Morgunblaðið - 13.09.1998, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 13.09.1998, Blaðsíða 14
14 SUNNUDAGUR 13. SEPTEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR KR-ingurinn Olga Færseth markahæst í kvennadeildinni í þriðja sinn Martröð mark varðanna egar markverðír í kvennaknatt- spyrnunni fá martröð eru mest- ar líkur á að Olga Færseth í KR komi þar við sögu enda ekki að ósekju - hún hefur verið iðin við kolann í sumar og varð markahæst þegar hún skoraði 23 mörk og varð Islandsmeistari með liði sínu. Hún gæti líka hreykt sér af mörgu öðru - þó að það sé ekki henni líkt að hreykja sér, hæglát og einbeitt - því hún hefur þrívegis unnið gullskóinn fyrir að skora flest mörk í kvenna- deildinni, fjórum sinnum lyft ís- landsmeistarabikar og einu sinni sigrað í Bikarkeppninni. Þó er ekki loku fyrir skotið að hún lyfti einum bikar til viðbótar í sumar því um næstu helgi fer fram úrslitaleikur- inn í Bikarkeppni KSÍ og þar verð- ur Olga eflaust tilbúin að hrella markverði enn frekar. Morgunblað- ið ákvað að spjalla við Olgu. Olga er borin og barnfædd í Keflavík og sleit þar barnsskónum, eða öllu heldur íþróttaskónum, því hún gat ekki látið sér knattspyrn- una nægja - iðkaði meðal annars badminton, frjálsar íþróttir og handbolta þegar hún var á tólfta ári. En 16 ára árið 1992 ákvað hún að söðla um og gekk til liðs við Blikastúlkur í Kópavoginum. „Mér fannst gott að alast upp í Keflavík en það var líka allt í lagi að fara þaðan þvi ef ég ætlaði að spreyta mig í fótboltanum lá beinast við að fara í bæinn,“ sagði Olga og sagði ekkert annað en fótbolta hafa komið til greina. „Fótboltinn varð ofan á því framtíðin er mest þar og best staðið að öllum hlutum". Yfirdrifið nóg að vera bara í fótboltanum Kvennaknattspyrnan er á uppleið á íslandi segir markadrottningin Olga Færseth m.a. við Stefán Stefánsson sem ræddi við hana eftir að hún fagnaði Islands- meistaratitlinum annað árið í röð með KR. grein. „Þetta var orðið of mikið svo að ég hætti í körfunni enda yfirdrif- ið nóg að vera í fótboltanum." Grípið tækifærið að spila erlendis En hugur Keflvíkings unga stefndi hærra og 1996 hélt hún til Bandaríkjanna til að stunda nám í framhaldsskóla þar sem henni buð- ust skólagjöld, skólabækur, fæði og húsnæði gegn því að hún spilaði knattspymu fyrir skólann. Dvölinni ber hún góða sögu enda gekk liðinu vel. „Mig langaði til að vera í eitt ár úti og spila fótbolta yfir veturinn," sagði Olga og hvetur stöllur sínar úr knattspymunni til að slá til ef tækifæri býðst - jafnvel sækjast eft- ir því. „Stelpurnar eiga að grípa tækifærið og það er alveg eins gott að fara í skóla þarna og hér heima. Sextán eða sautján ára er ef til vill of ungt - það er best að klára stúd- entinn hér heima og fara svo út.“ Af hverju komum við ekki fyrr? Breiðablik virtist líka liðið til að veðja á. Með því varð Olga íslands- meistari árin 1992 og 1994 auk þess að hrósa líka sigri í Bikarkeppninni síðari árið en með henni spiluðu nokkrar af bestu knattspyrnukon- um landsins, Asthildur Helgadóttir, Margrét Ólafsdóttir, Kristrún Lilja Daðadóttir og Vanda Sigurgeirs- dóttir svo að einhverjar séu nefnd- ar. „Mér fannst ég byrja vel í deild- inni og taka strax framfórum," sagði Olga en hún var þá 17 ára og ef nota á mælikvarða á framfarir má benda á að hún var markahæst í deildinni það árið. Hún gat þó ekki alveg sleppt hendinni af körfubolt- anum, hafði spilað með Keflavík en skipti yfir í Breiðablik 1995 og varð Islandsmeistari með liðinu en það varð síðasta árið hennar í þeirri Olga segir kvennaknattspyrnu á uppleið á Islandi. „Við fórum fyrst að taka framfórum þegar Logi Ólafsson var með kvennalandsliðið 1994, reyndar var það endurreist 1992 en það tók tvö ár að komast í gang og fá inn meiri metnað og sjálfstraust hjá stelpunum. Það voru ungar stelpur að koma inn og Loga tókst að blanda vel saman reynslumiklum leikmönnum og nýj- um,“ segir Olga. „Síðan hefur þró- unin verið góð og ég er bjartsýn á framhaldið enda hefur knattspyrn- an tekið framförum eins og sést í sumar. Liðin eru betri og fleiri, sem þýðir að leikirnir verða sífellt erfið- ari og það skilar sér til reyndara landsliðs. Ég hef líka heyrt í sumar að karlarnir í Vesturbænum, sem bara hafa komið til að sjá strákana Morgunblaðið/Golli Verðugur verðlaunagripur OLGA Færseth var markahæst í 1. deild kvenna í sumar með 23 mörk. Hér faðmar hún ís- landsmeistarabikarinn að loknum sigurleik við Val í síðustu umferð. spila eru farnir að mæta á leiki hjá okkur og furða sig oft á því af hverju þeir komu ekki fyrr - skemmtunin sé síst minni, leikurinn ekki eins grófur og prýðisfótbolti spilaður. Umfjöllun fjölmiðla er heldur ekki alslæm og í lagi þó að KR-STÚLKUR fagna íslandsmeistaratitlinum annað árið í röð. Morgunblaðið/Golli hún mætti stundum vera meiri en það virðist vanta eitthvað uppá skipulagið því það virðist tilviljunar- kennt á hvaða leiki sjónvarpsstöðv- arnar fara.“ Dýrðlegt að skora Það virðist liggja fyrir Olgu að skora mörk og þrisvar sinnum hefur hún hlotið gullskóinn fyrir að vera markahæst í 1. deild kvenna, nú síð- ast í sumar þegar hún skoraði 23 mörk - sjö mörkum meira en næsti leikmaður. Þar af skoraði hún þrí- vegis þrennu í sumar og einu sinni urðu mörkin fimm. Það lá beinast við að spyrja, hver er galdurinn? „Ja, það veit ég ekki,“ svaraði Olga hugsi, greinilega ekki spáð mikið í það. „Það veltur nú mikið á liðinu og ég hef verið að spila með sterkum liðum. Sumir segja að þetta sé heppni en ég er ekki alveg sammála því - en ef það væri til eitt svar við því væru ansi margir um hvem skó. Oft er það þannig að spilað sé upp á mann en stundum þarf að elta eða þefa uppi færin.“ Og hvernig er til- finningin við að sjá boltann hafna í netinu? „Hún er dýrðleg og það skemmtilegasta við fótboltann. Ég held svei mér þá að hún verði alltaf þægilegri og þægilegri eftir því sem mörkin verða fleiri." Er að læra um íþróttir Þrátt fyrir rúman áratug á fullu í boltanum á Olga nóg eftir enda að- eins 22 ára - á reyndar afmæli 6. október. „Ég verð að þangað til ég hætti að skora eða eftir því sem heilsan leyfir og ég gæti alveg náð að vera átta ár til viðbótar. Fótbolt- inn gefur mér mikið, félagsskapur- inn er góður í KR, hreyfingin er holl og góð, sem skilar bara betri heilsu. Auðvitað kemur oft yfir mann leiði þegar verið er að hlaupa í snjónum á köldum vetrai'degi en á móti kem- ur - og gott betur - hve gaman er að keppa á sumrin og sérstaklega þegar hægt er að hampa bikar,“ þætti markvarðarhrellirinn við. Hún er á náttúrufræðibraut í Ar- múlaskóla, með íþróttaval og íhugar að fara í íþróttakennaraskólann á Laugarvatni. „Ég útskrifast um jól- in og sé bara til. Kannsld fer ég til Norðurlanda og spila þar - hver veit?“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.