Morgunblaðið - 27.09.1998, Síða 36

Morgunblaðið - 27.09.1998, Síða 36
,36 SUNNUDAGUR 27. SEPTEMBER 1998 SKOÐUN MORGUNBLAÐIÐ ÞEIR sem taka að sér húsbygg- ingar eru ýmist einstaklingar einn eða fleiri saman sem hafa aflað sér réttinda til slíkrar starfsemi, og eða byggingarfélög, og fá úthlutað bygg- ingarlóðum hjá bæjarfélögum, aug- *íýsa síðan íbúðir til sölu eftir teikn- ingum, um leið og byggingarfram- kvæmdir hefjast. Þetta er starfsemi sem hefur gefist íbúðarkaupendum misjafnlega, flest- um vel, sumum ágætlega, öðrum illa, jafnvel mjög illa. Menn hafa ekki alltaf gætt þess að leita nauðsynlegra upplýsinga um óþekkta byggingarað- ila eða þær ekki fáanlegar, því auð- vitað er þarna misjafn sauður í mörgu fé, eins og svo víða annars staðar. Það er vitað um byggjendur fjölbýlishúsa sem hafa komist í greiðsluþrot löngu áður en þeir klár- uðu íbúðir sem þeir voru búnir að selja, og kaupendur þeirra þá búnir að leggja milijónir hver í sína íbúð, og til þess að tapa því ekki, urðu þeir að bæta milljónum við hið umsamda kaupverð áður en þeir gátu eignast fullbúnar íbúðir. Það er líka vitað um byggjendur sem hafa gert íbúðir svo illa úr garði, að galiarnir hafa komið í Ijós jafnvel áður en flutt er inn. Slíkir aðilar virðast hugsa um það eitt, hvað hægt sé að þéna á starfseminni. Spara óhóflega í efnisvali, gera breytingar á teikningum, selja íbúðir of dýru verði o.s.frv. Almenningur virðist vera alveg varnarlaus, rétt- laus, gagnvart slíkum ævintýraaðil- um. Til að staðfesta a.m.k. að hluta, það sem hér hefur verið sagt, ætla ég að segja frá sérstakri reynslu sem ég og fleiri íbúðarkaupendur hér í Kópavogi urðum fyrir. Fyrir nokkr- um árum tóku tveir húsbyggjendur að sér að byggja íbúðir fyrir aldraða á svokölluðum Vogatungureit í Kópa- vogi, samkvæmt sérstökum samningi við Kópavogsbæ. Teikningar að þess- um íbúðum hafði bærinn látið gera samkvæmt áður gerðu skipulagi. En þetta svæði var tekið frá 1982 af þá- verandi valdhöfum bæjarins undir íbúðir fyiir aldraða Kópavogsbúa. Þá var eldra fólk virtir samborgarar, sem sjá má af því að þeim var ætlað besta byggingarsvæði sem þá var til. , Byggjendur þessir voru: Hjörtur Kristjánsson í Kópavogi og Höskuld- ur Haraldsson í Reykjavík. Hjörtur byggði 14 íbúðir og Höskuldur 15. Ibúðir þær er Hjörtur byggði voru yfirleitt vel gerðar og allir ánægðir sem þær keyptu, en íbúðir sem Höskuldur byggði flestar gallaðar, sumar mjög alvarlega. Auðvitað kvörtuðu kaupendur strax við Höskuld, þegar þeir urðu gallanna varir. Þær kvartanir stóðu lengi yfir án árangurs. Samtímis voru þær bornar upp við byggingarfulltrúann í Kópavogi, Gísla Norðdahl, og hann beðinn að beita sér fyrir því að Höskuldur bætti úr því sem ábóta- vant var, en hans svar var alltaf þetta: Það er ekki í mínum verka- hring að hafa afskipti af þessu, talið þið bara við Höskuld. Þáttur bæjarins Þegar þetta þras hafði staðið án árangurs í fleiri mánuði, og kaupend- ur íbúðanna aflað sér ýmissa upplýs- inga, m.a. nefnds samnings milli . Höskuldar og bæjarins þar sem tekið er fram í 13. gr.: Áður en íbúðir eru afhentar kaupendum skal liggja fyrir úttekt Kópavogsbæjar um að íbúð- imar uppfylli settar kröfur um lág- marksgæði, útbúnað o.fl. í 15. gr. sama samnings er líka tekið fram: Ibúðimar skal selja fullfrágengnar, nema til komi skriflegt samþykki bæjarráðs. Einnig byggingarlög og reglugerð, og er þar tekið fram m.a.: Þegar smíði húss er lokið skal bygg- ingarfulltrúi gera lokaúttekt, og það er ekki heimilt að fella niður lokaút- tekt byggingar. Hér hvíldi því tvöfold skylda á byggingaryfirvöldum bæjar- 'ins, fyrst og fremst byggingarfulltrú- anum, bæði samkvæmt samningi við Höskuld og samkvæmt bygging- arreglugerðinni, að sjá um að nefndar fbúðir væra fullfrágengnar og lokaúttekt færi fram áð- ur en þær vora afhent- ar. Þegar starfsmanni byggingarfulltrúa, Steingrími Haukssyni, sem við vissum að gerði úttektir á einstökum þáttum bygginganna, var sýnt fram á þetta, féllst hann á að skoða málið. Skrifleg skýrsla hans þar um hefst á þessa leið: „Fundur haldinn föstudaginn 26. október 1990 kl. 17.00 vegna úttektar á íbúðum fyrir aldraða nr. 23-49 við Voga- tungu.“ Þar mættu auk íbúanna sem gerðu grein fyrir göllum þeim er þeir höfðu kvartað yfir, Höskuldur Har- aldsson og Þorvaldur Jónsson, lög- maður hans. Ekki vannst tími til að yfirfara nema 4 íbúðir, en öll atriði í hverri þeirra skrifuð niður, og engin at- hugasemd við þau gerð af hálfu Höskuldar eða hans lögmanns, og þar með staðfest að okkar kvartanir höfðu við rök að styðjast. Síðan er at- hyglisvert hvernig Steingrímur end- ar skýrsluna, þ.e. á þessum' orðum: Fleiri hús vora ekki skoðuð að þessu sinni en Höskuldur boðar hvenær hægt verður að skoða hin húsin. Sem sagt Höskuldi falið framhaldið, það kom sér auðvitað best fyrir hann enda ekki gert meira í málinu, þrátt fyrir margar ítrekanir næsta mánuð. Hér ætla ég að vitna í annan kafla byggingarreglugerðarinnar, en þar segir m.a. í 2.5.21: „Nú er viðhaldi eða frágangi húss eða annars mann- virkis ábótavant að dómi byggingar- fulltrúa, og skal hann þá gera eig- anda (umráðamanni) þess aðvart og leggja fyrir hann að bæta úr því sem áfátt er, innan tilskilins frests. Sinni eigandi (umráðamaður) ekki áskoran byggingarfulltrúa um úrbætur, getur byggingamefnd ákveðið dagsektir, þar til úr verður bætt.“ Óhætt mun að telja Höskuld umráðamann íbúð- anna meðan þær era í byggingu. I sama kafla reglugerðarinnar segir líka m.a.: „Byggingarfulltrúi annast eftirlit með því, að hús og önnur mannvirki séu byggð í samræmi við samþykkta uppdrætti, lög og reglur.“ Þessu ber nú ekki vel saman við það, sem hann segir, að það sé ekki í hans verkahring að hafa afskipti af svona málum. Þvert á móti er það hans skylda samkvæmt byggingarlögum og reglugerð að sjá um að byggingar séu a.m.k. óaðfinnanlega úr garði gerðar. Og enn er haldið áfram. 12. nóvem- ber er gengið á fund bæjarlögmanns, Þórðar Þórðarsonar, og hann beðinn að gangast fyrir því að skipaðir verði dómkvaddir menn til að skoða og meta þá galla sem kvartað er yfir, og þar sem hann tók þessu vel, voru skrifuð niður ein 20 atriði með undir- skrift 7 íbúðarkaupenda. Þetta er honum afhent 14. nóvember 1990. En það er ekki fyrr en 25. febrúar 1991, eftir nokkrar ítrekanir, sem hann skrifar þessa beiðni til bæjarfógetans í Kópavogi. 19. mars eru svo 2 menn dómkvaddir á bæjarþingi Kópavogs, til að skoða og meta verk er varða byggingar við Vogatungu í Kópavogi. Nú ætla ég að vísa í matsgerðina, blaðsíðu 1, en þar segir m.a.: Matsfundur var haldinn við húsin í Vogatungu 6. maí 1991 kl. 16.00. Þar mættu auk matsmanna, Þórður Þórðarson bæjarlögmaður, Stein- grímur Hauksson byggingartækni- fræðingur hjá Kópavogsbæ, Höskuldur Haraldsson húsasmíða- meistari og Þorvaldur Jóhannesson hdl. (lögmaður Höskuldar). í upphafí fundar gerðu matsmenn aðilum Ijósa þá ann- marka sem voru á matsbeiðni að því leyti að þar væri ekki nægj- anlega skýrt tekið fram hvað meta ætti, sbr. 4. mgr. 139 gr. einkamála- lega. Eftir nokkrar um- ræður urðu aðilar sam- mála um að matsmenn skyldu meta 5 útihurðir. Þama gengu embættis- menn bæjarins enn til liðs við Höskuld, auðvit- að var það hans vilji að gert væri sem minnst. Þegar íbúðarkaup- endur urðu þess varir, að matsmenn skoðuðu ekki nema þessar 5 útihurðir, þrátt fyrir að þeir væru búnir að leggja fram skriflega beiðni til bæjarlög- manns um miklu fleiri atriði, þá kröfðust þeir þess að hann óskaði eft- ir viðbótarmati og matsmenn þá Þótt hér sé um gamla sögu að ræða, segir Daníel Pálsson, kann hún að hafa lærdóms- gildi enn í dag. beðnir að skoða og meta öll atriði sem kvartað var yfir, og tilgreina í öllum tilvikum hvaða útbætur þurfi að gera svo viðkomandi byggingar- hlutar uppfylli ýtrustu kröfur bygg- ingarreglugerðar. Jafnframt skyldu þeir tilgreina vinnu- og efniskostnað við úrbætur á hverjum byggingar- hluta. Þessi viðbótarmatsbeiðni er tekin fyrir og afgreidd á bæjarþingi Kópavogs 20. júní 1991. Þegar svo matsgerðin er tilbúin kemur Höskuldur strax til okkar og segist þá gera allt í stand eftir því sem matsgerðin segi til um, og setur strax menn í vinnu við húsið sem er í versta ástandi, klárar það og nokkru meira, eða sem svarar 2/3 hlutum af áætluðum heildai'kostnaði, stingur þá af og sést ekki meir. Ég birti hér heildartölur á hvert hús samkvæmt matsgerðinni, samhliða eru tölur yfir það sem ógert var þegar Höskuldur hætti. Vogatunga 23 Samkvæmt matsgerð 150.000 Ógert 82.000 Vogatunga 25 294.000 294.000 Vogatunga 27 482.000 277.000 Vogatunga 35 1.212.000 0 Vogatunga 39 142.000 74.000 Vogatunga 41 135.000 47.000 Vogatunga 49 112.000 39.000 Alls 2.527.000 813.000 Allar tölur miðast við verðlag í mars 1992. Nú verður að teljast eðlilegt og raunar alveg sjálfsagt, þegar mats- gerðin er komin og í ljós kemur hvað Höskuldur hefur brotið af sér, í sum- um tilfellum mjög alvarlega sbr. hús nr. 35, að þá hefði byggingarfulltrúi ásamt byggingarnefnd tekið í taumana og skyldað hann til að gera það sem gera þurfti samkvæmt matsgerð, og sjá um að því væri hlýtt. Því í byggingarlögum og reglu- gerðinni er tekið fram að verksvið byggingarfulltrúa og byggingar- nefndar er m.a. að hafa eftirlit með því að hús og önnur mannvirki séu byggð í samræmi við samþykkta uppdrætti, lög og reglur. Þarna var hvort tveggja brotið. I tveimur íbúð- um á annarri hæð eru þvottavélar staðsettar í geymsluherbergjum þar sem ekki eru gólfniðurföll og þar með 4 íbúðir settar í stórkostlega vatns- tjónshættu. Þessi breyting er leyfð 18. apríl 1988 með stimpli og undir- skrift byggingarfulltrúans. Þetta er hið grófasta lögbrot, einkum með til- liti til þess að hér eru milliveggir úr spónaplötum, svo hér yrði ofboðslegt tjón ef t.d. þvottavél bilar, eins og mörg dæmi eru um. Þegar við teljum alveg vonlaust að Höskuldur geri meira, búið að tala við alla embættismenn bæjarins, er byggingamefnd skrifað bréf og hún beðin um aðstoð, henni m.a. bent á að hún geti, og eigi að láta Höskuld klára verkið. Þessu bréfi ekki ansað. Annað bréf skrifað eftir 2 mánuði, ít- rekun og afrit af því sent heim til allra byggingarnefndarmanna, og beðið sérstaklega um svar innan mánaðar. Ekkert svar . . . En þegar 12 mánuðir era liðnir frá því seinna bréfið er skrifað, ítrekuð afskipti um- boðsmanns Alþingis af þessari ein- stöku afgreiðslu málsins, kemm* loks svarið í bréfi til umboðsmanns, und- irskrifað af byggingarfulltrúa og bæjarlögmanni, og er auk ýmiss kon- ar útúrsnúninga orðrétt á þessa leið: „Bréf þessi vora ekki lögð fyrir bygg- ingamefnd þar sem umrædd atriði era ekki í verkahring byggingar- nefndar eða byggingarfulltrúa.“ Að öllu þessu athuguðu, kemur skýrt í Ijós að það er ekki við Höskuld einan að sakast. Það era all- ir aðalembættismenn og yfirmenn byggingarmála bæjarins sem hafa staðið með honum, og þar með unnið gegn þessu gamla fólki sem staðið hefur í því stríði sem hér hefur verið lýst og flest búið hér í áratugi. Það eru þeir, og þeir einir sem bera ábyrgð á því ástandi sem Höskuldur skilaði umi’æddum íbúðum í. Það sem hér hefur verið sagt er enginn tilbúningur. Þetta er allt skjalfest og ljósrit til af öllum bréfum málinu viðkomandi, en um leið alveg óskiljanlegt að allt valdakerfi bæjar- ins skyldi verða sammála um að neita þessu gamla fólki um aðstoð þegar það bað um hjálp. Þó var aldrei farið fram á annað en það sem var lögboð- in skylda, og bænum algjörlega að kostnaðarlausu. Þáttur bæjarstjórans I 11. gr. nefnds samnings milli Höskuldar og bæjarins er tekið fram eftirfarandi: „Húsbyggjandi skal leggja viðvöranarkerfi í húsin, sem tengt er heilsugæslustöð eða annarri stofnun bæjarins, til þess að tryggja ýmsa þjónustu við íbúana.“ Okkur sagt að bærinn annaðist lögn og teng- ingu við þá stofnun. Þetta gerði Höskuldur. Þetta kerfi var þannig, að leggja vai’ð aukaraflögn fyrir það í íbúðirnai- og sérstakan búnað í flest herbergin til þess að íbúamir gætu náð sam- bandi við væntanlega stofnun ef á þyrfti að halda, hvar sem þeir væru staddir. Hugmynd þessi var til fyrirmynd- ar, enda mun hún hafa verið tekin um leið og þessi íbúðabyggð var staðsett í Vogatungu. Og þó þessi búnaður hafi aukið verð íbúðanna veralega, töldu kaupendur þeirra sig vera að kaupa svo mikið öryggi bæði fyrir sjálfa sig og í húsin fyrir alla framtíð. En það dróst nú heldur betm- að þessi búnaður væri tengdur. Og í febrúar 1992 era Vogatunguíbúar boðaðir á fund, tekið fram í fundar- boði að þar mættu m.a. Sigurður Geirdal bæjarstjóri, félagsmálastjóri bæjarins og forstjóri Securitas. Ekki man ég hvort bæjarstjóri setti fund- inn formlega, en líklegast þykii- mér að hann hafi mætt þar til að auka áherslu á efni fundarins. En það var félagsmálastjórinn sem tilkynnti okk- ur að nú hefðu bæjaryffrvöld ákveðið að hætta við að tengja okkar öryggis- búnað heilsugæslustöð eða annarri stofnun bæjarins, en forstjóri Secur- itas væri á fundinum til að bjóða okk- ur sína þjónustu í sambandi við ör- yggismál sem hann gerði á þann hátt að við gætum fengið öryggishnapp keyptan fyrir um kr. 100.000 í hveija íbúð, eða fengið þá leigða fyrh' kr. 2.500 á mánuði (30 þúsund á ári). Bæjarstjóranum var strax gert Ijóst að við gætum ekki gengið að þessu, og ef bærinn vildi ekki gera nothæfan þann búnað sem við værum búin að kaupa, þá bæri þeim að útvega okkur annan. Ég hef ekki getað fundið í fundagerðum bæjairáðs að þetta mál hafi verið til umræðu þar, eða sam- þykkt heimild til bæjarstjórans að framkvæma þennan gerning, vonandi getur hann fundið hana og birt, ann- ars verður hann einn talinn bera ábyrgð á því að þetta aldraða fólk geti ekki notið þess öryggis sem það hefur keypt fyrir um 3 miHjónir samtals, og þetta gert vegna þess að hugsanlega geti bæjarfélagið haft af þessu kostn- BYGGINGARSAGA Daníel Pálsson að þegar fram í sækir, samkvæmt framsöguræðu félagsmálastjórans. Við fengum ekki einu sinni öryggis- ljós, þ.e. hleðsluljós sem logar þegar rafmagnið fer. Þau ]jós era í öllum íbúðum í Vogatungureit (sem nú era orðnar alls 70) nema þeim sem Höskuldur byggði. Af hveiju er ég að rifja þetta upp nú? Það eru nokkur ár síðan ég ritaði þessa grein, ástæða þess að hún er ekki birt fyrr er m.a. sú, að við vorum að gera tilraunfr til að fá bæjaryfir- völd til hjálpar alveg fram yfir mitt ár 1994 án árangurs, og meðan var alltaf von. En nú, fyrir ekki löngu, segir formaður bæjarráðs: „Svona kvartanir eru alltaf að koma upp öðra hvora.“ (Kvartanir eins og þær sem sagt er frá hér að framan.) Þá er enn eitthvað að. Eru byggingaryfir- völd enn að veita einhverjum gæð- ingum sínum byggingarleyfí sem geta svo hagað starfsemi sinni eftir- litslaust og að eigin geðþótta? Eng- inn kvartar að tilefnislausu. Þess vegna finnst mér það sé þá kominn tími til, og um leið skylda að upplýsa hvernig okkar mál gekk til. Þáttur lögmanna Það er ekki hægt að skilja við þetta mál án þess að geta um þátt lögmanna. Því þótt bæjaryfirvöld Kópavogs væru margbúin að segja okkur að fá okkur lögmann til að stefna Höskuldi og fá hann dæmdan til að greiða það sem ógreitt var sam- kvæmt matsgerðinni, hafði þetta' gamla fólk ekki áhuga fyrir lögmönn- um, var hrætt um að það hefði bara kostnað af slíku, enda er mjög líklegt að lögmaður Höskuldar hefði getað sýnt fram á að bæjaryfirvöld stóðu öll með honum gegn okkur, og þar með hefðum við orðið að borga þann málskostnað. En seinni hluta árs 1994 ræðst ég í að tala við einn lög- mann í síma, skýrði málið í aðalatrið- um eins og hægt var í stuttu máli, bað hann athuga hvort ekki væri hægt að fara í mál við bæinn. Hann tók mér ekki illa, bað mig að safna öllum gögnum sem kæmu málinu við, og koma þeim til sín, hann skyldi kynna sér þau og hafa svo samband við mig, sem hann gerði eftfr ekki langan tíma, og segir mér þá að hann hafi talað við bæjarlögmann Kópa- vogs og þeim komi saman um að það eina sem hægt sé að gera í málinu sé, að við föram í mál við Höskuld. Hann skuli flytja það ef við viljum og bæj- arlögmaður lofi að bærinn greiði þann málskostnað. Óneitanlega fannst okkur þetta dálítið skrítið, einkum þegar það kom í ljós um leið, að Höskuldur væri þá nýlega fluttur til Þýskalands. Það voru endanlega 4 íbúðarkaupendur sem samþykktu þetta, í trausti þess að þeim yrði það að kostnaðarlausu. Síðan er Höskuldi send stefna og hann kvaddur til dóms hér 10. janúar 1995, sem hann ansaði auðvitað ekki. Sennilega hefur þeim komið saman um að bærinn kaupi sig frá ábyrgð með þvi að bjóðast til að borga þann málskostnað og mjög snjallt að stinga upp í okkur á þennan hátt. Ekki kunni ég við að gefast alveg upp, þó svona færi í fyrstu tilraun. Sjálfsagt að tala við fleiri, einkum þai' sem ég var búinn að safna öllum þeim gögnum sem frásögn mín hér að framan af viðskiptum við bæjaryf- irvöld byggist á. Síðan er ég búinn að tala við fjölda lögmanna, hef verið í því að vísu með hléum allt fram á þetta ár, án árangurs. Margir eru búnir að fá nefnd gögn, og eitt er þeim sameiginlegt, þ.e. að halda þeim óþarflega lengi eða að lágmarki 3 mánuði og upp í 8. Síðan era svörin á ýmsa vegu. Sumir hafa sagt að þeir þyrftu að hafa samskipti við bæjaiyf- ii-völd Kópavogs, gætu þess vegna ekki tekið svona mál að sér. Einn segir: „Ef bærinn dæmist skaðabóta- skyldur fara öll bæjarfélög strax á hausinn." Annar segir: „Ef bygging- arfulltrúi fær dóm eða áminningu fæst enginn maður í það starf.“ Einn segir: „Láttu þér ekki detta í hug að fara í mál við bæinn, lögmenn og dómarar eru búnfr að koma þeirri hefð á, að slík mál vinnast ekki,“ o.s.frv. Mér finnst viðbrögð þeirra séu yftrleitt þannig að þeir komist strax í varnarstöðu fyrir bæinn, og þeim finnist svona mál ekki vera í þeirra verkahring. Höfundur er eHilífeyrisþegi.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.