Morgunblaðið - 13.09.1998, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 13. SEPTEMBER 1998 37
FLUGU kastað í Bugðafossi í Kjds.
Haustbragur á
veiðiskapnum
AFBRAGÐSGÓÐ veiði hefur ver-
ið í Laxá í Dölum í allt sumar og
þar eru nú komnir um 1.250 laxar
á land, að sögn Gunnars Bollason-
ar, kokks í Þrándargili. Gunnar
sagði veiðina hafa verið góða al-
veg fram undir
kuldakastið en
kuldinn færi í
skapið á bæði
veiðimönnum
og löxum. Þó
er að veiðast
og meira að
segja brögð að
því að menn fái „þaralegna“ laxa
neðarlega í ánni. „Þeir eru græn-
brúnir á lit, legnir eins og sagt er,
en samt lúsugir. Þetta eru laxar
sem hafa legið lengi í hálfsöltu og
tekið lit án þess að lúsin drepist.
Þetta er vel þekkt í Laxá, en þó
aðallega þegar langvarandi
þurrkar hvetja laxinn til að bíða
lengi eftir heppilegu vatnsmagni
til að ganga í ána,“ sagði Gunnar.
Það veiddust 764 laxar í Laxá í
fyrra og veiðin er því ekki langt
frá því að vera helmingi meiri nú
en þá. Veitt er til 20. september
og því getur allt gerst enn. „Veið-
in gæti tekið vel við sér ef það
hlýnar aftur, því það rignir þessa
stundina og því er að aukast vatn-
ið í ánni,“ bætti Gunnar kokkur
við. Uppistaðan í aflanum er smá-
lax, en einn og einn 10 til 15
punda kemur á land.
Laxá í Leir. komin í Iag
„Það er snjólétt í augnablikinu,
en í morgun var þétt snjókoma.
Það er skítakuldi samhliða þessu
og í dag og í gær hefur lítil veiði
verið. Það eru þó komnir yfir 800
laxar á land og síðustu tvær til
þrjár vikurnar hafa verið góðar,
eða eftir að vatnsmagnið jókst í
ánni. Þá sakk-
aði mikill lax
ofan úr vötn-
unum og það
fór strax að
veiðast vel,“
sagði Ólafur
Johnson, veiði-
maður og leið-
sögumaður við Laxá í Leirár-
sveit, á föstudag. Hann sagði um
200 sjóbirtinga komna á land að
auki, þeir væru fremur smáir í ár,
en þó væru stórir á stangli, allt að
6 punda.
Góð tala í Laxá í Kjós
„Þetta hefur gengið vel í sumar
og heildartalan nú er iíklega um
það bil 1.330-1.340. Auk þess eru
komnir í bók 200 sjóbirtingar, en
það er ekki einu sinni helmingur-
inn af því sem veiðst hefur í raun.
Menn eru latir að bóka birting-
inn, en það er mikið af honum og
sumir stórir. Það hafa veiðst allt
að 8 punda fiskar í sumar,“ sagði
Ásgeir Heiðar, umsjónarmaður
Laxár í Kjós. Kuldinn hefur þó
deyft veiðiskapinn síðustu sólar-
hringa. Veitt er í Laxá til 15.
september, en eftir það tekur við
sjóbirtingstími til mánaðamóta.
Þá verður veitt á fjórar stangir á
svæðinu frá sjó og upp í Ála-
bakka.
1 istel
Síðumóla S7
1Q8 ReyKjevlk
8. 588-2800
Fax 508*4774
Hver var að hrin'
ISímvakinn CDÐ-25
414
«fni
■PP
Bllkkljii
Btymlr átfarandi námcr
S miamunandi kljéðmcrki
Timammlir öll acmtdl
islcnakar lclðkclnlnscr
islcnskcr mcrklnscr
HOIVTDA
4 l y r a
1 . 4 $ i __________________
9 0 h es t ö f l
Traustur bíll fyrir ungt fólk á öllum aldri
Innifalið í verði bílsins
1400cc 16 ventla vél með tölvustýröri innsprautunf
Loftpúöar fyrir ökumann og farþega4
Rafdrifnar rúður og speglari
ABS bremsukerfi4
Samlæsingar 4
14" dekk4
Honda teppasetlf
Ryðvörn og skráning4
Útvarp og kassettutæki4
Honda Civic 1.5 LSi VTEC
1.550.000,-
Verð á götuna: 1:455.000,-
Sjátfskipting kostar 1 00.000,-
115 hestöfl
Fjarstýrðar samlæsingar
4 hátalarar
Hæðarstidanlegt ökumannssæti
Sjálfskipting 100.000,-
(H)
HONDA
Sími: 520 1100
Umboðsaðilar:
Akureyri: Höldur, s: 461 3014 • Akranes: Bílver, s: 431 1985 • ísafjörður: Bílasala Jóels, s: 456 4712
Keflavík: B.G. Bílakringlan, s: 421 1200 • Egilsstaðir: Bíla og Búvélasalan, s: 471 2011
Frábær tölvuskóli fyrir
stelpur og straka
Við verðum
við símann í dag
milli klJOog 17
Hríngdu og gefðu barninu
þínu forskot á framtíðina
Síminn er
553 3322
Framtíðarbörn er tölvuskóli fyrir börn og unglinga á aldrinum
5-14 ára þar sem áhersla er lögð á skemmtilegt þemanám. Allir fá
taekifæri til að njóta sín í fámennum hópum, sem gerir kennaranum
kleift að fylgjast með og aðstoða hvern og einn.
AlliT klúbbfélagar í klúbbum Landsbanka íslands fá 20-40% afslátt.
É ® # 1 ©
l^a
FRAMTÍÐARBÖRN
Landsbanki
íslands