Morgunblaðið - 13.09.1998, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 13. SEPTEMBER 1998 21
forsetinn niður buxnaklaufinni og
tók út kynfæri sín. Hún átti við hann
munnmök en hann stöðvaði hana áð-
ur en hann fékk sáðlát.
Það var í þessari heimsókn sem
forsetinn sagðist yfirleitt vera á
skrifstofunni um helgar og að
Lewinsky gæti komið þá og hitt
hann. Kvaðst hann heillast af brosi
hennar og lífsþrótti.
Forsetinn ræddi við H.L.
„Sonny“ Callahan, þetta kvöld og
tímasetningar Lewinsky eru í sam-
ræmi við skráningu inn í Hvíta hús-
ið. Við yfirheyrslur lögmanna Paulu
Jones, sagði forsetinn að sig rámaði
í að Lewinsky hefði „komið aftur
með pizzu“ en að hann myndi ekki
eftir því að þau hefðu verið ein.
Næsti ástarfundur þeirra var sex
vikum síðar og taldi Lewinsky þá
ástæðu til að segja forsetanum hvað
hún héti, því hún taldi hann hafa
gleymt því. Hann þvertók fyrir það
en sagðist hafa týnt símanúmeri
hennar, sem hún lét hann fá.
Lewinsky ber að viku síðar hafi
forsetinn hringt í sig og beðið sig að
koma. Þau hafi sammælst um að
„hún myndi eiga leið fram hjá skrif-
stofu hans“ með skjöl og hann
myndi bjóða henni inn, sem hann
gerði. Lewinsky ber að í þetta sinn
hafi forsetinn talað um að hann
hefði munnmök við hana en hún hafi
ekki viljað það því hún hafi haft á
klæðum. Hún hafi hins vegar átt
munnmök við hann.
Eftir það hafi þau farið inn á for-
setaskrifstofuna og talað saman.
„Hann var með vindil uppi í sér. Og
svo hélt hann á vindlinum og horfði
á hann... á dálítið ótuktarlegan hátt.
Og svo... ég horfði á vindilinn og á
hann og sagði að við gætum gert
það, líka, einhvern tíma.“
Oryggisvörður Clintons ber að
þetta kvöld hafi forsetinn sagt sér
að hleypa Lewinsky inn á skrifstofu
sína og lýst útliti hennar. Þegar hún
hafi komið, hafi forsetinn hleypt
henni inn og sagt: „Þú mátt loka
dyrunum. Hún verður hérna nokkra
stund.“
Ósátt við áhugaleysi
Lewinsky segir að á þessum tíma
hafi símtöl hennar og forsetans,
símtöl af kynferðislegum toga, haf-
ist. Þau hafi verið að kynnast og
hún hafi ekki verið viss um hvernig
forsetanum hafi líkað símtölin. Þá
segist hún hafa verið ósátt við hve
lítinn áhuga hann hafi virst hafa á
því að kynnast henni. „Eg spurði
hann hvers vegna hann vildi ekki
vita neitt um sjálfa mig ... og spurði:
„Snýst þetta bara um kynlíf ... eða
hefur þú einhvern áhuga á því að
kynnast mér sem persónu?“ Lewin-
sky segir forsetann hafa hlegið og
sagst meta mikils þær stundir sem
þau hefðu átt saman. Henni fannst
það „dálítið ski’ýtið" þar sem henni
fannst hann ekki þekkja sig.
Lewinsky segir samband þeirra
hins vegar hafa komist á alvarlegra
stig í febrúar 1996 en eftir ástarat-
lotin hafi þau setið á forsetaskrif-
stofunni og talað saman í tæpa
klukkustund. Segir Lewinsky að í
því samtali hafi vinátta þeirra í raun
hafist. Þegar hún bjó sig til að yfir-
gefa forsetann, „greip hann í hand-
legginn á mér, kyssti hann og sagð-
ist hringja og ég sagði: „Nú? Hvað
er símanúmerið mitt? Og þá mundi
hann bæði heimanúmerið og vinnu-
númerið mitt.“
Sambandinu slitið
Lewinsky ber að forsetinn hafi
bundið enda á samband þeirra 19.
febrúar 1996. Hann hafi hringt í
hana þann dag og hún talið greini-
legt að eitthvað væri að. Lewinsky
ákvað að koma í Hvíta húsið þar
sem hún hitti forsetann. Hann sagði
þau verða að hætta sambandi sínu
og faðmaði hana í kveðjuskyni, vildi
ekki kyssa hana.
Lewinsky segir að hún og forset-
inn hafi eftir sem áður daðrað og að
mánuði síðar hafi forsetinn gefið til
kynna að hann vildi halda samband-
inu áfram. I mars kom vinkona
Lewinsky til að hitta hana í Hvíta
húsinu og á göngum hússins rákust
þær á forsetann. Lewinsky kynnti
vinkonu sína fyrir forsetanum sem
svaraði: „0, þú hlýtur að vera vin-
SKÝRSLA STARRS TIL BANDARÍKJAÞINGS
Vetrartíminn
er kominn
Skrifstofur VÍS eru opnar
frá 9:00-17:00 alla virka daqa í vetur.
v >
\ÁTRVGGI\GAFKL\G(|l\M)8HI
Sími 560 5060 • www.vis.is
Skrifstofur VÍS í útibúum Landsbankans á Höfn í Hornarfirdi og í Ólafsvík eru opnar frá 9:15 -16:00.
kona hennar frá Kaliforníu“. Kvaðst
vinkonan hafa verið „furðu lostin“ að
forsetinn skyldi vita hver hún væri.
Nokkrum dögum síðar mættust
Lewinsky og forsetinn á ganginum
og var forsetinn með bindi sem hún
hafði gefið honum. Hún spurði hvar
hann hefði fengið það og hann svar-
aði: „Einhver smekkkona gaf mér
það“.
Lewinsky segir forsetann hafa
hringt í sig skömmu síðar og beðið
hana að vera „fyrir tilviljun" nærri
skrifstofu hans og hann myndi þá
bjóða henni á kvikmyndasýningu
ásamt fleira fólki. Hún hafi neitað
því hún hafi ekki viljað að fólk héldi
að hún væri sífellt á vappi í kringum
forsetaskrifstofuna, óboðin. Bað
hún hann um að hitta sig um helgi,
sem hann féllst á. Tóku þau að nýju
upp samband sitt í lok mars 1996.
I það skipti færði hún honum
Hugo Boss bindi og segir forsetann
hafa „einbeitt sér algerlega að
mér“. Meðal annars stakk forsetinn
vindli upp í leggöng Lewinsky,
stakk honum að því búnu upp í sig
og sagði: „Bragðast vel“.
Færð úr Hvíta húsinu
Tíðar heimsóknh' Lewinsky til
forsetans höfðu ekki farið fram hjá
starfsmönnum Hvíta hússins og um
páskaleytið 1996, var Lewinsky
færð til í starfi og sagt að mæta til
vinnu í varnarmálaráðuneytinu.
Hún var afar ósátt við það og lofaði
forsetinn því að sjá til þess að hún
myndi hefja störf að nýju í Hvíta
húsinu, næði hann endurkjöri í nóv-
ember. Þá segir Lewinsky forset-
ann hafa gefið í skyn að hún gæti
fengið hvaða starf sem hún vildi.
Við vitnaleiðslur segir Lewinsky
að sumir starfsmenn Hvíta hússins
virðist hafa talið að henni væri einni
um að kenna að forsetinn hefði
áhuga á henni. „Menn vissu af veik-
leikum hans, líklega, og ...vildu ekki
telja að hann gæti borið ábyrgð á
nokkrum hlut, svo allt varð að vera
mín sök... Að ég elti hann á röndum
eða að ég reyndi við hann.“ Móðir
Lewinsky, Marcia Lewis, hitti
Evelyn Lieberman, næstráðanda
skrifstofustjórans, sem ákvað að
Lewinsky yi'ði að hætta í Hvíta hús-
inu. Hafði Lewis eftir Lieberman að
„bölvun hvíldi yfir Monicu vegna
þess að hún væri falleg" og skildi
Lewis Lieberman sem svo að hún
teldi það hlutverk sitt að fjarlægja
allar laglegar konur úr Hvíta hús-
inu til að vernda forsetann.
Samskipti með milligöngu
Currie
Eftir að Lewinsky hætti störfum í
Hvíta húsinu, dró úr sambandi
hennar við forsetann. Þau hittust
ekki um nokkurra mánaða skeið og
ekki bólaði á vinnunni í Hvíta húsinu
eftir að forsetinn náði endurkjöri.
Þau ræddust hins vegar oft við í
síma, aðallega á kynferðislegum nót-
um. Segir Lewinsky forsetann ekki
hafa viljað ræða um starf hennar.
Lewinsky varð æ örvæntingar-
fyllri um að sambandi hennar við
forsetann væri í reynd lokið og að
hún fengi ekki vinnu í Hvíta húsinu.
Forsetinn og hún tóku upp kynferð-
issamband að nýju um skamma
hríð, að þessu sinni með milligöngu
Betty Currie, ritara forsetans. Þá
sendi Lewinsky allmargar gjafir til
forsetans á þessu tímabili, allar stíl-
aðar á Currie, sem kveðst ekki hafa
opnað pakkana, auk þess sem hún
hafi beðið Lewinsky um að ræða
ekki sambandið við forsetann í sín
eyi'u; hún vildi ekkert af því vita.
Currie viðurkennii' hins vegar að
hafa aðstoðað forsetann við að halda
sambandinu leyndu, m.a. með því að
skrá ekki öll símtöl hans við Lewin-
sky og heldur ekki allar gjafir.
Lewinsky segir forsetann hafa
átt frumkvæði að því að þau hittust
að nýju eftir ellefu mánaða hlé, í
febrúar 1997, er hann bauð Lewin-
sky að vera viðstaddri útvarpsávarp
hans. Að því loknu áttu forsetinn og
Lewinsky munnmök og fékk forset-
inn sáðlát, í fyrsta sinn í sambandi
þeirra. Er Lewinsky var komin
heim til sín, tók hún eftir blettum í
dökkbláa kjólnum sem hún hafði
verið í og taldi hún þá vera sæði úr
forsetanum. Við yfirheyrslu Starr
BTtlWAL
W«»
Unitíd States House of Represehiatives
Títlé 23, United States Code, § 595(c)
SWMrmEOW
totSOENBENT COUHSEL
I99X
játaði forsetinn að hafa átt kynferð-
isleg samskipti við Lewinsky í þetta
sinn: „Mér var óglatt þegar þeim
var lokið og ég var feginn því að
nærri því ár var liðið frá óviður-
kvæmilegum samskiptum við frk.
Lewinsky. Ég lofaði sjálfum mér
því að þetta myndi ekki endurtaka
sig. Staðreyndir málsins um hvað
átti sér stað og hvað ekki eru flókn-
ar. En engu að síður, ég ber ábyrgð
á því.
Síðasti ástarfundurinn
Síðasti ástarfundur Lewinsky og
forsetans var 24. mars 1997. Segir
Lewinsky að í það skipti hafi kyn-
færi þeirra snerst en að ekki hafi
verið um samfarir að ræða. Við yfir-
heyrslu Starr neitaði forsetinn hins
vegar þessum fundi með Lewinsky.
Hún ber að forsetinn hafi sagst
verða að binda enda á samband
þeirra. Hann hafi sagst hafa átt í
hundruðum ástarsambanda utan
hjónabands, en eftir að hann varð
fertugur hafi hann ákveðið að reyna
að vera konu sinni trúr. Hann laðað-
ist að Lewinsky og vonaði að þau
gætu verið vinir áfram. Hann gæti
gert ýmislegt fyrir hana og að henni
væri ekki um að kenna hvernig mál-
um væri komið. Lewinsky segist
hafa grátið og reynt að fá forsetann
ofan af því að slíta sambandinu.
Hann hafi hins vegar ekki látið und-
an.
Lewinsky þrýsti mjög á forset-
ann um aðra vinnu og reyndi hann
ýmislegt til þess, einnig eftir að
sambandi þeirra lauk endanlega. í
júlí 1997 sendi hún honum bréf þar
sem hún ýjaði að því að hún myndi
gera samband þeirra opinbert,
fengi hún ekki vinnu í Hvíta húsinu.
Daginn eftir hitti hún forsetann í
Hvíta húsinu og hellti hann sér yfir
hana og sagði ólöglegt að hafa í hót-
unum við Bandaríkjaforseta. Eftir
það rann honum reiðin og sýndi
hann henni blíðuhót, strauk hand-
legg og hár hennai', kyssti hana á
hálsinn og sagðist óska þess að
hann hefði meiri tíma fyrir hana.
„Hann sagði að kannski fengi ég
meiri tíma eftir þrjú ár.... Ég hugs-
aði að það yrði þegar hann yrði ekki
lengur forseti. Og hann sagði, „Ég
veit ekki en það getur verið að ég
verði einn eftir þrjú ár.“ Og þá
sagði ég eitthvað um að við gætum
verið saman og hann sagði eitthvað
á þá leið að við yrðum góð saman.
Og svo sagði hann... í gríni, „Nú en
hvað eigum við að gera þegar ég
verð 75 ára og þarf að pissa 25 sinn-
um á dag?“ Og ég sagði honum að
við myndum leysa úr því.“
Ásakanir Willey „fáránlegar"
í þessu samtali upplýsti Lewin-
sky forsetann ennfremur um að
Newsweek væri að vinna að grein
um þær fullyrðingar Kathleen
Willey, að forsetinn hefði áreitt sig
kynferðislega, er hún hefði beðið
hann um aðstoð vegna sjálfsmorðs
eiginmanns hennar. (Lewinsky
hafði frétt af fyrirhugaðri grein í
gegnum Lindu Tripp, samstarfs-
konu sína í varnarmálaráðuneytinu.
Tripp hafði þá um nokkurt skeið
hljóðritað samtöl þeirra þar sem
Lewinsky ræddi m.a. um samband
sitt við forsetann.)
Lewinsky segir forsetann hafa
sagt ásakanir Willey „fáránlegar",
því hann myndi aldrei sýna konu
með jafnlítil brjóst og Willey áhuga.
Þá hefði Willey haft samband við
Nancy Hernreich vikunni áður, því
hún hefði ekki vitað hvernig hún
ætti að snúa sig út úr umfjöllun
blaðsins.
Rúmri viku síðar hafði forsetinn
samband við Lewinsky, þar sem
hann hafði haft spurnir af því að
Tripp væri heimildin fyrir frásögn-
inni af Willey. Vildi hann vita hvort
Lewinsky hefði sagt Tripp frá sím-
tali Willey við Hernreich og viður-
kenndi hún það. Hann spurði hana
hvort hún treysti Tripp, sem hún
sagðist gera. Þá spurði forsetinn
Lewinsky hvort hún hefði sagt
Tripp frá sambandi þeirra. Lew-
insky neitaði því gegn betri vitund.
Beðist afsökunar
Eftirleikurinn er kunnur. Linda
Tripp afhendi StaiT upptökur af
samtölum sínum við Lewinsky, sem
þvertók í fyrstu fyrir að hafa sagt
satt. Lewinsky kom nokkrum sinn-
um á fund forsetans og reyndi að
taka upp þráðinn í sambandi þeirra.
Á fundi þeirra í ágúst 1997 snerfi
hún kynfæri hans en hann ýtti
henni frá sér. Síðasti fundur hennar
og forsetans var 28. desember 1997
og kysstust þau „ástríðufullt" að
sögn Lewinsky, auk þess sem þau
ræddu málareksturinn á hendur
forsetanum, sem bar vitni í máli
Paulu Jones þrem vikum síðar, í
janúar á þessu ári.
Clinton forseti og Monica Lewin-
sky hafa ekki hist síðan. Rúmum
mánuði eftir síðasta fund þeirra,
sagðist forsetinn í opinberu ávarpi
„ekki hafa átt kynferðisleg sam-
skipti við þessa konu, frk. Lewin-
sky“. I ágúst játaði hann hins vegar
að samband þeirra hefði „ekki verið
við hæfi“ og í vikunni bað hann
þjóðina og Monicu Lewinsky afsök-
unar á því.