Morgunblaðið - 13.09.1998, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 13.09.1998, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13. SEPTEMBER 1998 11 Morgunblaðið/RAX SÉÐ yfir Dimmugljúfur og Kárahnúka. Innri-Kárahnúkur er nær á myndinni og er aðalstíflustæði miðlunarlóns Kárahnúkavirkjunar fyrirhugað við hann. Stíflan verður ein sú hæsta í Evrópu og mun ná upp í miðjan hnukinn og yfir í hæðina hinum megin við gljúfrin. Fjallið sem sést í forgrunni hægra megin verður að eyju í lóninu, en virkjunin verður sú stærsta á Islandi. um sem geta haft áhrif á sjálfsvit- und okkar sem þjóðar til framtíðar. Hún hvetur okkur til að skoða áhrifin sem menningin hefur haft í öðrum löndum og meta reynslu annarra þjóða því við eigum kost á að framleiða hluti sem leiða ekki til óafturkallanlegs skaða á umhverfi okkar. Skerðist hreinleikaímynd iandsins? Ef við lítum í kringum okkur sjá- um við að aðrar þjóðir hafa þegar hafist handa við að snúa þróuninni við. í Bandaríkjunum er þegar haf- in endurgerð á náttúrulegu um- hverfi, en nærtækasta dæmið kem- ur líklegast frá Noregi þar sem al- menningur og stjómvöld eru þegar farin að gera ráðstafanir til að bjarga því ósnortna landi sem eftir er. Norðmenn segjast hafa lært mikið af reynslunni en þeir virkj- uðu á sínum tíma umfram það sem nauðsynlegt var. Það er athyglisvert að stefna ís- lenskra stjórnvalda í málefnum há- lendisins er ekki einhlít. Yfii-völd umhverfismála vinna að verndun umhverfisins og hafa m.a. lagt sig fram við að skilgreina og kort- leggja það sem kalla megi „ósnort- in víðerni" á Islandi. En yfirvöld iðnaðar- og viðskiptamála kalla á aukinn iðnað og stóriðju. Auk þessa vinna ferðamálayfirvöld að því að markaðssetja landið sem hreint, ósnortið og ómengað. I stefnumótunarskýrslu samgöngu- ráðuneytisins frá árinu 1996 kemur fram að ferðaþjónusta, raforku- vinnsla og stóriðja henni tengd fari ekki saman: „Island er kynnt er- lendis sem hreint og ómengað land og samkvæmt könnunum er hrein og tær náttúran helsta aðdráttarafl Islands. A sama tíma stuðla for- svarsmenn stjórnvalda og atvinnu- lífs að eflingu stóriðju og leggja á ráðin um virkjanir á hálendi Is- lands.“ Samkeppni um ferðamenn eykst Ferðamálayfii'völd hafa bent á að það fylgi því ákveðið vandamál að stofna til aukinnar stóriðju á Is- landi, þar sem hún losi óæskilegar lofttegundir út í andrúmsloftið. Það geti til dæmis skert ímynd landsins um hreinleika. Auk þess ber að athuga að verði fyrirhugað- ar virkjanaframkvæmdir að veru- leika er hætta á að sérstaða Is- lands sem ferðamannalands minnki og samkeppnin við önnur lönd verði harðari, en þetta er niður- staða Önnu Dóru Sædórsdóttur í skýrslunni „Ahrif virkjana norðan Vatnajökuls á ferðamennsku". Kannanir sýna auk þess að tíundi hver ferðamaður á Islandi varð fyrir vonbrigðum með það hve mik- ill fjöldi ferðamanna var á ferða- mannastöðum á hálendinu. Því hef- ur þegar verið bent á að dreifa þurfi ferðamannastraumnum víðai’ á landinu, og að við eigum nægilegt framboð af náttúruperlum til þess. Anna Dóra bendir í þessu sam- hengi á að minnkandi framboð á náttúrulegu umhverfi í heimalönd- um ferðamanna geri ósnortin víð- erni hálendis íslands verðmætari fyrir vikið. Hvar á að virkja? En hverjar eru helstu áætlanir Landsvirkjunar? Hvar verða þær virkjanir sem eru fremstar í for- gangsröðinni og hvaða áhrif munu þær koma til með að hafa? Sú virkjun sem er efst á blaði hjá Landsvirkjun, að undanskilinni áðurnefndri Vatnsfellsvirkjun, er Fljótsdalsvirkjun, en hún er und- anþegin umhverfismati. Undan- farið hafa ýmis hagsmunasamtök þrýst á um að virkjunin fari í um- hverfismat, og stjórn Landsvirkj- unar hefur ekki lokað fyrir þann möguleika. Fari virkjunin í um- hverfismat, verða umhverfisáhrif hennar metin á lögformlegan hátt, en Eyjabakkalón sem henni fylgir, hefur verið gagnrýnt vegna nei- kvæðra áhrifa sem það kemur til með að hafa á fugla- og gróðurlíf á Eyjabökkum. Næsti virkjunarkostur er að virkja við Kárahnúka norðan Vatnajökuls. Sú virkjun yrði stærsta virkjun á íslandi, og næstum tvöfalt stærri en Búrfells- virkjun sem nú er stærsta virkjun landsins. Aðalstífla miðlunarlóns- ins yrði hátt í þrjár Hallgríms- kirkjur á hæð og miðlunarrými lónsins um 1880 Gl. Kárahnúka- virkjun er umhverfismatsskyld og hafa rannsóknir sýnt að virkjunin myndi hafa mest áhrif á hrein- dýrastofninn, en lónið myndi færa á kaf helsta burðarsvæði þeirra, auk þess sem mikil breyting yrði á Dimmugljúfrum, þar sem þau myndu þorna upp, og 185 m há stífla yrði reist við syðri enda þeirra. Rætt hefur verið um að ráðast beint í virkjun við Kára- hnúka á undan Fljótsdalsvirkjun, en hún er tvöfalt öflugri en sú síð- arnefnda. Þetta er möguleiki sem engin ákvörðun hefur verið tekin um og verður líklega ekki nema af orkusölusamningum verði. Enn ein virkjun norðan Vatna- jökuls er á teikniborði Landsvirkj- unar, þótt hún sé ekki eins fram- arlega í forgangsröðinni og Fljóts- dals- og Kárahnúkavirkjun. Það er virkjun Jökulsár á Fjöllum, sem kennd er við Arnardal. Með þeirri virkjun yrði vatnsstreymi um Dettifoss stórlega skert, og gerir Landsvirkjun sér grein fyrir að slík áform myndu kalla á hörð viðbrögð almennings. Því er gert ráð fyrir ákveðnu lágmarksrennsli um fossinn að sumarlagi, svo ásýnd hans breytist sem minnst meðan mesti ferðamannastraum- urinn gengur yfir. Fjallað verður ítarlegar um fyrrgreinda virkjunarkosti og hugsanleg áhrif þeirra á umhverf- ið í Morgunblaðinu næstu sunnu- daga. Ljóst er að erfitt verður að brúa bilið milli náttúruverndar- sinna og virkjunarsinna, en sam- komulag verður að nást. Það hlýt- ur að vera mikilvægt í augum landsmanna að taka ákvörðun um hverju þeir vilji fórna til þess að mæta kröfum um aukinn iðnað og stóriðju. Þetta er mál sem varðar alla þjóðina. Hálendið er þjóðar- eign sem allir eiga rétt á að nýta og mikilvægt er að átta sig á hverju verði fórnað áður en það verður of seint.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.