Morgunblaðið - 13.09.1998, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 13.09.1998, Blaðsíða 18
18 SUNNUDAGUR 13. SEPTEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ SKÝRSLA STARRS TIL BANDARÍKJAÞINGS SKYRSLA sú sem saksókn- arinn Kenneth Starr af- henti Bandaríkjaþingi á miðvikudag og gerð var op- inber á föstudag hefur valdið póli- tísku uppnámi í Bandaríkjunum. I skýrslunni gerir saksóknarinn ítar- lega úttekt á sambandi Bill Clintons Bandaríkjaforseta og Monicu Lewinsky, er starfaði sem lærlingur í Hvíta húsinu. Starr rekur hvernig samskipti þeirra þróuðust í kyn- ferðislegt samband og tínir til minnstu smáatriði í nánustu sam- skiptum forsetans og stúlkunnar. Hann styður framburð hennar með framburði fjölmargra annan-a vitna, skrám yfír símtöl og viðveru- skráningu í Hvíta húsinu svo eitt- hvað sé nefnt. Það er niðurstaða saksóknarans að forsetinn hafí gerst sekur um meinsæri er hann neitaði því eið- svarinn við yfirheyrslu í máli Paulu Jones að hann hefði átt í kynferðis- legu sambandi við Lewinsky. Hann hafí svo aftur framið meinsæri í yf- irheyrslu hjá kviðdómi Starr í ágúst. Saksóknarinn telur einnig sannað að forsetinn hafi reynt að hindra framgang réttvísinnar og misnotað embættisvöld sín. Alls nefnir hann í skýrslu sinni ellefu at- riði, sem hann telur grundvöll máls- höfðunar af hálfu þingsins er leitt gæti til embættissviptingar. Starr fýlgir röksemda- færslu sinni eftir af mikilli hörku í skýrslunni og hvað eftir annað gerir hann lítið úr málflutningi forsetans við yfirheyrslur. Nú bíður for- setans það erfiða verkefni að sannfæra þingið og þjóðina um að hann verðskuldi ekki að verða sviptur embætti. Þegar á föstudag virtist ljóst að forsetinn myndi beita tví- þættri vöm. Annars vegar að halda áfram að lýsa því yfir opinberlega að hann iðrist þess að hafa átt í sam- bandi við Lewinsky og höfða þar með til samúðar þjóðar- innar. Takist forsetanum að halda fylgi sínu meðal al- mennings má telja ólíklegt að þingið grípi til málshöfð- unar. Hins vegar er ljóst að lögfræðingar forsetans munu ráðast á skýrslu St- arrs af fullri hörku, halda fast við að framburður for- setans hafi verið gefinn í góðri trú og reyna að sýna fram á að annarlegar póli- tískar hvatir liggi að baki skýrslunni en ekki lagaleg rök og leit að réttvísi. Einlægni eða stöðumat? DOMS ÞJÓÐARINN- AR BEÐIÐ Skýrsla Kenneth Starrs um samband Bill Clintons og Monicu Lewlnsky hefur vakið blendin viðbrögð í Bandaríkjunum. Ná- kvæmar kynlífslýsingar skýrslunnar hafa valdið deilum og sak- sóknarinn verið gagnrýndur fyrir að ganga alltof langt í rannsókn sinni á málefnum forsetans. Hins vegar ríkir gífurleg óvissa um hið pólitíska framhald málsins og flestir þingmenn virðast vilja bíða og sjá hvernig hinir pólitísku vindar munu blása á næstu dögum. Bill Clinton hóf föstudag- inn á því að ávarpa árlegan fund trúarleiðtoga í Hvíta húsinu. Ræða hans þótti mögnuð og einlæg og greinilegt var að erfiðar tilfinningar bærðust í brjósti forsetans á meðan hann flutti hana. Clinton bað alla málsað- ila fyrirgefningar en hét því jafn- framt að berjast áfram og lýsti því yfir að lögfræðingar hans myndu einskis láta ófreistað til að verjast skýrslu Starrs. „Það má hins vegar ekki breiða yfir það með lögfræði- legum hártogunum að það sem ég gerði var rangt,“ sagði Clinton. Viðbrögðin við ræðu forsetans voru misjöfn. Bandarísk blöð hafa eftir sumum ónefndum samstarfs- mönnum að þetta hefði verið ræðan sem hann hefði átt að flytja er málið kom fyrst upp á yfirborðið. Aðrir líktu ræðunni við ræðu sjónvarps- predikarans Jimmy Swaggart árið 1988 er bað grátandi um fyrirgefn- ingu eftir kynlífshneyksli. Flestir þeirra trúarleiðtoga er tjáðu sig um málið voru hins vegar hrærðir og töldu forsetann hafa tekið skref í rétta átt. í Washington Post í gær er lýst yfir efasemdum um að ræðan muni afla forsetanum samúðar. Haft er eftir stjórnmálasérfræðingi við Hai-vard-háskóla að ekki sé ljóst hvort ræðan hafi endurspeglað til- finningar eða stöðumat forsetans. Öðru máli hefði gegnt ef ræðan hefði verið flutt fyrr. BANDARÍSKU forsetahjónin héldu sínu striki á föstudagskvöld eftir að skýrsla Starrs var birt opinberlega. Þau komu fram saman á fundi með Bandaríkjamönnum af írskum uppruna, þar sem þau gerðu sér far um að sýna að vel færi á með þeim. Clinton flutti einnig ræðu á föstu- dag við minningarathöfn um fórnar- lömb sprengjutilræðanna í Kenýa og Tansaníu og á föstudagskvöld var haldin athöfn á suðurtúni Hvíta hússins er forsetahjónin tóku þátt í. Þar heiðruðu Bandaríkjamenn af írskum uppruna forsetann fyrir framlag hans til friðar á Norður-ír- landi. Fjölmargir ræðumenn hældu forsetanum á hvert reipi og fór greinilega vel á með Bill og Hillary Clinton á meðan á ræðuhöldunum stóð. Þau sátu hlið við hlið, hvísluðust oft á og brostu. Lögfræðingar hefja gagnsókn Lögfræðingar Clint- ons höfðu fyrr um dag- inn hafið gagnsókn, líkt og forsetinn hafði boðað í ræðu sinni í bæna- morgunverðinum. Aður en skýrsla Starrs var gerð opinber lagði Da- vid Kendall, lögfræð- ingur forsetans, fram 78 síðna greinargerð þar sem málsmeðferð St- arrs er gagnrýnd harð- lega og sú ákvörðun að leyfa forsetaembættinu ekki að kynna sér innihald skýrsl- unnar fyrirfram fordæmd. Það var ljóst af máli Kendalls að forsetinn mun að hluta til byggja vöm sína áfram á því að ummæli hans við yfirheyrslur hafi verið lagalega rétt þó að þau kunni að hafa verið misvísandi. Kendall lagði áherslu á að þar með væri ekki um meinsæri að ræða óháð því hversu afvegaleiðandi ummælin hefðu ver- ið. Vel gæti verið að einstaklingar KENNTETH STARR Gekk saksóknarinn of langt í skýrslu sinni? DAVID KENDALL Lögfræðingar forsetans hyggjast láta hart mæta hörðu. minntust einstakra atburða með ólíkum hætti. Þar með væri þó ekki sagt að þeir væru að ljúga. Þá gerði hann harða hríð að sak- sóknaranum fyrir að kafa ofan í einkalíf forsetans og velta sér upp úr smáatriðum varðandi kynferðis- legt samband hans og Monieu Lewinsky. Markmið Starrs væri að „auðmýkja, niðurlægja og koma pólitísku höggi“ á forsetann. Ekkert réttlæti að hafa jafnnákvæmar kyn- lífslýsingar í skýrsl- unni og raun ber vitni. „Það eru margar svæsnar ásakanir í skýrslu saksóknarans en engin trúverðug sönnunargögn um að forsetinn hafi brotið af sér með þeim hætti að það gefi tilefni til máls- höfðunar," sagði Kendall á blaðamanna- fundi. Hafnaði hann öllum helstu ásökunum Starrs. Charles Ruff, lög- fræðingur forsetaemb- ættisins, sem einnig sat blaðamannafundinn sagði ásakanir um að forsetinn hefði misnot- að embættisvöld sín vera „þvætting“. Kendall sagði að hann væri sann- færður um að málsmeðferð þingsins yi'ði sanngjörn en hann hefur átt fund með formanni dómsmála- nefndar fulltrúadeildarinnar. Lögmenn forsetans voru spurðir á blaðamannafundi á fóstudags- kvöld hvort þeir teldu líkur á að for- setinn gæti sætt sig við mildari refsingu en málshöfðun til embætt- ismissis, á borð við þingvítur. Ruff svaraði spurningunni ekki beint en á orðum hans mátti skilja að ekki væri hægt að útiloka þann kost. Eftirsjá meðal þingmanna Þær opinskáu lýsingar á kynferð- islegu sambandi Clintons og Lewin- sky, sem lesa má í skýrslu Starrs kom mörgum í opna skjöldu. Vissu- lega hafði verið ljóst um nokkurt skeið að lýsingar á kynferðislegum athöfnum yrðu hluti skýrslunnar en fæstir áttu von á því að sumar fréttastofur myndu telja sig knúnar til að merkja einstök fréttaskeyti með viðvörun til viðkvæmra les- enda. Svo virðist sem sumir af hörðustu andstæðingum Clintons hafi séð eft- ir því að hafa gert skýrsluna opin- bera eftir að hafa kynnt sér innihald hennar. „Eg hef líklega aldrei lesið jafnbersöglar lýsingar áður,“ sagði repúblikaninn Mark Souder, sem hvatt hefur til afsagnar Clintons. í samtali við Washington Post segir Souder að líklega sé enginn Bandaríkjamaður sáttur við að kafað sé þetta djúpt ofan í kynlíf annars einstaklings. Annar þing- maður repúblikana, Clay Shaw, krafðist þess að skýrslan yrði tekin af net- inu nokkrum klukkustund- um eftir að hann hafði greitt tillögu um opinberun hennar atkvæði. Demókratinn James Moran, sem greiddi at- kvæði gegn tillögunni, sagði að þingmenn hefðu tekið ákvörðun um að breyta bandarísku þjóðinni í „gluggagægja". Rök Starrs fyrir því að tína til einstök smáatriði kynferðislegra athafna eru þau að það hafi verið nauð- synlegt til að sýna fram á að forsetinn hafi logið eiðsvar- inn. Margir bandarískir lagasérfræðingar létu hins vegar í ljós þá skoðun, eftir að hafa séð skýrsluna, að þetta væri óþarft. Hægt hefði verið að lýsa því sem fram fór án þess að tína til smáatriði. Einn þeirra sagði að til samanburðar mætti nefna að ekki þyrfti að sýna afskorið höfuð fómarlambs til að sanna að viðkomandi hefði látið lífið. Sumir voru þó þeirrar skoðunar að Starr hefði verið knú- inn til að semja skýrslu sína á þenn- an hátt. Ekki hefði verið nóg að sanna að kynlíf hefði verið í spilinu heldur að tilteknar kynferðislegar athafnir hefðu átt sér stað sem stönguðust á við framburð forset- ans. Paul Rothstein, lagaprófessor við Georgetown-háskóla, segir nauðsynlegt að sýna fram á eðlis málsins vegna hver hafi snert hvern og hvar. „Það er hins vegar hræði- legt að þetta sé niðurstaðan," sagði hann. Mikið áfall fyrir forsetann Flestir þingmenn sem hafa tjáð sig um málið virðast sammála um að viðbrögð almennings við skýrsl- unni muni ekki skýrast fyrr en eftir nokkra sólarhringa. Margir sögðust vilja kynna sér efni skýrslunnar fyrst og sjá andsvör forsetans. Ljóst er þó að skýrslan er mikið áfall fyrir Clinton þó svo að ljóst hafi verið um nokkurt skeið að hún yrði honum síður en svo hagstæð. Bent hefur verið á að það sé forset- anum í óhag að umræðan byggist ekki lengur á vangaveltum heldur tilteknum staðreyndum. Það er síðan annað mál hvort skýrslan gefi jafnríkt tilefni til málshöfðunar til embættismissis og Starr telur. Nokkrir stuðnings-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.