt- ur, prófessors við Háskóla íslands, á áfengis- og fíkniefnanotkun unglinga. í rannsókninni er athugað hvernig ýmsir félagslegir, uppeldislegir og sálfræðilegir þættir tengjast áhættu- hegðun reykvískra unglinga. Sömu unglingum var fylgt efth- í þrjú ár frá því að þeir voru 14 ára til 17 ára ald- urs og gefst þannig sérstakt tækifæri til að athuga hvort þættir við 14 ára aldur segi fyrir um neyslu við 17 ára aldur. Nýverið birtust niðurstöður úr hluta þessara gagna þai- sem Sigrún og Leifur Geir Hafsteinsson fengust við þá spurningu hvort mismunandi uppeldishættir tengdust áfengis- og fíkniefnanotkun unglinga. Jafnframt könnuðu þau tengsl á milli áfengis- drykkju unglinga og drykkju for- eldra og vina. Þá tók athugunin einnig til neyslu hass og amfetamíns á þessu aldursskeiði. Áður hafa verið bh-tar niðurstöður um tengsl uppeldishátta og reykinga hjá þessum aldurshópi. Til tölfræði- legrar úrvinnslu gagna hlaut Sigrún styrk af fé sem ríkisstjórnin ákvað að verja til rannsókna á þessu sviði í framhaldi af stefnumörkun frá árinu 1996 í fíkniefna-, áfengis- og tóbaks- vömum. Þá hafa Vísindasjóður Rannsóknarráðs Islands og Rann- sóknasjóður Háskóla Islands styrkt rannsóknina á undanfömum árum. Lciðandi eða afskiptalausir uppeldishættir Við athugun á áhrifum uppeldis- hátta foreldra byggir Sigi’ún á kenningu Díönu Baumrind sem hef- ur gert greinarmun á ferns konar uppeldisháttum, leiðandi, eftirlát- um, skipandi og afskiptalausum. Samkvæmt skilgreiningu krefjast leiðandi foreldrar þroskaðrar hegð- unar af barninu og taka vel á móti hugmyndum þess. Þeir setja skýi’ mörk um hvað er tilhlýðilegt og hvað ekki, nota til þess útskýringar og hvetja börnin til að skýra út sjónarmið sín. Þeir eru hvorki uppá- þrengjandi né setja þeir börnum sínum stólinn fyrir dyrnar, jafn- framt sýna þeir börnum sínum mikla hlýju og uppörvun. Eftirlátir foreldrar bregðast vel við hugmyndum barna sinna, leyfa töluverða sjálfsstjórn og sýna þeim hlýju. Þeir setja börnum sínum hins vegar ekki skýr mörk. Þeir eru und- anlátssamir og forðast beina árekstra. Skipandi foreldrar stjórna hins vegar börnum sínum með boð- um og bönnum og þeir refsa þeim fyrir misgjörðir. Þeir nota því sjald- an röksemdir og sýna börnum litla hlýju og uppörvun. Afskiptalausir foreldrar ala börnin hins vegar upp í stjórnleysi, setja ekki mörk og gera ekki kröfur til þeirra. Þeir bregast ekki við hugmyndum þeirra og veita þeim ekki stuðning. Van- ræksla einkennir uppeldisaðferðir þeirra. Uppreisn gegn skipandi uppeldi Rannsóknin sýnir að unglingum sem búa við leiðandi uppeldishætti er síður hætt við að leiðast út í áfengis- og vímuefnaneyslu en ung- lingum afskiptalausra foreldra. Við 14 ára aldur höfðu um 42% þeirra sem eiga leiðandi foreldra prófað áfengi, 46% eftirlátra foreldra, 67% skipandi foreldra en hæsta hlutfallið voru unglingar afskiptalausra for- eldra eða 71%. Unglingum afskipta- lausra foreldra er einnig hættara við að drekka mikið í senn við 17 ára aldur en þeim sem búa við skipandi eða leiðandi uppeldishætti. Um 55% 17 ára unglinga afskiptalausra for- eldra drekka mikið, en hlutfall ung- linga leiðandi foreldra er þar 28% og skipandi 31%. Mikil drykkja er skil- greind sem fímm eða íletri glös í hvert skipti sem drukkið er. Al- mennt segja skýrsluhöfundar að þegar litið er tO leiðandi og afskipta- lausra foreldra séu línurnar skýrar: unglingar leiðandi foreldra koma best út en unglingar afskiptalausra foreldra eru verst settir. Málið verð- ur hins vegar aðeins flóknara þegar kemur að eftirlátum og skipandi uppeldisháttum. Umhugsunarvert er að foreldrum sem nota eftirláta upp- eldishætti virðist takast þokkalega að halda unglingum frá áfengis- neyslu á fyiui hluta unglingsáranna en hátt hlutfall þeirra neytir hins vegar áfengis við 17 ára aldur og mikils magns í hvert sinn. Þá vakti athygli að unglingar skip- andi foreldra viðast verða fyrir minni áhrifum af áfengisneyslu vina en unglingar hinna hópanna. Fram kom að mun fleiri unglingar skipandi for- eldra en annarra hópa hafa prófað að drekka við 14 ára aldur þrátt fyrir að vinir þeirra drekki ekki. Sigrún segir að þetta veki þá spurningu hvort skipandi uppeldishættir sem ein- kennast af boðum og bönnum ýti til- tölulega snemma undh- mótþróa hjá unglingum sem bh’tist þá í því að þeir byrja snemma að drekka og reykja. Áfengisneysla for- eldra og vina Sigrún segir að tengsl áfengis- neyslu foreldra og vina við drykkju unglinga sé kunn og var hún staðfest í rannsókninni. Um 66% unglinga sem áttu foreldra sem drukku höfðu prófað áfengi við 14 ára aldur en 45% þeirra sem ekki áttu foreldra sem drukku. Foreldrar töldust drekka ef að minnsta kosti annað foreldri drakk oft eða báðir foreldrar stundum. Tengslin milli di-ykkju unglinga og drykkju vina voru einnig skýr. Þannig höfðu 75% unglinga sem áttu vini sem drukku prófað áfengi við 14 ára aldur en einungis 25% þeirra sem ekki áttu vini sem drukku áfengi. Þegar kannað vai' magn áfengis- neyslu unglinga kom fram að piltar drekka meira en stúlkur í hvert skipti sem þau drekka. Þá eru þeir unglingar sem hafa prófað áfengi við 14 ára aldur líklegri til að drekka mikið um 17 ára aldur og eru hér hlutföllin 52% á móti 27%. Einnig tengist áfengisneysla vina því hvort unglingar sem drekka ekki mikið 14 ára geri það 17 ára gamlir, en 51% þeirra sem áttu vini sem drekka við 14 ára aldur drekkur mikið 17 ára, en hjá hinum var hlutfallið 25%. Hass og amfetamín Fleiri piltai- en stúlkur hafa prófað hass við 17 ára aldur. Ekki er hins vegar munur á kynjunum þegar kemur að amfetamínneyslu. Athug- un á tengslum uppeldishátta for- eldra og neyslu hass og amfetamíns sýndi að unglingar sem búa við af- skiptalausa og eftirláta uppeldis- hætti við 14 ára aldur eru líklegri til að hafa prófað hass við 17 ára aldur en unglingar sem búa við leiðandi ■uppeldishætti. Þannig bjuggu 45% af þeim sem höfðu prófað hass við af- skiptalausa uppeldishætti, 38% við eftirláta, en 18% skipandi og 12% af þeim við leiðandi uppeldishætti. Sér- stök athygli skal vakin á hve hátt hlutfall unglinga eftirláti’a foreldra hefur pófað hass. Þá eru unglingar sem búa við afskiptalausa uppeldis- hætti þegar þeir eru 14 ára líklegri til að hafa prófað amfetamín við 17 ára aldur, eða 31% á móti 8%. Niður- stöðurnar benda einnig til að bæði áfengis- og tóbaksneysla við 14 ára aldur segi fyrir um hvort unglingar eru líklegir til að hafa prófað hass eða amfetamín við 17 ára aldur. 40% þeirra sem höfðu prófað hass 17 ára höfðu drukkið áfengi 14 ára en ein- ungis 12% þeirra höfðu ekki drukkið á sama aldri. Hlutfallið var svipað í tilfelli reykinga við 14 ára aldur. Skýr skilaboð til foreldra Sigi’ún segir að þessi rannsókn sendi skýr skilaboð til foreldra um að leiðandi uppeldishættir séu væn- legastir til árangurs. „Við getum dregið þann almenna lærdóm af þessari rannsókn að líkumar á því að unglingar lendi í neyslu eru minnst- ar hjá unglingum sem búa við leið- andi uppeldishætti. Það er þó rétt að leggja áherslu á það að ástæður þess að unglingar leiðast út í áfengis- og vímuefnaneyslu eru auðvitað mjög margar og oft er um að ræða flókið samspil margvíslegra þátta. Þó svo að fólk noti leiðandi uppeldishætti kemur það ekki endilega í veg fyrir að unglingarnir lendi í neyslu þó lík- urnar séu minni.“ Sigrún leggur þó áherslu á að hug- að sé að leiðandi uppeldisháttum snemma. ,ýUmennt tel ég íslenska foreldra of undanlátssama og raga við að setja börnum sínum mörk. Það er mikilvægt að setja mörk en það er ekki sama hvernig mörkin eru sett og áríðandi að byrja snemma í uppeldinu. Foreldrar verða að skýra fyrir börnum sínum reglurnar og ræða við þau, skýra út sjónarmið sín og fá börnin til að tjá sína hlið mála. Með samræðu er hægt að byggja upp traust og virðingu milli foreldra og barna.“ En hvernig er hægt að leiðbeina foreldrum í uppeldismálum? „Það er brýnt að upplýsa foreldra um mismunandi uppeldishætti og áhrif þeirra á þroska og hegðun barnanna. Bent hefur verið á fræðslu í tengslum við ungbarnaeft- ii'lit. Fræðslufundir og námskeið fyr- ir foreldra á skólaaldri væru æski- leg. Skólinn gæti auðvitað gegnt mikilvægu hlutverki, til dæmis með því að vinna markvisst að því að efla samskiptahæfni nemenda og _ reyna að ná einnig til heimilanna. Ég get ekki látið hjá líða að minnast á náms- efni sem ég hef tekið saman ásamt Árnýju Elíasdóttur og nefnist „Sam- vera“. Markmið þessa námsefnis er að efla samskiptahæfni nemenda og miðar eitt hefti þessa efnis, „Ræðum saman: Heima“, að því að hvetja for- eldra og börn þeirra til að taka á málum heima fyrir og treysta bönd- in.“ Úr könnun á áfengis- og fíkniefnaneyslu reykvískra unglinga árin 1994-1996 Hlutfall þeirra 14 ára unglinga sem prófað hafa að neyta áfengis Hlutfall 17 ára unglinga sem drekka meir en 5 glös í hvert sk. Hlutfall þeirra 17 ára unglinga sem prófað hafa að reykja hass Hlutfall þeirra 17 ára unglinga sem prófað hafa amfetamín Uppeldisaðferðir foreldra ungiinganna við 14 ára aldur Afskiptalausir Skipandi Eftirlátir Leiðandi Eftir áfengis- neyslu foreldra Forel. drekka ekki Foreldrar drekka Eftir áfengis- neyslu vinanna Vinir drekka ekki Vinirnir drekka 125% Eftir eigin áfengis- neyslu á 14 ára aldri Drakk ekki þá Drakk 14 ára 125% 112% ■K Eftir eigin reyking- um á 14 ára aldri Reykti ekki þá Reykti 14 ára :Jr 52% 25%
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.