Morgunblaðið - 13.09.1998, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 13.09.1998, Blaðsíða 30
30 SUNNUDAGUR 13. SEPTEMBER 1998 MORGUNB LAÐIÐ ir á Héraði vegna Héraðsskóga. Þetta hefur líka hjálpað öðrum að sitja áfram á jörðum sínum. Þátt- takan er mjög almenn og aðeins sárafáir bændur í þeim sex hrepp- um sem verkefnið nær yfír eru ekki með af einni ástæðu eða annarri. Samræmingarhlutverk Það er kannski ekki seinna vænna að spyi'ja þig í hverju þitt starf sé fólgið? „Það sem mitt starf snýst um, er að halda jafnvægi á milli land- stærða, fjármagns og plöntufram- leiðslu. Jafnvægi skiptir öllu máli í þessu sambandi, því áætlanir þarf að gera fram í tímann og fjái-veit- ingin hverju sinni verður að duga. Þá hafa Héraðsskógar yfírsýn yfír alla þætti starfsins, t.d. er bændum boðið upp á að fyrirtækið sjái um grisjun skógar. Þessi starfslýsing hljómar kannski ekki flókin en ég get lofað þér því að það er nóg að gera.“ Skógrækt er ekki fyrir bráðláta. Hvað tekur það langan tíma fyrir bændur að geta nýtt skóginn sinn? „Það er rétt, það tekur skóg mörg ár að ná þeirri stærð að það megi fara að grisja úr tré til vinnslu. Veturinn 1990 til ‘91 hófst grisjun á skógi á Víðivöllum og Geitagerði, en þeir skógar voru hlutar af Fljótsdalsáætluninni sem hófst 1970 eins og áður var um get- ið. Næstu árin á eftir byrjuðu síðan aðrir þátttakendur í verkefninu hver af öðrum. Þetta eru sem sagt svona um það bil tuttugu ár og þá geta menn séð í hendi sér hvað um er að ræða hérna.“ Hvað eru menn að vinna úr viðn- um? „Það fara fram flettingar á trjá- bolum og síðan eru unnir girðing- arstaurar, eldiviður og kurl. Það nýjasta eru íslensk gi-illkol. Þá má nefna að félag skógarbænda á Héraði, sem var stofnað árið 1988, keypti í samvinnu við Skógrækt ríkisins færanlega flettisög sem notuð er við að fletta borðvið. Úr borðunum má síðan framleiða parket á verkstæðum. Ýmiss konar smáiðnaður er einnig inni í mynd- inni, þau á Miðhúsum hafa t.d. ver- ið drjúg og hugmyndarík í þeim efnum, t.d. með útskomum staup- um úr lerki sem þau selja á 3-500 krónur stykkið. Slíkt er unnið úr mjög litlum viðarbút og þá geta menn gefíð hugmyndafluginu laus- an tauminn um hversu mikið þetta eina tré gefur af sér þegar búið er að selja öll staupin sem unnin voru úr því.“ Góð áhrif Helgi vendir nú kvæði sínu í kross og greinir frá því að Héraðs- skógar séu í og með hluti af norrænu verkefni, en nefnd sem skipuð hefur verið er að taka út starfsemina með tilliti til byggðaþróunar. Hér er um þriggja landa verkefni að ræða og í tilviki Héraðsskóga hafa 30 bændur verið beðnir um að svara 40 spurningum. „Umræddir bændur voru á veg- um tíu sveitarfélaga og meðal nið- urstaðna má nefna að í sveit- arfélögum þar sem Héraðsskógar koma við sögu var 5-7 prósent aukning íbúa á sama tíma og í öðr- um sveitarfélögum var um allt að 15 prósent fækkun að ræða. Menn spyrja sig, er þetta vegna verkefn- isins? Því er til að svara, að þróun- in byrjar klárlega á sama tíma og verkefnið hefst þannig að líkurnar verða að teljast verulega sterkar," segir Helgi. Og hann heldur áfram á þessum línum: „Ef þetta er tilfellið þá er hér um geysisterka byggðapólitík að ræða, því ljóst er að ekki er verið að henda verðmætum. Þvert á móti er verið að skapa atvinnu, náttúru- auðlegð og verðmæti nýrra tíma. En ef þetta er rétt niðurstaða þá er hún kannski ekki svo ýkja merki- leg þrátt fyrir allt. Margar Evr- ópuþjóðir hafa tekist á hendur ýmiss konar byggðaverkefni og það eru skógræktarverkefnin sem hafa skilað bestum árangri. Megin- málið fyrir okkur er að hafa úthald í að klára verkefnið, því eins og við Morgunblaðið/gg ÁSÝND HÉRAÐS MUN BREYTAST MIKIÐ vmaom/fflviNNuuF Á SUNNUDEGI ►Ríkið og hópur bænda á Héraði og þar um slóðir eru með nytjaskógaverkefni í fullum gangi. Það eru rúm 25 ár síðan frumkvöðlar í skógrækt á Héraði hófu starfsemi í smáum stíl, en það hefur hlaðið utan á sig og raunar leitt af sér verkefnið og fyrirtækið Héraðsskóga, en framkvæmdastjóri þess er Helgi Gíslason á Helgafelli í Fellabæ. eftir Guámund Guðjónsson elgi er fæddur árið 1962 í Neskaupstað, en alinn upp á Héraði. Hugur hans stefndi til skógræktar og lauk hann skógræktarnámi við Landbúnaðar- háskóla Svíþjóðar í Varnamo í Smálöndum árið 1989. „Eg fór á minni gömlu Lödu til Bergen og síðan með ferjunni til Seyðisfjarð- ar. Hér á heimaslóðum var ég svo eiginlega stoppaður af. Skógrækt ríkisins var að byrja að flytja höfuðstöðvar sínar til Héraðs, hér voru stór mál byrjuð eða að fara í gang og hér var síðan kominn mað- ur nýkominn úr skóla. Steingrímur J. Sigfússon, þáverandi landbúnað- arráðherra og maðurinn á bak við Hérðasskóga, hafði beðið mig um að íhuga að koma til starfa að nám- inu afloknu og þegar ég kom á Héra'ð tók á móti mér Jón Lofts- son, þáverandi skógarvörður í Hallormsstað, og bauð mér fyrsta stöðugildið sem flutt var austur. Þetta var staða umdæmisfulltrúa Skógræktarinnar á Austurlandi og var fyrsta skrefið að flutningnum. I janúar 1990, eða um hálfu ári síðar, flutti svo Skógræktin og ég var á sama tíma ráðinn til Héraðsskóga sem þá höfðu starfað í um hálft ár. Frumkvöðlar fyrirmyndir Arið 1970 hófst lítið verkefni sem hefur gengið undir nafninu Fljóts- dalsáætlun. Þar var um að ræða 8 til 10 jarðir sem hófu að planta 7- 800 þúsund trjáplöntum. Menn sjá nú árangurinn. „Dæmi um frum- kvöðul er Miðhús, sem hefur nú bæði vinnu og tekjur af úrvinnslu skógarafurða . Menn voru sem sagt búnir að sjá hvað frumkvöðlamir höfðu gert og því kannski ekki beinlínis verið að renna blint í sjóinn. Héraðsskógar voru ekki síð- ur hugsaðir sem byggðai*verkefni heldur en skógræktarverkefni. Á árunum fyrir 1990 var mikil riða á svæðinu, fé var víða skorið niður og fólk lenti í kröggum. Þetta var spurning um að fólk til sveita hefði eitthvað við að vera og það var hreinlega nauðsynlegt að fínna eitt- hvað út úr því eða horfa upp á fólk flosna upp ella. Ríkið lagði fram peninga og bændur ákváðu sjálfír hvort þeir vildu vera með eða ekki,“ segir Helgi. Hver eru markmið Héraðsskóga fyrir utan að halda bændum frá því að bregða búi? „Markmiðin eru m.a. að fá sem flesta til að taka þátt og alls hafa 90 landeigendur verið með í áætlun Héraðsskóga, en aðalmarkmiðin eru að koma upp nytjaskógi á 15.000 hekturum á ofanverðu Héraði. Það eru nú að verða tíu ár síðan hafíst var handa og það mið- ar vel, því plantað hefur verið í alls um 3.000 hektara og við erum að tala um 1,2 til 1,4 milfjónir trjá- plantna á ári. Yfirleitt byrjum við á sterkum landnemaplöntum á borð við lerki sem er seigt að hasla sér völl, en síðar blöndum við skóginn með greni, furu og ösp.“ Hvar fáið þið svona mikið magn af trjáplöntum? „Barri á Egilsstöðum var liður í verkefninu, en hefur síðan verið breytt í almenningshlutafélag og er rekið sem slíkt. Það eru engin rekstrarleg samskipti lengur, en við verslum mikið við þá í Barra engu að síður. Þá kaupum við mik- ið af gróðrastöðvunum á Hallorms- stað og Sólskógum á Héraði. Sólskógar er svona minni stöð sem er m.a. með gagnlegar aukaplöntur á borð við berjarunna, íslenskan reynivið og fleira, plöntur sem gott er að hafa með en eru erfíðar í fjöldaframleiðslu." Hvuð er um háar fjárhæðir að ræða og hvernig snýr dæmið gagn- vart ríkinu sem leggur fram pen- inga í verkefnið á árí hverju? „Fjárveitingin er um 55 milljónir króna á ári og sú upphæð dugar næstum. Þegar menn fara að hafa tekjur af skógræktinni borga þeir 30% af nettóhagnaðinum til ríkis- sjóðs, en halda eftir 70% af tekjun- um sjálfir." Hvaðgeta menn þénað á þessu? „Ég hef reiknað út meðallaun sem bændur sem taka þátt í Héraðsskógum hafa haft upp úr þátttökunni. Þau námu þá um 300.000 krónum á ári, en sumir voru með miklu meira en aðrir og var munurinn fólginn í því hvað menn höfðu lagt mikið land undir. Þetta er í mörgum tilvikum mjög góð búbút og hefur orðið til þess að menn hafa beinlínis keypt sér jarð-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.