Morgunblaðið - 13.09.1998, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 13.09.1998, Blaðsíða 48
48 SUNNUDAGUR 13. SEPTEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ Ljóska Efóirmdelc i/m gullftskci O/ltafah v&zu stutb. Ég vissi það! Eyrun á þór kippast ennþá til! BREF TIL BLAÐSINS Kringlan 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 I sátt og samlyndi Frá Jóni Gröndal: NÁMSGAGNASTOFNUN hefur í samvinnu við Lionshreyflnguna gefið út nýtt efni í Lions-Quest. Aður hefur komið út efnið Að ná tökum á tilverunni sem notað hef- ur verið í fjölmörgum grunnskól- um undanfarin ár. Nýja efnið heitir í sátt og samlyndi og er ætlað 14-15 ára unglingum (8.-9. bekk). Markmið Námsefnið hefur það að mark- miði að kenna unglingum góð samskipti, að þekkja eigin tilfínn- ingar og að leysa ágreining án of- beldis. Námsefnið er þýtt úr ensku. Sérfræðingar fræðslustofnunar- innar Quest International sömdu efnið. Stofnun þessi hefur verið samstarfsaðili Lionshreyfingarinn- ar um alllangt skeið. Um íslenska þýðingu sáu þær Erla Kristjáns- dóttir og Aldís Yngvadóttir. Námsefnið f sátt og samlyndi er enn eitt dæmi um farsælt samstarf Lionshreyfingarinnar og stjórn- valda sem hófst með útgáfu á efn- inu „Að ná tökum á tilverunni" ár- ið 1990. Lionshreyfingin lítur á kostun þýðingar og annan stuðning við notkun og útgáfu Lions-Quest námsefnis sem mikilsvert framlag til aukinna forvama gegn vímu- efnaneyslu barna og ungmenna í landinu og veigamikinn stuðning við menntun í landinu. Námsefnið „í sátt og samlyndi" var kennt í tilraunaskyni að hluta í nokkrum skólum hér veturinn 1997-98. Þar safnaðist mikilsverð reynsla og upplýsingar sem nýttust við lokagerð efnisins. Forsendur nýja námsefnisins Með þessu nýja námsefni á að reyna að breyta viðhorfum unglinga til samskipta við aðra, að auka þekkingu nemenda á að- ferðum sem fela ekki í sér ofbeldi, s.s. að hafa stjórn á reiði sinni, að leysa úr ágreiningi og að komast að samkomulagi, að styrkja hegðun sem hjálpar unglingum við að beita þekkingu sinni. Námsefnið er byggt á eftirfar- andi forsendum sem grundvallast á niðurstöðum nýrra rannsókna á vörnum gegn ofbeldi: Agreiningur er ein af staðreynd- um lífsins og hluti af öllum sam- skiptum manna. Reiði er sterk en eðlileg vanlíð- an og henni fylgja likamleg við- brögð. Reiði getur verið jákvæð og opnað leiðir til farsælla lausna. Reiði er sterk tilfinning sem getur brotist út í ofbeldi ef ekki eru hafðar hömlur á henni. Ofbeldi er ekki viðunandi hegð- un í kjölfar reiði og ágreinings. Virðing og umburðarlyndi fyi-ir ólíkum kynþáttum, kynferði, trú- arbrögðum og annars komar mis- mun manna í milli eru forsendur þess að ágreining megi leysa á friðsamlegan hátt. Ungt fólk getur lært að hemja reiði sína og leysa þannig ági'ein- ing á friðsamlegan hátt, án íhlut- unar fullorðinna. Allir verða að meta gildi friðar og læra aðferðir til að hafa stjórn á reiði sinni, leysa vandamál og koma í veg fyrir ofbeldi í lífi sínu. Arangur af kennslu I sátt og samlyndi var kannaður í banda- rísku stórborginni Detroit árið 1996. I ljós kom að nemendur sem fengust við efnið sýndu mun betri samskiptahæfni og jákvæðari hegðun en þeir sem voru til sam- anburðar og fengust ekki við efnið. Þá fækkaði tilvikum ofbeldishegð- unar um 68% hjá þeim nemendum sem fengust við efnið samanborið við hina. Lokaorð Eins og áður segir er námsefn- ið gefið út af Námsgagnastofnun með styrkjum frá Lionshreyfing- unni og er tilbúið til kennslu. Efnið samanstendur aðallega af kennarahandbók en engin sér- kennslubók er fyrir nemendur þannig að efnið er ódýrt fyrir skóla. Þeim skólum sem áhuga kynnu að hafa á að taka þetta námsefni er bent á að snúa sér til Námsgagnastofnunar og Aldísar Yngvadóttur þar. JÓN GRÖNDAL, kynningarstj óri Lionshreyfingarinnar. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. Leitin að réttu eigninni hefst hjá okkur Vettvangur fólks í fasteignaleit ® • ww.mbl.is/fasteignir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.