Morgunblaðið - 13.09.1998, Blaðsíða 22
22 SUNNUDAGUR 13. SEPTEMBER 1998
MORGUNBLAÐIÐ
Kristín Gisladóttir, Vaka Johannesdottir
spyr einhver. „Strákur?" seg-
ir hún. „Nei.“ „Rakel?“ spyr
hún þá. „Nei,“ er aftur svarað.
„Er hún í hvítum sokkum?"
spyr Marta. „Nei, grænum,"
segir einhver. „Og köflóttum
buxum,“ bætir einn strákur-
inn við. „Þetta var Sunneva,"
segir kennarinn. „Þið eruð
ekki alveg farin að þekkja
raddirnar."
„Ég er góður í þessu,“ til-
kynnir einn drengurinn digur-
barkalega. Næst er einn
strákurinn látinn mjálma. „Er
þetta Sigga?“ spyr sú sem sit-
ur með bundið fyi'h' augun.
Ekki er það hún. „Marta?“
Nei, ekki heldur. „Ég veit ekki
... Bríet?“ „Neeeeii," svarar
hópurinn. En svo bendir hún á
hljóðið og þannig leysir hún
gátuna. Þetta var Daði.
„Ég sé að ekki eru allir að
fylgjast með. Þá er ekki hægt
að útskýra,“ segir Kristín,
sem hefur dregið upp vinnu-
bók. „Þið eruð nokki'um sinn-
um búin að fara út í frímínút-
ur. Er ekki fullt af dóti á
skólalóðinni?“ spyr hún.
„Nei,“ heyrist hátt í einum, en
svo þegar farið er að rifja upp
hvað þar er að finna reynist
það sitt af hverju. Kastali,
vegasalt, rennibraut og þar
fram eftir götunum. Svo er
hægt að fara í fótbolta, körfu-
bolta og ýmislegt fleira.
„Ekki vera með þennan
fíflagang, þá er svo erfitt að
tala við ykkur. Við eigum að
tanníaussr afar og ommur komu
vid sögu, svo og flúordrykkja,
tré, epli og Keikó
ALLIR í beina röð.
Kári, ertu nokkuð
búinn að gleyma
þessu? Kristín Gísla-
dóttir, kennari 1. bekkjar R,
ræðir við krakkana sína sem
eru að mynda tvöfalda röð ut-
an við stofuna. Síðan er gengið
inn, sumir leiðast. Klukkan er
gengin um það bil tuttugu
mínútur í níu að morgni.
Hann er að norðan utan við
gluggann, kalt svo ekki sé
meira sagt, en hlýtt og nota-
legt í stofunni.
„Þið fóruð í tónmennt í gær;
ég er svo forvitin að fá að vita
hvað þið voruð að gera. Sáuð
þið þegar ég kíkti inn um rúð-
una?“ segir Kristín þegar
krakkamir em sestir. Ekki
stendur á svörum: „Hún var
að galdra. Hókus, pókus og við
áttum að vera kengúrur," seg-
ir einn snáðinn og ljóstrar því
upp hvað tónmenntakennar-
inn hafi látið þau gera. „Og
svo risar,“ bætir annar við.
Kristínu fýsir að vita hvemig
þau fóru að því að leika risa.
„Var það ekki erfitt?“ „Nei,
nei. Bara svona,“ segir strák-
ur, greinilega kraftmikill,
stendur upp og þrammar
þungstígur um gólfið.
Eftir þetta stutta spjall er
komið að því að krakkamir
tuttugu faii í krókinn svo-
nefnda. Svæði úti í einu homi
stofunnar, þar sem em dýnur
og sessur.
Krakkarnir eru byrjaðir á
því að búa til eftirlíkingu af
skólastofunni sinni. Hafa
klippt út hluti og fest á stóra
töflu upp á vegg.
athuga umhverfi skólans. Til
þess þurfum við að fara aðeins
út,“ tilkynnir Kristín.
Hún segir krökkunum að
þau þurfi bara í skóna, ekki
yfirhafnir, „og það þarf ekki
að reima því við verðum svo
eldsnögg. Nú eru augun ykk-
ar myndavélar," segir Kristín
áður en haldið er út á skóla-
lóðina. „Þið þurfið að leggja á
minnið það sem þið sjáið áður
en þið farið aftur inn til að
teikna. Og svo „mynda“ allir í
gríð og erg...
Þegar inn er komið byrja
allir að teikna í vinnubók-
ina. Kastalar og rennibrautir
verða til og svo fleiri kastalar.
Krakkarnir em misjafnlega
röskir að teikna. I fljótu
bragði er ekki alltaf auðvelt
að átta sig á hvað er á mynd-
unum! „Hvað ert þú að gera?“
heyrist í spurnartón við eitt
borðið, og svarað er - teiknar-
inn er greinilega undrandi,
því svo augljóst finnst honum
hvað er á myndinni - að þetta
sé kastalinn. „Mér sýnist
þetta nú ekki vera kastalinn,“
er þá svarað á móti. „En hvað
ert þú að gera?“ spyr annar
sessunaut sinn. „Ég er ekki
búinn,“ svarar sá (en er
reyndar ekki byrjaður).
„Byrjaðu, annars hlæja allir!“
segir þá nágranninn. Hér er
ekkert verið að tala undir rós.
Klukkan er 9.15 og þrjár
hendur fara allt í einu á loft.
Enginn segir þó neitt, því eig-
endur handanna bíða rólegir.
Kristín gengur á milli borða.
„Má skrifa með svörtum túss
nafnið sitt?“ spyr einhver. „Ég
get ekki gert klifurgrindina,"
segir annar og sá þriðji til-
kynnh': „Þú mátt ekki sjá fyrr
en ég er búinn með myndina.“
Svo heldur ferð hennar
áfram. „Hvað er þetta?“ er
spurt á næsta borði. „Klifur-
grindin, en ég man ekki
hvemig hún er á litinn. Jú, ég
man það, rauð og blá og ... æ,
hvernig aftur. Já, og græn.“
Einn strákurinn, sem hafði
fyrirvaralaust sest á gólfið og
gramsað í nýju, fínu skóla-
töskunni sinni, kveður sér allt
í einu hljóðs eftir að hann er
staðinn upp: „Ég er ekki með
leikfimisdót," segir hann.
„Það á að koma með það.
Mamma á stundatöflu," segir
ein stelpan. „Þess vegna veit
hún að það er leikfimi.“
„Þeir sem eru með drykkj-
armiða verða að rétta upp
hönd, svo umsjónarmaður sjái
hverjir þurfa drykk. Bríet
kemur bara þangað sem eru
uppréttai- hendur,“ upplýsir
Kristín.
„Það er mjólkurmiði hjá
eg meiflfl
KriJtr
Kristín er sest við krókinn.
„Munið þið vísuna sem við
vorum að læra í gær? Uen
dúen dí...“ Já, þau muna hana
greinilega; allir taka undir af
krafti. „_Ég er með aðra sem
ég ætla að athuga hvort þið
kunnið," segir kennarinn.
„Ení, mení, mink, mank,
klink, klank, ússí, bússí, bakka
dæ, æi, væi, væk med dig.“
Haldiði að það verði erfiðara
að læra þessa?“ - „Já,“ flýtii-
sér einhver að segja. „Hún er
dálítið lengri.“
Kristín flregur nú fram bók
um Köttinn með höttinn og
fer að lesa upp úr henni þar
sem kjóll mömmunnar, sem
var úti á snúru, hefur verið
tekinn og er notaður fyrir
Það er söguleg stund
þegar barn hefur
skólagöngu. Langt
er síðan Skapti Hall-
grímsson blaðamað-
ur og Jim Smart
ljósmyndari stigu í
fyrsta skipti inn í
skólastofu en þeir
settust í 1. bekk á
nýjan leik á
þriðjudaginn var.
flugdreka. „Ég mundi bara
hlaupa á eftir og ná þeim og
lemja þá og kreista..." segir
einn hugrakkur í bekknum.
Lesturinn úr Kettinum með
höttinn vekur lukku. Kennar-
inn upplýsir að hún eigi aðra
bók sem sé framhald af þess-
ari. „Já, ég veit hvað hún heit-
ir!“ segir einn strákanna gal-
vaskur. „Hvað?“ spyr Kristín.
„Ég man það ekki alveg...“
Svo er farið í leik. Allir setj-
ast í hring, nema Marta sem
fer fram á gang og nær í tref-
ilinn sinn, sem er síðan bund-
inn fyrir augu hennar. Hún
situr í miðjum hringnum og á
að geta sér til um hver það er
sem er að gelta. Hún er ekki
viss. „Strákur eða stelpa?“