Morgunblaðið - 13.09.1998, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 13.09.1998, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13. SEPTEMBER 1998 45 Ronda eins og von er á þess- um fjölmennasta ferðamannastað Sólar- strandarinnar. Petta sannar að hámenning getur farið ljómandi vel með sólböðum og afslöppun. Bæjarstjórnin í Tor- remolinos hefur boðið upp á tónleika og götu- leiksýningar nokkrum sinnum í viku í allt sumai*. Golden West International Symphonic Band frá Kalifomíu hélt konsert á torginu í gamla mið- bænum. Sömuleiðis var öllum að kostnaðarlausu boðið þar upp á flamenco-danssýningar, lúðrasveitarkonserta, sýningar á samkvæmisdönsum, tangó, vals og „pasodoble“, tónleika Takh'aris- hljómsveitarinnar frá Andes-fjöll- um Suður-Ameríku og ýmsar leik- sýningar fyrir börn og svo mætti lengi telja. A torgi La Nogalera sýndi götu- leikhúsið La Sala D.T. leikritið „Flugmanninn" við góðar undir- tektir, ekki síður þeima sem alls ekki eiga von á leiksýningu. Listahátíð í dropasteinshelli Eins og undanfarin 39 ár var nú í sumar haldin listahátíð í bænum Nerja á Costa del Sol, tæplega klukkustundarakstur austur af Má- laga. Par voru bæði listdanssýning- ar og tónleikar, allt framið í dropa- steinshellinum mikla sem fannst fyrir nokkrum áratugum og reynd- ist hafa að geyma mannvistarleifar frá forsögulegum tíma. Varla er hægt að hugsa sér fegurri eða áhrifameiri „leikmynd" en þá sem náttúran hefur búið til í hellinum, m.a. gn'ðarlega dropasteinsdröngla í sérkennilegum og dulmögnuðum formum. Komið hefur verið fyrir ljóskösturum sem lýsa upp í marg- víslegum litbrigðum þennan undra- heim sem tekur yfh' þúsund gesti í sæti. Meðal þess sem var á boðstólum í hellinum í Nerja í júlímánuði ein- um má nefna flamenco-ballett Ant- onios Márquez, Hollenska þjóðar- ballettinn ásamt flestum aðalsóló- dönsurum sínum, flautusnillinginn Jean Pierre Rampall og sópran- söngkonuna Teresu Berganza. Tívolí Tívolí á Costa del Sol stendur milli bæjanna AiToyo de la Miel og Benalmádena u.þ.b. 10 mínútna akstur frá Torremolinos og Benal- mádena Costa og 20 mínútna akst- ur frá höfuðborginni, Málaga. Þar er í sumar fjölbreytt skemmtidag- skrá í útileikhúsi staðarins, bæði útlendir og spænskir kraftar. í júlímánuði komu fram í Tívolí m.a. söng- konan Mónica Nar- anjo; flamenco-söng- konan flamenco-hljóm- sveitin Ketama, e.t.v. sú vinsælasta í dag bæði innan Spánar og erlendis; söngkonan vinsæla, Camela; Revolver; og dægur- lagastjarnan mikla, Isabel Pantoja. Carmen í flamenco-stíl Þótt flamenco-dans og tónlist sé e.t.v. spænskust lista Spán- ar, er hún jafnframt sú list sem höfðar hvað sterkast til útlendinga. Það er eins og allir skilji djúpa, oft hrjúfa og angistarfulla tóna þessar- ar hljómlistar, líkt og þar velli upp úr sameiginlegum sai-pi allra manna á þessari jörð. í Córdoba er í sumar stöðug fla- menco-hátíð. Sömuleiðis er í Jerez og víðar í Cádiz-héraði mikið um tónleika og samkeppni á sviði „can- te jondo“ eða flamenco. Einnig eru flamenco-hátíðir í strandbæjum Costa del Sol og „hvítu þorpunum“, oft í tengslum við hinar árlegu há- tíðir bæjanna. Fátt á þessu sviði lista hefur þó vakið aðra eins athygli og fla- menco-óperan Carmen efth' Salvador Távora sem farið hefur sigurför um Vesturlönd undanfarin tvö ár og hlaut fyrstu verðlaun á Alþjóðlegu óperuhátíðinni í Ham- borg í fyrravor. Cannen er enn á fjölunum í Andalúsíu, m.a. aðalnúmerið á Listahátíðinni í Huelva í ágúst og sýnd í nautahringnum Maestranza í Sevilla 4. sept. sl. I fyn'asumar var það einmitt einna helsti listviðburð- urinn í Málaga-héraði þegar Car- men var færð upp í gamla nauta- hringnum í Ronda, rétt handan við fjallsbrúnina fyrir ofan Marbella, cg tekið upp á því að drepa naut á sýningunni. Nautaat var eitt atriði óperunnar. Svo var einnig í Sevilla nú fyiTi’ skemmstu. Flamenco-óperan Cai-men er ef til vill áhrifamesta leiksýning sem höfundur þessarar greinar hefur séð. Sýningarnar sækja margir út- lendingar, gestir frá Costa del Sol, ekki síst þeir sem dvelja þai' lang- dvölum. Ekki nærri allir skilja texta söngvanna, sjálfsagt ekki heldur allir Spánverjarnh', því andalúsíska er ekki öllum auðveld í eyra. En á sýningunni á Carmen i Ronda mátti heyi'a saumnál detta, þegar söngvai'arnir þögnuðu, og þegar áttatíu manna Lúðra- og trommusveit Bræðralags Jesús úr Triana-hverfínu í Sevilla, gítarsnill- ingarnir tveir og þroskuðu, djúpu kvenraddirnar úr iðrum jarðar Joaquín Cortes tóku rokur og Cannen og hinir dansararnir flugu um sviðið, nema hvað þeir tylltu stöku sinnum niður tá og hæl til að smella einni „hríð- skotabyssugusu" í gólfið, þá spruttu allir upp sem einn maðm- og æptu „ólei“, „húrra“, „mein Gott“ og „bravó“. Eftir að nautabaninn felldi naut- ið, kom hann á hestinum upp á svið- ið og Carmen dansaði við hann, og hestinn. Hún hélt í beislið, hestur- inn steppaði út á hlið hring eftir hring, hvít froða vall út úr honum og slettist yfir dansmeyna Carmen sem fór hamförum á sviðinu. Stand- andi lófaklappi ætlaði aldrei að linna eftir þetta, né eftir spuna- sönginn um dauða Cannenar sem kom út tárum á mörgum hvarmi. Og þegai' Salvador Távora og Ant- onio Ordonez, forstöðumaður Nautahringsins í Ronda, konungur nautaats þessarar aldai', féllust í faðmá í miðjum hringnum að sýn- ingunni lokinni, hefði þakið fokið af, ef eitthvert þak væri á nauta- hringnum. Gestir frá norðlægum löndum fá jafnvel nýja lífssýn af slíkum list- viðburðum, m.a. vegna þess að eftir sýningar eins og á Carmen í Ronda eða Sevilla, fara allir út á götur og torg, fá sér drykk, deila gleði sinni með kunnugum og ókunnugum og spjalla saman fram undir morgun. I Andalúsíu ríkir á slíkum stundum „alegría", sem er eitt það eftirsókn- arverðasta sem útlendingar hafa þangað að sækja, að sólinni alveg ólastaðri. Barnaskór SMÁSKÓR í bláu húsi við Fákafen, sími 568 3919 QýGmisljés Faxafeni (blátt hús), sími 568 9511. Rauðás 16 opið hús frá kl. 14—17 Mjög glæsileg 81,5 fm 2ja herb. íbúð á 1. hæð. Vandaðar innréttingar og gólfefni. Fallegt útsýni. Eigandi Lára Bergþóra Long. FJÁRFESTING FASTEIGNASALA. ehf Sím 562 4250 Borgartúni 31 Pétur Einarsson hdl. lögg. fasteigna- og skipasali STÆRRI EIGNIR GARÐABÆR- HÆÐARBYGGÐ Einstaklega vandað hús, um 310 fm sem stendur á stórri, vel skipu- lagðri lóð með frábæru útsýni. Glæsilegt einbýli á eftirsóttum stað. Verð 23 millj. SÉRHÆÐ - FURUGERÐI Einstaklega glæsileg efri hæð með bílskúr. 5 svherb. - 3 stofur - gróin lóð. Mikið geymslurými. Allt sér. Verð 15,2 m. Áhv. 2,4 m. OPIÐ HÚS í DAG SNORRABRAUT 56, 6. HÆÐ Mjög falleg 2ja herbergja íbúð á 6. hæð í þessu vinsæla lyftuhúsi (55 ára og eldri). Fallegar inn- réttingar, parket, góðar svalir, frábært útsýni. Laus strax. Verð 7,2 millj. (516) Ásdís býður ykkur velkomin í dag m illi kl. 14 - 17. 1 hÓLl fasteignasala Hótel Bræðraborg — Vestmannaeyjabæ Fasteignasalan Höfði hefur fengið til sölu þetta fallega hótel sem er vel staðsett í Vestmannaeyjabæ. Hótelið stendur við Herjólfsgötu 4. Eignin er um 965 fm og er að mestu byggð órið 1982. Hótelið samanstendur m.a. af 14 herbergjum sem öll eru með baðherbergjum, móttöku, skemmtistað o.fl. Möguleiki er að lóna allt að 80% af kaupverði til 25 óra ó sanngjörnum vöxtum. Verðhugmynd er um 50 millj. Allar nónari upplýsingar veitir Ásmundur Skeggjason hjó Höfða. % Suðurlandsbraut 20. 2. hæð. Fax 533 6050. www.hofdi.is Opið fró 9-18. B
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.