Morgunblaðið - 13.09.1998, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 13.09.1998, Blaðsíða 64
TNT Express Worldwide 580 1010 íslandspóstur hf Hraðflutningar MORGVNBLABIÐ, KRINGLAN1,103 REYKJAVIK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF 5691181 PÓSTHÓLF3040, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1 SUNNUDAGUR 13. SEPTEMBER 1998 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Rannsókn prófessors við HI Minni vímuefna- neysla með leið- andi uppeldi UPPELDISHÆTTIR foreldra geta haft áhrif á það hvort ungling- ar neyta áfengis og vímuefna. Þannig eru unglingar sem búa við leiðandi uppeldishætti ólíklegri til að hafa neytt áfengis við 14 ára ald- ur og til að drekka mikið í senn við 17 ára aldur en þeir sem búa við af- skiptalausa uppeldishætti. Þetta kemur fram í niðurstöðum viðamik- illar rannsóknar á áfengis- og fíkni- efnanotkun unglinga sem Sigrún Aðalbjarnardóttir, prófessor við Háskóla Islands, hefur gert. Við rannsóknina byggði Sigrún á Morgunblaðið/Árni Sæberg Skoða lífið úr sjónum BORN og fullorðnir höfðu margt að skoða í Sjávarútvegshúsinu við Skúlagötu í Reykjavík á degi hafsins í gær. Þar kynntu Haf- rannsóknastofnun, Rannsókna- stofnun fiskiðnaðarins og Fiski- stofa starfsemi sína á líflegan hátt. Um landið allt var dagurinn haldinn hátíðlegur í sjóminja- söfnum og rannsóknastofnunum og bryddað upp á ýmsum tiltækj- um í tilefni dagsins. Teflt um sæti í 2. umferð MARGEIR Pétursson og Þröstur Þórhallsson annars vegai' og Helgi Olafsson og John Rpdgaard frá Færeyjum hins vegar áttu að tefla til þrautar í gær, laugardag, um sæti í 2. umferð á svæðamóti Norðurlanda í skák í Danmörku. Fyrst tefla skákmennirnir tvær 'atskákir, 25 mínútur til umhugsunai' á mann. Ef þeir eru enn jafnir tefla þeir tvær 15 mínútna skákir, síðan tvær skákir, þar sem hvítur hefm- 4 mínútur og svartur 5, og ef þeir eru enn jafnir tefla þeir bráðabana þar sem fyrsta sigurskák tryggir sæti í annarri umferð sem hefst í dag. ■ Hannes Hlífar/42 kenningum Díönu Baumrind, sem hefur gert greinarmun á ferns kon- ar uppeldisháttum, leiðandi, eftir- látum, skipandi og afskiptalausum. Samkvæmt skilgreiningunni krefj- ast leiðandi foreldrar þroskaðrar hegðunar af barninu og taka vel á móti hugmyndum þess. Þeir setja skýr mörk um hvað er tilhlýðilegt og hvað ekki, nota til þess útskýr- ingar og hvetja börnin til að skýra út sjónarmið sín. Börn leiðandi foreldra drekka minna og neyta síður vímuefna Eftirlátir foreldrar bregðast vel við hugmyndum barna sinna, leyfa töluverða sjálfstjórn og sýna þeim hlýju. Þeir setja börnum sínum hins vegar ekki skýr mörk. Skipandi for- eldrar stjórna hins vegar börnum sínum með boðum og bönnum og þeir refsa þeim fyrir misgjörðh-. Af- skiptalausir foreldrar ala börnin upp í stjórnleysi, setja ekki mörk og gera ekld kröfur til þeirra. Við 14 ára aldur höfðu 42% þeirra sem áttu leiðandi foreldra prófað áfengi, 46% eftirlátra for- eldra, 67% skipandi foreldra og 71% afskiptalausra foreldra. Sama var upp á teningnum þegar litið var á vímuefnaneyslu unglinganna. 45% unglinganna sem höfðu prófað hass 17 ára áttu afskiptalausa for- eldra, 38% eftirláta, 18% skipandi og 12% leiðandi. Sigrún segir að þessi rannsókn sendi skýr skilaboð til foreldra um að leiðandi uppeldishættir séu væn- legastir til árangurs. ■ Unglingar afskiptalausra/12 Umboðsmaður um UMBOÐSMAÐUR Alþingis, Gaukur Jörundsson, telur að ákvörðun bæjarstjórnar Hafnar- fjarðar um að veita Valgerði Sig- urðardóttur lausn frá störfum í hafnarstjórn og frá starfi for- manns hafnarstjórnar hafi farið í bága við fyrirmæli í sveitarstjórn- arlögum. Sjálfstæðisflokkur og Al- þýðubandalag mynduðu meiri- hluta bæjarstjórnar eftir kosning- ar 1994 en eftir að upp úr sam- starfinu slitnaði 1995 ákvað nýr meirihluti að kosið skyldi að nýju í hafnarstjórn og skólanefnd grunn- skóla og var það gert í febrúar 1997. Nýjan meirihluta mynduðu full- trúar Alþýðuflokks og tveir full- trúar Sjálfstæðisflokksins. Val- gerður og Magnús Gunnarsson, hinn bæjarfulltrúi Sjálfstæðis- flokksins sem ekki stóð að hinum nýja meiríhluta, mótmæltu tillög- unni um nýja kosningu í bæjar- stjórninni. Þau sendu stjórnsýslu- kæru til félagsmálaráðuneytisins í mars 1997 og kröfðust þess að ákvarðanir nýja meirihlutans hvað þetta varðaði yrðu felldar úr gildi. Vitnuðu þau til sveitarstjórnarlaga og reglugerða og töldu að hafnar- stjórn og skólanefnd, sem kjörnar voru við upphaf kjörtímabils, væru rétt kjörnar til loka kjörtímabils Húsbílafólk í vanda við Nýjadal BJÖRGUNARSVEITIN Da- grenning fór í gærmorgun til móts við fólk á húsbfl við Nýja- dal á Sprengisandsleið, en fólk- ið hafði óskað eftir hjálp. Að sögn lögreglunnar á Hvolsvelli var skafrenningur á leiðinni og skyggni 1-200 metr- ar og var farið að skafa ofan í hjólfór bflsins. Treysti fólkið sér ekki til byggða og óskaði því eftir hjálp björgunarsveitarinn- ar. Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni á hádegi í gær var hálka og hálkublettir víða á heiðum á Vestfjörðum og á Mý- vatns- og Möðrudalsöræfum og á Vopnafjarðarheiði var krap. Ófært var um Hellisheiði eystri. A Mýrdalssandi var hvasst en ferðafært. Sluppu naumlega er 35 tonna skipskrani féll OHAPP varð um borð í flutninga- skipinu Reykjafossi, við nyrðri hafnargarðinn í Dalvík, um kl. 11 í gærmorgun. Festingar á 35 tonna skipskrana, sem var að hífa 40 feta frystigám, gáfu sig, með þeim afleiðingum að kraninn féll niður. Einn maður var að störfum í stjórnhúsi framan á krananum og var í fyrstu óttast að hann hefði slasast er stjómhúsið varð undir krananum. Betur fór en á horfðist því manninum tókst að skríða út úr stjómhúsinu og undan krananum. Talið er að hann hafi sloppið við meiðsl. Nokkrir menn voru að vinna við kranann og samkvæmt lögreglunni tókst þeim að kasta sér frá þegar kraninn féll niður. Morgunblaðið/Anna G. Ólafsdóttir Morgunblaðið/Sig. Sigm. Fé af fjalli GÖNGUR og réttir eru að hefjast víða um land. Hrunamenn drógu fé sitt í dilka í Hrunarétt á föstu- dag. Rann safnið niður Tungu- fellsdal í slóð fremstu leitar- manna. Sama dag réttuðu Gnúp- verjar í Skaftholtstungnarétt, þar sem hnátan á minni mynd- inni, Auður Olga Amardóttir, fylgdist með af réttarveggnum. breytingar á hafnarstjórn í Hafnarfírði á síðasta kjörtímabili Brýtur í bága við sveitar- stjórnarlög þar sem hvorki hafnarreglugerð né lögum um grannskóla hefði ver- ið breytt. Ráðuneytið taldi ekki hafa verið brotið í bága við ákvæði sveitar- stjómai-laga og í framhaldi af því kvartaði Valgerður Sigurðardóttir við umboðsmann Alþingis.- Í niður- stöðu hans segir að yfirleitt séu at- vik þannig þegar upp úr meiri- hlutasamstarfi slitni að nýr meiri- hluti hafi ráðandi stöðu í nefndum á vegum sveitarstjórnar en málið horfi öðruvísi við þegar tveir full- trúar Sjálfstæðisflokks myndi nýj- an meirihluta með'öðram ílokki og tveir fulltrúar séu í „stjórnarand- stöðu“. I bréfi bæjarstjórnar Hafnar- fjarðar til umboðsmanns Alþingis 11. september 1997 kemur fram að ákvörðun bæjarstjórnar um að veita hafnarstjórnarmönnum lausn frá störfum hafi verið byggð á því sjónarmiði að meirihluti hafnar- stjórnar hefði önnur viðhorf til stjórnunar bæjarins en meirihluti bæjarstjórnar. Umboðsmaður bendir á ákvæði í 2. mgr. 40. grein- ar sveitarstjórnarlaga þar sem segir: „Sveitarstjórnarmaður er einungis bundinn af lögum og sannfæringu sinni um afstöðu til einstakra mála og honum ber að gegna störfum af alúð og sam- viskusemi.“ Önnur viðhorf en hjá meirihlutanum Segir hann að telja verði að þetta gildi einnig um þá sem sitja í nefndum, ráðum og stjórnum á vegum sveitarfélaga og telur hann það byggjast á svipuðum viðhorf- um cg fram koma í 48. grein stjórnarskrárinnar þar sem segir að þingmenn séu eingöngu bundn- ir við sannfæringu sína en ekki við neinar reglur frá kjósendum. Um- boð þingmanna verði því ekki aft- urkallað þótt þeir skipti um stjórnmálaflokk eða gangi gegn skoðunum flokks síns í ákveðnum málum. „Á sama hátt er hlutverk 2. mgr. 40. gr. sveitarstjórnarlaga að tryggja, að þeir, sem sitja í sveit- arstjórnum eða nefndum á vegum sveitarfélaga, séu sjálfstæðir í starfi. Verður nefndarmönnum ekki veitt lausn frá störfum þótt skoðanir þeirra séu ekki þóknan- legar ríkjandi meirihluta í sveitar- stjórn. Fór sú ákvörðun bæjar- stjórnar Hafnarfjarðarkaupstað- ar, að veita Valgerði lausn frá störfum í hafnarstjórn vegna við- horfa hennar til stjórnar bæjarfé- lagsins því í bága við ákvæði 5. mgr. 63. gr., sbr. 2. mgr. 40. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 8/1986. Á grundvelli þessara sjónarmiða var einnig ólögmætt að víkja Valgerði úr sæti formanns hafnarstjórnar og kjósa nýjan í hennar stað,“ seg- ir í greinargerð umboðsmanns Al- þingis.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.