Morgunblaðið - 13.09.1998, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 13.09.1998, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13. SEPTEMBER 1998 23 mér, en ég gleymdi, þarna, ég meina, sko, ég er líka með safa,“ segir einn strákurinn og samþykkir þá lausn kennar- ans að hann geymi miðann og di-ekki safann sem hann er með. Allt í einu er bankað og kona í hvítum slopp rekur inn nefíð. „Má ég gefa krökk- unum flúor núna?“ Það er samþykkt og hún fer fram á gang að ná í það. „Pabbi! Nei, ég meina Ki’istín. Eg gleymdi líka leik- fimisdótinu...“ segir einn en sessunautur hans, stúlka, er með önnur skilaboð, ámóta skýr, til kennarans: „Eg gleymdi ekki mínu.“ Konan kemur inn aftur og lætur hvert og eitt barn hafa blátt glas þar sem er að fínna botnfylli af flúorvökva. Þetta er í fyrsta skipti sem hún kemur inn í þennan bekk, enda aðeins fjórði skóladagur krakkanna. „Þetta er til að tennumar verði sterkari...“ A svipnum sést að hún ætlar næst að benda krökkunum á að ekki megi kyngja vökvan- um, en er ekki búin með setn- inguna, þegar heyrist frá einu borðinu: „Úps! Ég drakk þetta. Oj bara.“ Það á að velta vökvanum í munninum og spýta svo aftur í glasið. „Ég get ekki gert þetta við allar tennurnar!" segir ein stúlkan og brosir breitt, eins og til að sýna konunni í hvíta sloppnum uppí sig. Það vantar nefnilega báðar framtennurn- ar í efri góm! „Þegar þið komið inn aftur verð ég ekki hér, heldur Hörð- ur íþróttakennari. Hann fer með ykkur í salinn,“ segii’ Kristín. „Hvenær er nestis- tíminn?“ spyr einhver og er upplýstur um að hann sé eftir íþróttatímann. Rristín stend- ur við dyrnar: „Þeir sem eru með rautt í sokkunum sínum mega koma fyrstir út. „Yes ...“ segja nokkur þeiira sem eru með rautt í sokkunum. Hörður íþróttakennari still- h- krökkunum upp í röð fyrir framan stofuna þeirra eftir frí- mínúturnai’ og síðan er gengið fylktu liði niður að íþróttasaln- um. „Ég gleymdi leikfimisföt- unum,“ segja nokki’ú krakkar nánast samhljóða þegar þang- að er komið, en Hörður bregst vel við. „Það er allt í lagi. Þið þm’fið ekki í íþróttafötin í dag. Svo sýnir hann öllum ki’ökk- unum búningsklefa strákanna. „Páll er baðvörður og hann verður alltaf hérna með ykk- ur,“ segir hann og Páll brosir til ki’akkanna. „En hvernig eru sturturnar?“ Krakkarnir fá að sjá þær. Einhverjum finnst blöndunartækin spenn- andi og hyggst skrúfa frá. „Nei, ekki fikta í þessu,“ segir Hörður og bætir við: „Svo er hérna blátt blað upp á vegg með reglum. Páll minnir ykk- ur á þær annað slagið." Þá kemur í ljós að einhver hefur ekki verið að hlusta áðan, því spurt er: „Hver er Páll?“ Gengið er í halarófu inn í sal, þaðan fram í stelpuklefa sem er skoðaður, en hann er nákvæmlega eins og hinn. Aft- ur er farið inn í sal og Hörður blæs í flautu. „Hvað þýðir þetta? Munið þið það?“ Já, stoppa, þögn og hlusta. „Svo þið vitið hvað við ætlum að gera...“ vo er farið i leiki. Fjórir krakkar fara í blá vesti og eru tröll. Tveir tröllkarlai’ og tvær tröllskessur reyna að veiða „dýrin“ og fara með þau í hornin - en þau dýr sem enn ganga laus mega frelsa þau handteknu. Allir fara úr sokk- unum og öllum finnst greini- lega ákaflega gaman. Hér kunna allir að hreyfa sig. „Þegar tröllin heyra tónlistina mega þau fara af stað,“ til- kynnir Hörður og svo hljómar Það má ekki pissa bak við hurð í græjunum. Texti Svein- björns I. Baldvinssonar í flutningi Eyþórs Arnalds. Svo er skipt um tröll eftir smástund. Allt er á fullu. Ég heyri svo vel, ég heyri snjóinn snjóa syngur svo Olga Guðrún Árnadóttir. Og grasið gróa. Eitt tröllið meiðir sig svolít- ið og fær plástur á tá. „Eru sumir búnir að gleyma hvað flautið þýðir?“ spyr ■ Marta Karen Kristjonsdóttir Hörður eftú að hann gaf merki en einhverjir tóku ekki mai’k á því. Svo er farið í ann- an leik þar sem eru ljón og tígrísdýr. Aftm’ er reynt að ná „dýrum“ og allh hlaupa um salinn á fullu. „Má ég fara úr peysunni?" spyr stúlka og önnur segh við stöllu sína: „Ég er blaut hérna undh!“ um leið og hún nuddar á sér handarkrikann. Er að uppgötva svitann eftir að hún hafði hlaupið um. Lína langsokk- ur hljómar þvínæst í flutn- ingi Hönnu Val- dísar, loks Oli Prik. Gísli Guð- mundsson syng- ur um hann. Þeg- ar því lýkur hafa mörg dýr verið tekin til fanga og flestum virtist hafa hlotnast frelsi nokkum veginn jafn óð- um. „Þið vitið hvað þagnarbindindi er, er það ekki?“ spyr kennai’inn. „Nú eruð þið búin að hlaupa svo mikið að þið þui'fið aðeins að slappa af. Ég ætla að spila rólegt lag og við förum í þagnarbindindi. Allir loka munninum og ekki má stappa niður fótum.“ Sum- um finnst það bersýnilega erfítt. „Eruð þið sveitt?“ spyr Hörður. Já, allir eru sammála um það. „Maður verður nefni- lega sveittur þegar maðm’ er duglegur að hreyfa sig. Þið voruð öll rosalega dugleg. Á morgun farið þið öll í íþrótta- fötin ykkar,“ segir hann. „Sokkarnh ykkar og peysm’n- ar eru uppi á sviði. Náið nú í allt sem þið eigið þar. Hvað haldiði að Kristín segi ef þið komið öll berfætt upp?“ Klukkan 10.30 er farið úr íþróttasalnum og aftur upp í stofu, þangað sem Krist- ín er komin. „Magnús Andri og Bríet. Þið eruð umsjónarmenn í dag. Nú ætla ég að biðja ykkur að fara og ná í drykki.“ Það er sem sagt komið að nestistím- anum og meðan krakkarnir háma í sig les Kristín fyrh þau um Anton og Ai’nald, eftir Ole Lund Kirkegaard. Kaflinn heith Bækur og kjötbollur: Konurnar í götunni eru all- ar í lautai’ferð, nema ein reyndai’, eins og einn strákur- inn í bekknum bendir rétti- lega á. „Já, Laufey er heima. Alveg rétt,“ segh Kristín. Kjötbollur. Ég hef ekki hug- mynd um hvernig á að útbúa kjötbollur, segir pabbinn í sögunni sem ætlar sér þó að takast á við það verkefni. „Hvað ertu með?“ spyr allt í einu sti’ákurinn á einu borðinu sessunaut sinn, og á við álegg- ið í samlokunni. „Sultu," svar- ar hinn og fær sér annan bita. Bara að ég væri kona, segh pabbinn í sögunni. Konur eru miklu hæfari til svona verka, bæth hann við og er að verka kjötið af veggjunum þegar strákarnh komu fram í eld- hús. Hafði sett hráefnið í ein- hvers konar matarvinnsluvél og ekki gætt nægilega vel að sér... Strákarnh fara svo til slátr- arans, að beiðni pabbans, og kaupa fjórar kjötbollur. Færa föðurnum þau skilaboð að hann eigi að hita þær upp, og þó honum þyki það óþaiifi dríf- ur hann í því. Setur bollurnar á eina helluna og kveikir und- h! Strákunum finnst vinnu- brögðin ekki alveg í lagi, en karlinn segh þeim ekki að reyna að hafa vit fyrh sér og rekur þá inn í stofu að leika sér á meðan bollurnar eru að hitna. Setur þær reyndar á pönnu efth að þeh kvarta. I því hringh einhver dyra- bjöllunni og bóksali ryðst inn i stofu hjá föðurnum. Ætlar að selja honum kynstrin öll aí bókum, en skyndilega spyr hann hvort eitthvað sé að brenna. Og þá eru bollurnar orðnar svo brenndar og pínu- litlar að strákunum finnst þær minna á lambaspörð... Flesth krakkarnh í skóla- stofunni, þessari raunveru- legu við Keilugrandann í Reykjavík, eru með smurt brauð í nesti. Einn með ABT mjólk. Algjör þögn er í stof- unni meðan Kristín les nema hvað einn og einn heyrist •sjúga drykk af áfergju úr pappafernu gegnum rör. Kristín les meha um þá Anton og Arnald. Þeir eru tví- burar og í annarri bók um þá eru þeh sagðh jafn líkh og tvær fötur af vatni! Þeh fluttu búferlum um sumarið þegar svo heitt var í veðri að hæn- urnar verptu linsoðnum eggj- um! Andrés hestahhðir kemur við sögu í bókinni. Þegar RENAULTMEGANE ORUGGASTI BILLINN í EVRÓPU í SÍNUM FLOKKI Fólk treystir Renault Mégane. Hann eröruggasti bíllinn á markaðnum f sínum flokki. Hann hlaut hæstu einkunn, fjórarstjömur, f öryggisprófunum hjá NACP.* Veldu öryggi - veldu Renault Mégane. RENAULT HÆSTA EINKUNN I ÖRYGGISPROFUNUM HJA NAGP www.fia.com Samevrópskt verkefm fjölda fynrtækja og stofnana um árekstraprófanir bifreiða á Evrópumarkaði. Ármúli 13 • Sími 575 1200 Söludeild 575 1220
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.