Morgunblaðið - 13.09.1998, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 13.09.1998, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13. SEPTEMBER 1998 19 manna forsetans hafa látið að því liggja að málið snúist um persónu- lega herferð Starrs gegn forsetan- um. „Petta er ekki traustur grunn- ur fyrir málshöfðun," sagði þing- maðurinn Chakah Fattah. Annar þingmaður, sem ekki vildi láta nafns síns getið, sagði við Was- hington Post að ef Clinton þraukaði næstu viku yrði það bakslag fyrir Starr. Almenningi byði við að „rusl“ af þessu tagi væri fært inn á heimili þeirra. Hins vegar gerir það stöðuna flóknari að einungis sjö vikur eru til þingkosninga og líklega munu flest- ir þingmenn bíða með að taka end- anlega afstöðu til málsins þangað til þeir sjá viðbrögðin í kjördæmum sínum. Það verður því fylgst grannt með skoðanakönnunum næstu daga. Nokki-ar kannanir eru þó þegar farnar að benda til að fylgi Clintons fari dvínandi, ekki síst meðal eldri borgara. Sumir þingmenn létu í ljós vantrú á því að forsetinn gæti endurheimt fyrri stöðu. Öldungadeildarþing- maðurinn Robert Bennet sagði að hugsanlega myndi Clinton geta hangið í embætti líkt og Lyndon B. Johnson á sínum t.íma. „Hann mun hins vegar hvergi njóta virðingar. Samúðar hugsanlega, en ekki virð- ingar,“ sagði Bennet. Fáir leiðtoga demókrata hafa vilj- að lýsa eindregnum stuðningi við Bandaríkjaforseta síðustu daga. Dæmi um viðbrögð demókrata er yfirlýsing Madeleine Albright utan- ríkisráðherra, er varði forsetann með oddi og egg er málið kom upp í byrjun árs. Eftir ríkisstjórnarfund á fóstudag, sagðist hún telja gjörðir forsetans rangar, svo og blekkjandi ummæli hans til ríkisstjórnarinnar og þjóðarinnar. Hún hefði hins veg- ar ákveðið að taka afsökunarbeiðni hans til greina. Valkostir Clintons Færa má rök fyrir því að þótt ör- lög Clintons séu nú formlega séð í höndum þingmanna verður það þró- un almenningsálitsins, sem mun ráða úrslitum. Blaðið New York Times segir í fréttaskýi'ingu í gær að stjórnkerfið í Washington hafí i raun ekld hugmynd um hvernig það eigi að bregðast við. Engin fordæmi séu fyrir þessari furðulegu uppá- komu. Enn sem komið er bendi jafnframt ekkert til annars en að Clinton myndi ná endurkjöri ef kos- ið væri nú og hann gæti boðið sig fram. Þingmenn muni því vart hrófla við sitjandi forseta, er tvíveg- is hefur verið kjörinn af þjóðinni, nema þeir telji að þeirra eigin staifsferili sé í hættu. Blaðið segir að forsetar séu ávallt veikir fyrir á síðari hluta síð- ara kjörtímabils þeirra. Það veiki svo stöðu Clintons enn frekar að tengsl hans við þingið séu veik. Clinton hefur aldrei setið á Banda- ríkjaþingi og ekki eytt miklum tíma í að efla tengsl sín við þingmenn. Margir þingmenn demókrata telja sig því ekki skuldbundna forsetan- um á neinn hátt. Tom Daschle, leið- togi demókrata í öldungadeildinni, hefur til að mynda lýst því yfir í samtali við Wall Street Journal að hann líti ekki á það sem hlutverk sitt að vera talsmaður forsetans heldur að tryggja að hann fái sann- gjarna meðferð. A því sé mikill munur. Blaðið segir að sú staðreynd að lögfræðingar Clintons hafí ekki vilj- að útiloka einhvers konar málamiðl- un við þingið um að samþykktar verði vítur á forsetann geti komið í veg fyrir að málið dragist á langinn. Annars geti málið tekið marga mán- uði og það sé iangur tími í pólitík. Þá verði forsetinn að gera það upp við sig á hvaða forsendum hann vilji sitja áfram í embætti. Hann muni vissulega halda flugvél for- setaembættisins og lúðrasveit, hitta erlenda leiðtoga jafnt sem innlenda verði hann ekki hrakinn úr emb- ætti. Hin siðferðislega forysta er geri forsetann að valdamanni sé hins vegar í molum og erfiðara geti reynst að bæta úr því en að afla nægilegs fylgis í öldungadeildinni til að koma í veg fyrir embættissvipt- ingu. SKYRSLA STARRS TIL BANDARIKJAÞINGS KI I 1 ENNETH Starr segir í skýrslu sinni að frásögn Lewinsky af kynferðis- .legum samskiptum henn- ar við forsetann sé nauðsynleg af tveimur ástæðum. í fyrsta lagi auki það trúverðugleika hennar sem vitnis hversu nákvæm og samkvæm frásögn hennar sé. I öðru lagi sé nauðsynlegt að rekja þessi mál þar sem vitnisburður hennar stangist á við orð forsetans. Alls segist Lewinsky hafa átt tíu fundi með forsetanum þai' sem þau áttu kynferðislegt samneyti. Yfir- leitt áttu fundirnir sér stað á skrif- stofu forsetans eða í grennd við hana, oftast í gluggalausum gangi fyrir utan vinnuherbergi forsetans. Lewinsky segist hafa átt munnmök við forsetann en að hann hafí aldrei átt munnmök við hana. í fyrstu átta skiptin stöðvaði forsetinn Lewinsky áður en hann fékk sáðlát. Segir hún hann hafa gefíð þá skýringu að traust yrði að vera til staðar hann yrði að þekkja hana. Á síðustu tveimur ástarfundum þeirra, sem báðir áttu sér stað á árinu 1997, hafði for- setinn sáðlát. Alls segist Lewinsky hafa átt munnmök við forsetann níu sinnum. I öll skiptin hafí forsetinn komið við og strokið ber brjóst hennar. Hann snerti einnig kynfæri hennar og fékk hún fullnægingu í tvö skipti. í eitt skipti snertust kynfæri þeirra í stutta stund, án þess þó að um mök væri að ræða. í skýrslunni segir að for- setinn hafí sagt að vinátta hafi þróast í nánara samband en að samkvæmt vitnisburði Lewinsky hafí þróunin verið öfug. Ástfangin af Clinton Eftir því sem samband Lewinsky og forsetans þróað- ist efldust tilfíningar hennar í hans garð. „Eg átti aldrei von á því að ég yrði ástfanginn af forsetanum. Það kom sjálfri mér á óvart,“ sagði Lewinsky í vitnisburði sínum. Hún seg- ist muna eftir því að Clinton hafi tjáð henni að hún yngdi hann upp og að hann óskaði þess að þau gætu eytt meiri tíma saman. Hún sagði þau hafa „faðmast og haldist í hendur og hann var vanur að ýta hárinu frá andliti mínu“. Lewinsky sagði móður sinni og nokkrum vinum frá sambandinu. Haft er eftir ein- um þeirra, Neysa Erbland, að Clinton hafi einu sinni tjáð Lewinsky að hann væri ekki viss um hvor hjónaband hans myndi halda eftir að hann hætti sem forseti. „Hver veit hvað gæti gerst eftir fjögur ár eftir að ég hef látið af emb- ætti,“ er haft eftir forsetan- um. Er Lewinsky sögð hafa staðið í þeirri trú að hugsanlega gæti hún orðið eiginkona hans. Lewinsky segir þau hafa notið samvistanna. Þau hafí rætt barn- æsku sína, sagt skrýtlur og rætt at- burði líðandi stundar. Hún hafí sagt honum frá „heimskulegum hug- myndum mínum“ um hvernig stjórnvöld ættu að taka á málum. Flest samtölin áttu sér stað eftir að þau hefðu átt mök, þau hefðu verið nokkurs konar „koddahjal" í for- setaskrifstofunni. Sofnaði í síma Lewinsky telur að hún og forset- inn hafí ræðst um fimmtíu sinnum við í síma, oft eftir miðnætti. Ymist hringdi forsetinn sjálfur, eða lét rit- ara sinn, Betty Currie, gera það. Lewinsky gat hins vegar ekki hringt beint í Clinton. I ein 10-15 skipti ræddust þau við á kynferðis- legum nótum í síma og eftir eitt slíkt tilfelli, sofnaði forsetinn í miðju samtali sem fylgdi í kjölfarið. I fjórum tilfellum skildi forsetinn eftir skilaboð á símsvara Lewinsky en sagðist ekki vilja gera það þar sem það væri „dálítið ótryggt“. Hún geymdi skilaboðin og spilaði upp- tökurnar fyrir nokkra vini sína, sem „Stúlkan með pizzuna er komin“ ✓ Itarlegur vitnisburður Monicu Lewinsky um samband hennar við Bill Clinton Bandaríkjaforseta, dregur upp mynd af sambandi valdamanns og undirsáta hans sem átti enga framtíð fyrir sér. FRÆG er orðin ljósmynd sem tekin var á fjáröflunarsamkomu Demókrataflokksins árið 1996 og sýnir BandaiTkjaforseta faðma Monicu Lewinsky að sér. Þá höfðu þau ekki átt ástarfundi um nokkurra mánaða skeið en sambandinu lauk endanlega í mars 1997. töldu sig þekkja rödd forsetans. Lewinsky sagði ennfremur að hún og forsetinn hefðu deilt, bæði á fundum sínum og í síma. I nokkur skipti árið 1997 hafí hún kvartað yf- ir því að hann hafí ekki séð til þess að hún kæmist úr varnarmálaráðu- neytinu og aftur í Hvíta húsið eins og hann hafi lofað eftir kosningarn- ar í nóvember 1996. í júlí 1997 hafi forsetinn átalið hana fyi'ir bréf sem hún skrifaði honum, þar sem hún hótaði að ljóstra upp um samband þeirra. I desember sama ár hafi for- setinn sagt að „enginn hafi farið eins illa með hann og ég“ og að „hann hafi varið meiri tíma með mér en nokkrum öðrum, að frátai- inni fjölskyldu hans, vinum og sam- starfsmönnum, en ég veit ekki alveg hvað hann taldi mig,“ segir Lewin- sky í vitnisburði sínum. Skiptust á gjöfum Lewinsky og forsetinn skiptust á allmörgum gjöfum. Hún telur sig hafa fært honum um þrjátíu hluti og þegið 18 frá honum. Fyrsta gjöfín var ljóð á platta, sem hún og aðrir starfsmenn færðu honum í tilefni „dags yfírmannsins“. Þetta var í október 1995 og var jafnframt eina gjöfin sem forsetinn hélt ekki eftir. Fimm dögum eftir að samband Lewinsky og forsetans hófst, færði hún honum hálsbindi. Hann hringdi samdægurs í hana og sendi henni stuttu síðar mynd af sér með bindið. Það var skráð samkvæmt reglum Hvíta hússins um gjafír til forset- ans. Af öðrum gjöfum hennar til for- setans má nefna sex hálsbindi, blaðapressu með mynd af Hvíta húsinu, vindiastatíf úr silfri, sólgler- augu, hversdagsskyrtu, bolla með áletruninni „heilög Monica", froska- styttu, bréfahníf í froskslíki, nokkr- ar skáldsögur, bók með tilvitnunum og nokkrar gamlar bækur. Hann gaf henni meðal annars hattaprjón, tvær nælui', teppi, bjarnarstyttu úr marmara og ljóðabók eftir Walt Whitman. í vitnisburði sínum segist forset- inn hafa fengið ailnokkrar gjafír frá Lewinsky og að sér hafí þótt viðeig- andi að senda henni gjafir í staðinn. Lewinsky segist hafa talið það merki um ástúð er forsetinn setti upp bindi sem hún hafði gefið hon- um. „Eg var vön að segja við hann. „það gleður mig þegar þú ert með bindi frá mér því þá veit ég að ég stend nærri hjarta þínu.“ Forsetinn hafi því vitað um tilfinningar hennar í hans garð og hafi oft lagt sig fram um að vera með bindi frá henni þeg- ar þau hittust, eða daginn eftir að þau höfðu ræðst við í síma. Þá spurði hann hana stundum hvort hún hefði tekið eftir því að hann hefði verið með bindi frá henni. „Allnokkuð ástríðufull bréfí1 Lewinsky sendi forsetanum einnig fjölda korta og bréfa. í sum- um þeirra skammaði hún hann fyrir að veita sér ekki næga athygli, í öðrum sagðist hún sakna hans. Þá átti hún til að senda honum „sniðug kort“ sem hún rakst á. Lewinsky segir forsetann hins vegar aldrei hafa sent sér annað en formleg þakkarkort. í vitnisburði sínum segist forset- inn hafa fengið bréf og kort frá Lewinsky sem hafi verið „nokkuð náin“ og „allnokkuð ástríðufull". Bæði forsetinn og Lewinsky við- urkenna að þau hafi reynt að leyna sambandi sínu. Eink- um hafi forsetinn lagt áherslu á það. Lewinsky seg- ir forsetann stundum hafa spurt sig hvort hún hafi sagt nokkrum frá sambandinu við hann eða sýnt einhverjum gjafirnar frá honum. Hún hafi sagt honum ósatt er hún hafi fullvissað hann um að svo væri ekki. Er báðum var stefnt fyrir rétt í máli Jones, voru þau sammála um að neita sam- bandinu að hennar sögn. Forsetinn staðfesti þetta í yfirheyrslu Starrs, sagðist ekki hafa viljað að samband þeirra yrði opinbert „á nokkurn hátt“. „Ég vildi alls ekki að það yrði kunnugt, ef við það yrih ráðið. Það skipti mig máli. Ég fyrirvarð mig fyrir það. Ég vissi að það var rangt.“ „Ó, hér eru bréfin þín“ Lewinsky bar að ævinlega hefði verið um yfirhylmingar að ræða er hún fór á fund forsetans. Á meðan hún vann í Hvíta húsinu, kvaðst hún yfirleitt þurfa að færa forset- anum gögn, þótt hún viður- kenndi við yfirheyrslur að slíkt hefði aldrei faiist í starfi hennar. Þetta hefði byrjað er hún hefði komist inn til hans með því að segja „Ó, hér era bréfin þín,“ blikka hann og hann hefði sagt að það væri fínt. Hefði hún jafnan leikið þennan leik fyrir framan ör- yggisverði og haft með sér skjalamöppu. f nokkur skipti komu Lewinsky og forsetinn sér saman um að „rekast á“ hvort annað á göngum Hvíta hússins og að hann myndi í kjölfarið fylgja henni inn á forsetaskrifstofuna. Eftir að Lewinsky lét af störfum í Hvíta húsinu treysti hún á aðstoð Currie, ritara Clintons, sem tók frá tíma hjá forsetanum svo hann gæti hitt Lewinsky. Var því þá borið við að Lewinsky væri komin til að hitta Currie, ekki forsetann. Lewinsky segir forsetann ekki beinlínis hafa hvatt sig til að ljúga um samband þeirra en þegar hún hafi sagst ætla að segja ósatt til um það, hafi hann lýst sig sáttan við það. í þau fjölmörgu skipti sem hún hafi sagst myndu „ævinlega neita“ sambandinu, hafi hann svarað „Það er gott“ eða eitthvað í þá áttina, aldrei reynt að fá hana ofan af því að neita. Þegar ljóst var að Lewinsky kynni að vera kölluð fyi’ir sem vitni í máli Paulu Jones, minnti forsetinn hana á yfirhylmingarnar. Sagði hann henni [og hafði eftir lögmönn- um sínum] að hún kynni að verða kölluð fyi-ir. Sagði forsetinn að hún gæti samið eiðsvarna yfirlýsingu til að komast hjá því að bera vitni. Ennfremur gæti hún sagst hafa fært honum bréf og hafa heimsótt Currie. Vitnisburður forsetans í máli Jon- es er í samræmi við frásögn Lewin-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.