Morgunblaðið - 13.09.1998, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 13.09.1998, Blaðsíða 16
16 SUNNUDAGUR 13. SEPTEMBER 1998 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Fyrirlestur um þýðingar og þýðingar- fræði DR. Astráður Eysteinsson pró- fessor flytui' opinberan fyrir- lestur um þýðingar og þýðing- arfræði í Pjóðarbók- hlöðunni, mánudaginn 14. september kl. 17.15, á fæðingardegi dr. Sigurðar Nordals. Fyrirlestur- inn er í boði Stofnunar Sigurðar Nor- dals og nefnist „Babelskui’ arfui-: Um þýðingar og þýðendur.“ Astráður Eysteinsson er pró- fessor í bókmenntafræði við Háskóla Islands. Hann hefur um árabil kennt þýðingarfræði við skólann. Þá hefur hann þýtt erlendar bókmenntir á ís- lensku. Ástráður fjallar um þýðingar og bókmenntir í bók sinni Tvímæli sem Bókmennta- fræðistofnun gaf út árið 1996. í tengslum við fyrirlestur Ástráðs verður opnuð sýning í Þjóðarbókhlöðunni á þýðingum á íslenskum bókmenntum á önnur mál. Sýningum lýkur Listasafn ASI SÝNINGUM Sigríðar Ólafs- dóttur í Ásmundarsai og Hel- enu Guttormsdóttur í Gryíj- unni lýkur í dag, sunnudag. Safnið er opið frá kl. 14-18. Gallerí Fold Höggmyndasýningu Sus- anne Christensen í baksal Gall- erís Foldar við Rauðarárstíg lýkur í dag, sunnudag. Galleríið er opið daglega frá kl. 10-18, laugardaga kl. 10-17 og sunnudaga kl. 14-17. Grafíksýning framlengd GRAFÍKSÝNIG Sveinbjargar Hallgrímsdóttur í Listmuna- húsi Ófeigs, Skólavörðugstíg 5, hefur verið framlengd um eina viku. Sýningin er opin þegar List- munahúsið er opið, mánu- daga-föstudaga kl. 10-18 og laugardaga kl. 11-14. Sýning- unni lýkur laugardaginn 19. september. Málverkasýn- ing í Ólafsvík SIGRÚN Jónsdóttir myndlist- armaður opnar málverkasýn- ingu á Hótel Höfða í Ólafsvík sunnudaginn 13. desember. A sýningunni eru 42 myndir og er þetta hennar 18. einka- sýnig. Sýnigunni er sölusýning og lýkur sunnudaginn 20. septem- ber. Sýningin er opin daglega frá kl. 16-22. Leikhússport í Iðnó KEPPNI í leikhússporti verð- ur í Iðnó, mánudagskvöld kl. 20.30. Þetta er í þriðja sinn sem sem slík keppni er haldin. Kynnir er Benedikt Erlings- son. ERLEIVDAR BÆKUR Spennusaga 10 LB. PENALTY eftir Dick Francis. Jove Books 1998. 306 síður. BRESKI metsöluhöfundurinn Dick Francis hefur skrifað eitthvað tæplega fjörutíu spennusögur á sín- um ferli sem flestar ef ekki allar bera áhuga hans á veðreiðum og hestamennsku fagurt vitni. Hann á stóran hóp dyggra lesenda og hafa bækur hans verið þýddar á fjölmörg tungumál meðal annars íslensku. Francis sendir að meðaltali frá sér eina bók á ári og nýlega kom sú nýjasta, „10 lb. Penalty“, út í vasa- broti. Það er ósköp fáguð en viðburðasnauð saga um samband fóður og sonar og er tileinkuð syni höfundarins svo kannski er Fi'ancis með henni að brúa kynslóðabilið. Það er aldrei að vita. Leiðin í Downingstræti 10 Heiti bókarinnar er fengið úr máli þeirra sem stunda veðreiðarnar og vísar til þess, ef rétt er skilið, að undir ákveðnum kringumstæðum ei'u hestar þyngdir með litlum lóðum Faðir og sonur, hross og pólitík fyrir kappreiðar til þess að jafna keppn- ina. Aðalpersóna sög- unnar þráir það heit- ast að verða frægur knapi. Hann er átján ára sonur upprenn- andi stjórnmála- manns. Karl faðir hans kemur því svo íyrir að hann er rek- inn frá efnilegu hrossabúi en fer þess í stað að vinna fyrir föð- ur sinn í kosninga- baráttu á lands- byggðinni. Það helsta sem ger- ist í kosningunum er að skotið er á fóður drengsins og honum með því sýnt banatilræði. Einnig er fiktað í Range Rover jepp- anum hans. Einhverjum er greini- lega mjög umhugað um að karlinn komist ekki á þing en ekki vinnst tími til þess að garfa mikið í málinu því nóg er að starfa, hampa börnum, hitta húsmæður, halda fundi, vinna kosn- ingar. Fyrr en vaiir er allt um garð gengið, árin líða, faðirinn stefnir á Downingstræti 10 og viti menn, enn er honum hætta búin. Eins og áður sagði er hér um einstaklega átakalitla sögu að ræða sem á auðvelt með að svæfa lesandann. Ein- faldleikinn er alls- ráðandi. Annað hvort eru persónur Francis sér- staklega vel af guði gerðar og ghmrandi í öllu því sem þær taka sér fyrir hendur eða þajr eru lævísar og ómerkilegar og jafnvel tilbúnar að myrða úr launsátri. Stjórnmálamað- urinn, faðir drengsins, er svo full- komið valmenni að maður er ekki í minnsta vafa um að hann mun gista Dick Francis Dagur Islend- inganna KIMISI Sólon Is 1 anilus JAZZHÁTÍÐ REYKJAVÍKUR Tríó Michaels Kneihs. Michael Kneihs pianó, Bjarni Sveinbjörnsson bassa og Pétur Grétarsson trommur. Föstudaginn 11.9. 1998. FÖSTUDAGUR á cjjasshátíð var dagur íslendinganna. Atta hljómsveitir léku í miðborg Reykja- víkur og á Kringlukránni. Fimm alís- lenskar, tvær leiddai- af útlendingum tengdum íslandi og sú áttunda sænsk: Drum ‘n’ Bass sveitin Yoga. Þrjár sveitanna voru undir stjórn söngkvenna, hinnar pólsku Natönzu Kurek, sem gift er Guðlaugi Guð- mundssyni bassaleikara, Kristjonu Stefánsdóttur frá Selfossi, sem stundar nám í djasssöng við tónlist- arakademíuna í Amsterdam og Andreu Gylfadóttur, sem alltof sjaldan lætur ljós sitt skína sem djasssöngkona. Ómar Axelsson lék með kvartetti sínum á Kringlu- kránni og Jazzmenn Alfreðs Al- freðsson léku á Fógetanum. í dómi í Politiken um hljómdisk Gunnars Ormslevs taldi Boris Rabinowitsch Alfreð fyrsta módeme djas- strommara íslands. Alfreð trommar alltof sjaldan núorðið. Hann hefur tvisvar áður leikið á djasshátíðinni í Reykjavík. í fyrra skipti með hljóm- sveit Arna Schevings og Pantti Lasanen og í það síðara með hljóm- sveit sinni og Jóns Möllers píanista. Jón er annar djassleikari sem alltof sjaldan heyrist í, en hann er ekki við píanóið hjá Alfreð núna heldur bróð- ir hans Carl. Þorleifur Gíslason blæs í saxófón með Jazzmönnunum og hann er einnig alltof sjaldan í sviðsljósinu. Með þeim leika svo yngri menn: Stefán O. Jakobsson básúnuleikari og Birgir Bragason bassisti. Michael Kneihs er austurískur, en móðir hans fædd hér á landi; píanist- inn Sibyl Urbancic. Hún er dóttir kraftaverkamannsins í íslensku tón- listarlífí - Victors Urbancic og Pétur bróðir hennar var ágætur djass- bassaleikari á árum áður. Hálfsystir Michaels er svo leikkonan Rut Ólafs- dóttir, sem lék aðalkvenhlutverkið í Tár úr steini. Michael lék klassískt bíbopp og standarda, sem hann hefur útsett fyrir píanótríó og með honum léku Bjarni Sveinbjörnsson á bassa, en hann leikur m.a. með Kuran Swing og á trommumar Pétur Grétarsson, sem er jafnvígur á bíbopp og frjáls- djass, sem leikhústónlist og allt hvað nafnið hefur. Þeir hófu leikinn á blús sem Miles Davis er skrifaður fyrir: Blues By Five og helltu sér síðan útí ópus eftir Bud Powell: Celia. Bud Powell er mestur allra bíbopp píanista í mínum huga og ekki heiglum hent að leika verk hans. Michael komst þokkalega frá því, en greinilegt er að hann er ekki rútíneraður djasspíanisti, enda fæst hann mikið við kennslu jafn- framt að leika djass. Hann var betri í standördunum og útsetning hans á The Way You Look Tonight skemmtileg og Body And Soul, My Romance og If I Schould Loose You leikin af næmni. Bjama Sveinbjörns- son vantar Iíka rútínuna, en hann er einstaklega smekklegur bassaleik- ari, en oft hætti honum til að vera helst til kraftlítill. Það á ekki við um Pétur Grétarsson. Hann keyrði upp sveifluna og átti góða sólóa, sér í lagi í Jobimsömbu, en sú var tíðin að sömburnar voru ekki hans sterkasta hlið. Þetta var ljúft kvöld, en Kneihs hefur ekki enn tekist að skapa sér persónulegan stíl, en það á því miður við um ansi marga djassleikara nú um stundir. Troðfullt var á Sóloni og þó kaldir vindar blésu um stræti Reykja- víkur á fóstudagskvöld lét fólk það ekki aftra sér frá að fara á milli staða og hlýða á djassinn. í kvöld lýkur svo djasshátíð Reykjavíkur er Ray Brown og félagar leika í íslensku óperunni. Löngu er uppselt á þá tón- leika. Vernharður Linnet Downingstræti fyrr en varir þótt Francis geri máttvana tilraunir til þess að setja stein í götu hans. Gula pressan Almesti þrjótur sögunnar er blaðamaður á vegum gulu pressunn- ar, ljótur bæði og úrillur, sem hefur yndi af að grafa upp slúður úr fortíðinni; hann er eini karakterinn sem er eitthvað nálægt því að vera skemmtilegur. Sögumaðurinn, sonur verðandi forsætisráðherra, er skyn- ugur strákur en hálfgert dauðyfli; aðdáun hans á karli föður sínum er takmarkalaus og veit ég ekki hvort hún á sér einhverja samsvörun í lífi Francis. Aðrar persónur sögunnar eru lítt áhugaverðar. Francis tekur sinn tíma í að segja söguna og hikar til dæmis ekki við að lýsa nákvæmlega ferðalagi um for- sætisráðherrabústaðinn og því sem fyrir augu ber. Tilgangurinn með því er alls óviss og líkt og annað í sögunni ekki líklegt til þess að fá hjarta les- andans til þess að slá örar. Bókin er sjálfsagt ágæt viðbót þeim sem yndi hafa af að lesa sögur Dick Francis og líkar hinn hófstillti og kurteisi breski frásagnarstíll og rólyndislega andrúmsloft. Fyi’ir spennufíkla er þessi saga þó alls ekki. Arnaldur Indriðason JAZZHÁTÍÐ Reykjavíkur 1998 lýkur í dag Sólon Islandus Tríó Ólafs Stephensen leikur „Pönnukökujazz" kl. 15. Tríóið skipa, auk Ólafs Stephensen, sem leikur á píanó, Tómas R. Einarsson, sem spilar á kontra- bassa, og Guðmundur R. Ein- arsson trommuleikari. Islenska óperan Tríó Ray Brown, kl. 21. í tríóinu eru með Ray, sem leikur á kontrabassa, Geoff Keezer, píanóleikari og Kareem Riggins trommuleikari. Anna Júlía sýnir í Galleríi Nema hvað NU stendur yfir sýning Önnu Júlíu Friðbjömsdóttur í Gall- erínu Nema hvað, (áður Fiskur- inn), á Skólavörðustíg 22c. Anna Júlía sýnir verkstúfa með vísindalegu ívafi og em verkin að hluta partur af út- skriftarverki hennai- frá London Guildhall University nú í sumar. Sýningin stendur til 27. sept- ember og er opin fimmtudaga og fóstudaga kl. 15-19 og laug- ardaga og sunnudaga kl. 14-17. Dansflokkurinn Nýr fram- kvæmdastjóri MAGNÚS Ámi Skúlason hefur látið af starfi framkvæmdastjóra íslenska dansflokksins eftir rúmlega tveggja ára starf og var Valgeir Valdimarsson ráðinn til starfans frá 1. september sl. Valgeir er 26 ára heim- spekinemi og hefur m.a. starfað að auglýsinga- og kynningar- málum. Um síðustu páska vann Valgeir að uppsetningu Kórs Langholtskirkju á Mattheus- arpassíunni og hefur veitt Sin- fóníuhljómsveitinni ráðgjöf um Sinfóníuvefinn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.