Morgunblaðið - 13.09.1998, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 13.09.1998, Blaðsíða 57
SUNNUDAGUR 13. SEPTEMBER 1998 5 7 FÓLK í FRÉTTUM ÞESSI kona lék á harmóníku á 80 ára byltíngarafmælinu sem haldið var hátíðlegt í Pétursborg 7. nóvember í fyrra. Fólkið á myndinni hefur haldið tryggð við Kommúnistaflokkinn og er að syngja gamla baráttusöngva verkalýðsins. Eg þekki gamla konu ... „ÉG VEIT auðvitað ekkert hvað ég er að fara út í,“ segir Ragn- heiður Pálsdóttir, sem hefur ver- ið við nám í Pétursborg í eitt ár og lagt stund á rússnesku. „Þetta var æskudraumur vegna þess að mér fannst menning og tunga Rússlands heillandi,“ segir hún. Hún lætur fréttir um kreppu í Rússlandi ekki draga úr sér kjarkinn og fer aftur utan núna um helgina. „f fyrra var hægt að fá allt og þá var enginn skortur,“ segir hún. „Núna er hins vegar búið að loka mörgum bönkum og búðum, innflutningur hefur dregist saman um helming og fólk á í erfíðleikum með að verða sér úti um mat.“ „Hvað er það þá sem dregur þig út aftur?“ spyr blaðamaður. „Mér fínnst dásamlegt að vera þarna, borgin svo falleg og fólkið gott,“ svarar hún. „Það er einnig mjög mikil gróska í menningarlífí borgarinnar.“ „Ertu ekkert hrædd um að verða hungurmorða?" spyr blaðamaður áhyggjufullur. „Ég þekki gamla konu sem á lítið hús og kartöfluakur rétt fyrir utan borgina," svarar Ragnheiður og hlær. SKELEGG kona heldur ræðu á byltingarafmæl- inu. Henni lá mikið á hjarta enda hafði hún dvalist í gúlaginu í Síb- eríu á tímum Stalíns og lét ókvæðisorðin dynja á kommúnistum. Annar ljósmyndari reyndi að mynda hana en hætti snarlega við þegar hún lumbraði á honum með töskunni. Hann vildi síðar kaupa myndina. MIKIÐ er af almenningsgörðum í Pétursborg og er það ómissandi þáttur í lífi margra að koma þar saman og ræða málin. Þessar babúskur Iáta 15 stiga gadd ekki á sig fá þegar kemur að þessari helgu stund dagsins. EFTIR hran Sovétríkjanna hefur betlurum fíölgað og fjölgar enn. Er það aðallega gamalt fólk sem treystir á góðvild annarra til þess að eiga til hnífs og skeiðar. EFNT var til f*'*| | S umnn án súrefnis." HEFÐ er fyrir því að brúðhjón skáli í kampavíni á árbökkum Nevu sem rennur í gegnum Pétursborg. í baksýn er Vetrarhöllin. ÁRLEGA er haldið upp á sigurdaginn, 12. maí, en þá unnu Rússar heimsstyrjöldina síðari ásamt bandamönnum. I tilefni af því eru her- sýningar og skipa gömlu hermennirnir eina herfylkinguna. Þeir spíg- spora um stræti og torg með orðurnar sínar, stoltír í bragði. , „ {pétursb°rfi’ sUÓlann < Hvunndagslelkliúsið Framsagnarnámskeið Haldið verður átta vikna námskeið í framsögn mánudagskvöld kl. 20—22. Námskeið hefst 21. september. Upplestur, raddbeiting, tjáning, öndun og hlustun. Eflir sjálfstraust. Kennari Guðbjörg Thoroddsen leikari. Upplýsingar í síma 562 9923 á milli kl. 10 og 14, eða í síma 566 7611 frá kl. 18 —19.30. Mataróregla - Ertu með mat á heilanum? Haldið verður námskeið fyrir fólk með bulimiu og ofátsvandamál. Á námskeiðinu verða kenndar ábyrgar aðferðir til þess að ná valdi á þyngd sinni og lífstíðarprðgrammi til bata. Stuðst er við 12 spora kerfi^. Upplýsingar í síma 562 9923 á milli kl. 10 og 14, inga Bjarnason, leikstjóri, sfmi 561 9919. Útsölustaðir: Líbia Mjódd, Dísella Hafnarfirði, Háaleitisapótek, Grafarvogsapótek, Egilsstaðaapótek, Apótekið Hvolsvelli, Apótekið Hellu, löunnar apótek, ísafjarðarapótek, Borgarnesapótek, Regnhlífabúðin, Apótekið Suðurströnd, Apótekið Iðufelli, Apótekið Smáratorgi, Vesturbæjarapótek, Hafnarapótek, Höfn, Akureyrarapótek, Hraunbergsapótek. Dreifing: KROSSHAMAR. S. 5888808. NYTT FRA SVISS! SHíss-o-Par Dreifing: KR0SSHAMAR, sfmi 588 8808 Ekta augnhára- og augnbrúnalitur með c-vítamíni. Allt í einum pakka, auðvelt i notkun og endist frábaerlega.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.