Morgunblaðið - 13.09.1998, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 13.09.1998, Blaðsíða 42
1 42 SUNNUDAGUR 13. SEPTEMBER 1998 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ ALDARMINNING ÞORIR JÓNSSON + Þórir Jónsson húsamálari var fæddur á Myrká í Hörgárdal fyrir réttum 100 árum eða 14. september 1898. Foreldrar hans voru hjónin Jón Kristjánsson, kennari og orgel- leikari í Skagafirði og Eyjafirði, og Rannveig Stefáns- dóttir. Árið 1925 kvænt- ist Þórir Þóreyju Steinþórsdóttur frá Hömrum við Akureyri. Þau bjuggu lengst af í Gránufélags- götunni en fluttust síðar í nýtt hús á Ránargötunni. Þórir Iést hinn 24. ágúst 1964. Af veikum mætti langar mig til að minnast afa míns. Eg segi af veikum mætti vegna þess að ég var ekki nema rúmlega þriggja ára þegar hann kvaddi. Engu að síður lifir og dafnar minning um yndis- legan afa, afa sem gaf og elskaði. A lífsleiðinni hef ég oft orðið þess áskynja að yfir mér sé vakað, að það sé einhver sem haldi yfir mér verndarhendi, styi’ki mig og styðji. Og alltaf fylgir mér sú sann- færing að það sé Þórir afi. Mér er mjög minnisstætt þegar ég og Hjörtur vinur minn ákváðum einn góðviðrisdag að ganga á Helgafell fyrir ofan Hafnarfjörð. Við fengum far upp að Kaldárseli og þaðan gengum við áleiðis til fjallsins sem nú skyldi sigrað. Fyrir tvo fljót- huga tíu ára snáða var þetta lítið mál. Ekki voru lagðar til grund- vallar neinar vísindalegar rann- sóknir á því hvernig best væri að haga göngunni. Það lá Ijóst fyrir: beint af augum. Sem og við gerð- um. Til að byrja með gekk allt að óskum. Síðan fór brattinn að aukast og það fóru að renna á okk- ur tvær grímur. Það var víða sand- ur á klöpp sem gerði klöppina mjög Suðurlandsbraut 10 108 Reykjavík * Sími 553 1099 Opið öll kvöld til kl. 22 - einnig um helgar. Skreytingar t'yrir öll tilefni. hála. Við vorum famir að gera okkur grein fyrir því að þetta væri hættuspil. Við hvött- um hvor annan til að fara varlega því stór- grýtt var allt í kring- um okkur. En áfram skyldi haldið, fjallið skyldi sigrað, hvað sem tautaði og raulaði. Við vorum komnir mjög ofarlega þegar það gerðist. Ég man það eins og það hefði gerst í gær. Mér skrikaði fótur. Ég rann á klöppinni. Fyrr en varði var ég kominn á fleygiferð. Það var alveg sama hvemig ég beitti hönd- um eða fótum, hraðinn jókst bara. Allt í einu var eins og kippt væri í peysuna mína aftanverða, ég snar- stoppa og í sömu andrá fimpég að fæturnir dingla í lausu lofti. Ég var á snös. Þegar ég kíkti fram af milli fóta mér blasti við mér þverhnípi og stórgrýti þar fyrir neðan. Langt fyrir neðan. Það hefði ekki þurft að spyrja að leikslokum ef ég hefði farið fram af. Það að gripið skyldi í mig með þessum hætti var undar- legt. En ennþá undarlegra var að ég skyldi aldrei verða hræddur. Eins og ég vissi að mér væri engin hætta búin. Eins og ég vissi að það væri einhver þarna fyrir mig, ein- hver sem myndi sjá til þess að ekk- ert slæmt kæmi fyrir. Afi. Við vinirnir létum loks segjast. Fjallið skyldi sigrað einhvern ann- an góðviðrisdag. Þegar ég kom heim sagði ég frá atburðum dags- ins. Það var enginn efi hjá mömmu. Sá sem hafði gripið í taumana vildi ekki að neitt kæmi fyrir mig. Elskaði mig út yfir gröf og dauða. Afi. Að lokum langar mig til að gera orð mömmu að mínum: Það líður tími og líða ár þá gróa líka opin sár. Guð hann Iæknar. Við treystum á hans mildu hönd sem þerrar tár. Blessuð sé og veri ætíð minning- in um sómamanninn Þóri Jónsson. Þorsteinn Gunnar. UTFARARSTOFA OSWALDS sími 551 3485 ÞJÓNUSTA ALLAN SÓLARHRINGINN AÐALSTRÆTI 4B • 101 REYKJAVÍK KT. 480896-2469 • FAX 551 3645 LÍ K KISTUVINN USTO FA EWINDAR ÁRNASONAR . STÖFNUÐ 1899 Marmari ♦ Granít ♦ Blágrýti ♦ Gabbró íslensk framleiðsla MOSAIK . Hannes Hlífar í 2. umferð SKAK Svæðamót IVn r ð u r I a n <1 u Haldið í Munkebo á Fjóni í Danmörku. SVÆÐAMÓT Norðurlanda stendur nú yfir í Munkebo á Fjóni í Danmörku, en þar komast þrír efstu menn áfram í heims- meistarakeppni alþjóðaskáksam- bandsins. Keppnin er með útslátt- arfyrirkomulagi og tefld tveggja skáka einvígi í hverri umferð. Þátttakendur eru 24, þar af fimm íslenskir stónneistarar, Margeir Pétursson, Hannes Hlífar Stef- ánsson, Helgi Ólafssonj Þröstur Þórhallsson og Helgi Ass Grét- arsson. I fyrstu umferð hittist svo óheppilega á, að Islendingar lentu saman í tveimur einvígjanna, Margeir-Þröstur og Hannes- Helgi Ass. Margeir og Þröstur unnu hvor sína skákina, en Hann- es Hlífar sló Helga Áss út úr keppninni, 1 1/2—1/2. Helgi Ólafs- son og alþjóðlegi meistarinn, John Rödgaard unnu hvor sína skákina, þannig að þeir þurftu að tefla til þrautar í gær eins og Margeir og Þröstur. Við skulum nú sjá fyrri skák Margeirs og Þrastar. Hvítt: Margeir Pétursson Svart: Þröstur Þórhallsson Nimzoindversk vöra I. c4 - c6 2. e4 - d5 3. exd5 - cxd5 4. d4 - Rf6 5. Rc3 - e6 6. Rf3 - Bb4 7. Bd3 - 0-0 8. 0-0 - dxc4 9. Bxc4 - b6 10. Bg5 - Bb7 II. Hcl - Rbd7 12. Hel - He8!? Óvenjulegur leikur, en svartur leikur oft 12.---Hc8 í þessari stöðu, t.d. 13. Db3 - Ba5 14. Re5 - Dc7 15. Bxe6 - fxe6 16. Dxe6H— Kh8 17. Rf7+ - Hxf7 18.Dxf7 með flókinni stöðu. 13.De2 - - Eftir 13.Bb5 - a6 14.Bxf6 - gxf6 15.Ba4 - b5 16.Bb3 - Rfö 17.He3 - Hc8 18.d5 - Bxc3 19.Hcxc3 - Bxd5 verða of mikil uppskipti til að hvítur eigi vinningsmöguleika. 13.---a6 14.Re5 - b5 15.Bd3 - Db6 16.a3 - Bxc3 17.Hxc3 - h6 Svartur má ekki taka peðið á d4: 17. — - Dxd4 18.Rxd7 - Rxd7 (18.-----Dxd7 19.Bxf6 - gxf6 20.Bxh7+ - Kxh7 21.Dg4 ásamt 22.Hh3+ mát) 19.Bxh7+ - Kxh7 20.Dh5+ - Kg8 21.Hh3 - g6 22.Dh7+ - Kf8 23.Hd3! og hvítur vinnur. 18. Rxd7 - Rxd7 19.Be3 - Dd6 20.Dg4 - Rf6 21.Dh4 - Rd5 22.Hc5? - - Margeir varð að leika 22.Hccl, því að hann lendir í vandræðum með hrókana á c5 og el, eftir næsta leik Þrastai1. 22,- e5! 23.Bd2 - Eftir 23.De4 - g6 hótar svartur ýmsu, m.a. 24.— Rf4 og 24.--- exd4. 23.----Rf4! 24.Hcxe5 - Hxeð 25. dxe5 - Dd5! Hvítum yfirsást þessi sterki leik- ur, sem hótar máti á g2. 26. 26.Dg3 - Rxd3 27.Bxh6 - Dxg2+ 28.Dxg2 - Bxg2 29.He3 - gxh6 30.Hxd3 - Be4 31.Hd4 - Bf5 32.Hd6 - Kg7 33.f4 - Hc8 34.Hxa6 - Hcl+ 35.KÍ2 - Hc2+ 36.Kg3 - Hxb2 og hvítur gafst upp. Bragi Kristjánsson Morgunblaðið/Björn Gíslason María tekur við Christian Dior umboðinu VERSLUNIN Hjá Maríu í Amaro á Akureyri tók nýverið við Christian Dior umboðinu. Af því tilefni fá allir viðskipta-vinir verslunarinnar tækifæri á því að vinna ferð fyrir tvö til Parísar. Á myndinni eru f.v. Herdís og Fjóla, snyrtifræðingar frá Christ- ian Dior, María eigandi, ásamt Berglindi og Svandísi förðunar- fræðingum Hjá Maríu í Amaro. Kvartað yfír óviðunandi móttökuskiiyrðum Rásar 2 á Raufarhöfn „Þetta snýst um þj<5nustu“ MÓTTÖKUSKILYRÐI Rásar 2 á Raufarhöfn eru afar slæm og eru íbúar orðnh- langþreyttir á að bíða eftir úrbótum þar á, að sögn eins þeirra, Jóns Eyjólfssonar. Sam- kvæmt mælingum á sviðsstyrk Rás- ar 1 og Rásar 2 á Raufarhöfn er styrkurinn þar um eða yfir viðmið- unarmörkum fyrir dreifbýli en verk- fræðingur dreifikeifis Ríkisútvarps- ins segir að sumir viðtakendur geti þurft að hafa meira fyrir því að ná fullnægjandi viðtöku en aðrir. Jón, sem hefur búið á Raufarhöfn í tvö ár, segist ekkert hafa botnað í því þegar hann kom þangað fyrst að honum tókst ekki að ná Rás 2 á út- varpinu. „Svo fer ég að spyrja fólk í kringum mig hverju þetta sæti og mér er sagt að gleyma því, það sé búið að reyna allt og ekkert hafi gengið. Fólk hefur talað við Ríkisút- varpið, safnað undirskriftum og tal- að við þingmenn og ráðherra, en ekkert gerst, svo fólk er búið að gef- ast upp. En ég er bara þannig gerð- ur að ég sætti mig ekki við svona lagað,“ segir Jón Fær reikning fyrir afnotagjöld- um RUV eins og aðrir Hann segir mjög erfitt að ná út- sendingum Rásar 2 inni í þorpinu en skilyrðin séu mismunandi eftir húsum og einnig sé dagamunur á því hvernig þau séu. Þá séu þau aðeins skárri þeg- ar komið er út fyrir þorpið. Hann kveðst ekki sætta sig við svör Ríkisút- varpsins við kvörtunum hans og ann- arra íbúa og telur lítið réttlæti í því að þurfa að borga afnotagjöld fyrir eitt- hvað sem hann geti ekki hlustað á. „Ég er búinn að tala við yfinnenn hjá Ríkisútvaipinu og ég fæ ekki ann- að heyrt á þeim en að þeir hafi ekki nokkurn einasta áhuga á að bæta úr þessu. Mér finnst þetta óforskamm- að, maður kemur ekki svona fram við sína viðskiptavini. Þetta snýst um þjónustu. Ég fæ reikning fyrh' af- notagjöldum Ríkisútvarpsins eins og aðrir landsmenn og ég vil fá það sem allir aðrh' fá,“ segir hann og bætir við að honum þyki það skjóta skökku við að nú sé hægt að hlusta á útsendingu Rásar 2 hvar sem er í heiminum á Netinu en á sama tíma sé enn ekki lokið við að koma dreifikerfi RíkisúL varpsins í viðunandi horf. Sendandi og viðtakandi mætist á miðri leið Kristján Benediktsson, verkfræð- ingur dreifíkerfis Ríkisútvarpsins, segir alþjóðlegar viðmiðunarreglur um viðtökustyrk útvarps skilgreina tiltekinn lágmarkssviðsstyrk víðóma FM-útvarpsbylgna í tíu metra hæð frá jörðu. Viðmiðunarmörkin fyrir stórborgir séu 74 dB/uV/m, sem út- leggst desíbel yfir eitt míkróvolt á metra, fyrir þéttbýli 66 dB/uV/m og fyrh' dreifbýli 54 dB/uV/m. Meiri við- miðunarstyrkur í borgum og þéttbýli ráðist af því að þar deyfist bylgjurn- ar meira á leið sinni úr tíu metra hæð á leið sinni til viðtakenda og einnig vegna þess að bylgjurnar dofni óhjákvæmilega frá sendistað og til fjarlægra viðtakenda og mikill kostnaður fylgi því að hafa sama við- miðunarstyrk hjá öllum. „Þannig gera viðmiðunarreglur ráð fyrir, vegna eðlis útvarpsdreifingarinnar, að sendandi og viðtakandi mætist á miðri leið og þurfi báðir að hafa nokkuð fyrir því, hvor á sinn hátt, og ennfremur að sumir viðtakendur geti þurft að hafa meira fyrir því að ná fullnægjandi viðtöku en aðrir. Þar kemur til að alltaf má bæta viðtök- una með betra loftneti og betur stað- settu og betra viðtæki, þar sem gæði og næmleiki viðtækja er mjög mis- munandi," segir hann. Um eða yfir viðmiðunarmörkum fyrir dreifbýli Kristján segir að samkvæmt til- tækum mælingum á sviðsstyi'k Rás- ar 1 og Rásar 2 á Raufarhöfn sé styrkurinn þar um eða yfir viðmið- unarmörkum fyrir dreifbýli. Hann bendir einnig á að langbylgjustöðin á Gufuskálum náist með fullum styi'k á Raufarhöfn, en hún sendi út til skipt- is dagskrá Rásar 1 og Rásar 2. „Eitt er sviðsstyrkur á viðmiðunarmörk- um og annað hvernig viðtakendur sætta sig við þá fyrirhöfn sem fylgir því að ná viðunandi hlustun við þær aðstæður. Þarna á milli myndast stundum bil á milli veruleika og væntinga, sem betri upplýsingai' gætu að hluta til átt þátt í að brúa.“ Hann segh' að fyrrnefndur viðmið- unarstyrkur hafi verið talinn nægi- legur þegai' kerfið hafi verið skipu- lagt á sínum tíma en í tímans rás hafi kröfur fólks og væntingar aukist og það sé nokkuð sem Ríkisútvarpið þurfi að taka til athugunar. Á hverju ári sé því takmarkaða fé sem til ráð- stöfunar sé varið til úrbóta þar sem þörfín sé talin brýnust og tillit sé tekið til kvartana og ábendinga eftir því sem tök séu á. Dreifikerfi RUV hafi raunar um langt árabil mætt af- gangi og það gengið hraðar úr sér en sem nemur þeirri endurnýjun sem á sér stað og því stefni í óefni, verði engin breyting þar á.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.