Morgunblaðið - 13.09.1998, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 13.09.1998, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13. SEPTEMBER 1998 35 SKOÐUN að til einvörðungu verið á höndum þeirra sem koma að meðferð sjúk- lingsins. Til að þessir aðilar geti tryggt trúnaðinn við sjúklinga þurfa þeir að hafa faglegt sjálf- stæði til að varðveita þessi gögn. í frumvarpi til laga um gagna- grunna er alvarlega vegið að þessu sjálfstæði með því að veita einnig heilbrigðisráðherra og stjórnendum stofnana ráðstöfun- ai-vald yfir sjúkragögnum. Lækn- um og öðrum sem stjórna meðferð er þar með gert ómögulegt að standa undir trausti sjúklinganna. Ef þeir eiga að afsala sér valdi yf- ir sjúkragögnum í hendur yfir- stjórna stofnana og heilbrigðis- ráðherra er þagnarskylda þeirra sem koma að meðferðinni mark- laus og þar með er kominn alvar- legur brestur í trúnaðarsamband- ið. Það er einnig umhugsunarvert hvort stjórnvöldum á yfirhöfuð að vera heimilt að draga saman upp- lýsingar um einstaklinga með þessum hætti. Til samanburðar mætti ímynda sér að viðskiptaráð- herra eða fjármálaráðherra fengju vald til að draga saman all- ar upplýsingar um fjármál ein- staklinga frá kortafyrirtækjum, bönkum og öðrum fjármálastofn- unum í einn miðlægan gagna- grunn, samkeyra hann við dulkóð- uð ættartré, og fá þannig dulkóð- aðar upplýsingar um eyðslu og fjárhagsstöðu allra fjölskyldna og einstaklinga í landinu. Það er með öllu óviðunandi að pólitískir ráðamenn og stjórnendur heilbrigðisstofnana geti veitt að- gang að upplýsingum úr sjúkra- skrám. Ef frumvarp sem heimilar slíkt verður samþykkt kemur upp vegna trúnaðar við sjúklinginn tvö- falt bókhald þar sem einungis brot af þeim upplýsingum um sjúklinga sem eðlilegt væri að bókfæra bær- ist í gagnagrunninn eða hreinlega að í gagnagrunninn færu rangar upplýsingar. Hvort tveggja væru slæmir kostir sem mikilvægt er að fyrirbyggja. Nær væri að reyna að efla það traust sem sjúklingar þurfa að geta haft á heilbrigðisþjónustunni frem- ur en að grafa undan því. Koma verður í veg fyi-ir að tilteknir sjúk- lingar eða sjúklingahópar veigri sér við að leita eftir heilbrigðisþjónustu þar sem þeir treysti sér ekki til að ræða líðan sína og sjúkdóma í því nýja umhverfí sem gagnagrunnar á heilbrigðissviði gætu skapað. Þá væri heilbrigðisstarfsfólk að bregð- ast frumskyldu sinni við sjúklinga. Því þó að heilbrigðisstéttir hafi skyldur gagnvart sjúklingum fram- tíðarinnar og eigi að stunda vísindi og efla þekkingu á greiningu og meðferð sjúkdóma, þá má sú þekk- ingarleit ekki koma niður á þjón- ustunni við þá sem sjúkir eru. Fleiri álitamál I þessari umfjöllun hafa fyrst og fremst verið gagnrýndir þeir hlutar þess fíumvarps til laga um gagna- grunna á heilbrigðissviði sem að mati siðaráðs landlæknis geta skað- að trúnaðarsamband heilbrigðis- starfsfólks og sjúklinga. Ekkert hefur verið fjallað um þau mikil- vægu mál sem snúa að frelsi til vís- indarannsókna, ti-yggingu persónu- leyndar, áreiðanleika slíks gagna- grunns sem uppsprettu vísinda- legrar þekkingar eða hvort raun- verulega sé til staðar hér á landi nægilegur mannafli og þekking til að búa til og hafa eftirlit með þeim gagnagrunni sem hér er til umræðu svo dæmi séu nefnd. Þó að ekki sé fjallað beint um þessi mál hér er ljóst að í umræddu frumvarpi eru önnur mikilvæg mál sem nauðsyn- legt er að skoða vandlega. I svo af- drifaríkri umræðu sem þessari þarf að gefa sér tíma til að greina grundvallarspumingar og taka ábyrga afstöðu til þeirra áður en frumvarpið verður tekið til af- greiðslu. Ástríður Stefánsdóttir er læknir, MA í heimspeki og varaformaður Siðaráðs iandlæknis og Vilhjálmur Arnason er prófessor við Háskóla íslands og formaður Siðaráðs land- tæknis. TOLVUGRUNINIUR RITVIIXIIMSLA WORD 1 TOFLUREIKIMIR EXCEL t GAGIMAGRUIMIMUR ACCESS 1 POWER POIIMT IIMTERIMETIÐ WIIMDOWS RITVIIMIMSLA WORD 2 TOFLUREIICIMIR EXCEL 2 GAGIMAGRUIMIMUR ACCESS2 UMBROTSFORRITIÐ MS PUBLISHER VEFSIDUGERÐ Innritun og upplýsingar í síma 568 5010 RAFIÐNAÐARSKÓLINN Eftir því sem tölvunotkun verður almennari, þá eykst þörfin fyrir hagnýt og markviss tölvunámskeið. Námskeið Rafiðnaðarskólans henta fólki sem vilja auka menntun sína og styrkja þannig stöðu sína á vinnumarkaðinum. Markmið með hverju námskeiði er að nemendur öðlist hagnýta þekkingu og innsýn i notkunarmöguleika útbreiddustu forritanna á markaðinum í dag og verði sjálfbjarga í notkun þeirra. Boðið er upp á morgun-, miðdegis- og kvöldtíma. Einnig er boðið upp á helgarnámskeið. ÚTSALA w I UEIÐIMANNINUM afsláttur afsláttur {flllt girni á hálfuirði^ afsláttur 10% staðgreiðsluafsláttur af öllum öðrum vörum meðan á útsölu stendur. (Byssur og skot undanskilin) Opið virka daga frá kl. 8 - 20. Laugardaga frá kl. 10 - 16. Sunnudaga frá kl. 12 -16. (Sendum samdægurs um land allt) Veiðimaðurinn Hafnarstræti, Sími 551 6760 EINN. TVEIROG ÞRlR/144.003
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.