Morgunblaðið - 13.09.1998, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 13. SEPTEMBER 1998 41
MINNINGAR
AÐALHEIÐ UR
SIGURÐARDÓTTIR
+ Aðalheiður Sig-
urðardóttir fædd-
ist 26. júní 1918 í Þor-
móðsdal, Mosfellshr.,
Kjós. Hún lést á
Sjúkrahúsi Reykja-
víkur að morgni
föstudagsins 4. sept-
ember síðastliðins.
Foreldrar liennar
voru Málfríður Jóns-
dóttir, f. 6.1. 1893, d.
6.11. 1957 og Sigurð-
ur Guðmundsson, f.
23.12. 1879, d. 25.6.
1937. Systkini hennar
voru 1) Sigurást Sól-
veig, f. 25.10. 1913, d. 16.12.
1994, 2) Lilja Jóhanna, f. 1.7.
1915, d. 10.8.1995, 3) Haraldur, f.
22.7. 1921, d. 28.6. 1991, 4) Ingi-
björg, f. 31.7 1923, d. 7.5. 1939, 5)
Petrún Gunnþórunn, f. 25.5. 1925,
d. 14.5. 1927, 6) Sigurður, f. 16.12.
1926, d. 6.2. 1984, 7) Petrún
Gunnþórunn, f. 12.3.1931, 8) Jóna
Málfríður, f. 12.4. 1931, 9) Bjar-
key, f. 17.12. 1932, 10) Guðni Ár-
sæll, f. 23.11. 1934. Hálfsystkin
þeirra eru
samfeðra voru 1) Þor-
steinn Krislján, f. 9.3.
1902, látinn, 2) Þór-
laug Marsibil, f. 17.11.
1903, d. 14.12. 1987 3)
Guðmundur f. 14.6.
1905, d. 4.12.. 1983, 4)
Áslaug, f. 15.8. 1907,
látin, 5) Bergþóra, f.
10.1. 1910, d. 6.10.
1988.
Aðalheiður kvænt-
ist 10. apríl 1946
Gunnari Jónssyni
hæstaréttarlög-
manni, f. 9.2. 1916, d.
10.12. 1973. Börn
1) Edda f. 1.9. 1941,
Tengdamóðir mín Aðalheiður
Sigurðardóttir var kvödd frá Dóm-
kirkjunni í Reykjavík föstudaginn
9. september síðastliðinn. Að baki
er löng ævi þar sem gleði og sorg
hafa markað sín spor. Eftir löng
kynni býr í huga mér minning um
vandaða, vel gefna og hjartahlýja
konu. Á skilnaðarstundu sækir að
söknuður en ekki síður þakklæti
fyrir dýrmætar samverustundir á
liðnum árum.
Þegar ég kom fyrst á heimili Að-
alheiðar, fyrir tæpum tuttugu og
tveimur árum, leið mér strax vel í
návist hennar. Viðmótið var hlýtt
og elskulegt. Ferðir mínar á Kvist-
hagann áttu eftir að verða margar
og þá kynntist ég smám saman já-
kvæðum og óþvinguðum heimilis-
brag. Líflegar umræður og skoð-
anaskipti voru eðlilegur hluti af
heimilislífinu. Umburðarlyndi og
áhugi fyrir ólíkum skoðunum gerðu
Kvisthagann að skemmtilegu heim-
ili. Það var þægilegt að tylla sér í
eldhúskrókinn hjá henni Áðalheiði,
spjalla um málefni líðandi stundar,
börnin og fjölskylduna, og hverfa
síðan aftur á vit hvunndagsins. Það
fylgir því söknuður og tómleiki að
vita af því að þessi vin á Kvisthag-
anum er horfin.
Aðalheiður var félagslynd kona
og mjög gestrisin. Hún naut þess
að hafa fólk í kringum sig og það
laðaðist að henni. Ósjálfrátt hélt
fólk ti-yggð við heimili hennar þeg-
ar það hafði einu sinni stigið þar
niður fæti. Það átti jafnt við um
ungt fólk eins og þá sem voru nær
hennar aldri. Góðlátleg kímnigáfa
hennar og hlýtt viðmót hafa eflaust
ráðið þar miklu. En þó ekki síður
áhuginn og umhyggjan fyrir velferð
þeirra sem umgengust hana. Þetta
var efniviður í sterk vináttubönd
sem slitnuðu ekki.
Það átti við um Aðalheiði eins og
marga af hennar kynslóð að hún
ólst upp í sveit en fluttist síðan á
mölina þegar komið var á unglings-
ár. Hennar sveit var Grafningur-
inn. Þó svo að efni hafi ekki verið
mikil á æskuheimili hennar og ýms-
ir erfiðleikar í fjölskyldunni á upp-
vaxtarárunum minntist hún æsku-
áranna með hlýhug. Þingvallasveit
átti alltaf fastan sess í hugskoti
hennar. Þaðan geymdi hún
bernskuminningar um þjóðsögur,
náttúrustemmningar og fjölskrúð-
ugt plöntu- og dýralíf sem barna-
börnin vildu heyra aftur og aftur.
Það var auðvelt að gleyma sér við
sögur af Jóru í Jórutind, þrenging-
um og uppvexti þrastarunga í
hreiðri, samskiptum krumma og
krakkanna á Nesjum, lýsingar á
fíngerðum plöntum eða löngu
ferðalagi daginn sem hún fermdist í
kirkjunni við Ulfljótsvatn. Það var
eftirtektarvert næmi og nærgætni í
þessum frásögnum sem gerðu at-
maki Ronald Rowland. Börn
þeirra Robert og Angela. 2) Val-
garður f. 27.9. 1952, maki Hrafn-
hildur Jóhannsdóttir. Barn
þeirra Gunnar Steinn. 3) Drífa f.
19.2. 1956, maki Einar Guð-
mundsson. Börn þeirra: Gunnar,
Guðni og Aðalheiður.
títför Aðalheiðar fór fram frá
Dómkirkjunni föstudaginn 11.
september síðastliðinn.
burðina nálæga og raunverulega í
senn. Mér finnst eins og hún hafi
aldrei yfirgefið þessa sveit þótt hún
hafi búið annars staðar öll sín full-
orðinsár.
Aðalheiður var heimavinnandi
húsmóðir alla sína ævi ef undan eru
skilin fyrstu árin eftir að hún kom
ung kona til Reykjavíkur. Þá var
hún mest í vist og gætti barna hjá
ágætu fólki. Fljótlega eftir komuna
til Reykjavíkur kynntist hún verð-
andi manni sínum, Gunnari Jóns-
syni lögfræðingi. Hann lést árið
1973, langt fyrir aldur fram. Fráfall
hans var henni og börnum þeirra
þungbært. Það leyndist engum sem
þekkti til hversu djúp spor fráfall
Gunnars markaði í sálarlíf hennar.
Hann var ávallt nálægur í huga
hennar og minningin um hann
styrkti hana til dauðadags.
Þegar ég kynntist Drífu dóttur
þeirra var Gunnar látinn. Samt sem
áður finnst mér hann ávallt hafa
verið lifandi hluti fjölskyldulífsins á
Kvisthaganum allt frá því að ég
kom þangað fyrst. Það voru ekki
eingöngu margar alúðlegar frá-
sagnir af ástsælum eiginmanni og
föður sem gerðu það að verkum.
Hann hafði skilið eftir sig spor í
hugum ástvina sinna sem þóttu eft-
irbreytniverð. Þannig var heil-
steypt og margbrotin persónugerð
Gunnars kjölfesta og leiðarljós
þeirra í lífinu eftir dauða hans. Þeg-
ar Aðalheiður minntist manns síns í
minni áheyrn fannst mér alltaf
fylgja því einhver fegurð og vitnis-
burður um hversu sterk tilfinninga-
bönd voru á milli þeirra hjóna.
Þegar börn Aðalheiðar voru flutt
að heiman tóku barnabörnin að
venja reglulegar komur sínar á
Kvisthagann, ýmist ein eða með
Legsteinar
Lundi
, v/Nýbýlaveg
SÓLSTEINAR 564 4566
foreldrum sínum. Þar nutu þau
ríkulega af ræktarsemi og um-
hyggju ömmu sinnar. Hún hafði
gaman af börnum og var næm á til-
finningalíf þeirra. Mér þótti það oft
undrunarefni hversu eftirtektar-
söm hún var á fínlegustu blæbrigði
í fari þeirra. Þegar eitthvað bjátaði
á var hlúð að því smæsta sem miður
fór. Alúð og nærgætni í umgengni
við böm og fullorðna var henni í
blóð borin.
Elstu bamabömin, sem bjuggu
hér á landi, áttu hjá henni sitt ann-
að heimili. Þar var lært eftir skóla,
farið út að leika sér og komið til
baka með vinina í heimsókn. Boð og
bönn voru ekki hátt skrifuð hjá Að-
alheiði en hún ætlaðist þó til að
börnin fæm eftir nokkmm einföld-
um reglum. Aldrei heyrði ég þær
beinlínis orðaðar en þó vissu börnin
hverjar þær voru. Samkvæmni og
stundvísi lýsir þeim ef til vill best.
Þegar út af bar var mildilega tekið
á. Samvera bamabarnanna með
ömmu sinni skilur eftir ánægjuleg-
ar minningar og lífssýn sem verður
ekki endilega sett í orð og setning-
ar heldur miklu fremur lifað eftir.
Megi þau verða þeirrar gæfu að-
njótandi.
Aðalheiður átti lengi við heilsu-
brest að stríða. Hún var þó lengi
framan af sjálfri sér nóg en fékk
síðustu æviárin aðstoð við húsverk-
in heima fyrir og aðhlynningu fi'á
heimilishjálp á vegum Reykjavíkur-
borgar. í gegnum þessa aðstoð
kynntist hún mörgu góðu fólki og
sumt af því varð ágætir vinir henn-
ar. Hún var þakklát þessu fólki og
talaði vel um það. Þessi aðstoð og
stöðug nærvera og umhyggja
barna hennar gerði henni kleift að
vera á heimili sínu allt þar til síð-
asta mánuðinn fyrir andlátið. Það
var henni mjög mikilvægt og veitti
henni ánægju sem hvergi var fáan-
leg annars staðar. Heimilið var
kjölfestan og vettvangur atburða í
hennar lífi. I huga hennar jafngilti
það að yfirgefa lífið sjálft að yfir-
gefa heimili sitt. Það skildu allir
sem hana þekktu.
Nokkram dögum fyrir andlát Að-
alheiðar heimsótti ég hana á
Sjúkrahús Reykjavíkur eins og svo
oft áður. Hún var þá orðin mjög
máttfarin og átti erfitt með að tjá
sig með orðum. Þegar ég birtist í
gættinni teygði hún hendurnar í
áttina að mér og vildi kveðja. Um
leið og ég gekk til hennar varð mér
litið á litmynd á veggnum af
Ulfljótskirkju og Ulfljótsvatni í
vetrarskrúða sem hún hafði talað
svo oft um. I gegnum huga minn
fór ósjálfrátt sú hugsun að andblær
og fegurð æskustöðvanna væri við-
eigandi umgjörð kveðjustundar
með þessari konu. Hún var búin að
skila sínu lífsverki og það lifir
áfram í afkomendum hennar.
Blessuð sé minning hennar.
o
o
Fersk blóm og
skreytingar
við öll tækifæri
Opið til kl.10 öll kvöld
Persónuleg þjónusta
Fcíkajeni 11, sími 568 9120
o
o
OlOÍ#iO«#!OlO
ÚTFARARÞJONUSTAN
EHF.
Stofnað 1990
Persónuleg þjónusta
Sími: 567 9110 & 893 8638
www.utfarir.is utfarir@itn.is
+
Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi,
ÞÓRMUNDUR ERLINGSSON,
Holtsgötu 19,
Reykjavík,
verður jarðsunginn frá Fossvogskapellu þriðju-
daginn 15. september kl. 15.00.
Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á að
láta líknarstofnanir njóta þess.
Oddný Kristjánsdóttir,
Jónatan Þórmundsson, Sólveig Ólafsdóttir,
Þórmundur Jónatansson, Sóley Halldórsdóttir,
Sigurður Freyr Jónatansson, Sigríður Hjördís Jörundsdóttir
og langafabörn.
t
Faðir okkar, tengdafaðir og afi,
BALDVIN ÁRNASON,
Hraunbæ 103,
Reykjavík,
verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju, þriðju-
daginn 15. september kl. 13.30.
Ólafur Ingi Baldvinsson, Margrét Héðinsdóttir,
Inga Lóa Baldvinsdóttir, Vilhjálmur Pétursson,
Valentínus G. Baldvinsson, Margrét Dögg Hreggviðsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Þökkum auðsýnda samúð við andlát og útför
elskulegrar eiginkonu, móður okkar, ömmu og
langömmu,
RAGNHILDAR ÍSLEIFS
ÞORVALDSDÓTTUR,
Bakkatúni 6,
Akranesi.
Baldur Guðjónsson,
Júlía Baldursdóttir, Ólafur Theódórsson,
Jóhanna Baldursdóttir, Kjartan Arnórsson,
barnabörn og barnabarnabörn
+
Elskuleg móðir mín, tengdamóðir og amma,
MARGRÉT ÍSÓLFSDÓTTIR,
sem andaðist þann 4. þ.m., verður jarðsungin
frá Langholtskirkju þriðjudaginn 15. septem-
ber nk. kl. 13.30.
Þuríður Haraldsdóttir,
Snorri Ólafsson,
Haraldur Snorrason,
Ingólfur Snorrason.
+
Hjartans þakkir til ykkar allra sem sýnduð
okkur samúð og hlýhug við andlát. og útför
föður okkar, tengdaföður, afa og langafa,
BJÖRNS BJARNASONAR
frá Efra-Seli,
Landsveit.
Sérstakar þakkir til lækna og starfsfólks dval-
arheimilisins Lundar á Heilu fyrir alúð og um-
hyggju.
Guð blessi ykkur öll.
Börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn.
Rúnar Geirmundsson
útfararstjóri
Sigurður Rúnarsson
útfararstjóri
+
Móðir mín góð, tengdamóðir, amma og systir,
SIGRÍÐUR EINARSDÓTTIR
frá Bakka,
áður Grundartúni 2,
Akranesi,
verður jarðsungin frá Akraneskirkju mánudag-
inn 14. september kl. 14.
Birna G. Hjaltadóttir, Gísli H. Sigurðsson,
Hjalti, Þorbjörg og Halldór,
Halldór Einarsson.