Morgunblaðið - 13.09.1998, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 13.09.1998, Blaðsíða 4
4 SUNNUDAGUR 13. SEPTEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ VIKAN 6/9 -12/9 ►TÆPLEGA tvítugur piltur lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur á fimnitudagsmorgun af völd- um áverka sem hann hlaut er hann varð fyrir bíl á Dalvegi í Képavogi kvöldið áður. ►TAL hf. hefur ákveðið að lækka mínútuverð á símtöl- um milli tveggja GSM-síma frá Tali niður í 10 kr. á mín- útu, sama hvenær sólar- hringsins hringt er. Vcrð á þessum si'mtölum var áður í fimm fiokkum á bilinu 10 til 15 kr. mínútan. Verðbreyt- ingin tekur gildi 15. septem- ber. ► ÞJÓÐHAGSSTOFNUN spáir því að kaupmáttur ráð- stöfunartekna aukist á þessu ári um 8,3% hér á landi og um 3% í helstu viðskipta- löndum íslands. Á sfðasta ári jókst kaupmáttur ráðstöfun- artekna hér á landi um 6,9% en um 2,4% að meðaltali í viðskiptalöndunum. ► ÍSLENDINGAR munu fara fram á aukinn rækjukvóta á Flæmingjagrunni á næsta ári á 20. ársfundi NAFO, Norðvestur-Atlantshafsfisk- veiðiráðsins, sem hefst í Lissabon á mánudag. Jafn- framt munu þeir leggja til að veiðunum verði stjórnað með heildaraflamarki en ekki fjölda sóknardaga. ► SÖLUMIÐSTÖÐ hrað- frystihúsanna hefur gengið frá samningi við fyrirtækið Friosur SA í Chile um sölu á afurðum þeirra og nokkurra tengdra fyrirtækja í Suður- Ameríku. Heildarsala Frios- ur og tengdra aðila inn á markaðssvæði SH á sfðasta ári nam um 1,2 milljörðum króna. Keikó kominn i Klettsvíkina HÁHYRNINGNUM Keikó var sleppt í sjávarkví í Klettsvík í Vestmannaeyjum á fimmtudag eftir langa flugferð með C- 17-flutningavél bandaríska flughersins frá Oregon í Bandaríkjunum og virðist honum ekki hafa orðið meint af flutn- ingnum. Skemmdir urðu hins vegar á lendingarbúnaði flugvélarinnar við lendinguna og þar sem ekki var hægt að færa vélina, sem nam staðar nánast á mótum flugbrautanna á vellinum, var ílugvellinum lokað fyrir öllu flugi. Sér- fræðingar bandaríska flughersins og Boeing-flugvélaverksmiðjanna könnuðu skemmdir á véhnni og undirbjuggu að hægt yrði að færa hana úr stað. Vmmideilu við Búrfellslínu lokið SAMNINGAR tókust milli forsvars- manna rússneska fyrirtækisins Technopromexport og fulltrúa Félags jámiðnaðarmanna, Rafiðnaðarsam- bands Islands og Verkalýðsfélagsins Þórs á Selfossi efth- þriggja daga vinnu- stöðvun í vikunni. Félögin fóru fram á að félagsmálaráðuneytið afturkallaði at- vinnuleyfi rússnesku starfsmannanna, eftir að í ljós kom að þeir hefðu gengið í önnur störf en leyfíð var gefið út fyrir. Rússnesku verktakarnir hafa unnið við byggingu Búrfellslínu 3A fyrir Lands- virkjun sl. vikur. Fjöldi athugasemda við gagnagrunnsfrumvarp HÁTT í tuttugu aðilar sendu heilbrigð- isráðuneytinu álitsgerðir um ný drög að gagnagrunnsfrumvarpi. Tölvunefnd gerði alvarlegar athugasemdir við nær allar helstu greinar frumvarpsins og telur einnig að nefndin sé mjög vanbúin til að takast á við eftirlit með fram- kvæmd laganna eins og aðbúnaður hennar er nú. Samkeppnisstofnun taldi að litlar breytingar hefðu orðið á þeim ákvæðum frumvarpsins sem hún hafði áður gagnrýnt, Clinton sakaður um meinsæri I SKYRSLU saksóknarans Kenneths Starrs til Bandaríkjaþings, sem birt var almenningi á fóstudag, er því haldið fram að Bili Clinton Bandaríkjaforseti hafi logið eiðsvarinn og misnotað for- setavald sitt til að reyna að fela sam- band sitt við Monieu Lewinsky. Nefnir Starr því til sönnunar ellefu atriði, sem hann telur nægja til að höfðað sé mál til embættismissis á hendur forsetanum. David Kendall, lögfræðingur Clintons, fordæmdi í gær skýrslu Starrs, sem hann sagði vera persónulega árás en ekki grundvöll til málshöfðunar. Prímakov skipaður forsætisráðherra DUMAN, neðri deild rússneska þings- ins samþykkti í gær Jevgení Prímakov sem forsætisráðherra landsins. Skipun hans var samþykkt með 317 atkvæðum gegn 17 og 15 þingmenn sátu hjá. Studdu hann allir flokkar nema Frjáls- lyndi lýðræðisflokkurinn, flokkur hins öfgafulía þjóðemissinna Vladimírs Zhírínovskís. Kommúnistinn Júrí Masljúkov verður fyrsti aðstoðarforsæt- isráðherra, en ígor ívanov, sem nú gegnir því embætti, verður utanríkis- ráðherra. Sátt náðist um tilnefningu Prímakovs á fimmtudag, en áður hafði Dúman tvisvar hafnað tiinefningu Vikt- ors Tsjemomyrdíns í embættið. Spenna á landamærum Afganistans og Irans MIKIL spenna hefur ríkt á landamær- um Irans og Afganistans í vikunni. Raf- sanjani, fyrrverandi forseti írans, hét því í gær að morðum Talebana á að minnsta kosti níu írönskum sendimönn- um í Afganistan yrði hefnt, en Khatami, núverandi forseti, hefur lýst þvi yfir að reynt verði að komast að friðsamlegri lausn. Um 70 þúsund íranskir hermenn hafa verið við heræfingar við landamæri ríkjanna í vikunni. ►KAUP BSkyB, fjölmiðlafyr- irtækis Ruperts Murdochs, á knattspyrnufélaginu Man- chester United í vikunni olli miklum titringi í bresku knattspyrnu- og viðskiptalffi. Yfirtakan á fótboltaliðinu, sem er það frægasta og rík- asta í Bretlandi, er jafnframt talin hafa pólitfsk áhrif og koma Tony Blair forsætisráð- herra í erfiða stöðu. Breska ríkisstjórnin mun á næstunni taka afstöðu til þess hvort yf- irtakan brýtur í bága við samkeppnislög. ► ANDSTÆÐINGAR stjóm- arinnar f Kambódfu hafa mótmælt þúsundum saman á götum höfuðborgarinnar Phnom Penh sfðan á mánu- dag. Krefjast þeir afsagnar forsætisráðherrans Huns Sens. Lögregla hefur reynt að bæla mótmælin niður og hafa að minnsta kosti fjórir mótmælendur látist af skotsárum í vikunni. Leiðtog- ar stærstu stjórnarandstöðu- fiokkanna neita enn að ganga til stjórnarsamstarfs við Hun Sen, og litlar líkur þylqa til þess að stjórnar- myndun takist áður en þing kemur saman 24. september. ►DAVID Trimble, forsætis- ráðherra Norður-Irlands, og Gerry Adams, formaður Sinn Fein, stjórnmálaarms írska lýðveldishersins, áttu sinn fyrsta fund á miðvikudag. Lýstu þeir báðir ánægju sinni með fundinn, þó enn bæri ýmislegt í milli þeirra. Þetta er jafnframt í fyrsta sinn sem leiðtogar sambandssinna og lýðveldissinna á Norður-ír- landi hittast augliti til auglit- is sfðan árið 1922. FRÉTTIR Helgi Símonarson á Þverá í Svarfaðardal er 103 ára í dag Morgunblaðið/Kristján HELGI Símonarson er 103 ára í dag en er þrátt fyrir háan aldur léttur f lund og liinn hressasti. „Hef haft gaman af lífinu“ HELGI Símonarson á Þverá í Svarfaðardal er 103 ára í dag, sunnudag. Hann fædddist 13. september 1895 að Gröf í Svarf- aðardal. „Eg hef haft gaman af lífinu,“ sagði Helgi er blaðamað- ur Morgunblaðsins drakk með honum morgunkaffi í gær, heima á Þverá. Helgi var léttur í Iund og hinn hressasti, þrátt fyrir að sjón og heyrn séu farin að daprast og þá sagði hann að fætumir væm farnir að gefa sig. Helgi ætlaði ekki að vera með neitt tilstand á þessum merku tímamótum en vonaðist eftir því að geta farið á Tungurétt og fengið sér kaffi með sveitungum sínum. Helgi fylgist vel með fréttum, hann horfir mikið á sjónvarp og hlustar á útvarp en sagðist ekki geta lesið blöðin lengur. Hann hefur alla tíð verið mikill áhuga- maður um ensku knattspymuna og saknar þess að geta fylgst með ensku liðunum, eftir að Stöð 2 keypti sýningarréttinn. Helgi sagðist ekki hafa eins gaman af þýsku knattspyrnunni en hann var að vonum ánægður með að Dalvíkingar skyldu tryggja sér sæti í 1. deild sl. föstudagskvöld. Helgi sagðist hafa verið gall- harður framsóknarmaður lengst af en sér hafi þó ekki alltaf Ifkað það sem flokkurinn hafi aðhafst. „Ég var ekkert þægur framsókn- armaður. Tryggvi Þórhallsson var minn helsti lærifaðir og ég fylgdi honum þegar Bændaflokk- urinn varð til eftir 1930.“ Vill ekki fara á elliheimili Helgi keypti Þverá árið 1930 og bjó þar með kýr og kindur, auk þess sem hann stundaði kennslu á Dalvík í 19 ár og á Ár- skógsströnd í 1 ár. Hann lét sig ekki muna um að ganga til Dal- víkur er hann stundaði kennslu þar. Helgi hætti búskap árið 1972 en er enn á Þverá og vill hvergi annars staðar vera. Helgi hefur alla tíð verið reglumaður og hann segir að það eigi stóran þátt í þessum háa aldri sínum. Hann sagðist ekki hafa áhuga á að fara inn á elliheimili og slíkar stofnanir væru aðeins fyrir fólk sem þyrfti á slíkri vistun að halda. Á Þverá búa nú félagsbúi Símon, sonur Helga, og Guðrún Lámsdóttir, dótturdóttir hans. Helgi giftist Maríu Stefáns- dóttur hinn 4. júní 1927 en hún lést 20. nóvember 1963. Þau eignuðust 6 böra, upp komust þijú þeirra en aðeins eitt þeirra er á lífi. Morgunblaðið/Jón Svavarsson Ljósamessa í Grafarvogskirkju GRAFARVOGSBÚAR héldu ljósamessu í Grafar- kveikti á kerti og setti á borð sem lögð vom í kross. vogskirkju í gær og var hún liður í Grafarvogshátíð Böm úr grunnskólum Grafarvogs lásu bænir og í sem íbúar hverfisins héldu. Guðsþjónusta einni þeirra var beðið fyrir öllum börnum í hverf- ljósamessunnar fór þannig fram að hver gestur inu sem og öllum börnum heimsins. Atlanta tekur í fyrsta sinn þátt í alþjóðlegri flugsýningu „ Skemmtileg’asta til að auglýsa Farnborough, Morgunbladið. „VIÐ höfum aldrei auglýst starf- semi okkar, hér bregðum við út af því og þetta er skemmtilegasta að- ferðin til að auglýsa sig,“ sagði Am- grímur Jóhannsson, forstjóri Atl- anta-flugfélagsins, en fyrirtæki hans er ásamt Tæknivali með bás á alþjóðlegu flugsýningunni í Farn- borough á Englandi, sem nú er haldin í fimmtugasta sinn. Sýningin í ár er sú umfangsmesta til þessa en þar sýna 50 þjóðir, ís- land í fýrsta sinn, og þama em um 170 nýjar flugvélar af öllum stærð- um, frá minnstu einkavélum til stærstu farþegaþotna og fullkomn- ustu orrustuþotna. „Það hefur verið stríður straumur flugrekenda í bás- inn okkar og undirtektir verið góð- ar. Þátttaka í sýningu sem þessari krefst mikils og góðs undirbúnings og þótt ennþá séu tveir dagar eftir má segja að það hafi verið þess virði að taka þátt í henni,“ segir Am- grímur ennfremur. Á bás Atlanta er kynnt flugrekstrarkerfið Albatross sem fýrirtækið hefur þróað í sam- vinnu við Tæknival og býður nú öðr- um flugrekendum til kaups. Undrandi á umfangi starfsemi Atlanta „Starf okkar er að leigja út flug- vélar til verkefna fýrir aðra flugrek- aðferðin si g“ endur. Hér em þeir og hvergi er betra að ná sambandi við þá. Hér hafa skapast persónuleg sambönd við fólk sem við sjáum nú allt í einu augliti til auglitis en höfum til þessa aðeins rætt við í síma og hingað hafa einnig komið nýir flugrekendur. Það kannast margir við fyrirtæki okkar, þekkja nafnið og þegar þeir hafa sest hér niður og kynnt sér starfsemina hafa þeir margir gapað af undmn bæði yfir stærð flugvéla- flotans og útbreiðslu og umfangi starfseminnar. Þess vegna hefur verið mjög gaman að koma Islandi á kortið hér í Farnborough," sagði Amgrímur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.