Morgunblaðið - 13.09.1998, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 13.09.1998, Blaðsíða 40
40 SUNNUDAGUR 13. SEPTEMBER 1998 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Kristján Friðrik Þorsteinsson fæddist á Akranesi 29. mars 1957. Hann lést á heimili sínu í Svíþjóð sunnudag- inn 23. ágúst sl. For- eldrar hans voru Guðrún Frances Ágústsdóttir, f. 22.5. 1937, búsett í Gauta- borg og Þorsteinn Valgeirsson frá Keflavík, f. 6.4. 1936, d. 23.4. 1984. Þau slitu samvistum í júní 1957. Guðrún giftist Magnúsi Guðjónss. f. 16.12, 1934 þann 19. júlí 1958. Systkini Kristjáns voru frá móð- Ástkæri fóstursonur. Ég varð harmi lostinn þegar ég fékk fréttina um að þú væri látinn. Aðeins um þremur vikum fyrir and- lát þitt sáumst við síðast, þegar þú komst til Gautaþorgar í byrjun ágúst. Það lá vel á þér og þegar þú kvaddir óraði mig ekki fyrir því að það yrði hinsta kveðjan, því þú ætl- aðir að koma til baka í september. Það sem huggar mig í sorginni er að ég á góðar minningar um þig. Elsku Kiddi minn, ég er mjög þakklátur fyrir að kynnast þér, þú hefur verið í mínu lífi frá því að þú varst nokkra mánaða gamall. Við höfum alla tíð verið sem feðgar. Ég bið nú Guð að blessa sál þína. Ég trúi því að við eigum eftir að hittast á ný í himna- ríki og vera þar saman að eilífu. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem.) Hvíl í friði. Þinn fósturfaðir Magnús Guðjónsson. Astkæri bróðir okkar. Það er erfitt að sætta sig við að þú kvaddir lífið svo snögglega. En það er huggun í sorginni að eiga ur, Katrín Þuríður Magnúsd., f. 23.11. 1964, Guðjón Her- mann Magnússon, f. 27.5. 1966, og Ágústa Særún Magnúsdóttir, f. 16.5. 1967. Frá föð- ur, Kristján Árni Þorsteinsson, f. 29.3. 1961, Jónas Ingvar Þorsteinsson, f. 2.8. 1963, d. 14.3. 1964, Jónas Freydal Þor- steinsson, f. 26.4. 1965, Þröstur Val- dór Þorsteinsson, f. 5.5. 1967. Krislján var jarðsunginn og jarðsettur við Garðakirkju. svo margar góðar minningar um þig, sem lifa áfram í hjörtum okkar. Þú varst stóri bróðir sem kenndir okkur að hjóla, fórst með okkur í veiðitúra, passaðir okkur og lékst við okkur. Börn áttu alltaf stórt pláss í hjarta þínu og eftir að þú eignaðist systkinabörnin þá voru þau þitt stolt og yndi. Þú eignaðist líka nokkra litla skjólstæðinga gegnum árin. Þú hafðir gott hjarta og varst alltaf viljugur að hjálpa. Við vitum að þú átt mikil laun á himnum. Þú hafðir svo blíðlegan húmor. Eins og svo margir ungir menn, leiddist þú út á rangan veg, sem var þín þraut allt þitt líf. Þú reyndir oft að sporna við því, þú þráðir svo eðlilegt líf og fjölskyldu. Þú fluttist til Svíþjóðar jólin 1995. Þá bjuggum við öll fjölskyldan þar, og var þetta sá tími sem við vorum mest saman. Þú stóðst þig líka vel með þitt vandamál, við vorum öll svo stolt af þér. Þín er sárt saknað af mörgum og við vitum að þú varst mörgum til blessunar. Við höfum hitt marga vini þína eftir andlát þitt, og allir höfðu sömu sögu að segja, þú varst öllum svo hjálpsam- ur, örlátur og viljugur. Við vitum að Jesús huggar þig og þér líður vel. Nú færð þú allar þínar óskir upp- fylltar. Þú kvaddir þennan heim, en lifir að eilífu í himnaríki, þar sem við hittumst aftur og verðum þá saman um eilífð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Elsku Kiddi, við viljum þakka þér fyrir allt sem þú gafst okkur og við finnum að þú ert enn að kenna okk- ur, þú skilur mikið eftir þig. Við elskum þig, þín systkini Katrín (Kata), Guðjón (Gaui) og Ágústa. Frá vinum Kristjáns í BRO Elska og trúfesti mætast réttlæti og friður kyssast. Trúfesti sprettur upp af jörðinni og réttlæti lítur niður af himni. Þá gefur og Drottinn gæði og land vort veitir afurðir sínar. Réttlæti fer fyrir honum og friður fylgir skrefum hans. (Sálmur 85:11—14.) Kristján var ekki hátíðlegur, heldur einfaldur og hann sjálfur, þannig viljum við minnast hans. Maður verður einfaldlega glaður við að hugsa um hann, því hver gat ver- ið innilega glaðari og leikandi spaugsamari en hann? Hann hafði ævinlega svo margt í takinu en gat samt næstum alltaf gefið sér tíma. Þó að innra með hon- um væri áreiðanlega oft annar veru- leiki á ferðinni, var friður og ró í kringum hann, manni leið einfald- lega vel í návist hans. Hann elskaði böm og börn löðuð- ust að honum. Hann var óþreytandi að gera við hjólin þeirra, leikföngin og dótið. Nú þegar Kristján er horf- inn héðan, hittum við æ fleiri börn sem elskuðu hann og syrgja vininn sinn. Við urðum snortin af trú Krist- jáns og og þrá eftir Guði, sem gerði hann sterkan þegar á móti blés og honum tókst að vera ljós í myrkri, og leiðbeina öðrum. Avextirnir af þessu eru þegar augljósir en við eigum eftir að sjá meira og meira. Við vorum vinir þínir, Kiddi, og okkur finnst að þú hafir verið vinur okkar. Þú munt alltaf eiga pláss í hjarta okkar. Við biðjum fyrir dásamlegu fjöl- skyldunni þinni sem þú elskaðir svo mikið. Sælir eru hjartahreinir, því að þeir munu Guð sjá. (Matt. 5:6.) KRISTJAN FRIÐRIK ÞORSTEINSSON Sérfræðingar í blóniaskreytingum við öll tækifæri Skólavörðustíg 12, á horni Bergstaðastrætis, sími 551 ‘>»90 'S £ £ % £ /lK,.\SsS Þegar andlát ber að höndum Útfararstofa kirkjugarðanna ehf. Sími 551 1266 Alian sólarhringinn INGIBJÖRG STEINÞÓRSDÓTTIR + Ingibjörg Stein- þórsdóttir fædd- ist í Ólafsvík 17. jan- úar 1919. Hún lést á Landakotsspítala 28. ágúst síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Ólafsvíkur- kirkju 5. september. Elsku Inga amma. Nú ertu farin til Guðs og þó ég sakni þín þá veit ég að þér líður vel núna. Ég kynntist þér fyrst fyrir fímm árum þegar ég fluttist til Persónuleg, alhliða útfararþjónusta. Sverrír Olsen, Sverrir Einarsson, útfararstjóri útfararstjóri Útfararstofa íslands Suðurhlið 35 ♦ Sími 581 3300 Allan sólarhringinn. www.utfararstofa.ehf.is/ Ólafsvíkur með for- eldrum mínum og systkinum. Við bjugg- um þar í rúmlega hálft ár á neðri hæðinni hjá þér, og þann tíma varst þú mér eins og sannkölluð amma, enda kallaði ég þig alltaf „Ingu ömmu“. Þú hafðir svo gaman af að fá mig í heimsókn og ég hafði svo gaman af að koma til þín, enda áttirðu alltaf eitt- hvað gott í litla munna. Það var ansi oft að mamma var farin að leita að mér þegar ég áti að vera að leika mér úti, en þá hefði ég laumað mér upp á efri hæðina til þín, og sat þar í góðu yfirlæti. Og þó að þú ættir erfitt með að tala vegna lasleika þíns gekk mér vel að skilja þig. Það var mikill samgangur á milli hæða, enda varstu mikill vinur allra á heimilinu. Ég bið Guð að passa þig og hugsa vel um þig, elsku Inga amma mín, og mamma, pabbi og Páll, Sigrún, Doddi og Rakel Rósa biðja þess líka. Þakka þér fyrir allt sem þú gerðir fyrir okkur. Meú angurblíúri bamsins þrá í bæn ég minnist þín. Bið ljóssins Guð um lækning þá, Ijúfasta vina mín. Þín vinkona, Theodóra Sif. STEFAN JON BJÖRNSSON + Stefán Jón Björnsson, fyrr- verandi skrifstofu- stjóri á Skattstofu Reykjavíkur, fæddist að Þverá í Iiallárdal hinn 22. september 1905. Hann lést á Hjúkrunarheimilinu Eir í Grafarvogi 29. ágúst síðastliðinn og fór útför hans fram frá Fossvogskapellu 8. september. Meðan veðrið er stætt berðu höfuðið hátt og hræðstu eigi skugga á leið. Bak við dimmasta él glitrar lævirkjans ljóð upp við ljóshvolfin björt og heið þó steypist í gegn þér stormur og rep og þó byrðin sé þung sem þú berð þá stattu fast og vit fyrir víst þú ert aldrei einn á ferð. (Rogers, Hammerstein) Elsku Stefán afi, nú er kall þitt komið og þú meðal ástvina á öðru tilverustigi og orðinn frískur aftur. Berðu Láru ömmu kveðju mína. Ég vil þakka þér, elsku afi minn, allan hlýhuginn sem þú barst til mín og fjölskyldu minnar. Það sem mér er minnis- stæðast eru stundimar sem ég átti með þér í Úthlíðinni er ég var búsett í Reykjavík um stund. Alltaf tókstu svo vel á móti mér og varst glaður í bragði, hitaðir tevatn og bauðst mér brauð. Þá hófst sögust- und sem ég hafði mikla unun af, enda fannst mér þú merkilegur karl. Þú talaðir um for- eldra þína, æsku, upp- vaxtarár og um Láru ömmu, sem ég hitti aldrei. Það sem mér finnst verst í dag er að hafa ekki skrifað upp frásögn þína til varðveislu fyrir mig, því þú hafðir lifað merkilega tíma. Alltaf varstu einstaklega vel klæddur, strokinn og finn. Þannig minnist ég þín, elsku afi minn. Ég, Elís, Kjartan Björn og Krist- ín Inga hugsum til þín með hlýhug og þakklæti yfir því að hafa fengið að kynnast þér. Blessuð sé minning þín og guð veri með þér. Þin sonardóttir (frænka), Ragnheiður Kristín Björnsdóttir. ÁSLAUG GÍSLADÓTTIR + Áslaug Gísladóttir fæddist á Torfastöðum í Grafningi 17. ágúst 1923. Hún Iést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 2. september síðast- liðinn og fór útför hennar fram frá Bústaðakirkju 8. september. Elsku amma mín. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Þýð. S. Egilsson.) Takk fyrir allt. Þinn Ólafur Kolbeinsson. Þegar við kveðjum okkar góðu vinkonu Áslaugu, kemur fyrst í hugann þakklæti fyrir allt sem hún var okkur, sem með henni störfuð- um í Kvenfélagi Bústaðasóknar og viljum við taka undir með Margréti Jónsdóttur skáldkonu er hún segir: Ég þakka allt frá okkar fyrstu kynnum, það yrði margt, ef telja skyldi það. I lífsins bók það lifir samt í minnum, er letrað skýrt á eitt hvert hennar blað. Ég fann í þínu heita, stóra hjarta þá helgu tryggð og vináttunnar Ijós, er gerir jafnvel dimma daga bjarta, úr dufti lætur spretta lífsins rós. Áslaug var okkur í kvenfélaginu mikils virði. Alltaf var hún hress og kát og tilbúin að taka þátt í starfi okkar. Við munum alltaf minnast hennar með virðingu og þökk fyrir hennar fórnfúsa sjálfboðaliðastaif fyrir aldraða í sókninni. Konan sem tók brosandi á móti miðvikudags- gestunum, talaði til þeirra, var eins við alla og alltaf ljúf og góð. Kvaddi svo alla við ystu dyr. Hún var með afbrigðum trygglynd og sýndi oft í verki að þessar dyggðir vildi hún rækta með öðrum. Matth. Joch. lýsti eitt sinn merkri konu á þessa leið, það gæti líka átt við Áslaugu: Astrík og elskuð atgerfiskona, fógur sýnum fróð og minnug, sterk í stríði fyrir sterka trú. Já, Áslaug sendi inn í sérhvert hjarta sólargeisla kærleikans. Ég bið góðan Guð að vera með dætrum hennar og fjölskyldum þeirra. Hafðu hjartans þökk, mér horíin stund er kær. I minni mínu klökku er minning hrein og skær. Þúgengurumgleðilönd, þá glampar sólin heið ogviðHerranshönd þú heldur heim á leið. (Páll J. Þórðarson.) Sigrún Sturludóttur, form. Kvenf. Bústaðasóknar. HELGIH. HARALDSSON + Hclgi H. Haraldsson fæddist í Reykjavík 23. febrúar 1915. Hann lést í Landspítalanum 28. ágúst síðastliðinn og fór útför hans fram frá Akureyrarkirkju 7. september. Elsku afi. Það tók mig mjög sárt að kveðja þig á Landspítalanum og að fá aldrei að sjá þig aftur. Ég vona að þér líði sem best þar sem þú ert núna. Hvernig eiga litlir krakkar eins og Freydís að skilja að þú ert dáinn, en maður verður bara að sætta sig við lífið eins og það er. Manstu eftir öllu sem við gerðum saman og öllu sem þú smíðaðir handa mér þegar við dunduðum okkur saman niðri í kjallara hjá þér? Að allt geti gerst svona snöggt. Ég vona að þú hafir það sem best afi minn. Með kveðju. Jón Helgi Kjartansson. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin Word og Wordper- fect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í bréfsíma 569 1115, eða á netfang þess (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd — eða 2.200 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.