Morgunblaðið - 13.09.1998, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 13.09.1998, Blaðsíða 50
50 SUNNUDAGUR 13. SEPTEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ KIRKJUSTARF í DAG Safnaðarstarf Friðrikskapella. Kyrrðarstund í hádegi á morgun, mánudag. Léttur málsverður í gamla félagsheimilinu að stundinni lokinni. Grensáskirkja. Mæðramorgunn mánudag kl. 10-12. Neskirkja. Mömmumorgunn mið- vikudag kl. 10-12. Herdís Storgaard frá Slysavarnafélagi Is- lands. Fella- og Hólakirkja. Bænastund og fyrirbænir mánudaga kl. 18. Tekið á móti bænaefnum í kirkj- unni. Æskulýðsfélag unglinga á mánudögum kl. 20.30. Grafarvogskirkja. Bænahópur kl. 20. Tekið er við bænarefnum í kirkjunni alla daga frá kl. 9-17. Hjallakirkja. Prédikunarklúbbur presta í Reykjavíkurprófastsdæmi eystra er á þriðjudögum kl. 9.15-10.30. Seljakirkja. Mömmumorgnar á þriðjudögum kl. 10. Hvítasunnukirkjan Ffladelfía. Al- menn samkoma kl. 16.30. Ræðu- maður Erling Magnússon. Allir hjartanlega velkomnir. Brian Tracy International Phoenix *• leiðin til hámarks árangurs í einkalífi og starfi Helgamámskeið 18.-20. sept. (18 klst.) Kvöldnámskeið 21.-24- sept. (18 klst.) Sérsniðið unglinganámskeið í október. www.islandia.is /-hugborg sími 557 9904, 899 4023 Leiðbeinandi Jóna Björg Sætran, B.A. Viltu styrlfja stoðu þma ? MODEM / Ahugavert t I og speunand * % nám Markmið námsins er að útskrifa nemendur með hagnýta þekkingu á tölvunotkun og veita þeim innsýn í notkunarmöguleika í tölvu- og upplýsingaumhverfinu. Námið er sambærilegt við 60 kennslustunda nám. Skráning og upplysingar ísíma 568 5010 H RAFIÐNAÐARSKÓLINN Skeifan 11 b - Sími 568 5010 VELVAKAJMPI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Hver er maðurmn? GUÐBJÖRG hafði sam- band við Velvakanda og hefur hún áhuga á að vita hvort einhver kannist við manninn á myndinni. Myndin er líklega tekin í Árnessýslu, að Kflhrauni á Skeiðum. Peir sem kann- ast við myndina hafí sam- band við Guðbjörgu í síma 588 1058. Betur má ef duga skal ÉG dáðist að borgarstjóra í sumar er hún fór fyrir hópi unglinga við að afmá hið hvimleiða krot sem herjar á borgina okkar víðsvegar. Mér kom í hug fótaþvotturinn forðum, sem ritningin greinir frá, er ég sá borgarstjóra í sjónvarpinu byrja þennan veggjaþvott með hinum ungu samborgurum. En Adam var ekki lengi í Paradís. Þau höfðu rétt nýlokið við að þvo ógeðið af Hallveigarstöðum þegar nýtt krot var aftur komið á veggi hússins. Hvað er til ráða? Á bara að gefast upp - eða? Nei, og aftm- nei. Finna verður leið til að aftná þennan ófögnuð í eitt skipti fyi’ir öll. „Þreytt ungmenni" bið- ur hér á þessum stað í blaðinu 25. ágúst um fleiri vegglistamenn og segir rosalega marga krakka hér í borg iðka að krota á veggi svokölluð „tag“. Kannski - og vonandi - er þetta þreytta ungmenni eins og ég orðið þreytt á sóðaskapnum sem stafar af hinu ólystilega úða- brúsakroti um alla borg- ina. Þar sem sá - eða sú - er pistilinn skrifaði hér 25. ágúst sl. virðist þekkja „rosalega marga krakka hér í borg sem iðka að krota...“ þá hvet ég hann eða hana tfl að fara til fundar við borgarstjórann okkar og/eða forstöðu- menn íþrótta- og tóm- stundai'áðs Reykjavíkur- vegi, Fríkirkjuvegi 11 og bjóða fram krafta sína við að kalla saman krakkana sem krota til að ræða við þá um betri leiðir í fram- tíðinni fyrir athafnaþörfína á vegglistarsviðinuj. Slík samvinna milli borgar og hinna ungu, sem eru orðn- ir þreyttir á gamla ki-otinu, gæti orðið rosalega jákvæð og leitt til þess að gera borgina okkar enn litríkari og lystilegri að lifa í. H.Þ. Tapað/fundið Seðlaveski týndist AÐFARANÓTT sl. sunnu- dags varð ég svo óheppin að týna svörtu seðlaveski niðri í miðbæ eða á Skuggabamum með öku- skírteini og skilríkjunum mínum og öðru persónu- legu sem mig vantar sár- lega. Sá sem hefur fundið það vinsamlega skili því og hafi samband í síma 554 2911. ÞESSIR duglcgu drengir söfnuðu með tombólu kr. 5.416 til styrktar Rauða krossi Islands. Þeir heita Andri Gunnars- son, Steinþór Pálsson og Davíð Þór Gunnai-sson. COSPER f ]t Vr L \\ ° \ O 1/ \ ) °fi N. / 1 M* C0SPER / 'W. ÉG verð að hætta núna. Það er einhver á línunni. Víkverji skrifar... HAUSTIÐ kallar tugþúsundir til starfa: félagasamtök margs konar, kennara og nemendur, og síðast en ekki sízt þjóðkjöma þing- menn okkar. Alþingismenn þreyta í vetur lokapróf fyrir komandi þingkosningar. Megi þeim vel famast. Alþingi hið forna var háð á Þing- völlum við Öxará frá árinu 930 til 1798, eða í 868 ár. Þar var kristni lögtekin árið 1000. Þess merka at- burðar verður minnst með þjóðhá- tíð á sama stað árið 2000. Alþingi var háð í Reykjavík frá 1799 til 1800 og endurreist þar árið 1845. Starfssvið Alþingis var breyti; legt frá einnum tíma til annars. í augum Víkverja er Alþingi samt sem áður elzta og mikflvægasta stofnun íslenzku þjóðarinnar - með bakland sem spannar 1068 ár, frá fyrsta Öxarárþingi talið. Næstelzt er Þjóðkirkjan. Kristni var lögtek- in hér á landi fyrir 998 ámm. Kristin trú hafði raunar fest rætur hér fyrir nomænt landnám. Papar, írskir einsetumenn, sem hér voru fyrir, játuðu kristna trú. Nokkrir nomænna landnámsmanna vora og kristnir. Kristin trú hefur því fylgt byggð í landinu frá öndverðu. Alþingi og Þjóðkirkja eru elztu og traustustu hornsteinar ríkis og þjóðfélags. Það er í lagi að agnú- ast ögn út í þessi uppáhaldsnöld- ur. En ekkert er mikilvægara en að varðveita þau vel til langrar framtíðar. MARGT ER manna bölið. Með- al bölvalda era fátækt og van- þekking. Þeima vegna býr rúmur milljarður manna við hungurmörk. Hundrað þúsunda deyja árlega - mörg hver ung að áram - vegna vannæringar, vegna hernaðará- taka og vegna sjúkdóma, sem hægt væri að lækna, ef lyf og læknar væra til staðar. Þannig er staðan í endaða þá öld, sem kennd hefur verið við menntun, vísindi og tækniframfar- ir. Fjölmiðlar heimsins standa ekki á öndinni af þessum sökum. Það þarf „meira“ til. Þetta era nefni- lega gamlar sakir, þótt nýjar séu. Sama gildir um nágrannaneyð, sem einnig skýtur upp kolli. Það er enginn Ciinton og engin Mónika í þeirri hörmungagúrku. Það mark- aðssetur enginn það sem ekki lag- ar sig að eftirspum. Eða hvað? XXX AFSTAÐA vestrænna velmeg- unarþjóða (hjá hverjum offita er vaxandi vandamál, því hver hef- ur sinn djöful að draga eins og þar stendur) kann að speglast í þess- um orðum hins dæmigerða Islend- ings, Bjarts í Sumarhúsum: Spurt hef eg tíu milljón manns sé myrtur í gamni utanlands; sannlega mega þeir súpa hel, ég syrgi þá ekki, fari þeir vel. Þjóðir, sem búa í vellystingum praktuglega, leggja sálu sína í annars konar hugðarefni en hungraðan heim. Múgsefjun sam- tímans snýst m.ö.o. um annað, einkum „frægt“ fólk. Til að mynda poppgoð eða fyrirmenni af annarri gerð. Ekki sízt þá sem státa af bil- uðum ástaráttavitum eða öðra álíka kræsilegu. Að ekki sé nú tal- að um súper-hvalinn Keikó, þenn- an miðdepil fjölmiðlafárs og múgsefjunar. Málið snýst um það, ef Víkverji metur málið rétt, að Keikó verður gefið frelsi með því að færa hann úr búri í búr - í stafalogn í grennd Stórhöfða. Heimspressan kemst í meiriháttar Keikó-stuð og kann sér engin læti. Leikendur gróðasinfóníunnar maka krókinn sem aldrei fyiT. Horgrindur í Suð- ur-Súdan hverfa í skuggann af herlegheitunum. Enda sagði Sumarhúsa-Bjartur: „Sannlega mega þeir súpa hel, ég syrgi þá ekki, fari þeir vel.“ XXX LEIÐARI Morgunblaðsins um KEA-verzlun í höfuðborginni varð tilefni lítillar stöku, dulítið gagnrýninnar. Önnur, í varnartón, hefur borizt: Víkveiji var því að flíka sem vottaði eftirsjá slíka og hann sakni þess títt þá allt var svart/hvítt stjómmál og sjónvarpið hka.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.