Morgunblaðið - 13.09.1998, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 13.09.1998, Blaðsíða 58
58 SUNNUDAGUR 13. SEPTEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ ^ "" i'.. v sem 'eik ÍTALSKA leikkonan Asia Argento faðmar leikstjórann, Abel Ferrara, en þau leika í myndinui „New Rose Hotel“. SeiiJcrm Viðbótarsæti 29. september í 3 vikur IIM K&k( m. v. 2 fullorðna og 2 börn 2ja-11 ára kr ef 2 ferðast saman Innifalið erflug, gisting á Los Gemelos, ferð tilog frá flugvelli og allir flugvallaskattar. Fjölleikahús að hætti Fellinis FERÐIR Faxafeni 5 • 108 Reykjavík Sími: 568 2277 • Fax: 568 2274 Allar nánari upplýsingar hjá sölumönnum KVIKMYNDAHATIÐINNI í Feneyjum lauk í gær og er mál manna að hún hafí verið litrík- ari en oft áður. Fjölmargar stjörnur létu yós sitt skína og þeirra á meðal var leikstjórinn Emir Kusturica frá Sarajevó. Hann hafði heitið því að hann ætlaði aldrei að gera aðra mynd eftir að hann var stimplaður fylgismaður Serba fyrir verð- launamynd sína Neðanjarðar eða „Underground“. Hann heillaðist hins vegar af hugmynd að heimildarmynd um sígaunana sem komu fram í Neðanjarðar og varð afrakstur- inn „Svartur köttur, hvítur kött- ur“ sem frumsýnd var í Feneyj- uin á föstudag. Þar snýr Kust- urica baki við stjórnmálum og setur á svið fjölleikahús að hætti Fellinis. „Ef einhver ætlar að gagn- rýna myndina út frá pólitík held ég að ég yrði helst sakaður um að halda verndarhendi yfír sígaunum,“ sagði Kusturica á blaðamannafundi í Feneyjum á föstudag þegar myndin var sýnd. Viðfangsefnið er ekki nýtt af nálinni. Kusturica gerði mynd- ina Stund sigaunanna eða „Time of the Gypsies“ árið 1989. Við- brigðin eru aftur á móti þau að „Hvítur köttur, svartur köttur“ er viðburðaríkt ævintýri með tónlist og gleði og endar myndin á orðunum „Allt fór vel að lok- um“. Metnaður í Hollywood Kvikmynd Anthony Drazans „Hurlyburly“ var einnig sýnd á föstudag í Feneyjum. Fékk hún almenut góðar viðtökur þótt leikstjórinn segði að það hefði verið „virkileg barátta“ að ljúka gerð myndarinnar. „Okkur var neitað um það í tvö ár,“ sagði hann á blaða- mannafundi. „Hvert ár gerði okkur vissari um það að myndin væri erfiðisins virði.“ „Hur- lyburly“ er byggð á leikriti eftir Daid Rabe og fjallar um þrjá menn í Hollywood sem reyna að skilgreina afstöðu sína gagnvart konum, starfí sínu og hveijum öðrum. Drazan sagði að í fyrstu hefði verið erfitt að fá íjármögnun vegna þess að kvikmyndaiðnað- urinn hefði séð sjálfan sig í myndinni. „Þetta ljallar ekki um Hollywood," sagði hann. „Þetta snýst um metnað.“ Talandi um rnetnað - leikararnir eru ekki af verri endanum, Kevin Spacey, Anna Paquin, Sean Penn og Meg Ryan. Hjartnæm saga af hlaupara Hollywood hefði ekki getað hitt á hjartnæmari sögu en Ut- hald eða „Endurance“. Hún fjall- ar um lítinn dreng í fátæku þorpi í Eþíópíu sem deilir einu pari af hlaupaskóm með níu bræðrum sínum og systrum og laumast stundum út með eina batterí fjölskyldunnar til að hlusta á útvarpið. Innblásinn af sigri eþíópísku íþróttaheljunnar Miruts Yifters í 10 þúsund metra hlaupi á ólympíuleikunum í Moskvu árið 1980 á hann sér draum. Og draumurinn rætist 16 árum síð- ar eftir stórkostlegan sigur í sömu vegalengd á ólympíuleik- unum í Atlanta. Eftir það er honum hampað sem einum af mestu langhlaupurum sögunnar. Myndin, sem frumsýnd var í Feneyjum, fjallar sem sé um Haile Gebrselassie, hinn 25 ára gamla hlaupara sem hefur sett 14 heimsmet á fjórum árum, unnið gullverðlaun á ólympíu- leikum og stefnir enn hærra. Hann leikur sjálfur í mynd- inni, sem er tekin í heimaþorpi hans Asela. En glamúrinn sem fylgir kvikmyndum freistar hans ekki. „Eg hef engan áhuga á að snúa mér að kvikmyndum,“ seg- ir hann í samtali við Reuters og hlær. „Eg ætla að einbeita mér að íþróttum og stefni að heims- meistaratitli, það er mín fram- tíðaráætlun, og ég ætla líka að verða maraþonhlaupari." Leikstjórinn Leslie Woodhead, breskur kvikmyndagerðarmað- ur, hófst handa við verkefnið ár- ið 1995. Hann sagðist hafa skoð- að átta mismunandi hlaupara en fundist Gebrselassie „einstak- lega áhugaverður, hlýr, opin- skár, mjög gáfaður og með stór- kostlega ævisögu." Þegar við tókum upp keppn- ina í Atlanta, sem var í upphafí kvikmyndatökunnar, óskaði ég þess heitar en nokkur annar að Haile ynni,“ sagði Woodhead. „Þegar það rættist vorum við komnir með stjörnu." Faðir Gebrselassie - bóndi sem hvatti son sinn til að hætta að hlaupa vegna þess að það myndi „spilla“ honum - fylgdist með ólympíuleikunum í eina sjón- varpstækinu í þorpinu. ANTONIO Banderas og Melanie Griffith eru á með- al gesta í Feneyjum. YNDBÖND Mannúð- legur morðingi Varamorðingjar (Replacement Killers) Spenniimyntl ★ ★‘/2 Framleiðendur: Bernie Brill- stein, Brad Grey. Leikstjóri: Antoine Fuqua. Handritshöf- undar: Ken Sanzel. Kvikmynda- taka: Peter Lyons Collister. Tónlist: Harry Gregson-Willi- ams. Aðalhlutverk: Chow Yun- Fat, Mira Sorvino, Michael Rooker, Kenneth Tsang, Jurgen Prochnow, Danny Trejo. 87 mín. Bandarikin. Skífan 1998. Myndin er bönnuð börnum innan 16 ára. JOHN Lee er persóna sem feng- in er til þess að „eyða“ öðram óæskilegum persónum og starfar hann að mestu fyrir eiturlyfjabar- ón nokkurn, Wei. Þegar sonur Wei lætur lífið í átökum við lögreglu vill Wei að Lee myrði son lögg- unnar sem batt enda á líf sonar hans. Lee hefur of mikla sam- visku í sér til þess að fram- kvæma verkið og veit hann að Wei mun hefna sín með að misþyrma móður hans og systur og þarf hann því að koma sér eins fljótt og hægt er til Kína og þarf hann falsað vegabréf til þess. Þá dregst smáglæpamaður- inn Meg Coburn inn í atburðarrás- ina og saman verða þau að nota krafta sína til að sigrast á þeim herskai-a atvinnudrápara sem Wei sendir á eftir Lee. Chow Yun Fat er ein stærsta stjarnan í hinum geysivinsælu skotbardagamyndum sem komið hafa út í Hong Kong á síðustu ár- um. Frægustu myndimar sem hann hefur leikið í eru án efa myndir John Woo „Killer“, „Hard Boiled“, „Better Tomorrow" en hann hefur einnig leikið í myndum eins og „Full Contact“ og „God of Gamblers". Varamorðingjar er fyi-sta myndin sem Fat leikur í á Vesturlöndum og er hún langt frá því að vera sambærileg við Hong Kong myndir hans, þótt hún sé hin prýðilegasta afþreying. Fat hefur yfirbragð hinnar harðsoðnu Hollywoodhetju 5. og 6. áratugar- ins eins og James Cagney og Humphrey Bogart. Hann er sval- ur, hefur mátulegan áhuga á hinu kyninu og notar harkalegar aðferð- ir til þess að ná sínu fram. Tækni- lega er myndin ágætlega unnin og spennuatriðin eru vel gerð þótt þau séu ekki mörg. Jurgen Prochnow er vannýttur í hlutverki lífvarðar Wei, en Michael Rooker, sem hefur verið kenndur við rasista og fjöldamorðingja („Mississippi Burning" og „Henry: Portrait of a Serial Killer“) er mjög góður í hlut- verki löggunnar sem banar syni Wei. Sorvino er ágæt í hlutverki sínu þótt það sé uppfullt af klisjum og hálfvitalegum setningum. Vara- morðingjar gleymist fljótt en er ágætis skemmtun meðan á henni stendur. Ottó Geir Borg
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.