Morgunblaðið - 13.09.1998, Page 32

Morgunblaðið - 13.09.1998, Page 32
32 SUNNUDAGUR 13. SEPTEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ + MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13. SEPTEMBER 1998 33 JlurguwMiilíil* STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI FRAMKVÆMDASTJÓRI RITSTJÓRAR SKÝRSLA Kenneth Starr, sérlegs saksóknara, til Bandaríkjaþings um samband Clintons Bandaríkjaforseta og ungrar stúlku, Monicu Lewin- sky, hefur eins og við mátti bú- ast vakið gífurlega athygli um allan heim. í skýrslu þessari er lýst með nákvæmum hætti kyn- ferðislegu sambandi forsetans og stúlkunnar og jafnframt er hann sakaður um brot á ýmsum lögum í viðleitni til þess að halda þessu sambandi leyndu. Við lestur skýrslunnar verð- ur ljóst, að upphaf þessa máls er framhjáhald Bandaríkjaforseta, sem hann hafði áður neitað en viðurkenndi fyrir nokkrum vik- um, að hefði átt sér stað. Fram- hjáhald er ekki refisverður verknaður að bandarískum lög- um. Hins vegar snýr spurningin að því, hvort Bandaríkjaforseti hafi brotið lög, hvort tilraunir hans til að leyna framhjáhaldinu hafi leitt hann út í lagabrot en lagatúlkanir í Bandaríkjunum eru ótrúlegur frumskógur. Að því leyti til má segja, að hliðstæða sé á milli þessa máls og Watergate-málsins svo- Árvakur hf., Reykjavík. Hallgrímur B. Geirsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. nefnda. Nixon, þáverandi Bandaríkjaforseti, braust ekki sjálfur inn í höfuðstöðvar demókrata í Watergate-bygg- ingunni. Hann var hins vegar talinn hafa brotið lög með þeirri markvissu yfirhylmingu, sem fylgdi í kjölfarið og stjórnað var úr Hvíta húsinu. Bandaríska þingið þarf að taka afstöðu til skýrslu Starr. Fyrstu fréttir benda hins vegar til þess, að þótt í skýrslu hans séu leidd rök að því að Banda- ríkjaforseti hafi brotið lög með því að reyna að leyna sambandi sínu við Lewinsky muni ákvörð- un þingsins byggjast á pólitísk- um sjónarmiðum en ekki lagarökum. Annar þáttur þessa máls er hlutverk hins sérlega saksókn- ara, sem á sinum tíma var skip- aður til þess að rannsaka allt annað mál, þ.e. viðskiptamál Clinton-hjónanna í Arkansas. I skýrslu Starr er ekki að finna orð um það mál. Sú staðreynd að rannsókn hans tekur þá stefnu að rannsaka framhjáhald Bandaríkjaforseta vekur þá spurningu, hvort eðlilegt sé að skipaður sé sérstakur saksókn- ari til þess að rannsaka nánast allt líf Bandaríkjaforseta. Má búast við því að það verði fastur þáttur í bandarískum stjórnmál- um í framtíðinni? Þriðji þáttur málsins er pólitískar afleiðingar þess fyrir Clinton og ríkisstjórn hans. Hver svo sem skoðun manna er á því, hvort eðlilegt sé að hefja rannsókn á máli af þessu tagi fer ekki á milli mála, að skýrsla St- arr hefur veikt pólitíska stöðu Bandaríkjaforseta mjög, svo að ekki sé meira sagt. Fyrstu við- brögð Clintons benda til þess að hann muni hefja mikla gagn- sókn. Sterkasti bandamaður hans í þeirri gagnsókn er eigin- kona hans, sem nýtur vaxandi virðingar fyrir framkomu sína í þessu máli og raunar atbeina hennar allan eftir að hún kom í Hvíta húsið. Þá getur það einnig orðið forsetanum að liði, að fólki ofbjóði kynferðislýsingarnar í skýrslu Starr og skilji ekki nauðsyn þess að opinbera einka- líf forsetans með þeim hætti. Það breytir hins vegar engu um það, að forsetinn berst fyrir pólitísku lífi sínu og langt frá því að útséð sé um lyktir þeirrar baráttu. A meðan Clinton berst fyrir pólitískri stöðu sinni er ljóst, að hann hefur engan styrk til þess að taka upp baráttu fyrir þeim umbótamálum í bandarískum stjórnmálum, sem hann hefur haft á stefnuskrá sinni og lýsti m.a. rækilega í ræðu til Banda- ríkjaþings snemma á þessu ári. Og með því má ef til vill segja, að pólitískir andstæðingar hans hafi náð markmiði sínu, þ.e. að lama hann svo mjög pólitískt, að hann hefði enga möguleika á að koma þeim stefnumálum í fram- kvæmd. SKÝRSLA STARR ÉG FÆ EKKI SÉÐ neitt í ljóðum Jónasar Hallgrímssonar undir lokin sem breytir trú- arsannfæringu hans. Hann er að sjálfsögðu reynslunni ríkari og hálfum öðrum áratug eldri en þegar hann flytur prófræðuna og ára- mótaræðuna í Dómkirkjunni í Reykjavík. Þess sjást engin merki að hann hafi sætt sig við guðlaus náttúrulögmál ein saman og yfirgef- ið forsjón sína og leiðarljós. Hann horfir þvert á móti til himins og handlásar sig að „hæstum guði“, Blessi jörð, en verðum vinnu dýrri sinna, hæstur guð, sem mesta hylur von góðs sonar eins og skáldið segir í öðru af tveimur síðustu erindunum sem hann orti þessa heims. Þá var ör- stutt liðið frá því að hann hafði sagt í Annesjum og eyjum að hann væri bringubrotinn, „úr bjarginu hrundi að mér“. Þessi orð lýsa hugará- standi fremur en umhverfi. Þá var örstutt frá því hann orti Sólhvörf, 22. des. 1844, þar sem hann snýr sér til eilífs guðs, eins og hann kemst að orði, með þá ósk efst í huga að hann megi lifa áfram og líta enn „sól renna“ og varpar fram þeirri spurn- ingu hvort nokkuð sé jafn glatt og „hið góða / guðsauga". Skáldið snýr ekki bæn sinni til náttúruaflanna; né náttúrulögmálanna. Hann treystir öðru afli, nærtækara; per- sónulegum guði sem stjórnar allri þessari eftirvæntingu; þessari dýrð; hlýju og yl, ekki síður en snjóköldu föli dauðans. Hann lítur til himins síðustu áramót sem hann lifir. Finn- ur það er hækkandi sól í huga hans. Og guðsaugað fylgir honum undir þessa hreinu og hvítu blæju þar sem jafnvel snjóbreiðan logar í skínandi birtu og gröfin er enginn áfangi í sjálfu sér þótt jörðin sé mjúkhent og umhyggjusöm móðir; heldur er ferðinni heitið inní ljós- brigði himneskra fyrirheita; af þungum krossi jarðneskrar reynslu hverfur hugur okkar að hæstum guði; að himni sem er og verður óskilgreint hugtak um það sem við getum ekki skýrt; og ekki skilið til fulls. Skáldið á augsýnilega við himin guðs. Og hann er af öðrum heimi. Hannes skáld Pétursson hefur bent á að erfiljóð sem ég hef áður minnzt á, ort á dönsku 1842 um Drejer, ungan grasafræðing sem lézt tæplega þrítugur að aldri, sé öðrum þræði glíma við guðstrúna og má það til sanns vegar færa, þótt það fjalli einnig og ekki síður um hinn sanna vísindamann og leitina að sannleikanum sem var Jónasi háleitt markmið. I þessu kvæði birtast hug- myndir Jónasar um guð á skýran hátt og augljóst að hann hefur í engu breytt þeirri trú sem hann boðaði ungur í dómkirkjunni forðum daga. „Þar birtast forsendumar fyrir þeim guðsskilningi hans og eilífðartrú“, segir Hannes, „sem setur svo mjög mark sitt á annað minningarljóð frá árinu áður, um Tómas Sæmundsson. Ef svo skyldi vera að þær reyndust skakkar þegar til kæmi - handan lík- amsdauðans, þá er herra lífsins ekki faðir þess, segir hann, og sá guð, sem þeir Drejer trúðu á, ekki þeirra guð.“ (Kvæðaíylgsni, 228.) Jónas kemst þannig að sömu niðurstöðu og Páll Postuli í Korintubréfinu. I öðru dönsku kvæði yngra, Biomsterkampen í Soro, segir Jónas að guð hafi ávallt verið heimsins bezti garðyrkjumaður. Kvæðið er ort 1843-’44 og Matthías Þórðarson segir að það minni á 56. kvæði í Lyrisches Intermesso í Buch der Lieder eftir Heine, en Jónas „þýddi“ kvæði hans um svip- að leyti. Eins og guð gegnir sólin sér- stöku hlutverki í ljóðum Jónasar; sérstöku og svipuðu. Jónas lýsir sói- inni með litríkum orðum og þegar hann nefnir hana fylgja henni feg- urstu lýsingarorðin úr smiðju hans, guðfögur sól í Saknaðarljóði; sorg- laus sól í kvæðinu Undir annars nafni. Orðið guð kemur um fimmtíu sinnum fyrir í frumkveðnum ljóðum Jónasar, drottinn 23svar sinnum, faðir og alfaðir tíu sinnum. Onnur orð um hið sama sjaldnar. Guð er alls nefndur um hundrað sinnum með einhverjum hætti í fumsömd- um ljóðum Jónasar. Tilbrigðin eru mörg, til að mynda geislar/guðs sól- ar í Dagrúnarharmi. Tilbrigðin eru mörg, en guð er einn. Og sólin er hans verk. Vincent van Gogh uppgötvaði sólina í mál- verkinu; Jónas uppgötvaði hana í ís- lenzkri ljóðlist og hafði því skýra vegvísa eins og Sólarljóð. Guð Jónasar Hallgrímssonar er kærleiksríkur vinur; skapari. En umfram allt faðir. Jónas talar við hann vandræðalaust og án milliliða. Það eiga ekki ailir svo sterka trúar- sannfæringu. Flestir snúa sér til Krists eða dýrlinga. Þeir eru eins og millistykki til að ná sambandi við guðlegan kraft. En það er engu lík- ara en Jónas þurfi ekki milliliði þeg- ar hann snýr sér til guðs föður. Milli þeirra er harla persónulegt sam- band, án stéttaskiptingar. Og hann kallar þennan vin sinn föður eins og efni standa til og kristnum mönnum er kennt. Guð Jónasar er enginn óskilgreindur eða ópersónulegur náttúraandi, ekkert blint náttúru- afl, heldur höfundurinn sjálfur sem setti lögmálin og stjórnar allri til- veru; ráð okkar eru í hans hendi, það kemur oft fram í skáldskap og viðhorfum Jónasar. Rödd hans heyrist; vilji hans birtist með ýms- um hætti. Hann talar jafnvel í al- þögn svo vitnað sé til Einars Bene- diktssonar. Það er engu líkara en Jónas skynji guðdóminn sem hvers- dagslega reynslu; eins og hann skynjar lífið á sveitabæ. Hann er handgenginn bóndanum sem er vin- ur hans og velgjörðarmaður og gengur honum í föður stað. Návistin við hann veitir Jónasi gleði og traust. Hann er ekki eins berskjald- aður og ella. Hann á skjólgóðan faðm ef í nauðir rekur. Þess má þá einnig geta að í 2. kap. hugleiðinga Mynsbers er jafnvel talað um „guðs ráðstafanir“, en Jónas átti mikinn hlut að þessum þýðingum. M. HELGI spjall Það VERÐUR LJOS- ara með ári hverju að menntunarstig sker úr um velferð þjóða. Þekking eykst hraðar en nokki-u sinni og það eru þau þjóðfélög sem eru best í stakk búin til þess að skapa hana, vinna úr henni ný tækifæri og miðla henni sem standa fremst. Aðalundirstöður samkeppnis- hæfni þjóða á komandi öld munu því ekki verða náttúruauðlindir eða mannfjöldi heldur íyrst og fremst gott og skilvirkt menntunarkerfi. Skilningur á þessu verð- ur sífellt meiri í heiminum. Efla þarf menntun kennara I HER A LANDI hefur umræða um menntamál verið töluverð á síðustu mánuðum og miss- erum. Hin nýja skólastefna sem menntamálaráðherra kynnti síðastliðið vor hefur vakið nokkrar umræður. Niðurstöður hinnar alþjóðlegu TIMSS-könnunar sem sýna slaka þekk- ingu íslenskra grunn- og framhaldsskóla- nemenda í stærðfræði og náttúrufræði- gi-einum hafa þó vakið enn meiri við- brögð. Er óhætt að segja að niðurstöð- urnar hafi valdið vonbrigðum en þær staðfesta þó aðeins það sem marga hefur grunað; bent hefur verið á slæmt ástand þessara greina í skólakerfí okkar áður, meðal annars af Fleti - samtökum stærð- fræðikennara, Félagi raungi'einakennara og Verkfræðingafélagi Islands. Margar skýringar á orsök þessarar nið- urstöðu hafa komið fram. Viðbrögð menntamálaráðuneytisins koma skýrt fram í hinni nýju skólastefnu þar sem sagt er fyrir um verulega fjölgun kennslustunda í stærðfræði og náttúru- fræði. Sömuleiðis hefur íslenskt skólafólk unnið að endurskoðun á stærðfræði- kennslu í grunnskólum landsins. Þar er unnið að því að taka upp kennsluaðferðir sem virða aðferðir barnsins til að komast að réttum niðurstöðum og færa stærð- fræðina nær daglegu lífi barnsins, til dæmis með því að nota dæmi úr nánasta umhverfi þess. Barnið á þannig að sjá betur hvernig stærðfræðin nýtist því. Um leið er lögð meiri áhersla á skilning; er barnið látið tjá niðurstöður með orðum því efast má um að fólk skilji það sem það getur ekki útskýrt. Markmiðið með þess- um breytingum er að skapa jákvætt við- horf til greinarinnar. Þessar breyttu áherslur eru skynsam- legar en það er annað mál sem hefur borið enn meir á góma í tengslum við hina slæ- legu útkomu íslenskra nemenda úr TIMSS-könnuninni en það er menntun kennara. Um hana hefur talsvert verið rit- að hér í Morgunblaðið á undanfórnum misserum og er full ástæða til þess að rifja upp nokkur atriði þeirrar umræðu enda hlýtur góð menntun kennara að vera grundvöllurinn að skilvirku menntakerfi. Rækilega hefur verið bent á að mennt- un kennara sem útskrifast frá Kennara- háskóla íslands í námsgreinum grunn- skólans, stærðfræði, móðurmáli, ensku o.s.frv., sé áfátt. Flestir kennaranemar sérhæfa sig í tveimur bóklegum greinum en hverri grein eru ekki ætiaðar nema 12,5 einingar af 90 eininga námi og hluti af þessum fáu einingum námsgreinanna fer líka í kennslufræði. I grein sem Þórir Ólafsson, rektor KHÍ, ski’ifaði í Morgun- blaðið 6. desember 1996 kemur fram að niðurstaða TIMSS-könnunarinnar endur- spegli slaka stöðu kennaramenntunar hér á landi miðað við nágrannalöndin, til dæmis Norðurlöndin. Þórir segir að allt frá stofnun skólans hafi mörgum verið ljóst að mikil þörf væri á að auka og efla þekkingu kennara í sérgreinum, einkum með hliðsjón af kennslu greinanna í efri bekkjum grunnskólans. Ennfremur segir Þórir: „Gamli kennaraskólinn menntaði fyi’st og fremst kennara fyrir þáverandi barnaskólastig (1.-6. bekk), en gert var ráð fyrir að kennarar gagnfræðastigsins hefðu háskólapróf í sinni kennslugrein. Með sameiningu barna- og gagnfræða- skóla og nýjum lögum um grunnskóla og almennt kennaranám á háskólastigi fyrir heildstæðan grunnskóla breyttist þessi skipan. Sama þróun varð í Danmörku, Noregi og Svíþjóð en í kjölfarið var al- mennt kennaranám í þeim löndum fljót- lega lengt í fjögur ár. Finnar, sem leggja mikla áherslu á traust menntakerfi, hafa lengt grunnnám kennara enn meir.“ Gunnar Þorsteinn Halldórsson skrifaði grein um mismunandi áherslur í kennara- menntun hér á landi og í Svíþjóð í nýjasta tölublað Skímu, tímariti móðurmálskenn- ara, sem vakin var athygli á í leiðara Morgunblaðsins fyrr í sumar. I grein Gunnars Þorsteins kemur fram að sænsk- ir kennaranemar sem sérhæfa sig í kennslu móðurmáls fyi’ir eldri bekki gi’unnskóla, taka 65 einingar í móðurmáli og hafa þannig að baki meiri menntun í sænsku en krafist er af íslenskukennur- um í menntaskóla hér á landi. I greininni kemur auk þess fram að kennaranám í Svíþjóð er hálfu til einu og hálfu ári lengra en hér á landi eftir því hvort stefnt er að kennslu á yngra eða eldra stigi gi’unnskólans og að þar er vægi uppeldis- fræða minna en hér. Auðvitað vekur sér- staka athygli að í Svíþjóð er meiri áhersla lögð á menntun kennara í móðurmáli en hér; þar eru 15 móðurmálseiningar í kjarna miðað við 5 hér en þessar 5 eining- ar veita hverjum útski’ifuðum kennara hérlendis rétt til að kenna móðurmál í öll- um bekkjum gi’unnskólans. Allir sjá að þetta er fjarstæða. Fjögurra ára kennara- nam REYKJAVIKURBREF Laugardagur 12. september STJORNVOLD virðast hafa skiln- ing á því að breyta þurfi áherslum í KHI og auka vægi sérgreinanna en ekki hefur tekist að koma þeim breyting; um í kring. Árið 1988 voru ný lög um KHÍ samþykkt með miklum meirihluta á Al- þingi. Þar var meðal annars gert ráð fyrir lengingu almenns kennaranáms til B.Ed.- gráðu um eitt ár til að styrkja fagþekk- ingu kennara í námsgreinum grunnskól- ans. Stjórnvöld ákváðu að nýja námið skyldi hefjast haustið 1991 en eftir mikinn og metnaðarfullan undirbúning, meðal annars með náms- og kennsluskrám í anda nýju laganna, voru áætlanirnar um fjögurra ára almennt kennaranám blásnar af. Með nýrri lagasetningu árið 1994 var lengingu kennaranámsins enn frestað til ársins 1998 hið síðasta og nú síðast þegar fréttist hafði nýskipað háskólaráð KHÍ samþykkt að haustið 1999 skyldi tekið upp fjögurra ára kennaranám á Islandi. Gera verður ráð fyrir því að þessi tíma- setning standist enda verður ekki lengur skorast undan þeirri skyldu að efla kenn- aramenntunina í landinu. Flestir eru sammála um að auka þurfi vægi sérgrein- anna í náminu, nema ef til vill uppeldis- og kennslufræðingarnir sjálfir sem vitan- lega finna sig knúna til að verja fræðavígi sitt. Nýlega lagði foi’vinnuhópur vegna endurskoðunar aðalnámskráa í erlendum tungumálum til að fagmenntun tungu- málakennara yrði stórefld. I viðtali við Morgunblaðið 18. júlí síðastliðinn sagði Auður Hauksdóttir, lektor og forsvars- maður forvinnuhópsins, að hann legði til að tungumálakennarar á gi’unnskólastigi hefðu að baki að minnsta kosti 45 eininga nám á háskólastigi í viðkomandi tungu- máli í stað 12,5 nú. Hinn þrítugasta júlí síðastliðinn skrifaði svo Eysteinn Þorvaldsson, prófessor við KHI, grein í Morgunblaðið þar sem hann segir að ekki megi gera minni kröfur til menntunar kennara en þessai’ 45 einingar Vítahring- ur mennta- kerfisins GJÁRFOSS í ÞJÓRSÁRDAL. á sérsviði, hvort sem það sé móðurmál, stærðfræði, raungreinar eða erlend tungu- mál. Telur Eysteinn að einungis með slíkri endurskipan kennaranáms sé hægt að bú- ast við því að við höldum til jafns við ná- granna okkar og aðrar menningarþjóðir sem íyrir löngu hafa hrint slíkum endur- bótum skólakerfisins í framkvæmd. Enn- fremur segir Eysteinn: „Því miðm’ hefur Kennaraháskólinn að sínu leyti ekki borið gæfu til að rétta hlut sérgreina með innri skipulagsbreytingu í stofnuninni sjálfri. Uppeldisfræði og kennslufræði eru að sjálfsögðu nauðsynlegar í kennaranámi en hlutur þeirra er of stór miðað við sérgrein- arnar í þeim þrönga stakki sem kennara- menntuninni er skorinn. Uppeldis- og kennslufræði eru mikilvægar stuðnings- greinar þeirrar menntunar sem Kennara- háskólinn á að veita. Hlutverk hans er að búa fólk undir þekkingarmiðlun ákveðinna námsgreina í grunnskólum landsins og kennarar verða að vera vel menntaðir í þeim greinum sem þeim er ætlað að miðla til nemenda sinna. Þessum hluta kennara- menntunar er of smátt skammtað af þeim sem völdin hafa. Þetta er brotalöm í skóla- kerfinu og þessvegna drögumst við aftur- úr öðrum þjóðum.“ Óhætt er að taka undir þessi orð. Það hlýtur að vera okkur kappsmál að búa eins vel að menntun þeirra sem eiga að búa börn okkar undir hina hörðu sam- keppni sem einkennir upplýsingaþjóðfé- lag nútímans og mögulegt er. SVO AFTUR SE vikið að raungrein- unum þá virðist vanræksla okkar á þeim í grunnskól- unum hafa skapað vítahring sem gæti orðið þrautin þyngri að losa okkur úr. í viðtali við Guðmund G. Haraldsson, prófessor við Háskóla Is- lands, í Morgunblaðinu 18. ágúst síðast- liðinn kom fram að skortur væri nú á fólki með háskólamenntun í raunvísindum. Guðmundur sagði að 10 til 15 útskrifist til dæmis úr efnafræði á ári en þyrftu að vera talsvert fleiri vegna aukinnar eftir- spurnar. Síðastliðið vor fengu þannig allir útski-ifaðir efna- og lífefnafræðingar um- svifalaust vinnu hjá íslenskri erfðagrein- ingu. Vítahringurinn felst í því að við höf- um vanrækt raungreinarnar í grunn- og framhaldsskólum sem veldur því að fáir nemendur hafa nægilega góð tök á fögun- um til að leggja þau fyrir sig í háskóla. Þegar eftirspurnin eykst getum við því ekki svarað henni og afleiðingin verður vitanlega sú að hinar opinberu stofnanir, þar á meðal skólarnir, sem ekki geta boð- ið laun á við hinn opna vinnumarkað, sitja eftir. Þannig sjá menn nú fram á enn meiri skort á fagkennurum í framhalds- skólum en verið hefur sem gæti leitt til þess að áhugi og árangur íslenskra nem- enda minnkaði enn í raungreinum. Að mati Guðmundar mun það taka 20 ár að laga þetta ástand eftir að farið verður að sinna raunvísindum af alvöru í framhalds- skólum, eins og hann tekur til orða. Hér er grunnvandinn sem íyrr sá að grunnskólabörn fá ekki nægilega góða til- sögn og erum við þá aftur komin að menntun kennaranna og hæfni. En jafn- framt er ljóst að lág laun kennara standa grunn- og framhaldsskólunum fyrir þrif- um. Það er óumflýjanlegt að leiðrétta kjör þessarar stéttar ef laða á hæft fólk inn í skólana. Vandi háskólans er í raun sá sami. Mik- ilvægt skref var þó stigið í júlí síðastliðn- um þegar kjaranefnd úrskurðaði um kjör háskólaprófessora þannig að laun þeirra breyttust um 50% frá síðustu áramótum. Um leið var tekin upp sú ánægjulega ný- breytni að hækkun milli launaflokka ræðst af árangri í starfi, afköstum við rannsóknir, kennslu og stjórnun. Hugs- anlega er þessi leiðrétting á launum pró- fessora til merkis um hugarfarsbreytingu gagnvart háskólanum og hlutverki hans. í framhaldi þarf að renna styrkari stoð- um undir grunnrannsóknir í landinu en skilning hefur skort á því hjá stjórnvöld- um og almenningi að þær eru ein megin- forsendan fyrir skapandi og frjóu at- vinnu- og menningarlífi. Opinberir styrk- ir til rannsókna hafa farið hækkandi á síð- ustu árum en betur má ef duga skal. Árið 1995 voru opinberir styrkir til rannsókna hér á landi 7 milljarðar króna en um 30% þeirrar upphæðar komu frá einkafyrir- tækjum. Þessi upphæð er um 1,5% af landsframleiðslu. Arið 1997 voru styrkirnir hins vegar komnir á tíunda milljarð sem eru um 1,7% af landsfram- leiðslu. Hækkunin er því töluverð en sam- anburðurinn við aðrar þjóðir er okkur samt ekki hagstæður. Evrópusambands- þjóðir veita þannig að meðaltali um 2% af landsframleiðslu til rannsókna en sam- svarandi tala hjá framsæknum þjóðum eins og Japönum, Bandaríkjamönnum og nágrönnum okkar Svíum er hins vegar um 3%. Finnar hafa svo lagt æ meiri áherslu á þennan þátt en þeir voru meðal þeirra þjóða Evrópu sem lögðu hvað minnst til rannsókna; stefna þeir að því að framlagið verði orðið 2,9% af lands- framleiðslu árið 2000. Augljóst er að ef íslendingar ætla ekki að dragast enn meira aftur úr þessum þjóðum verður að auka framlög til rannsókna og efla há- skólann enn frekar. Hægt væri að setja á langa ræðu um eðli, hlutverk og gildi fræðaseturs á borð við Háskóla Islands en segja má að orð Páls Skúlasonar, rektors skólans, sem höfð voru eftir honum í viðtali hér í Morg- unblaðinu síðastliðinn sunnudag, segi það sem segja þarf. „Allt fræðastarf er ný- sköpun sem enginn veit fyi’irfram hvað getur af sér. Enginn veit hvenær einhver gerir mikilvæga uppgötvun eða uppfinn- ingu, hvenær ný hugmynd fæðist. Gildi fræðanna er að vera ótæmandi uppspretta hugmynda um eitthvað nýtt og merkilegt í heiminum og kveikja athafna.“ Morgunblaðið/Freysteinn G. Jónsson „í framhaldi þarf að renna styrkari stoðum undir grunnrannsóknir í iandinu en skiin- ing hefur skort á því hjá stjórnvöld- um að þær eru ein meginforsendan fyrir skapandi og frjóu atvinnu- og menningarlífi. Op- inberir styrkir til rannsókna hafa farið hækkandi á síðustu árum en betur má ef duga skal.“

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.