Morgunblaðið - 13.09.1998, Page 48

Morgunblaðið - 13.09.1998, Page 48
48 SUNNUDAGUR 13. SEPTEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ Ljóska Efóirmdelc i/m gullftskci O/ltafah v&zu stutb. Ég vissi það! Eyrun á þór kippast ennþá til! BREF TIL BLAÐSINS Kringlan 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 I sátt og samlyndi Frá Jóni Gröndal: NÁMSGAGNASTOFNUN hefur í samvinnu við Lionshreyflnguna gefið út nýtt efni í Lions-Quest. Aður hefur komið út efnið Að ná tökum á tilverunni sem notað hef- ur verið í fjölmörgum grunnskól- um undanfarin ár. Nýja efnið heitir í sátt og samlyndi og er ætlað 14-15 ára unglingum (8.-9. bekk). Markmið Námsefnið hefur það að mark- miði að kenna unglingum góð samskipti, að þekkja eigin tilfínn- ingar og að leysa ágreining án of- beldis. Námsefnið er þýtt úr ensku. Sérfræðingar fræðslustofnunar- innar Quest International sömdu efnið. Stofnun þessi hefur verið samstarfsaðili Lionshreyfingarinn- ar um alllangt skeið. Um íslenska þýðingu sáu þær Erla Kristjáns- dóttir og Aldís Yngvadóttir. Námsefnið f sátt og samlyndi er enn eitt dæmi um farsælt samstarf Lionshreyfingarinnar og stjórn- valda sem hófst með útgáfu á efn- inu „Að ná tökum á tilverunni" ár- ið 1990. Lionshreyfingin lítur á kostun þýðingar og annan stuðning við notkun og útgáfu Lions-Quest námsefnis sem mikilsvert framlag til aukinna forvama gegn vímu- efnaneyslu barna og ungmenna í landinu og veigamikinn stuðning við menntun í landinu. Námsefnið „í sátt og samlyndi" var kennt í tilraunaskyni að hluta í nokkrum skólum hér veturinn 1997-98. Þar safnaðist mikilsverð reynsla og upplýsingar sem nýttust við lokagerð efnisins. Forsendur nýja námsefnisins Með þessu nýja námsefni á að reyna að breyta viðhorfum unglinga til samskipta við aðra, að auka þekkingu nemenda á að- ferðum sem fela ekki í sér ofbeldi, s.s. að hafa stjórn á reiði sinni, að leysa úr ágreiningi og að komast að samkomulagi, að styrkja hegðun sem hjálpar unglingum við að beita þekkingu sinni. Námsefnið er byggt á eftirfar- andi forsendum sem grundvallast á niðurstöðum nýrra rannsókna á vörnum gegn ofbeldi: Agreiningur er ein af staðreynd- um lífsins og hluti af öllum sam- skiptum manna. Reiði er sterk en eðlileg vanlíð- an og henni fylgja likamleg við- brögð. Reiði getur verið jákvæð og opnað leiðir til farsælla lausna. Reiði er sterk tilfinning sem getur brotist út í ofbeldi ef ekki eru hafðar hömlur á henni. Ofbeldi er ekki viðunandi hegð- un í kjölfar reiði og ágreinings. Virðing og umburðarlyndi fyi-ir ólíkum kynþáttum, kynferði, trú- arbrögðum og annars komar mis- mun manna í milli eru forsendur þess að ágreining megi leysa á friðsamlegan hátt. Ungt fólk getur lært að hemja reiði sína og leysa þannig ági'ein- ing á friðsamlegan hátt, án íhlut- unar fullorðinna. Allir verða að meta gildi friðar og læra aðferðir til að hafa stjórn á reiði sinni, leysa vandamál og koma í veg fyrir ofbeldi í lífi sínu. Arangur af kennslu I sátt og samlyndi var kannaður í banda- rísku stórborginni Detroit árið 1996. I ljós kom að nemendur sem fengust við efnið sýndu mun betri samskiptahæfni og jákvæðari hegðun en þeir sem voru til sam- anburðar og fengust ekki við efnið. Þá fækkaði tilvikum ofbeldishegð- unar um 68% hjá þeim nemendum sem fengust við efnið samanborið við hina. Lokaorð Eins og áður segir er námsefn- ið gefið út af Námsgagnastofnun með styrkjum frá Lionshreyfing- unni og er tilbúið til kennslu. Efnið samanstendur aðallega af kennarahandbók en engin sér- kennslubók er fyrir nemendur þannig að efnið er ódýrt fyrir skóla. Þeim skólum sem áhuga kynnu að hafa á að taka þetta námsefni er bent á að snúa sér til Námsgagnastofnunar og Aldísar Yngvadóttur þar. JÓN GRÖNDAL, kynningarstj óri Lionshreyfingarinnar. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. Leitin að réttu eigninni hefst hjá okkur Vettvangur fólks í fasteignaleit ® • ww.mbl.is/fasteignir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.