Morgunblaðið - 13.09.1998, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 13.09.1998, Blaðsíða 28
28 SUNNUDAGUR 13. SEPTEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ Svalbarö'1 >* Longyearbyen Fiskvekndars vœöió yið Aalbarða >--- 2** ' Norsk lögsaga c /við jarrMayen j ^ Íeilávm RUSSLAND EFTIRLITSSVÆÐI STRANDGÆSLUNNAR I NORÐUR-NOREGI ROLF Vik, skipstjóri á Manon, fyrir miðju, tók veiði- eftirlitsmönnunum ekki fagnandi. STEIN Olav Hagalid og Trond Einarsen skoða nótaskipið í krók og kima í fylgd eins skipverjanna. Vörður hafsins Norsku strandgæslunni er ætlað að fylgjast með 2 milljóna ferkílómetra hafsvæði. Urð- ur Gunnarsdóttir sigldi með K/V Nordkapp frá Svalbarða til Lofoten, fylgdist með lífínu um borð, veiðieftirliti, köldu baði í Norður- ✓ Ishafí og hlustaði á náin kynni hnúfubaks við jafnvægisstilla skipsins. V'ÖRÐUR hafsins og sam- verji“ eru hátíðleg einkenn- isorð norsku strandgæsl- unnar. Lífíð um borð er blanda hermennsku, sjómennsku og löggæslu og afslappaðra en von er á þótt lögregluþjónar hafanna haldi vissulega fast í reglur, m.a. um klæðaburð, að minnsta kosti meðan gestir eru um borð. Þegar fréttist að einn þeirra sé Islendingur verða sumir dálítið kyndugir á svip, og grínið um borð verður mest á kostn- að hans. Styggðaryrði um íslenska sjómenn berast hins vegar ekki í ís- lensk eyru og greinilegt að strand- gæslan telur þetta kærkomið tæki- færi til að sýna fram á að samskipti hennar og íslenskra skipa séu öll eft- ir settum reglum og að þjóðum sé ekki mismunað á úthöfum. K/V Nordkapp hefur verið á sigl- ingu í tvær vikur um verndarsvæðið við Svalbarða og í Smugunni, þegar leiðin liggur til Svalbarða. Teknar eru vistir og gestir og þegar haldið í suðurátt til eyjarinnar Hopen, þar sem sækja á einn vísindamann. Gott er í sjóinn en þoka og þegar skipið nálgast Hopen er þokan svo mikil að ekki er hægt að fljúga þangað. Vís- indamaðurinn verður því að bíða næstu ferðar. Stórhreingerning fer fram daginn eftir og þeir lægst settu sveifla tusk- um og hreinsiefni af mikilli elju. Annars er lítið við að vera fram eftir degi, þeir sem ekki eru á vakt, en þær eru að jafnaði fjórir tímar og svo átta tíma hvíld, sofa, sitja og spjalla, eða bregða sér í líkamsrækt, gufubað og ljós. Geir Eikeland, skip- herra, segir nauðsynlegt að áhöfnin geti haldið sér í formi og komist í ljósabekk, ekki síst yfir háveturinn, þegar dimmt er allan sólarhringinn. Þá grípur einstaka skipverji í bók, t.d. einn vaktmannanna í brúnni, sem leggur stund á lögfræði sam- hliða vinnunni. Fjórar konur í áhöfn Áhöfnin er ung að árum, margir hinna óbreyttu eru undir tvítugu og elsti maðurinn um borð, næstráð- andinn, er fertugur. Eikeland segist kjósa svo unga áhöfn, þar sem létt- ara reynist að móta yngra fólk í anda strandgæslunnar en hið eldra. Flest- ir í áhöfninni eru frá strandhéruðun- liggur fyrir er þeim hluta áhafnar- innar sem ekki hefur komið þangað leyft að spóka sig á þessum eyðilega stað. Ellefu manns eru að jafnaði á Bjarnarey við ýmiskonar vísinda- rannsóknh- og í tengslum við fjar- skipti en þegar komið er í land eru aðeins tveir viðlátnir; hinh' hafa brugðið sér á fjöll eins og sönnum Norðmönnum sæmir. Rúmlega 400 metra hátt fjall er á eynni og kofi þar við, sem freistaði vísindamann- anna. Boðið er upp á kaffi og kökur, og að því búnu haldið í pósthúsið, sem hlýtur að teljast eitt hið afskekkasta í heimi. Þaðan eru send póstkort í gríð og erg og fátæklegt minjagripa- úi-valið hreinsað upp. Aðalerindi skipverja er hins vegar að skella sér í sjóbað í Norður-íshafi. Nær allir skipverjarnir státa af því að vera félagar í nektarsjóbaðsfélagi Bjarnareyjar og þeim sem ekki hafa slíkt skírteini upp á vasann því eins gott að verða sér úti um það. Skip- verjar eru heppnir, sjórinn er 4° hlýr og tíu manna hersing dembir sér út í íshafið. Spennan eykst Ferðinni er nú heitið í Síld- ai'smuguna en áður en þangað er komið verður vart fímm togara á svæðinu. Spennan eykst þegar ljóst er að þrjú skipanna eru að veiðum á fiskverndarsvæðinu. Flogið er yfh' svæðið og ákveðið að senda þyrluna að nýju, að þessu sinni með veiðieft- irlitsmenn. Þeir eru látnir síga um borð í norskt síldveiðiskip, en skip- stjórnarmenn þar segjast ekki hafa haft hugmynd um að þeir hafi verið að veiðum á verndarsvæðinu, auk þess sem þeir hafí haldið að Norð- menn mættu veiða þar. Skipstjórinn sleppur með áminningu, þar sem hann hafði ekki kastað og bátur er sendur eftir efth'litsmönnunum. Er líður á kvöldið er ákveðið að fara um borð í tvö skip til viðbótar, einnig norsk. Er rætt er við skip- stjórana í talstöð reynast þeh' í þann veginn að kasta og eru ókátir með afskiptin. En ekki verður komist hjá Morgunblaðið/UG GEIR Eikeland skipherra, t.h., í brú Nordkapp. Allt var með kyrrum kjörum fram eftir degi en spennan jókst skyndilega er vart varð við togara að ólöglegum veiðum. um og margh' hafa einhverja reynslu af sjómennsku. Stunda sjóinn líka í frístundum, m.a. skipstjórinn, sem á seglskútu heima í Bergen. Af 45 manna áhöfn eru fjórar kon- ur og segir Eikeland tilkomu þeirra í strandgæsluna vera nýjung. Þær starfa í vélarrúmi, á þyrludekki, við hreingemingar og í brúnni. Eikeland segir fyrirrennara sinn hafa verið mótfallinn því að hafa konur í áhöfn þar sem slíkt kallaði á tóm vandi'æði. Eikeland segist ekki sammála því, vera stúlknanna um borð verði til þess að skapa eðlilegra andrúmsloft. Það dragi úr töffarastælunum og strákarnir þrífi sig betur. Þess eru dæmi að pör hafi orðið til um borð en skipstjórinn leggur áherslu á að það sé ekki vel séð að unga fólkið sé að stinga saman nefjum um borð. Þó er greinilegt að þær reglur eru ekki að fullu virtar, þegar yfirmennirnh’ sjá ekki til hrekkja strákarnir stelpurn- ar rétt eins og á skólalóðinni í tíu ára bekk. ísbað á Bjarnarey Er líður að kvöldi birtist Bjarnar- ey skyndilega í þokunni. Þar bíða tveir vísindamenn þess að verða sóttir og þar sem ekkert sérstakt UTFARARSTEMMNING í BRÚNNI SVEI mér þá, manni leyfist ekki að verða á í messunni," segir Rolf Vik, skipstjórinn á Manon frá Bergen þegar hann hefur fengið formlega aðvörun frá norsku strandgæslunni. Klukkan er hálfellefu á sunnudagskvöldi á físk- verndarsvæðinu við Sval- bai'ða, um sjö sjómílur frá mörkum Síldarsmugunnar. Það ríkir útfararstemmn- ing í rökkvaðri brúnni á Manon þegar eftirlits- mennirnir koma enda hafði Vik fundið væna síldar- torfu sem hann var í þann mund að kasta á. Eftirlits- mennirnir hvísla því að hann hafí líklega orðið af 150-200 tonnum, og því ekki nema von að menn séu Því fer fjarri að áhöfnin á norska nóta- skipinu Manon hafi fagnað heimsókn og aðvörun strandgæslunnar vegna veru á fiskverndarsvæðinu við Svalbarða ókátir. Stemmningin um borð sé hins vegar svo þung að þeir hafí ekki kynnst öðru eins. Allir um borð, ellefu talsins, standa þöglir og þungbúnir í brúnni og þarf að toga upp úr þeim hvert orð. Skip- stjórinn rýkur hins vegar í talstöðina til að vara önnur skip á svæðinu við. Eftir hálftíma láta flestir sig hverfa nema skipstjórinn og stýrimaðurinn, sem halda áfram leitinni að silfri hafsins og hafa fljót- lega erindi sem erfiði. Vik segist ekki hafa vitað að hann væri inni á vernd- arsvæðinu, hann hafi ekki fískað á svæðinu lengi held- ur verið á kolmunnaveiðum í Norska hafinu. Eftirlits- mennimir, Stein Olav Hagalid og Trond Einar- son, eiga hins vegar bágt með að trúa því, enda tækjabúnaðurinn um borð eins og best verður á kosið, litskrúðugir radarar, dýptr armælar og ýmiskonar staðsetningarbúnaður gera það að verkum að brúin minnir á leiktækjasal. Vik er sumsé ekki tek- inn trúanlegur og honum skipað að hafa sig á brott af verndarsvæðinu þegar í stað. Að því búnu hefjast Einarson og Hagalid handa við að fara yfir veiðidagbækur og önnur plögg í brúnni. Það tekur drjúga stund, þótt allt reynist vera í lagi. Þá er skipið grandskoðað og með í för er sá skipverjanna sem minnst virðist hafa kippt sér upp við heimsókn eftirlitsmannanna. Hann sýnir skipið stolt- ur og hefur fulla ástæðu tU, það er glænýtt, smíðað GRÆNLAND Morgunblaðið/UG SÆBJÖRNINN kominn til að sækja eftirlitsmennina um borð í Manon enda komið fram á nótt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.