Morgunblaðið - 13.09.1998, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 13.09.1998, Blaðsíða 38
38 SUNNUDAGUR 13. SEPTEMBER 1998 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir, amma og systir, GUÐLAUG BENEDIKTSDÓTTIR, Stóragerði 27, Reykjavík, sem andaðist miðvikudaginn 9. september sl., verður jarðsungin frá Garðakirkju þriðjudaginn 15. september kl. 13.30. Peim, sem vilja minnast hennar, er bent á Krabfc Sigurður Jónsson, Jón Svan Sigurðsson, Fríða Sigurðardóttir, Axel V. Gunnlaugsson, Anna Dóra Axelsdóttir, Andri Freyr Axelsson Aníta Guðlaug Axelsdóttir, Hreinn Benediktsson. Ástkær sonur minn, fóstursonur, bróðir, frændi og mágur, KRISTJÁN FRIÐRIK ÞORSTEINSSON, lést á heimili sínu í Svíþjóð 23. ágúst sl. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey. Guðrún Frances Ágústsdóttir, Magnús Guðjónsson, Katrín Þ. Magnúsdóttir, Magnús Kristinsson, Guðjón H. Magnússon, Ágústa S. Magnúsdóttir, Hafsteinn Kristjánsson og systkinabörn. + Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma, systir og mágkona, GUÐLAUG BJARNADÓTTIR, Sólvöllum 19, Akureyri, sem lést þriðjudagskvöldið 8. september á Skjaldarvík, verður jarðsungin frá Akureyrar- kirkju þriðjudaginn 15. september kl. 13.30. Birna G. Friðriksdóttir, Egill Jónsson, Hjördís Jónsdóttir, Jóhann Tryggvason, Hjörtur B. Jónsson, Jóhanna Gunnarsdóttir, Ingveldur Br. Jónsdóttir, Þorleifur Ananíasson, Pálína S. Jónsdóttir, Hjálmar Björnsson, Steinn B. Jónsson, Ásdís Jónsdóttir, barnabörn, barnabarnabörn, systkini, tengdafólk og aðrir ástvinir. + Elskuleg eiginkona, móðir og amma, MAGNÚSÍNA ERNA ÞORLEIFSDÓTTIR, Blómvangi 16, Hafnarfirði, lést á heimili sínu þriðjudaginn 8. september síðastliðinn. Útförin fer fram þriðjudaginn 15. september kl. 15.00 frá Víðistaðakirkju, Hafnarfirði. Bragi Guðráðsson, Vigdís Bragadóttir, Stefanía Bragadóttir, Sigríður Bragadóttir, Helga Bragadóttir, Erla Bragadóttir, tengdasynir, börn og barnabörn. + Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug við and- lát og útför eiginmanns míns, stjúpföður okkar, bróður og mágs, VIGNIS GUÐNASONAR, Kópubraut 16, Innri-Njarðvík. Guðríður Árnadóttir, Árni Óskarsson, Guðný Óskarsdóttir. Birgir Guðnason, Harpa Þorvaldsdóttir, Eiríkur Guðnason, Þorgerður Guðfinnsdóttir, Steinunn Guðnadóttir, Newille Young, Árnheiður Guðnadóttir, Jónas Hörðdal, Eilert Eiríksson, Guðbjörg Sigurðardóttir. SIGRÍÐUR EINARSDÓTTIR + Sigríður Einars- dóttir fæddist á Bakka á Akranesi 28. október 1913. Hún lést í Sjúkra- húsi Akraness 6. september síðastlið- inn. Foreldrar hennar voru hjónin Einar Ingjaldsson, útvegsbóndi á Bakka, f. 29.8. 1864 í Nýlendu á Akra- nesi, d. 31.7. 1940, og Halldóra Helga- dóttir, f. 6.9. 1876 í Fljótstungu í Hvítársíðu, d. 30.10. 1964. Alsystkini hennar voru Margrét, f. 12.5. 1905, d. 8.9. 1997; Guðrún, f. 17.10. 1906, d. 25.10. 1985; Þorbjörg, f. 29.6. 1910, d. 14.5. 1980; Helgi, f. 2.5. 1912, d. 9.1. 1964, og Halldór, f. 1.3. 1926. Hún átti einn hálfbróður, Júlíus Einars- son, f. 24.7. 1902, d. 21.7. 1973, sem hún ólst upp með í for- eldrahúsum. Sigríður giftist Hjalta Björnssyni, vélsmið frá Nes- kaupstað, f. 22.7. 1914, árið 1946, d. 6.9. 1980. Þau eign- uðust eina dóttur að nafni Birna Guð- björg, f. 14.2. 1948, húsfrú og hljómlist- arfræðingur, gift Gísla H. Sigurðs- syni, prófessor í Bern í Sviss, þar sem þau eru búsett. Þau eiga þrjú börn: 1) Hjalti Heimir, f. 6.1. 1973, 2) Þorbjörg, f. 17.2. 1975, og 3) Halhlór, f. 1.2. 1978. Útför Sigríðar verður gerð frá Akraneskirkju á morgun, mánudaginn 14. september, og hefst athöfnin klukkan 14.00. Sigríður Einarsdóttir frá Bakka á Akranesi er látin og vil ég nú minnast þessarar merku konu með nokkrum orðum. Kynni mín og minnar fjölskyldu og Sigríðar hófust fyrst að ráði eftir að Gísli sonur okkar og Birna dóttir hennar og manns hennar gengu í hjóna- band fyrir rúmum aldarfjórðungi. En raunar þekkti ég, sem þessar línur rita, nokkuð til fjölskyldunnar á Bakka frá fyrri tíð, þar sem Þor- björg systir Sigríðar og ég höfðum verið bekkjarsystkini í barnaskól- anum á Akranesi öll okkar fjögur skólaár og fermst saman hjá séra Þorsteini Briem árið 1924. Enn- fremur má segja, að á þeirri tíð hafi allir þekkt eitthvað til allra fjölskyldna í þorpinu. Foreldrar Sigríðar, hjónin Hall- dóra Helgadóttir og Einar Ingjaldsson, bjuggu allan sinn hjú- skap á býlinu Bakka á Akranesi, sem er neðst á Skaganum að vest- anverðu, næst við skipasmíðastöð- ina, enda var lóð hennar tekin af Bakkalandi. Einar var borinn og bamfæddur í Nýlendu á Akranesi, bróðir Sveins, sem þar bjó eftir foreldra þeirra. Móðir Sigríðar var frá Lambastöðum á Mýrum en var að mestu uppalin í Fljótstungu í sömu sýslu, en meðal systkina hennar voru Guðjón bóndi í Lax- nesi og Ami organisti í Grindavík, en það fólk var sérstaklega þekkt fyrir góðar hljómlistargáfur. Sig- ríður sagði að sérlega hefði verið kært með þeim Guðjóni og móður hennar og sagði hún mér, að enn væru til sendibréf, sem farið hefðu á milli þeirra, sem bæra þess vott. Þau Halldóra og Einar voru talin merkar persónur og heimili þeirra var með sérstökum menningar- brag. Einar á Bakka hafði verið þrí- kvæntur og var Halldóra þriðja kona hans. Böm Einars og Hall- dóru voru sex, fjórar dætur og tveir synir, og var Sigríður yngst dætranna. Einn son átti Einar með annarri konu sinni, Margréti Helgadóttur, sem var systir Hall- dóra, sem Júlíus hét, og ólst hann upp með hálfsystkinum sínum á Bakka. Öll voru systkinin dugmikið myndarfólk. Einar á Bakka var meðal for- ystumanna á Skaga í útvegsmál- um. Hann var einn af eigendum Kútters Haralds um síðustu alda- mót, en það var fyrsta þilskipið, sem Skagamenn eignuðust. Einnig var Einar forystumaður um kaup á fyrsta vélbátnum, sem keyptur var til Akraness, en meðeigendur hans vora Sveinn bróðir hans, sem var vélamaður, og tveir aðrir heima- menn, en Einar var formaður. Þeg- ar þetta gerðist hafði Einar lengi stundað sjóinn sem formaður á árabátum og hann stundaði sjóinn hér eftir sem formaður og útvegs- maður alla sína starfstíð. Það stóð gustur af Einari á Bakka og enginn tók feil á honum og samferðamönn- um hans. En fjölskyldan á Bakka hafði ekki aðeins sjóinn til að styðjast við, því þar var einnig lengi nokkur landbúnaður þar sem þar var bæði haft fé og kýr og mótekja, næg fyr- ir heimilið, var í fjöranni neðan við húsið. Einnig vora ræktaðir þar garðávextir eins og annars staðar á Skaga, a.m.k. nægilegt fyrir heim- ilið. Það hefur því verið ærið að starfa hjá fjölskyldunni á Bakka á þeirri tíð, bæði fyrir böm og full- orðna. I því umhverfi, sem nú var frá greint, fæddist Sigríður Ein- arsdóttir og ólst upp og átti þar heima nánast á sama blettinum næstum til æviloka. Að loknu námi, sem kostur var á heima í barnaskóla og kvöld- KRISTÍN BJARNEY ÓLAFSDÓTTIR + Kristín Bjarney Ólafsdóttir fæddist á Dynjanda í Grunnavíkur- hreppi, N-ísafjarð- arsýslu, 21. febrúar 1922. Hún andaðist 1 Landspitalanum 2. september síðastlið- inn og fór útför hennar fram frá Akraneskirkju 11. september. Elskuleg amma okk- ar er dáin. Öll vissum við hvað þú varst búin að vera lasin og undir það síðasta vissum við hvert stefndi en alltaf kemur dauð- inn á óvart. Margar minningar streyma fram í huga okkar frændsystkinanna þessa dagana. Minn- ingamar eru margar af Dalbrautinni og þá sér- staklega úr gróðurhús- inu og fallega garðin- um þar sem við áttum yndislegar stundir með ömmu og afa að skoða eða þvo steinana sem allir áttu sína sögu. Öll fengum við að heyra góðar sögur að vestan og þá sérstaklega frá Dynjanda þar sem amma var fædd. Þar áttu þau sína paradís og fóru á hverju sumri í fellihýsið sitt á með- skóla, fór Sigríður til Reykjavíkur til náms í kjólasaumi og lauk því og hlaut síðar meistarabréf í þeirri grein. Að námi loknu sneri Sigríður aftur heim og stundaði iðn sína um árabil, m.a. sem for- stöðukona á saumaverkstæði verslunar Þórðar Asmundssonar. Einnig kenndi hún á saumanám- skeiðum á Akranesi og Reykholti. Þóttu Sigríði farast öll slík verk vel úr hendi, enda þótti hún með afbrigðum vandvirk sjálf og gerði sömu kröfur til annarra, sem hún hafði með að gera. Þegar líða tók á ævina tók Sigríður sér hvíld frá iðn sinni og gerðist um tíma starfsmaður Mjólkursamsölunnar á Akranesi og nokkur síðustu starfsárin hafði hún á hendi for- stöðu fyrir saumastofu Sjúkrahúss Akraness. Árið 1946 giftist Sigríður Hjalta Björnssyni, sem ættaður var frá Neskaupstað og flust hafði til Akraness eftir stríðið. Þar gerðist Hjalti nemandi í vélsmíði hjá Skipasmíðastöð Ellerts og Þor- geirs og vann þar síðan allt til loka starfsævinnar, aðallega sem renni- smiður, hann lést árið 1980. Var Hjalti fjölhæfum gáfum gæddur og vel að sér í ýmsum greinum og frábær fagmaður í sinni grein. Hjónaband þeirra Sigríðar og Hjalta var einkar farsælt svo aldrei bar skugga á, þótt þau væra upprannin úr töluvert ólíkum jarð- vegi. A árinu 1971 gekk Birna Hjalta- dóttir að eiga Gísla H. Sigurðsson, son okkar hjóna, skólabróður sinn úr MA, þá nemanda í læknadeild HI. Þau eignuðust þrjú böm, tvo syni og eina dóttur, sem nú era öll uppkomin. Vora Sigríði öll bömin einkar kær og gerði hún allt fyrir þau sem hún mátti. Eftir að fjölskylda dótturinnar fluttist til Lundar í Svíþjóð árið 1977, þar sem tengdasonurinn hóf sérnám í læknisfræði, og sérstak- lega eftir að maður hennar lést, urðu töluverð tímamót í lífí Sigríð- ar. A þessum tíma hefur Sigríður næstum árlega dvalið hjá fjöl- skyldu dótturinnar í lengri eða skemmri tíma, fyrst í Lundi, síðan í Kuwait við Persaflóa og loks síð- an 1991 i Bern í Sviss. Hafa þess- ar dvalir erlendis verið Sigríði mikils virði vegna þess, að þá hef- ur hún notið samvistar við ástvini sína, ferðast um framandi lönd og fræðst um háttu viðkomandi þjóða. Eins og áður greinir var Sigríð- ur yngst dætranna á Bakka og dvaldi lengst í fóðurhúsum eftir að systkini hennar vora farin að heiman. Það mun því hafa komið meira í hennar hlut en hinna systkinanna að annast foreldrana í ellinni, einkum móður þeirra, sem lifði lengi eftir að maður hennar féll frá. I sambandi við það, sem nú var sagt, hefur heimili Sign'ðar og Hjalta orðið eins konar miðstöð stórfjölskyldunnar og vina og kunningja alveg fram undir það síðasta, enda var heimili þeirra nánast á sama stað í bænum alla an amma hafði heilsu til. Elsku amma, öll eigum við eftir að sakna þín og þá sérstaklega litlu langömmubömin þín sem mörg hver eru svo heppin að eiga eftir góðar minningar. Hafðu þökk fyrir allt og allt. Blessuð sé minning ömmu. Hin langa þraut er liðin, nú loksins hlauztu friðinn, allt er orðið rótt, núsællersigurunninn og sólin björt upp runninn á bak við dimma dauðans nótt M sigur sá er fenginn, fyrst sorgar þraut er gengin, hvað getur grætt oss þá? Oss þykir þungt að skilja, en það er Guðs að vilja, og gott er allt, sem Guði’ er frá. (V. Briem.) Elsku afi, mikill er missir þinn. Guð gefi þér styrk í sorg þinni. Barnabörnin.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.