Morgunblaðið - 27.09.1998, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 27.09.1998, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27. SEPTEMBER 1998 11 LITIÐ UM ÖXL EÐLILEGT er að líta til baka og rekja í fáum orðum hvaða breytingar hafa orðið á starfs- umhverfi bænda frá því um miðja öldina. Eftir síðari heimsstyijöldina var upp- gangur í íslenskum landbún- aði. Bændur voru styrktir til framfara og framleiðsla jókst ár frá ári. Smám saman varð mettun innanlandsmarkaðar- ins fyrirsjáanleg svo að eðli- legt framhald virtist vera að sækja á erlenda markaði. Rík- issjóður reið á vaðið og hóf greiðslu útflutningsbóta í tengslum við útflutning á kindakjöti seint á sjötta ára- tugnum. Framleiðslan hélt áfram að aukast og náði há- marki árið 1978. Arsfram- leiðsla kindakjöts var komin upp í um 15.400 tonn og fram- leiðsla mjólkur upp í 120 millj- ón lítra. Ekki þurfti hins veg- ar nema 9.800 tonn af kinda- kjöti og um 100 milljón lítra af mjólk til að metta innan- landsmarkaðinn. Afgangurinn fór til útflutnings og stóð útflutningsverð- ið vart undir vinnslukostnaði. Nú var illt í efni og ljóst að grípa þyrfti til róttækra aðgerða. Með laga- breytingu var svo- kallað búmarkskerfi í því skyni að draga úr fram- leiðslu tekið upp árið 1979. Hið nýja kerfi byggðist upp á því að bændum var úthlutað ákveðnu viðmiði, búmarki, á grundvelli framleiðslu býlisins á árunum 1976 til 1978. Stjórnvöld ábyrgðust á móti að greiða fullt verð fyrir ákveðið hlutfall búmarksins og var miðað við uppgjör á innanlandsmarkaði. Með ákveðnu viðmiði var tryggt að greiðslur færu ekki niður fyr- ir lágmark. Eins og við var að búast voru bændur ekki of hrifnir af breytingunni og al- veg sérstaklega stórbændur enda var skerðingin hlutfalls- lega mest þar sem bústofninn var stærstur. Bændur þrýstu á um breytingu og farið var að úthluta viðbótarbúmarki eftir ákveðnum reglum, t.d. við stofnun félagsbúa. Smám saman varð ljóst að búmarkið ásamt 200% kjarn- fóðursskatti væri ekki lengur nægilega árangursríkt stjóra- tæki. Framleiðslan var enn of mikil og hægt er að nefna að mjólkurframleiðsla var rúm- lega 111 milljónir lítra en sala mjólkurvara innan við 100 milljónir lítra verðlagsárun- um 1984 til 1985 og 1985 til 1986. Kindakjöts- framleiðsla var rúm- lega 12.200 tonn hvort ár á meðan salan var 9.400 tonn fyrra verðlagsárið og 9.200 tonn síðara verðlagsárið. I mj ólkurframleiðslu var því umfram- framleiðsla 10-13% og í kinda- kjötsframleiðslu um 30%. Ekki var annað til ráða en að gera aðra tilraun til að reyna að draga úr framleiðslunni og var búmarkið leyst af hólmi með svokölluðu fullvirðisrétt- arkerfí árið 1985. Eins og hið fyrra byggðist síðara kerfið á því að bændum var úthlutað ákveðnu viðmiði, fullvirðisrétti, á grundvelli framleiðslu fyrri ára og var miðað við mjólkur- framleiðslu áranna 1984 og 1985 og kjötframleiðslu áranna 1983 til 1985. Þó mátti fullvirð- isrétturinn aldrei fara yfir bú- markið. Aðalmunurinn á bú- marks- og fullvirðisréttarkerf- inu fólst svo í því að bændum var tryggt fullt verð fyrir framleiðslu innan fullvirðis- réttarins. Eftir að fullvirðisréttar- kerfinu var komið á fót fór framleiðslustýringin að skila umtalsverðum árangri. Enn vantaði þó nokkuð á að tak- markinu yrði náð og er talað um að tímamót hafi orðið við gildistöku búvörusamnings frá árinu 1991. Samningurinn snýst um sauðfjárframleiðslu og er ætlað að stuðla að hag- kvæmum og öfluguin land- búnaði í sem bestu samræmi við landkosti og æskileg land- nýtingarsjónarmið, lækka vöruverð til neytenda, koma á og viðhalda jafnvægi í fram- leiðslu og sölu mjólkur- og sauðfjárafurða og lækka opin- ber útgjöld til framleiðslu- greinarinnar. Með samningnum víkur full- virðisréttarkerfíð fyrir greiðslumarki og heimiluð eru við- skipti með hið síðara eða eins konar kvóta. Beingreiðslur miðað við ákveðið sölumagn voru tekn- ar upp og útflutn- ingsbótum var hætt. Bændur þurftu sam- kvæmt samningnum að upp- fylla hagræðingarkröfu í tveimur áföngum. Samhliða gerð samningsins bauð ríkið upp á stórfelld uppkaup fram- leiðsluréttar og lagði fram rúma tvo milljarða í því skyni að auðvelda hraða aðlögun sauðíjárframleiðslunnar að innanlandsmarkaði. Mjólkur- samningur með nánari út- færslu á ákvæðum um mólkur- framleiðslu var gerður árið eftir. f þessum samningi voru teknar upp beingi-eiðslur í mjólkurframleiðslu, viðskipti með greiðslumark heimiluð og starfsskilyrði mjólkurfram- Ieiðslunnar að flestu leyti færð til sama horfs og í sauðfjár- ræktinni. Enn var stuðlað að hagræð- ingu með samningi um fram- Ieiðslu sauðfjárafurða árið 1995. Samningurinn gerði ráð fyrir að framleiðslukvóti í sauðfjárrækt væri að hluta af- numinn og beingreiðslur mið- aðar við ákveðna upphæð eða svokallað beingreiðslumark. Bændur fá óskertar bein- greiðslur ef þeir hafa sex ásettar kindur fyrir hver tíu ærgildi í greiðslumarki. Ein helsta breytingin felst hins vegar í því að gert er ráð fyr- ir að opinberri verð- lagningu til bænda í verðlagsnefnd verði hætt og verðlagning gefin fijáls þegar verðlagsárið 1997 til 1998 rennur út. Svipað ferli á sér stað í mjólkurfram- leiðslunni. Áfram er gert ráð fyrir opinberri verð- lagningu mjólkur til bænda. Nú er hins vegar ákvarðað lágmarksverð til bænda sem mjólkursamlagi beri að greiða. Þó sé ekkert því til fyrirstöðu að mjólkursamlag greiði hærra verð. Bændur hafa því verið að aðlaga sig breyttu starfsum- hverfí síðustu áratugi. Ekki er enn séð fyrir endann á því enda aukast stöðugt kröfur um gæði, Iægra verð og fjöl- breytni og eiga breyttar neysluvenjur þar ekki síst hlut að máli. „Bændur þrýstu á um breytingu og farið var að úthiuta viðbót- arbúmarki eftir ákveðnum regl- um“ Eftir að fullvirð- isréttarkerfinu var komið á fót fór framieiðslu- stýringin að skila umtals- verðum árangri MJÓLK Fjöldi mjólkurbúa KINDAKJÖT Bústærð 3.286 1717 16 16 S141414 1987 1990 1212 1997 Fjöldi bænda 2 þús.— -----— Vinnslu og heildsölukostnaður 40 kr.--------------Hi 1 Jii iltill llllllflll 1987 1990 1997 Iff Bústærð 100þus. Iftrar--- 80———-------i * i 60 j í í ji 40i | U < 2o°{rf' 1987 1990 70kr Mjólkurverð til bænda 1987 1990 1997 Fjöldi mjólkurkúa 34þús. kýr—:—— Mjólkur framleiðsla 108 þús. lítrar _ 104 100 Írtt m ií-t 1987 1990 1997 1987 1990 Ulilllillpí'- 1997 Ekki eru til sambærilegar uppi. um tjölda bænda og bústærð i sauðtjirrækt árin 1987-1995. Verð til bænda 600 kr. 500 400 300 200 100 0 1987 1990 þús. 600 400 200 Fjöldi sauðfjár 1987 1990 1997 þús. tonn 12 1987 1990 Kindakjöts framleiðsla ur heldur fækkað og framleiðsla dregist saman. Aðalsteinn Jónsson, formaður Landssambands sauðfjár- bænda, segir að breyttar neyslu- venjur hafi þar ráðið mestu. Neysla á kindakjöti hafi farið úr 38 kg í 24,8 kg á íbúa á ári frá 1987 til 1997. „Sauðfjárbændur hafa verið svo uppteknir við að berjast fyrir lífi sínu að lítill tími hefur gefist til eðli- legrar þróunar og hagræðingar i greininni. Algengast hefur verið að sauðfjárbændur hafi brugðist við vandanum með tvennum hætti. Annars vegar hafa bændur valið að sækja vinnu utan heimilis og oft hefur vinnan komið niður á bú- skapnum. Hins vegar hafa bændur verið að koma sér upp hliðarbú- greinum, t.d. var loðdýraræktin gripin fegins hendi á sínum tíma. Nú er hópur bænda að hasla sér völl í ferðaþjónustu, smáiðnaði og öðr- um greinum." Heldur léttara er yfir sauðfjár- bændum eins og kúabændum nú en fyrr á tímabilinu. Ef miðað er við bráðabirgðauppgjör Hagþjónustu landbúnaðarins jókst hagnaður fyr- ir laun eigenda sauðfjárbúa um 38% frá 1996 til 1997. Bú með tæplega 300 kindur á fóðrum skiluðu að meðaltali 681.000 kr. hagnaði fyrir laun fyrra árið en 940.000 kr. síðara árið. Aðalástæðan er falin í um 11,6% hækkun á sauðfjárafurðum á innan- og utanlandsmarkaði. Ekki stefnir þó allt verð upp á við og er í því sambandi ástæða til að nefna allt að 80% verðfall á skinnum á heimsmarkaði í ár. Hluti ástæð- unnar verður rakinn til efnahag- skreppunnar í Rússlandi. Ekki er heldur gott útlit í ullinni því að heimsmarkaðsverð hefur lækkað um 25% á árinu. Aðalsteinn segir að stígandi í út- flutningsverði á lambakjöti gefí vonir um að hagkvæmt geti orðið að framleiða lambakjöt til útflutnings í framtíðinni. „Eðlilegt er að stefna að því að selja íslenska lambakjötið sem vottaða gæðavöru á mörkuðum sem gefa betra skilaverð en margir keppinautar okkar eru að fá. Fyrsta skrefið er í mínum huga svokölluð vistvæn vottun. Fjölmargir íslensk- ir bændur hafa tækifæri til að afla sér slíkrar vottunar og sanna með því að hvorki séu notuð lyf né önnur aukaefni við framleiðsluna. Lömbin séu alin upp við bestu hugsanleg skilyrði og landnýting sé með eðli- legum hætti. Sláturleyfishafar eru smám saman að búa sig undir að taka á móti vistvænt og lífrænt vott- uðu kjöti. Eftir að þeir hafa gengið til liðs við okkur verður þess ekki langt að bíða að vottunin verði mun almennari." Ekkert hámark á llfrænt lambakjöt Hjá Bergþóru Þorkelsdóttur hjá Kjötumboðinu kom fram að fljót- lega yrðu kynnt áform um fimm ára framkvæmdaáætlun í tengslum við útflutning á lífrænt ræktuðu lamba- kjöti til Bretlands. „Við komumst í samband við áhugasaman breskan innflytjanda á dögunum. Eftir að hugmyndir höfðu verið reifaðar kom í ljós að áhuginn var fyrst og fremst fyrir lífrænt ræktaða lamba- kjötinu. Munurinn á Bretanum og öðrum áhugasömum innflytjendum fólst svo í því að hann var tilbúinn að fara með okkur í áætlun til að auka framleiðslu á lífrænt ræktuðu lambakjöti ár frá ári í fimm ár. Kjötumboðið kynnti hugmyndina fyrir Bændasamtökunum og Honda Civic 1.5 LSi VTEC 1.550.000,- HONDA Traustur bíll fyrir ungt fólk á öllum aldri Verð á götuna: 1.455.000.- Sjálfskipting kostar 1 00.000,- 1400cc 16 ventta vél með tötvustýrðri innsprautunf Loftpúðar fyrir ökumann og farþega € Rafdrifnar rúður og speglaM ABS bremsukerfiI SamlæsingaM 14" dekkf Honda teppasettf Ryðvörn og skráningf Útvarp og kassettutæki € 115 hestöfl Fjarstýröar samlæsingar 4 hátalarar Hæöarstillanlegt ökumannssæti Sjálfskipting 100.000,- Umboðsaðilar: Akureyri: Höldur, s: 461 3014 • Akranes: Bílver, s: 431 1985 • ísafjörður: Bilasala Jóels, s: 456 4712 Keflavík: B.G. Bílakringtan, s: 421 1200 • Egilsstaðir: Bíta og Búvélasalan, s: 471 2011 H) HONDA Síml: 520 1100
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.