Morgunblaðið - 13.09.1998, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 13.09.1998, Blaðsíða 20
20 SUNNUDAGUR 13. SEPTEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ sky. Hann sagðist hafa hitt Lewin- sky „tvisvar eða þrisvar í nóvember 1995, í „eitt eða tvö skipti þegar hún færði mér skjöl“ og „einhvem tíma fyrir jól“ þegar Lewinsky hafi „komið við til að hitta Betty“. Sjálfur viðurkenndi forsetinn við yfirheyrslur að þau „kynnu að hafa rætt, þó ekki í lagalegu samhengi" um að leyna sambandi sínu. „Vel mætti vera“ að hann hafi sagt Lewinsky að segja öðrum að hún hefði fært honum skjöl og heimsótt CuiTÍe. Forsetinn sagði hins vegar: „Ég bað frk. Lewinsky aldrei um að ljúga.“ Fundunum leynt Eftir fyrstu tvo ástarfundina, sem áttu sér stað í nokkurra daga fríi opinberra starfsmanna, segist Lewinsky nær eingöngu hafa hitt forsetann um helgar, þegar færri voru við störf í vesturhluta Hvíta hússins. „Hann sagði mér að hann væri yfirleitt við um helgar og að það væri í lagi að hitta hann þá. Hann hringdi og við komum okkur saman um að rekast á í ganginum eða að ég myndi færa honum skjöl,“ sagði Lewinsky við yfirheyrslur. Þar kom ennfremur fram að Lewin- sky reyndi að komast hjá því að sumir starfsmenn forsetans sæju til sín nærri skrifstofu forsetans, þeirra á meðal Nancy Hernreich, aðstoðarmaður hans og yfirmaður skrifstofu hans, en Hernreich lýsti því yfir að sér hefði þótt Lewinsky sækja of mikið i forsetann. Af ótta við að til þeirra sæist, fóru ástarfundir forsetans og Lewinsky einkum fram á gluggalausum gangi fyrir framan vinnuherbergi forset- ans. Lewinsky sagði forsetann hafa haft af því áhyggjur að einhver kynni að sjá til þeirra inn um glugga Hvíta hússins og þegar þau voru inni í vinnuherbergi hans, slökkti hann ljósin. Lewinsky segir frá því að í árslok 1997 „þegar ég fékk jólakossinn minn“ í dyragætt vinnuherbergisins, hafi forsetinn „horft út um gluggann með augun galopin á meðan hann kyssti mig og ég varð brjáluð því það var ekkert sérstaklega rómantískt“. Forsetinn svaraði: „Nú ég var bara að gá hvort nokkur væri þarna [úti].“ Óttinn við að upp um þau kæmist, olli spennu í samskiptum forsetans og Lewinsky, samkvæmt frásögn hennar. Forsetinn hafði dyrnar á milli vinnuherbergis síns og forseta- skrifstofunnar jafnan hálfopna á meðan ástarfundunum stóð, til að heyra ef einhver nálgaðist. Lewin- sky sagði í vitnisburði sínum: „Við höfðum bæði áhyggjur af hljóðun- um og stundum... beit ég í hönd mína - til að ég gæfi ekki frá mér nein hljóð.“ Þá segir hún að forset- inn hafi gripið fyrir munn hennar í eitt skipti til að þagga niður í henni. Þá varð ótti þeirra við að að þeim yrði komið til þess að þau afklædd- ust aldrei að fullu. Um þessi atriði sagðist forsetinn hafa reynt að leyna nánum sam- skiptum þeirra. „Eg gerði það sem fólk gerir þegar það gerir eitthvað rangt. Ég reyndi að gera það þegar enginn annar sá til.“ Skilaboð og bréf Lewinsky segir forsetann hafa haft áhyggjur af því að til væru skilaboð, bréf og aðrar skriflegar heimildir um samband þeirra. Segir hún hann hafa ítrekað sagt henni að sumt það sem hún skrifaði honum væri of persónulegt til að setja nið- ur á blað ef eitthvað færi úrskeiðis, ef það týndist éða einhver annar opnaði það. Þá sagðist Lewinsky í tvígang hafa beðið' forsetann um að fá að fara með honum upp í forsetaíbúð- ina en hann hafi neitað því vegna þess að komur allra þangað væru skráðar. Lewinsky sagðist hafa haft trú á því að ekki kæmist upp um samband hennar við forsetann, þar sem engar heimildir væru til um að þau hefðu verið ein í vinnuherbergi hans, auk þess sem hún myndi neita öllu. Þá sagðist Lewinsky hafa huggað sig við það að forsetinn hefði eiðsvarinn neitað sambandinu. „Ef ég á að segja eins og er, þá hef ég ekki leng- SKÝRSLA STARRS TIL BANDARÍKJAÞINGS CLINTON Bandaríkjaforseti ásamt trúarleiðtogum blökkumanna á bænafundinum á föstudag. „Það er ekki hægt að orða það á snyrtilegan hátt. Ég hef syndg- að,“ sagði Clinton er hann ávarp- aði árlegan fund trúarleiðtoga á föstudag. í tilfinningaþrunginni ræðu sagði Clinton tárvotur að hann hefði vakað fram eftir nóttu og velt því fyrir sér hvað hann ætti að segja í ræðu sinni. „Og þótt óvenjulegt sé, þegar ég er annars vegar, þá reyndi ég að koma hugsunum tnínum á blað,“ sagði forsetinn og baðst velvirð- ingar á því að hann kynni að þurfa að taka upp gleraugu sín til að geta lesið rithönd sma. Clinton sagðist sammála þeim er væru þeirrar skoðunar að hann hefði ekki verið nægilega fullur iðrunar er hann ávarpaði þjóðina í kjölfar yfirheyrslu Starrs í ágúst. „Það er mikilvægt fyrir mig að allir þeir sem ég hef sært viti að sorg mín er einlæg. I fyrsta lagi og fyrst og fremst fjölskylda mín, þá vinir mínir, starfsfólk og ríkisstjórn, Monica Lewinsky og fjölskylda hennar og bandaríska þjóðin. Ég hef beðið alla um fyrirgefn- ingu. En fyrirgefning krefst ekki einungis sorgar að mínu mati heldur að minnsta kosti tvenns til viðbótar. í fyrsta lagi einlægrar iðrunar, staðfestu til að breytast og til að bæta fyrir þann skaða sem ég hef valdið. Ég hef iðrast. f öðru lagi þess sem Biblían kallar sundurmarinn anda, sann- færingar um að ég verði að njóta aðstoðar guðs til að verða sú manneskja sem ég vil vera, vilja til að veita sjálfur þá fyrirgefn- ingu sem ég æski, höfnun á stolti og reiði sem brenglar dóm- greindina og fær fólk til að af- saka sig, bera sig saman við aðra, ásaka og kvarta. Hvaða þýðingu hefur þetta, fyrir mig og okkur öll? Fyrir það fyrsta mun ég gefa lögmönnum mínum fyrirmæli um að undirbúa sterka vörn og beita ur áhyggjur því ég veit að ég lendi ekki í vandræðum. Vitið þið af hverju? Vegna þess að frásögnin sem ég undirritaði - eiðsvarin - er frásögn annars eiðsvarins manns.“ Upphaf sambandsins Lewinsky hóf störf í Hvíta húsinu í júlí 1995 og vann á skrifstofu Leon Panetta, skrifstofustjóra Hvíta hússins. Samkvæmt vitnisburði hennar byrjuðu hún og forsetinn að „daðra“ um mánuði síðar. Við kveðjuathafnir og aðrar athafnir gætti hún þess að ná augnsambandi við hann, tók í hönd hans og kynnti sig. Þegar hún rakst á hann á göng- um Hvíta hússins, kynnti hún sig að nýju og hann svaraði því til að hann „Ég hef syndgað“ öllum viðeigandi rökum, án þess að nota lagamál til að breiða yfir þá staðreynd að ég hef breytt ranglega. í annan stað mun ég halda áfram á braut iðrunarinnar, Ieita stuðnings presta og annars kær- leiksríks fólks, svo það geti gert mig ábyrgan fyrir skuldbindingu minni. í þriðja lagi mun ég auka við- leitni mína til að leiða land okkar og allan heiminn í átt til friðar og frelsis, velmegunar og ein- drægni, í von um að með sundur- mörðum anda og sterku hjarta geti ég þjónað almannaheill, því við njótum blessunar og stöndum frammi fyrir mörgum áskorun- um, og við höfum mörg verk að vinna. Ég bið ykkur um að biðja fyrir því og óska aðstoðar ykkar við að græða sár þjóðarinnar. Og þótt ég geti ekki komist undan eða gleymt þessu - og raunar verð ég ávallt að líta til þess sem varnaðarljóss í lífi mínu - er mjög mikilvægt að þjóð okk- ar stefni fram á við. Ég er mjög þakklátur því fjöl- marga fólki, bæði prestum og al- mennum borgurum, sem hafa skrifað mér og gefið mér góð ráð. Ég er einlæglega þakklátur fyrir stuðninginn sem mér hefur verið sýndur af svo mörgum Bandaríkjamönnum, sem virðast þrátt fyrir allt gera sér grein fyrir því að mér er annt um þá, að mér er annt um vandamál þeirra og drauma. Ég er þakklátur þeim sem hafa staðið með mér og sagt að í þessu máli sem og mörgum öðr- um hafi friðhelgi einkalífsins verið rofin. Það kann að vera rétt, en í vissi vel hver hún væri. Lewinsky sagði frænku sinni að forsetinn „virtist laðast að henni eða hafa áhuga á henni eða eitthvað" og sagði vini, sem kom í heimsókn á þessum tíma að hún „laðaðist að [forsetanum], hún væri bálskotin í honum og ég held hún hafi sagt mér að henni hafi tekist að ná athygli hans, að það hafi verið einhvers konar augnsamband og að þau hafi vitað hvort af öðru,“ sagði í vitnis- burði vinarins. í nóvember 1995 urðu deilur um fjárlögin í Bandaríkjunum til þess að loka varð skrifstofum hins opinbera í viku. Aðeins þeir starfsmenn, sem sinntu bráðnauðsynlegum störfum, máttu vinna en nemar í starfsþjálf- þessu tilviki gæti það þó hafa verið blessun, því ég syndgaði vissulega. Og ef iðrun mín er ein- læg, og geti ég haft bæði sundur- marinn anda og sterkt hjarta, þá getur þetta orðið til góðs fyrir land okkar, sem og fyrir mig og fjölskyldu mína.“ Clinton vitnaði í Yom Kippur- bókina, þar sem guð er ákallaður og beðinn um að veita mönnun- um styrk til að snúa til betri veg- ar og viðurkenna misgjörðir sín- ar, því það kosti mikla áreynslu og sársauka. I lok ræðunnar ósk- ar Clinton þess sama. „Ég bið ykkur um að deila bæn minni um að guð muni leita mín og kanna hjarta mitt, reyna mig og þekkja kvíðann sem býr í hjarta mínu, og leiða mig í átt til eilífs lífs. Ég bið guð um að veita mér hreint hjarta. Lát mig breyta samkvæmt trú en ekki sýnd. Ég bið enn um að vera fær um að elska náunga minn, alla náunga mína, eins og sjálfan mig, um að vera verkfæri guðs, um að orð mín, hugsanir og gjörðir leiði til góðs. Þetta vildi ég segja við ykkur í dag. Þakka ykkur fyrir. Guð blessi ykkur“. Nokkrir þeirra trúarleiðtoga, sem voru viðstaddir, höfðu orð á því að ræða forsetans hefði leitt hugann að 51. sálmi, einum þekktasta iðrunarsálmi Biblíunn- ar. Sálmurinn er eignaður Davíð konungi, og litið er á hann sem ákall hans til guðs eftir að hann hafði framið hjúskaparbrot með Bathsebu og sent eiginmann hennar í stríð þar sem dauðinn beið hans. T.D. Jakes, biskup safnaðar í Dallas, var einn þeirra sem áttaði sig á tilvísuninni. Hann varpaði fram þeim spurningu hvort Clinton væri nógu sundurmarinn til að iðrast, en samt nógu sterkur til að vera við stjómvölinn. í sálm- inum má finna bæn um að hljóta hvort tveggja, styrk og náð. un, þeirra á meðal Lewinsky, mættu til starfa því þeir þáðu ekki laun. Þessa viku kom forsetinn oft á skrifstofu Panetta og ræddi þá stundum við Lewinsky. Lýsti hún þessum samskiptum sem „áfram- haldandi daðri“. Sagði einn sam- starfsmanna að hún fengi mikla at- hygli hjá forsetanum. Samband Lewinsky og forsetans hófst á meðan á vinnustöðvuninni vegna fjárlagadeilu stóð, 15. nóvem- ber 1995. Forsetinn kom á skrifstof- una sem hún vann á, til að ræða við Panetta, og skiptist á augngotum við Lewinsky. Þau hittust aftur, síð- ar um daginn, í óformlegum afmæl- isfagnaði eins starfsmanna Panetta. Þá ræddust Lewinsky og forsetinn m.a. einslega við í skrifstofu skrif- stofustjórans. Hún segist hafa daðr- að við hann, og meðal annars lyft upp jakka sínum að aftan til að sýna honum nærbuxnastrenginn, sem sást í fyrir ofan buxnastrenginn. Löðuðust hvort að öðru Skömmu síðar, um kl. 20, gekk hún í átt að snyrtingunni og fram- hjá skrifstofu George Steph- anopoulus, talsmanns forsetans. Forsetinn sat einn þar og bað hana að koma inn. Hún gerði það og sagði forsetanum að hún væri hrifin af honum. Hann hló og spurði hvort hún vildi sjá einkaskrifstofu sína. Gengu þau í átt að henni, í gegnum borðstofu forsetans. „Við töluðum stutt saman, vorum sammála um að það væri eitthvað á milli okkar... og að við löðuðumst hvort að öðru og svo spurði hann hvort hann mætti kyssa mig.“ Lewinsky játaði því og þau kysstust á gluggalausum gang- inum fyrir framan vinnuherbergið. Aður en Lewinsky yfirgaf forset- ann, skrifaði hún niður nafn sitt og símanúmer fyrir hann. Lewinsky segir að um tíuleytið um kvöldið hafi hún verið ein á skrifstofu skrifstofustjórans er for- setann hafi borið að. Hann hafi beð- ið hana að hitta sig að nýju á skrif- stofu Stephanopoulos og hún hafi komið þangað nokkrum mínútum slðar. Þaðan hafi þau haldið í vinnu- herbergi hans, þar sem ljósin voru slökkt. Lewinsky segist hafa faiáð úr jakkanum og brjóstahaldaranum og að forsetinn hafi snert brjóst hennar með höndum og munni. Lewinsky minnir að hann hafi svarað í símann í eitt skipti og hafi þau farið af gang- inum og inn í vinnuherbergið þar sem hún segir forsetann hafa örvað kynfæri hennar með höndunum. A meðan forsetinn talaði í símann [Lewinsky taldi viðmælandann vera þingmann fulltrúa- eða öldunga- deildar], hafði Lewinsky munnmök við hann. Forsetinn lauk símtalinu og bað hana að því búnu að hætta. „Hann sagðist... þurfa að bíða þar til hann treysti mér betur. Svo held ég að hann hafi grínast með... að hann hafi ekki fengið þetta lengi.“ Skrár Hvíta hússins staðfesta tímasetningar Lewinsky. Þar kemur ennfremur fram að forsetinn ræddi við tvo fulltrúadeildarþingmenn þetta kvöld, í fimm mínútur hvorn, Jim Chapman og John Tanner. Forsetinn stóð í dyragættinni Lewinsky ber að hún hafi hitt for- setann að nýju tveimur dögum síð- ar, á meðan á vinnustöðvuninni stóð. Hún segir að þeir sem fengu að vinna hafi verið frameftir og að pöntuð hafi verið pizza fyrir Bettie Currie, Nancy Hernreich og Jenni- fer Palmieri. Þegar pizzan hafi borist, hafi Lewinsky farið inn á skrifstofu Currie til að láta vita. Þar var forsetinn fyrir ásamt fleira fólki. Hópurinn hélt inn á skrifstof- una þar sem maturinn var og ein- hver rak pizzasneið í jakka Lewin- sky og hún fór fram á snyrtingu til að ná blettinum úr. „Þegar ég kom út af baðherberginu stóð forsetinn í dyragættinni að skrifstofu frú Currie og sagði að ég gæti komist út þá leiðina." Lewinsky segir að hún og forset- inn hafi kysst á snyrtingunni eða ganginum fyrir framan en hún hafi fljótlega losað sig úr faðmlögunum og sagst yrðu að halda áfram að vinna. Forsetinn hafi þá stungið upp á því að hún færði honum pizza- sneið. Það gerði hún. Currie hleypti henni inn til forsetans, sagði „stúlk- una með pizzuna“ vera komna. Nokkur vitni bera að Lewinsky hafi fært forsetanum pizzu og að þau hafi verið ein stutta stund eftir það. Óskað heimsókna um helgar Að sögn Lewinsky sat Currie inni á skrifstofu sinni. Lewinsky og for- setinn kysstust og forsetinn þreifaði á brjóstum hennar. Þá bar Currie að dyrum vinnuherbergins, sem voru í hálfa gátt og sagði að beðið væri um forsetann í símann. Hann svaraði, ræddi við fulltrúadeildarþingmann með gælunafn, að sögn Lewinsky. A meðan hann talaði í símann, renndi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.