Morgunblaðið - 27.09.1998, Síða 42

Morgunblaðið - 27.09.1998, Síða 42
* 42 SUNNUDAGUR 27. SEPTEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR + Þökkum innilega auðsýnda samúð, hlýhug og vináttu við andlát og útför hjartkærrar eigin- konu minnar, móður okkur, tengdamóður, ömmu og langömmu, KRISTÍNAR BJARNEYJAR ÓLAFSDÓTTUR Ijósmóður frá ísafirði, Dalbraut 59, Akranesi. Sérstakar þakkir til starfsfólks 14-G og 13-B Landspítalans og einnig til starfsfólks og Ijósmæðra Sjúkrahúss Akraness. Guð blessi ykkur öll. Kristmundur Breiðfjörð Bjarnason, Ólöf G. Kristmundsdóttir, Samúel Þór Samúelsson, Kristin Br. Kristmundsdóttir, Svavar Cesar Kristmundsson, Guðný Helga Kristjánsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför SIGRÍÐAR FANNEYJAR JÓNSDÓTTUR, húsfreyju á Egilsstöðum. Sérstakar þakkir flytjum við starfsfólki Sjúkrahússins á Egilsstöðum fyrir einstaka umönnun og hlýhug. Jón Egill Sveinsson, Magna Gunnarsdóttir, Ingimar Sveinsson, Guðrún Gunnarsdóttir, Ingunn Ásdísardóttir, barnabörn og fjölskyldur. + Við þökkum af alhug þá samúð og hlýju sem okkur hefur verið sýnd við andlát og útför eig- inkonu minnar, dóttur, móður okkar, tengda- móður, ömmu og tengdadóttur, KRISTÍNAR HALLDÓRSDÓTTUR, Kveldúlfsgötu 9, Borgarnesi. Vinátta ykkar hefur veitt okkur ómetanlegan styrk á sorgarstundu. Guðmundur Lind Egilsson, Halldór F. Klemenzson, Áslaug Lind Guðmundsdóttir, Arnar Kristinsson, Halldór Lind Guðmundsson, Anna María Malmquist, Jóhanna Lind Guðmundsdóttir, Kristinn Lind Guðmundsson, Stefán Orri, Kolbrún Lind, Snædís og Gunnar Logi, Jóhanna Lind Pálsson. + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, fósturföður, tengdaföður og afa, ÓLAFS Þ. ÞÓRÐARSONAR, Melási 6, Garðabæ. Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir, Heiðbrá Óiafsdóttir, Ágúst Heiðar Ólafsson, Áslaug Ólafsdóttir, Arnar Bjarnason, Arinbjörn Ólafsson, Karen R. Gísladóttir, Hinrik Gíslason, Ása S. Eiríksdóttir og barnabörn. ROGER B. HODGSON + Látinn er í Vest- urheimi Roger B. Hodgson, verk- fræðingur. Roger B. Hodgson kom hingað til lands með herliði Bandaríkj- anna á árum síðari heimsstyrjaldarinn- ar og hafði tengsl við ísland um hálfr- ar aldar skeið. Roger Brigham Hodgson fæddist 18. apríl 1918 í Brook- lyn í New York. For- eldrar hans voru hjónin Katherine Randall Hodg- son og John Lawson Hodgson. Voru þau bæði af enskum ætt- Roger kom til íslands í herliði Bandaríkjamanna á árum síðari heimsstyrjaldarinnar. Var hann í hópi yfirmanna, hafði stöðu kapteins, og var löngum staðsettur í Hvalfirði. Eftir dvölina hér á landi var hann sendur til Þýskalands þar sem hann var til stríðsloka. Roger kvæntist 25. júní 1944 Svönu Guðrúnu Jóhannsdóttur, en hún var móðursystir mín. Svana var fædd í Fagurlyst í Vestmannaeyj- um 20. febrúar 1921. Hún var dóttir hjónanna Magneu D. Þórðardóttur og Jóhanns Þ. Jósefssonar, alþing- ismanns og ráðherra. Svana var glæsileg kona svo af bar. Hún gekk í Verzlunarskólann og Tónlistar- skólann í Reykjavík og í skóla í Danmörku og Þýskalandi. Hún hafði næman smekk fyrir menningu og listum og bar fagurt heimili þeirra þess vitni. Svana lést 12. um. Roger ólst upp frá níu ára aldri í Wellesley í Massachusets í hópi fjögurra systkina og átti hann systurnar Betty og Barböru og bróðurinn John. Roger aflaði sér menntunar og lauk prófi í verkfræði frá hinum víðkunna háskóla Massachu- setts Institute of Technology, MIT, í Boston, Massachu- setts. Starfaði hann sem verkfræðingur meðal ann- ars hjá stórfyrirtækinu Raythe- on í Bandaríkjunum. nóvember 1992. Við fráfall hennar var mikill harmur kveðinn að Roger og fjölskyldunni. Roger og Svana eignuðust fimm börn sem öll eru hreykin af íslensk- um uppruna sínum. Þau eru: John Ives, f. 25.9. 1944 í Reykjavík, en yngri systkini hans voru fædd í Wellesley, hann starfar við félags- lega þjónustu í þágu aldraðra á Cape Cod og á hann einn son; Margaret Svana, f. 5.11. 1946, skrif- stofustjóri í MIT, gift dr. Robert Hay Enders, verkfræðingi, og eiga þau tvær dætur; Robert Eric, f. 27.7. 1948, endurskoðandi á Flórída, kvæntur Marciu Ruth Hodgson stjórnmálafræðingi og eiga þau tvær dætur; dr. Thomas Olafur Hodgson f. 8.8.1950, prófessor í sál- arfræði við háskólann í Syracuse í New York; og yngst er Laura Agústa f. 25.4. 1952, sem starfar við Skilafrestur minningargreina EIGI minningargi'ein að birtast á útfarardegi (eða í sunnudagsblaði ef útför er á mánudegi), er skilafrestur sem hér segir: I sunnudags- og þriðjudagsblað þarf grein að berast fyrir hádegi á föstudag. I miðviku- dags-, fimmtudags-, föstudags- og laugardagsblað þarf gi-einin að ber- ast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrir birtingardag. Berist grein eftir að skilafrestur er útrunninn eða eftir að útfór hefur farið fram, er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu gi-eina, enda þótt þær berist innan hins tiltekna skilafrests. Persónuleg, alhliða útfararþjónusta. Sverrir Olsen, Sverrir Einarsson, útfararstjóri útfararstjóri Útfararstofa íslands Suðurhlið 35 ♦ Sími 581 3300 AUan sólarhringinn. www.utfararstofa.ehf.is/ ÚTFARARSTOFA OSWALDS simi551 3485 ÞJÓNUSTA ALLAN SÓLARHRINGINN AÐALSTRÆTI -iB • 101 RHYKJAVÍK K l'. 480896-2469 • l'AX 551 3645 I.ÍKKISI'UVINN'USTOI'A EYVINDAR ÁRNASONAlt staðarblaðið á Cape Cod. Dóttir Svönu af fyrra hjónabandi með Sturlaugi H. Böðvarssyni, útgerðar- manni á Akranesi, er Ingunn Helga Sturlaugsdóttir, geðlæknir í Boston, gift Hauki Þorgilssyni viðskipta- fræðingi og eiga þau fjögur börn. Olst Ingunn Helga upp á heimili móður sinnar og stjúpföður. Heimili Svönu og Rogers stóð lengi framan af í Wellesley. Um það leyti sem sem Roger lét af störfum vegna aldurs fluttu þau Svana heim- ili sitt í bæinn Cummaquid á Cape Cod í Massachusetts. Þar fékkst Roger meðal annars við að gera upp seglbáta enda var hann hagur í höndunum og góður smiður. Þegar við hjónin buggum tímabundið í Washington DC buðu þau Svana og Roger okkur í heimsókn og taka þátt í þakkargjörðarhátíð að band- arískum hætti. Minnist ég þess með ánægju að koma á heimili þeirra, sem hafði á sér íslenskan brag, og hitta íjölskylduna við þetta tækifæri. Roger B. Hodgson var tengdur íslandi traustum böndum og bar góðan hug til lands og þjóðar. Hann átti kærar minningar héðan og hafði gaman af að koma á fornar slóðir. Mér þótti jafnan fróðlegt þegar hann rifjaði upp dvöl sína hér á landi á stríðsárunum og lífið á þeim tíma. Þegar hann kom sum- arið 1997 voru þeir hér samtímis nokkra daga, Roger og yngsti son- urinn Tommy. Áttum við fjölskyld- an þá ánægjulegar stundir með þeim á heimili móður minnar og á heimili okkar Daggar á Bergstaðastrætinu. í síðustu heimsókn sinni hingað til lands und- ir lok árs í fyrra sótti Roger okkur hjónin heim eins og endranær. Var hann þá viðræðugóður eins og jafn- an og gamlir tímar ofarlega í huga hans. Roger kvæntist öðru sinni og er seinni kona hans Ásdís Helgadóttir frá Seglbúðum í Landbroti. Hún var ekkja Einars Hauks Ásgrímssonar verkfræðings, en hann og Svana Guðrún Jóhannsdóttir voru systra- börn. Böm Ásdísar og Einars Hauks eru Ásgrímur Helgi Einars- son og Gyða Sigríður Einarsdóttir. Roger B. Hodgson lést 14. sept- ember sl. áttræður að aldri. Minn- ingarathöfn um hann fór fram á Cape Cod 19. september. Við fráfall Rogers B. Hodgsons flyt ég börnum hans, fjölskyldum þeirra og öðrum ástvinum innilegar samúðarkveðjur okkar Daggar, móður minnar, Ágústu Jóhanns- dóttur, bræðra minna, Jóhanns og Arnar, og fjölskyldna okkar. Ólafur ísleifsson. Sérfræðingar í blómaskreytinjíum ’ við öll tækifæri I löblómaverkstæði 1 IISlNNA I Skólavörðustíg 12, á horni Bergstaðastrætis, sími 551 9090 + Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og vináttu við andlát og útför systur okkar, móðursystur og frænku, KRISTÍNAR MARKÚSDÓTTUR. Sérstakar þakkir til starfsfólks deilda A-7 og A-3 á Sjúkrahúsi Reykjavíkur, Karitas og starfsfólks heilsugæslustöðvar Seltjarnarness. Alda Markúsdóttir, Gunnþórunn Markúsdóttir, Helga Markúsdóttir, Margrét Eggertsdóttir, Guðbjörn Sigurmundsson, Hildur, Árni og Alda Kristín. Marmari ♦ Granít ♦ Blágrýti ♦ Gabbró íslensk framleiðsla o | 5 | 5 I o Fersk blóm og skreytingar við öll tækifæri Opið til kl.10 öll kvöld Persónuleg þjónusta Fákafeni 11, sími 568 9120 2 | 2 1 2 | 5 ölölitotttotö

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.