Morgunblaðið - 13.09.1998, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 13. SEPTEMBER 1998 29
TÖKUIVI EKKI
EINSTAKAR
ÞJÓÐIR FYRIR
BUSLAÐ í köldu
Norður-íshafi í
fjöruborðinu við
Bjarnarey.
eftirliti, sem stendur fram á miðja
nótt.
Skipstjórnarmenn leggja mikla
áherslu á að þeir mismuni ekki þjóð-
um, þótt ljóst sé að þeir sem ekki
hafa veiðireynslu hljóti harðari mót-
tökur en hinir. Það eigi m.a. við um
Islendinga. Segja þeii- það t.d. af og
frá að bera saman Sigurðar-málið
svokallaða, þar sem íslenskur togari
var tekinn við veiðar á Jan Mayen-
svæðinu og færður til hafnar, og
töku rússnesks togara á verndar-
svæðinu við Svalbarða. Togurum,
sem verið var að færa til hafnar það-
an, var sleppt gegn loforði um að öll
rússnesk skip á svæðinu héldu þegar
á brott. Það er greinilegt að Sigurð-
ar-málið hefur komið illa við starfs-
menn strandgæslunnar, sem fagna
því að málinu hafi verið áfrýjað til
hæstaréttar í Noregi, því verði skip-
stjóri Sigurðar sýknaður af broti á
tilkynningaskyldu sé nánast verið að
færa Islendingum veiðleyfi á svæð-
inu upp í hendur.
Spennandi starf
„Stefna norskra stjórnvalda í
sjávarútvegi snýst fyrst og fremst
um skynsamlega meðhöndlun fiski-
stofna og það vefst hvorki fyrir mér
ÞOKAN grúfði
sig yfir Bjarnarey
við komuna
þangað. Á
bryggjusporðin-
um blasir við
þetta skilti, sem
minnir menn á
hversu langt þeir
eru frá megin-
landinu.
né öðrum hér um borð að framfylgja
henni,“ segir Eikeland skipherra.
„Vissulega geta komið upp erfið til-
felli en við eigum að búa yfir nægi-
legri þjálfun til að takast á við þau.
Þegar ljóst er að viðbrögð okkar
kunna að hafa póltískar afleiðingar
leitum við aðstoðar og ráðgjafar í
sjávarútvegs-, dóms-, og utanríkis-
ráðuneytinu, og fórum því hærra
upp í kerfið sem brotið er alvar-
legra.
Það sem mér finnst mest spenn-
andi við vinnuna í strandgæslunni er
að þurfa að taka skynsamlegar
ákvarðanir á skömmum tíma, oft
byggðar á takmörkuðum upplýsing-
um. En ég er heldur ekki að óska
eftir vandamálum, af þeim er nóg
samt. Þetta er krefjandi starf og gef-
ur lífinu gildi.“
Svæðið sem heyrir undir strand-
gæsluna í Norður-Noregi er gríðar-
legt, um 1,7 millj-
ónir ferkílómetra,
en Eikeland segir
stærð þess þó
ekki yfirþyrm-
andi. „Veiðarnar
eru t.d. ekki
dreifðar um allt
svæðið, heldur á
vissum stöðum, og með hjálp nú-
tímatækni, svo sem radara og gervi-
hnatta, er auðveldara en áðui' að
fylgjast með því sem fram fer á
svæðinu.“
Náin kynni við hval
Síðasti dagurinn í þessu úthaldi er
runninn upp. Stefnan er tekin á
Sortland, aðalhöfn Strandgæslunnai-
í Norður-Noregi, og ekki laust við að
þeir yngstu í áhöfninni séu farnir að
iða í skinninu eftir að komast í land.
Snemma morguns vakna margii- hins
vegar við mikinn dynk. Stuttu síðar
er tilkynnt í hátalarakerfinu að eitt-
hvað hafi skemmt annan jafnvægis-
stilli skipsins og allt bendi tO þess að
það hafi verið hvalur. Það reynist
rétt vera og grunur fellur á hnúfu-
bak, sem sást við skipið nokki-um
mínútum fyrir dynkinn.
Síðasta daginn setjast yfirmenn
niður við skýi'slugerð, undirmenn-
imir kýla í sig sælgæti og bíða
óþreyjufullir eftir því að komast í
land. Undir morgun sést til hins til-
komumikla Lofotenveggjar og í
morgunsárið er lagt að bryggju í
Sortland. Það gengur þó ekki
þrautalaust vegna strauma í höfninni
og ónefndur skipstjórnarmaður
bölvar í hljóði dreifbýlispólitíkinni,
sem hafi orðið til þess að aðalstöðv-
um strandgæslunnar var valinn stað-
ur þar sem hafnarskilyrði séu með
því versta sem gerist í Norður-Nor-
egi.
En Nordkapp leggst að bryggju,
skipverjar í sínu fínasta pússi raða
sér á dekk. Óbreyttir skipverjar eru
lausir allra mála við komuna, en yfir-
mannanna bíða fundahöld lungann
úr deginum með áhöfninni sem við
tekur, áður en haldið er heim í lang-
þráð frí.
Jens Hóilund, veiðieft-
irlitsmaður hjá norsku
strandgæslunni, hefur
verið allt að 18 tíma í
eftirlitsferð um borð í
erlendum togara.
JENS Hoilund veiðieftirlits-
maður hefur komið um borð í
marga íslenska togara í krafti
embættis síns og ekki alltaf verið
velkominn. Hann segir samskipt-
in þó að jafnaði góð, og kveðst
ekki hafa neitt á móti íslenskum
sjómönnum. „Vesenið sem upp
kom 1995 þegar strandgæslan og
íslenskur sjómaður skiptust á
skotum er búið. Fyrst á eftir voru
báðir aðilai- tortryggnir en það er
liðin tíð. Við fáum yfirieitt að
koma um borð í íslenska togara
og kanna veiðarfæri," segir Höi-
lund, sem neitar því að hafa
nokkurn tíma lent í alvarlegum
útistöðum við sjómenn, Islend-
inga eða aðra, þótt vissulega hafi
þung orð fallið í hita leiksins.
Auk þess að vera veiðieftirlits-
maður um borð í strandgæslu-
skipinu Nordkapp er Höilund
vaktstjóri í bní, lautinant, sigl-
ingafræðingur, kafari og yfinnað-
ur þyrluflugs og björgunarað-
gerða. Vinnudagurinn getur orðið
langur og strangur, 12-16 tímar á
sólarhring að jafnaði og lengin ef
með þarf. Hann hefur verið hálft
annað ár um borð í Nordkapp en
hóf upphaflega störf í strandgæsl-
unni árið 1989 þegar hann gegndi
herskyldu um borð í Senju.
Höilund er frá Austur-Noregi,
þeim hluta sem fjærst er sjó, og
LYNX-þyrla strandgæslunnar búin til flugtaks.
NORSKA STRANDGÆSLAN
á írlandi, og hefur aðeins
verið að veiðum i tvo mán-
uði. Eftirlitsmennirnir
skoða snurpunótina, sem
reynist í lagi, og þeir prísa
sig sæla að sleppa við að
skoða og mæla aflann. Líta
þess í stað fullir aðdáunar í
kringum sig. Aðbúnaður
allur er einnig miklu betri
en um borð í skipum
strandgæslunnar og lang-
ur tími fer í að ræða vakta-
fyrirkomulag og önnur
hagsmunamál sjómanna.
Skipstjórinn sleppur
með áminningu og segist
feginn að hafa verið stöðv-
aður áður en hann kastaði
á torfuna. Slíkt hefði getað
kostað hann milljónir
króna í sekt, þótt Geir Ei-
keland, skipstjóri varð-
skipsins, segi hins vegar
ekki hægt að fullyrða að
Vik hefði verið sektaður
fyrir slíkt brot vegna þess
hve skammt hann var kom-
inn inn á verndarsvæðið,
þótt hann hafi átt það á
hættu. Vik er það Ijóst en
hann er engu að síður fúll
út í strandgæsluna, sem
hann segir að hefði mátt
vara sig við fyrr. Hann hafi
verið á svæðinu frá því um
miðjan dag. Vik er hins
vegar minntur á það að
hann hafi verið þar í óleyfi
og það sé hans hlutverk að
fylgjast með því hvar megi
stunda veiðar. Strandgæsl-
an geti ekki verið á mörg-
um stöðum innan verndar-
svæðisins samtímis.
Meðan á þessu stendur
hefur Vik siglt þungbrýnn
inn í Síldarsmuguna og það
er ekki laust við að brúnin
léttist þegar hann finnui'
væna síldai’torfu á um 300
metra dýpi. Kemur sér fyr-
ir og bíður þess að hún
hækki sig, ræsir mann-
skapinn á dekk og kastar í
þann mund sem síldin
dreifir sér. Kastið virðist
hafa tekist, sjórinn sýður
bókstaflega inni í nótinni,
sem Vik segist ekki ætla að
draga inn fyrr en í morg-
unsárið, er síldin hafi tæmt
sig af átu. En Vik er þó
ekki kátur enn, síldina á að
flaka og frysta fyrir Rúss-
landsmarkað, „ef þeir geta
þá borgað,“ segir hann.
Svartsýni Viks reynist á
rökum reist.
Klukkan er orðin eitt um
nótt. Haft hefur verið sam-
band við strandgæsluskip-
ið Nordkapp og beðið um
að náð verði í eftirlits-
mennina. Á því verður
nokkur bið, því Nordkapp
hefur elst við fleiri skip en
Manon. Meðan á biðinni
stendur er reynt að halda
uppi samræðum við Vik,
sem er þegjandalegur. Eft-
irlitsmönnunum er hvorki
boðið vott né þurrt, sem þó
er nær ófrávíkjanleg regla
og verða þeir því dauð-
fegnir er gúmmíbáturinn
frá Nordkapp birtist í nátt-
myrkrinu. Vik og stýri-
maðui-inn nikka í kveðju-
skyni, með aðvörun frá
strandgæslunni upp á vas-
ann, „rispu á lakkinu“ á
nýjum togara.
Eftirlitssvæði: Norsko strondgæsian fylgist
með um 2 millióna (erkilómetro svæði, 1,74
milljónir ferkílómetro heyro undir norður-
norsku strandgæsluno er hefur höfuðstððvar
í Sortland ó Lofoten en 250.000 ferkilómetr-
or undir gæsluno I Suður-Noregi, er hefur
höfuðstöðvar i Bergen. Auk þesso sinnir
norður-norsko strondgæslon eftirliti i Smug-
unni, Sítdorsmugunni og ó Gróo svæðinu,
somtols um 370.000 ferkilómetro svæði
Sogo: Strandgæslon i núverondi mynd vor
sett ó loggirnor órið 1977 er Norðmenn
stækkuðu londhelgi sino i 200 milur en veiði-
eftirlrt hefur verið stundoð fró 1907.
Floti: 18 stærri skip og sjö minni, 6 Lynx-
þyriur og 2 Orion-fiugvélor. Stærst eru Nord-
kopp, Senjo og Andenes, smiðuð 1981-1982,
um 3.200 tonn. Þau bcro þyrlur og óhöfnin
er hluti sjóhersins.
Storfsmenn: 700 sem heyro undir sjóherinn
og um 100 borgorolegir storfsmenn oð ouki.
Kostnoður: Gert er róð fyrir oð reksturinn
órið 1998 kosti 4,86 milljorðo ísl. kr.
Hlutverk: Á friðortlmum er hlutverk strond-
gæslunnor oð gæto notsks réttor ó hofsvæð-
unum umhverfis londið, oðstoðn við leit og
björgun og sinno öðrum tilfullondi verkefn-
um, svo sem oðstoð við lögreglu, tollgæsiu og
vBÍndcmenn, og við mengunorvornir. Timo-
frekost er eftirlit með fiskveiðisvæðum.
Strondgæslon heyrir undir norsko vornor-
móloróðuneytið.
Eftirlit: Alls vor forið um borð i 2.171 skip
órið 1997.23 voru færð til hofnor, 12 fengu
ókæru og 391 oðvörun.
K/V Nordkapp: 3.200 tonn, smiðoð 1981.
96 monno óhöfn, skipt i tvær óhofnir sem
eru um borð 3 vikur i senn. Nordkopp er ó
sjó um 300 dogn ó óri
raunar hvaifiaði ekki að honum
að fara á sjóinn fyrr en örlögin
höguðu því svo að hann lenti í sjó-
hernum. Eftir að herskyldu lauk
var hann friðargæsluliði í hálft ár
í Líbanon, og fór að því búnu í
nám í siglingafræði, því sjó-
mennskan heillaði.
Launin í kaupskipaflotanum
reyndust hins vegar lægri en í
strandgæslunni og því lá leiðin
þangað aftur. Hoilund vill ekki
gefa þau upp en ljóst er að hann
þarf ekki yfir neinu að kvarta.
Þekkti ekki muninn á
þorski og ýsu
Veiðieftirlitsmenn eiga að baki
eins árs bóklegt nám, sem fram
fer um borð, auk þess sem þeir
fylgja reyndum eftirlitsmanni eftir
um nokkutra mánaða skeið. Áðtu-
en lagt er upp í skoðun kynna eft-
irlitsmennimir sér svæðið, hvaða
reglur gilda um það og hvaða
vandamál kunni að koma upp, þar
með talið hverjir séu líklegir til að
stunda ólöglegar veiðar. Tveir eru
jafnan við eftirlit, einn eftirlits-
maður og eitt vitni, oftast skipverji
í þjálfun fyrir eftirlit
Áður en leiðin lá í strandgæsl-
una þekkti Höilund ekki muninn
JENS Hoi-
lund, veiði-
eftirlits-
maður á
Nordkapp,
neitar því
ekki að til
sé nokkurs
konar
„svartur
listi“ yfir
skip.
á þorski og ýsu en það er breytt.
Venjulegt eftirlit tekur um 3-6
tíma en finni eftirlitsmennirnir
eitthvað athugavert í aflanum
byrjar klukkan að tifa. „Dæmi um
það er ef upplýsingar á umbúðun-
um koma ekki heim og saman við
innihaldið eða ef mikið er af smá-
fiski. Við þurfum stundum að
skoða tonnavís af fiski og endur-
taka skoðun til að vera alveg viss-
ir. Við slíkar aðstæður getur eft-
frlitið tekið átján klukkustundir,“
segir Hoilund.
Skoðunin er ekki alltaf létt
verk, því þegar um unninn fisk er
að ræða, t.d. flakaðan og saltaðan,
verður að meta eftir bestu getu
hvort um smáfisk eða bannaðar
tegundir er að ræða. Til eru töflur
og útreikningar á stærð unnins
afla til að létta mönnum verkið.
En þegar kemur að sígildu deilu-
máli Islendínga og Norðmanna,
ríkisfangi norsk-íslenska síldai--
stofnsins, segist veiðieftfrlitsmað-
urinn ekki kunna að skera úr um
það.
Hrafl í rússnesku
Snúið getur verið að yfirfara
veiðidagbækur og annað á máli
sem eftirlitsmaðurinn skOur ekki
og hefur Hoilund smám saman
lært ýmis lykOorð í rússnesku, ís-
lensku, spænsku og fleiri málum.
í samskiptum er notast við „afar
einfalda ensku“ og einnig gripið
til fingramálsins þegar þörf kref-
ur. Hoilund segir að lfl<lega sé
oftast farið um borð í rússneska
togara, enda séu þcir algengasta
sjónin á miðunum. Þar á eftir
komi Norðmenn.
„Við sinnum ákveðnum verk-
efnum, t.d. ef Fiskistofa biður
okkur að kanna togara sem ekki
hafa sinnt tilkynningaskyldu.
Annars er skoðunin yfirleitt af
handahófi," segh' Hoilund.
Hann neitar því hins vegar ekki
að til sé nokkurs konar „svartur
listi“ yfir togara, „ekki á prenti en
í kollinum, rétt eins og hjá lög-
reglunni. Þá getum við einnig
ilett því upp hvort togarar sem
farið er um borð í hafi gerst brot-
legir við lög og reglur".
Starf eftirlitsmannsins hefur
breyst nokkuð, fyrir tiu árum
voru aðallega gerðar athuga-
semdir við möskvastærð, nú segir
Höilund smáfiskadráp stærsta
vandamálið, sér svíði að sjá slíkt.
Kaffi og kökur
Höilund segir móttökurnar um
borð í togurunum yfirleitt góðai'
og alltaf boðið upp á kaffi. „Við
höfum fengið þrfréttaðar máltíðir,
kökur og ís og ýmislegt annað
sem ég held að ég þiggi aldrei aft-
ur, bæði mat og drykk.“
Veiðieftirlitsmaðurinn segist
hrifinn af fiski og bestur þykii'
honum glænýr soðinn þorskm'
með kartöflum. Fyrir kemur að
eftirlitsmennirnfr fá gefms þoi'sk
í soðið og þá er stundum slegið
upp dulítilli veislu, um miðja nótt
ef svo ber undfr. Hins vegar er
kokkurinn á Nordkapp latur við
soðninguna og það þykir Höilund
afleitt. En kokkurinn er á förum,
fer að vinna á glæsihóteli í Osló,
og þá er bara að bíða og vona að
sá sem við tekur kunni að meta
það sem í sjónum býr.